Hjálparsveit skáta Garðabæ

Hjálparsveit skáta Garðabæ Félagar HSG eru tilbúnir að takast við krefjandi verkefni í leit og björgun allt árið um kring Hjálparsveit skáta Garðabæ (HSG) var stofnuð 20.

Nóvember árið 1969. Sveitin er aðili að Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Í HSG starfa um 100 fullgildir félagar sem eru tilbúnir að takast á við þau krefjandi verkefni sem þeim er falið í leit og björgun, allan sólarhringinn, allt árið um kring.Frjáls framlög má leggja inn á reikning Hjálparsveitar skáta í Garðabæ: 0546-26-900, kt. 431274-0199.

Kæru Garðbæingar Við verðum á ferðinni um bæinn í dag og á morgunn að safna lifandi jólatrjám bæjarbúa sem þjónað hafa t...
07/01/2026

Kæru Garðbæingar
Við verðum á ferðinni um bæinn í dag og á morgunn að safna lifandi jólatrjám bæjarbúa sem þjónað hafa tilgangi sínum. Okkur langar að biðja ykkur um að koma trjánum út í dag, á augljósum en öruggum stað við lóðamörk og ganga vel frá þeim.

Verið velkomin í dag, 6. janúar, opið frá kl. 15-20.
06/01/2026

Verið velkomin í dag, 6. janúar, opið frá kl. 15-20.

Gleðilegt nýtt ár! Við hvetjum öll til að fara með flugeldarusl í gáma fyrir notaða flugelda. Í Garðabæ eru gámar á fjór...
01/01/2026

Gleðilegt nýtt ár!
Við hvetjum öll til að fara með flugeldarusl í gáma fyrir notaða flugelda. Í Garðabæ eru gámar á fjórum stöðum:
🌟 á Álftanesi
🌟 við Ásgarð
🌟 við Hofsstaðaskóla
🌟 við Urriðaholtsskóla

Notuð stjörnuljós má setja í gáma fyrir málm á grenndargámastöðum.

Nánari upplýsingar á : https://www.flugeldar.is/ruslid-burt

Nú höfum við lokað sölustöðum okkar þessi áramótin. Við munum að sjálfsögðu opna flugeldasöluna á þrettándanum, 6. janúa...
31/12/2025

Nú höfum við lokað sölustöðum okkar þessi áramótin. Við munum að sjálfsögðu opna flugeldasöluna á þrettándanum, 6. janúar.
Takk kærlega fyrir stuðninginn í þessari mikilvægustu fjáröflun ársins.

Komið á einn af þremur sölustöðum okkar í Garðabæ og náið ykkur i flugelda fyrir kvöldið
31/12/2025

Komið á einn af þremur sölustöðum okkar í Garðabæ og náið ykkur i flugelda fyrir kvöldið

Þau sem hafa keypt rakettupakka 2 hjá okkur geta komið með hann til okkar á sölustaði okkar.
30/12/2025

Þau sem hafa keypt rakettupakka 2 hjá okkur geta komið með hann til okkar á sölustaði okkar.

INNKÖLLUN Á "RAKETTUPAKKA 2" VEGNA GALLA!

Slysavarnafélaginu Landsbjörg bárust í kvöld, þriðjudagskvöld, ábendingar um að galli væri í einhverjum rakettum sem seldar hafa verið í Rakettupakka 2.
Við prófun kom í ljós að einhverjar þeirra sprungu of snemma.

Því hefur verið tekin sú ákvörðun um að taka Rakettupakka 2 úr sölu og kalla inn þá pakka sem hafa verið seldir.
Þau sem hafa keypt Rakettupakka 2 eru hvött til að koma með hann á næsta sölustað og skipta honum út fyrir aðra vöru.
Hægt verður að skipta út pakkanum á gamlársdag, þar til sölustaðir loka, sem og á opnunartíma fyrir þrettándann.

