
05/06/2025
Útilegustemning við Úlfljótsvatn! 🌞🏕️
Helgina 24.–25. maí fóru félagar í HSG og fjölskyldur í frábæra útilegu við Úlfljótsvatn! Við nutum blíðunnar, prófuðum jeppa og buggy, klifruðum í turninum, fórum á kajak og á báta – og dróninn hjálpaði okkur að leita að fólki. Það var spjallað, leikið og hlegið með góðum vinum og mikil ánægja með helgina hjá öllum fjölskyldumeðlimum.
Við erum strax farin að telja niður í næstu útilegu! 💚