Hjálparsveit skáta Garðabæ

Hjálparsveit skáta Garðabæ Félagar HSG eru tilbúnir að takast við krefjandi verkefni í leit og björgun allt árið um kring Hjálparsveit skáta Garðabæ (HSG) var stofnuð 20.

Nóvember árið 1969. Sveitin er aðili að Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Í HSG starfa um 100 fullgildir félagar sem eru tilbúnir að takast á við þau krefjandi verkefni sem þeim er falið í leit og björgun, allan sólarhringinn, allt árið um kring.Frjáls framlög má leggja inn á reikning Hjálparsveitar skáta í Garðabæ: 0546-26-900, kt. 431274-0199.

Útilegustemning við Úlfljótsvatn! 🌞🏕️Helgina 24.–25. maí fóru félagar í HSG og fjölskyldur í frábæra útilegu við Úlfljót...
05/06/2025

Útilegustemning við Úlfljótsvatn! 🌞🏕️

Helgina 24.–25. maí fóru félagar í HSG og fjölskyldur í frábæra útilegu við Úlfljótsvatn! Við nutum blíðunnar, prófuðum jeppa og buggy, klifruðum í turninum, fórum á kajak og á báta – og dróninn hjálpaði okkur að leita að fólki. Það var spjallað, leikið og hlegið með góðum vinum og mikil ánægja með helgina hjá öllum fjölskyldumeðlimum.

Við erum strax farin að telja niður í næstu útilegu! 💚

Á sveitarfundi í maí luku 4 einstaklingar nýliðaþjálfun sinni og skrifuðu þar með undir eiðstaf sveitarinnar. Við það ur...
09/05/2025

Á sveitarfundi í maí luku 4 einstaklingar
nýliðaþjálfun sinni og skrifuðu þar með undir eiðstaf sveitarinnar. Við það urðu þau fullgildir félagar í Hjálparsveit skáta Garðabæ, við óskum þeim til hamingju með áfangann og bjóðum þau öll hjartanlega velkomin í hópinn.

Við verðum á ferðinni um bæinn í dag að sækja jólatré. Vinsamlegast komið öllum trjám út í dag og við sækjum þau.
07/01/2025

Við verðum á ferðinni um bæinn í dag að sækja jólatré. Vinsamlegast komið öllum trjám út í dag og við sækjum þau.

Við verðum með opið í Jötunheimum við Bæjarbraut á þrettándanum, mánudaginn 6. janúar.
04/01/2025

Við verðum með opið í Jötunheimum við Bæjarbraut á þrettándanum, mánudaginn 6. janúar.

Göngum vel um umhverfið okkar og skiljum ekkert eftir nema gleðina og góðar minningar 🍀Garðabær hefur sett upp gáma fyri...
01/01/2025

Göngum vel um umhverfið okkar og skiljum ekkert eftir nema gleðina og góðar minningar 🍀
Garðabær hefur sett upp gáma fyrir flugeldarusl á fjórum stöðum. Við hvetjum ykkur öll til að ganga vel um og fara með sitt rusl í næsta gám eða á viðeigandi móttökustað.
Gámarnir verða á eftirfarandi staðsetningum:
🌠Við Ásgarð
🎇Við Hofsstaðaskóla
🎇Við Urriðaholtsskóla
🎆Við grenndargáma á Höfðabraut Suðurnesveg

Við sendum Garðbæingum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilegt og farsælt komandi ár. Við þökkum fyrir allan stuðn...
31/12/2024

Við sendum Garðbæingum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilegt og farsælt komandi ár. Við þökkum fyrir allan stuðning á liðnum árum.
Félagar í Hjalparsveit skáta Garðabæ

🎆Hittið okkur á einum af þremur sölustöðum okkar og nælið ykkur í flugelda fyrir kvöldið🎆
31/12/2024

🎆Hittið okkur á einum af þremur sölustöðum okkar og nælið ykkur í flugelda fyrir kvöldið🎆

✨Sölustaðir okkar eru opnir til 16 í dag ✨
31/12/2024

✨Sölustaðir okkar eru opnir til 16 í dag ✨

Hjálparsveitastarf er lífstíll. Félagar í HSG þekkja það vel, en fjölskyldur okkar þekkja það jafnvel betur. Við erum fj...
31/12/2024

Hjálparsveitastarf er lífstíll.
Félagar í HSG þekkja það vel, en fjölskyldur okkar þekkja það jafnvel betur. Við erum fjölskyldum okkar óendanlega þakklát fyrir þolinmæðina sem þau sýna okkur þegar við stökkvum frá matarborðinu, þvottinum eða vinnu til að sinna hjálparsveitarstarfinu.

Vinna við fjáraflanir getur haldið okkur frá heimilum okkar í lengri tíma og því brugðum við á það ráð fyrir þónokkrum árum að bjóða upp á barnagæslu á meðan stærsta fjáröflun sveitarinnar stendur yfir.

Þetta verkefni hefur gengið vonum framar og erum við svo heppin að unga fólkið okkar sem byrjaði að sækja barnagæsluna hefur tekið við umsjón hennar og halda þær uppi svo miklu stuði að börnin vilja helst ekki fara heim og reka foreldra sína aftur fram í sölu.

Það skemmir svo ekki fyrir að krakkarnir okkar fá boli merkta sveitinni svo þau geta verið í stíl við mömmu og pabba.

30/12/2024

🎆Sölustaðirnir okkar eru stútfullir af vörum! 🎆
✨Þeir eru opnir til klukkan 22:00 í kvöld og frá 10-16 á morgunn - við hlökkum til að sjá ykkur ✨
Við minnum einnig á netverslunina okkar - www.flugeldar.hjalparsveit.is - þar er hægt að skoða vöruúrval, sjá lýsingar á vörum og myndbönd af mörgum vörum.

Við minnum á flugeldasýningu HSG sem skotið verður upp á Gamlárskvöld. Besta útsýnið yfir sýninguna er frá brennunni við...
30/12/2024

Við minnum á flugeldasýningu HSG sem skotið verður upp á Gamlárskvöld. Besta útsýnið yfir sýninguna er frá brennunni við Sjávargrund.

Address

Bæjarbraut 7
Garðabær
210

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Hjálparsveit skáta Garðabæ posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share