Tilveran Heilsusetur

Tilveran Heilsusetur Tilveran er lítið fallegt heilsusetur þar sem þú getur ræktað líkamlega og andlega heilsu með aðstoð frá metnaðarfullum þjálfurum 🧘‍♂️

Hugleiðing á jóladag.Spurning sem ég fæ ansi oft frá konum í kringum mig. "Þurfa konur á breytingaskeiðs aldrinum ekki a...
25/12/2024

Hugleiðing á jóladag.

Spurning sem ég fæ ansi oft frá konum í kringum mig.

"Þurfa konur á breytingaskeiðs aldrinum ekki að lyfta þungt"

Þú ÞARFT aldrei að gera neitt en ef þú VILT og velur að gera það hvort sem um er að ræða lyftingar eða aðra líkamsrækt þá er það frábært fyrir þig.

Við fullorðna fólkið erum afskaplega bókstafleg, við heyrum eitthvað frá öðrum í kringum okkur og að sjálfsögðu frá alnetinu.... og við hugsum....OK ég á að gera þetta af því þetta er það sem allir eru að tala um! Svo virka samfélagsmiðlar auðvitað þannig að okkur er sýnt nákvæmlega það sem við viljum sjá hverju sinni eða höfum sýnt áhuga á áður. Nú er t.d mikið í tísku að tala um breytingaskeiðið sem ég er afskaplega hlynnt og er virkilega þarft umræðuefni eeeen það er ekkert svart/hvítt í þessu lífi og ekki heldur þegar kemur að breytingaskeiði kvenna. Það sem er gott fyrir þig og lætur þér líða vel er ekki endilega að henta mér... þið skiljið hvert ég er að fara 🙂

Það sem lætur þér líða vel á líkama og sál og gerir þig að betri manneskju er einmitt það sem þú ættir að vera að gera hverju sinni. Ef það lætur þér líða vel að lyfta þungt þá mæli ég heldur betur með því, ef það lætur þér líða vel að hlaupa, Do it! Ef það lætur þér líða vel að ganga Úllann á hverjum degi eða um hverja helgi þá er það málið fyrir þig 😉

Ég get aðeins talað af eigin reynslu og ætla að deila minni upplifun með ykkur ❤

Áður en ég opnaði Tilveruna, þá var ég í æfingum þar sem fókusinn var á að viðhalda ákveðnu ástandi og einmitt að vinna með miklar þyngdir og byggja upp "Villidýrið" í mér. Ég var að ganga með 50-75 kg sandpoka og draga þunga sleða ásamt því að taka mikið af styrktaræfingum og mobility æfingum. Hrikalega gaman og ég var viss um að þetta væri algjörlega málið fyrir mig því jú ég vill vissulega verða sterkari á líkama og sál og vill geta farið í villidýrið mitt þegar ég þarf á því að halda... Eeeen....
Síðustu mánuði hef ég gert margar breytingar á mínu lífi og eitt af því var að stúdera nýtt æfingarform, a.m.k. glænýtt fyrir mér, sem er Barre og er nú að kenna það í Tilverunni. Þar opnuðust gersamlega nýir heimar fyrir mér og maður minn hvað ég er að elska það að hafa kynnst þessu og skellt mér í þetta nám. Til að gera langa sögu stutta þá hef ég sjaldan verið betur á mig komin andlega sem og líkamlega. Það sem Barre hefur fært mér er betra jafnaðargeð ooooog bætt líkamsbeiting og líkamsstaða. Ég hefði aldrei trúað því að ég fengi svona mikið út þessu æfingaformi fyrr en ég stúderaði það, iðkaði og kafaði dýpra.

Þannig að mín skilaboð til ykkar eru... finnið þá hreyfingu sem hentar ykkur og hér eru nokkarar góðar spurningar sem vert er að spyrja sig 😉

Er ég að njóta mín ?
Er ég að ögra mér ?
Er ég að ganga út sem sigurvegari?
Veitir hreyfingin mér vellíðan?
Finn ég jákvæðan mun á líkama og sál?

Ef já þá ert þú í góðum málum!

Ef þú ert einungis að stunda ræktina til að refsa þér eða eiga inni fyrir lifnaðinum á milli æfinga þá mæli ég með því að endurskoða hlutina aðeins 😉

Mín uppskrift af vellíðan felst í eftirfarandi;
Regluleg hreyfing í formi Barre og HIT æfinga (High intensity interval training) sem og göngutúrar með hundinn og útivera. Ég tek stundum í lóðin í sundlaug Garðabæjar og tek þá mjög snarpar og stuttar æfingar sem enda með því að njóta í heita pottinum og gufunni 😉

Mín hvatning til þín er að rækta þig með því viðhorfi að láta þér líða vel. Ekki refsa þér, ekki mæta bara til að passa í kjólinn á næstu jólum, ekki hreyfa þig til að vera eins og photosjoppuðu samfélagsmiðla áhrifavaldarnir!

Mættu fyrir þig og hreyfðu þig fyrir þig!

Jólakveðja;
Aðalheiður Jensen
Eigandi og þjálfari
Tilveran Heilsusetur

Góðan daginn kæru iðkendur og velunnarar Tilverunnar Þá er nýtt skráningarkerfi að líta dagsins ljós ;)Eftir að hafa lei...
23/12/2024

Góðan daginn kæru iðkendur og velunnarar Tilverunnar


Þá er nýtt skráningarkerfi að líta dagsins ljós ;)
Eftir að hafa leitað ráða hjá öðrum álíka boutique stúdíóum eins og Tilverunni þá tel ég okkur vera búin að finna bestu lausnina.