Slysavarnafélaginu Landsbjörg þykir miður að viðskiptavinir verði fyrir óþægindum vegna þessa, en öryggi okkar allra þarf alltaf að vera í fyrirrúmi.

Sölustaðir okkar eru opnir til klukkan 22 í kvöld 🎆 Jötunheimar við Bæjarbraut🎆 við Ikea 🎆 Haukshús Álftanesi
30/12/2025

Sölustaðir okkar eru opnir til klukkan 22 í kvöld
🎆 Jötunheimar við Bæjarbraut
🎆 við Ikea
🎆 Haukshús Álftanesi

Við vitum að sumir vilja styrkja starf sveitarinnar án þess að kaupa flugelda, það er hægt að gera með því að kaupa hjá ...
30/12/2025

Við vitum að sumir vilja styrkja starf sveitarinnar án þess að kaupa flugelda, það er hægt að gera með því að kaupa hjá okkur rótarskot eða með með frjálsu framlagi inn á styrktar reikning okkar.
Styrktar reikningur okkar er:
BANKI: 0546-26-900
KT. 431274-0199
Skrifa þarf í athugasemd með millifærslu „Styrkur 2025“ og þá fara upplýsingar um styrkinn í gagnagrunn Skattsins.
Hjálparsveit skáta Garðabæ (HSG) er á almannaheillaskrá Ríkisskattstjóra. Styrkir til sveitarinnar eru því frádráttarbærir frá skatti hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki.

Flugeldasýning HSG verður á sínum stað á gamlárskvöld. Besta útsýnið yfir sýninguna er frá brennunni við Sjávargrund
29/12/2025

Flugeldasýning HSG verður á sínum stað á gamlárskvöld.
Besta útsýnið yfir sýninguna er frá brennunni við Sjávargrund

🎇Það er opið á sölustöðum okkar til  22 í kvöld. 🎇Opið er frá 10-22 dagana 28.-30. desember og frá 9-16 á Gamlársdag.Hæg...
29/12/2025

🎇Það er opið á sölustöðum okkar til 22 í kvöld. 🎇

Opið er frá 10-22 dagana 28.-30. desember og frá 9-16 á Gamlársdag.
Hægt er að sjá vöruúrvalið hjá okkur í vefverslun okkar https://flugeldar.hjalparsveit.is/

Flugeldasala Hjálparsveitar skáta Garðabæ hefst í dag sunnudaginn 28. desember.Sölustaðirnir eru eins og undanfarin ár:J...
28/12/2025

Flugeldasala Hjálparsveitar skáta Garðabæ hefst í dag sunnudaginn 28. desember.
Sölustaðirnir eru eins og undanfarin ár:
Jötunheimar við Bæjarbraut
Við IKEA í Kauptúni
Haukshúsum á Álftanesi
Opið er frá 10-22 dagana 28.-30. desember og frá 10-16 á Gamlársdag.
Við bendum einnig á netverslunina okkar, flugeldar.hjalparsveit.is - þar sem hægt er að skoða vöruúrval,versla vörur og sækja þær svo til okkar í Jötunheima.

Útilegustemning við Úlfljótsvatn! 🌞🏕️Helgina 24.–25. maí fóru félagar í HSG og fjölskyldur í frábæra útilegu við Úlfljót...
05/06/2025

Útilegustemning við Úlfljótsvatn! 🌞🏕️

Helgina 24.–25. maí fóru félagar í HSG og fjölskyldur í frábæra útilegu við Úlfljótsvatn! Við nutum blíðunnar, prófuðum jeppa og buggy, klifruðum í turninum, fórum á kajak og á báta – og dróninn hjálpaði okkur að leita að fólki. Það var spjallað, leikið og hlegið með góðum vinum og mikil ánægja með helgina hjá öllum fjölskyldumeðlimum.

Við erum strax farin að telja niður í næstu útilegu! 💚

Address

Bæjarbraut 7
Garðabær
210

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Hjálparsveit skáta Garðabæ posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram