
25/12/2024
Hugleiðing á jóladag.
Spurning sem ég fæ ansi oft frá konum í kringum mig.
"Þurfa konur á breytingaskeiðs aldrinum ekki að lyfta þungt"
Þú ÞARFT aldrei að gera neitt en ef þú VILT og velur að gera það hvort sem um er að ræða lyftingar eða aðra líkamsrækt þá er það frábært fyrir þig.
Við fullorðna fólkið erum afskaplega bókstafleg, við heyrum eitthvað frá öðrum í kringum okkur og að sjálfsögðu frá alnetinu.... og við hugsum....OK ég á að gera þetta af því þetta er það sem allir eru að tala um! Svo virka samfélagsmiðlar auðvitað þannig að okkur er sýnt nákvæmlega það sem við viljum sjá hverju sinni eða höfum sýnt áhuga á áður. Nú er t.d mikið í tísku að tala um breytingaskeiðið sem ég er afskaplega hlynnt og er virkilega þarft umræðuefni eeeen það er ekkert svart/hvítt í þessu lífi og ekki heldur þegar kemur að breytingaskeiði kvenna. Það sem er gott fyrir þig og lætur þér líða vel er ekki endilega að henta mér... þið skiljið hvert ég er að fara 🙂
Það sem lætur þér líða vel á líkama og sál og gerir þig að betri manneskju er einmitt það sem þú ættir að vera að gera hverju sinni. Ef það lætur þér líða vel að lyfta þungt þá mæli ég heldur betur með því, ef það lætur þér líða vel að hlaupa, Do it! Ef það lætur þér líða vel að ganga Úllann á hverjum degi eða um hverja helgi þá er það málið fyrir þig 😉
Ég get aðeins talað af eigin reynslu og ætla að deila minni upplifun með ykkur ❤
Áður en ég opnaði Tilveruna, þá var ég í æfingum þar sem fókusinn var á að viðhalda ákveðnu ástandi og einmitt að vinna með miklar þyngdir og byggja upp "Villidýrið" í mér. Ég var að ganga með 50-75 kg sandpoka og draga þunga sleða ásamt því að taka mikið af styrktaræfingum og mobility æfingum. Hrikalega gaman og ég var viss um að þetta væri algjörlega málið fyrir mig því jú ég vill vissulega verða sterkari á líkama og sál og vill geta farið í villidýrið mitt þegar ég þarf á því að halda... Eeeen....
Síðustu mánuði hef ég gert margar breytingar á mínu lífi og eitt af því var að stúdera nýtt æfingarform, a.m.k. glænýtt fyrir mér, sem er Barre og er nú að kenna það í Tilverunni. Þar opnuðust gersamlega nýir heimar fyrir mér og maður minn hvað ég er að elska það að hafa kynnst þessu og skellt mér í þetta nám. Til að gera langa sögu stutta þá hef ég sjaldan verið betur á mig komin andlega sem og líkamlega. Það sem Barre hefur fært mér er betra jafnaðargeð ooooog bætt líkamsbeiting og líkamsstaða. Ég hefði aldrei trúað því að ég fengi svona mikið út þessu æfingaformi fyrr en ég stúderaði það, iðkaði og kafaði dýpra.
Þannig að mín skilaboð til ykkar eru... finnið þá hreyfingu sem hentar ykkur og hér eru nokkarar góðar spurningar sem vert er að spyrja sig 😉
Er ég að njóta mín ?
Er ég að ögra mér ?
Er ég að ganga út sem sigurvegari?
Veitir hreyfingin mér vellíðan?
Finn ég jákvæðan mun á líkama og sál?
Ef já þá ert þú í góðum málum!
Ef þú ert einungis að stunda ræktina til að refsa þér eða eiga inni fyrir lifnaðinum á milli æfinga þá mæli ég með því að endurskoða hlutina aðeins 😉
Mín uppskrift af vellíðan felst í eftirfarandi;
Regluleg hreyfing í formi Barre og HIT æfinga (High intensity interval training) sem og göngutúrar með hundinn og útivera. Ég tek stundum í lóðin í sundlaug Garðabæjar og tek þá mjög snarpar og stuttar æfingar sem enda með því að njóta í heita pottinum og gufunni 😉
Mín hvatning til þín er að rækta þig með því viðhorfi að láta þér líða vel. Ekki refsa þér, ekki mæta bara til að passa í kjólinn á næstu jólum, ekki hreyfa þig til að vera eins og photosjoppuðu samfélagsmiðla áhrifavaldarnir!
Mættu fyrir þig og hreyfðu þig fyrir þig!
Jólakveðja;
Aðalheiður Jensen
Eigandi og þjálfari
Tilveran Heilsusetur