*Hægt að velja á milli alls 15. tíma í hverri viku og munum við bæta við tímum þegar aðsókn eykst.

*Þú velur þá tíma sem þú vilt sækja dag hvern og skráir þig fyrirfram, þegar fullt er í tíma þá er ekki hægt að skrá sig.

*Það er hægt að skrá sig viku fram í tímann en ég hvet iðkendur til að skrá sig aðeins í þá tíma sem þeir eru 100% ákveðnir að mæta í og muna að afskrá sig ef eitthvað breytist.

*Þú færð alltaf staðfestingu senda í tölvupósti þegar skráning hefur farið í gegn og færð áminningu sólarhring fyrir tímann.

*Þær leiðir sem eru í boði eru; 10. tíma kort með 24. vikna gildistíma. Tveggja vikna kynningar passi fyrir nýja iðkendur sem vilja aðeins þreifa fyrir sér áður en þeir binda sig. Eða áskriftar leið þar sem þú greiðir ákveðna upphæð í hverjum mánuði og er bindandi. Vorönn í 6. mánuði og haustönn í 5. mánuði. Hægt að koma í áskrift hvenær sem er á tímabilinu.

10 tíma passi
34.900 kr

Tveggja vikna kynningar passi (tekur gildi 6. jan eða þegar þú gengur frá greiðslu)
16.000 kr

Áskrift - skipt í haustönn og vorönn - bindandi.
25.900 kr á mánuði

Þú getur tryggt þér aðgang í Tilveruna frá og með deginum í dag en opnað verður fyrir skráningar í tíma 1. janúar.
(hægt að skoða tímatöflu í viðhengi)

Hlakka mikið til að sjá ykkur á nýju ári og þakka kærlega fyrir 2024

Síðustu tímar Tilverunnar fyrir jólafrí eru á morgun föstudag. Barre Balance kl 07:00 Pop up Barre með Írisi Ásmundardót...
19/12/2024

Síðustu tímar Tilverunnar fyrir jólafrí eru á morgun föstudag. Barre Balance kl 07:00
Pop up Barre með Írisi Ásmundardóttur kl 12:00 (fullbókaður)

Það er verið að leggja lokahönd á bókunarkerfi fyrir næstu önn og munu iðkendur geta keypt sér aðgang á næstu dögum ❤
Tilveran opnar síðan aftur mánudaginn 6. janúar eftir gott jólafrí 😉

Þær leiðir sem verða í boði eru;

10 tíma kort 34.900
(gildistími 2. ár)

2. vikna kynningar passi 16.000 kr
(tekur gildi þegar þú gengur frá kaupum)

Áskrift 25.900 kr á mánuði
(bindandi)

Þú getur komið inn í áskrift hvenær sem þú vilt á tímabilinu
Fyrirfram skráning í alla tíma
Meiri sveigjanleiki
Getur skráð þig í allt að 24. tíma í mánuði
Aðeins 14- 16 iðkendur í hverjum tíma

Við Þóra þökkum innilega fyrir samveruna og mótttökurnar þessa fyrstu mánuði í Tilverunni og bjóðum hana Írisi velkomna í þjáfarahópinn á nýju ári 🥰 Við hlökkum til komandi árs með ykkur

Pop up tími með Írisi Ásmundardóttur í Tilverunni :) Fyrstur kemur fyrstur fær. POPUP100 í afsláttarkóða og þú ert skráð...
07/12/2024

Pop up tími með Írisi Ásmundardóttur í Tilverunni :) Fyrstur kemur fyrstur fær. POPUP100 í afsláttarkóða og þú ert skráð fyrir 0 kr í tímann

Föstudaginn 20. des verður Pop up tími í Barre í Tilverunni með Írisi Ásmundardóttur. Tíminn er ókeypis fyrir alla með kóðanum POPUP100

Herbergi til leigu í Tilverunni frà 6. Jan 2025. Hentugt fyrir markþjálfun og ráðgjöf sem og heilun og aðrar meðferðir🙂P...
06/12/2024

Herbergi til leigu í Tilverunni frà 6. Jan 2025. Hentugt fyrir markþjálfun og ráðgjöf sem og heilun og aðrar meðferðir🙂

Pm fyrir upplýsingar eða senda tölvupóst á tilveran@tilveranheilsusetur.is

Árangur og vellíðan á vinnustað - Fyrirtækjaþjálfun TilverunnarViltu auka árangur, draga úr veikindadögum og bæta andleg...
04/12/2024

Árangur og vellíðan á vinnustað - Fyrirtækjaþjálfun Tilverunnar

Viltu auka árangur, draga úr veikindadögum og bæta andlega og líkamlega vellíðan mannauðsins í fyrirtækinu þínu!

Ég mæti á staðinn og þjálfa starfmannahópinn einu sinni til tvisvar í viku. Líkamsrækt sem hentar öllum sama hver bakgrunnur þinn í hreyfingu er.

Regluleg hreyfing er fjárfesting í heilsu, sem skilar sér í færri veikindadögum, meiri ánægju og betri afköstum. Svo eru gríðarleg lífgæði fólgin í því að geta sinnt heilsunni á vinnutíma.

Hafið samband í gegnum netfang eða í gegnum skilaboð.
tilveran@tilveranheilsusetur.is

02/12/2024

Hreyfing innan vinnudagsins er nákvæmlega það sem koma skal hjá stærri og smærri fyrirtækjum. Hversu mikil lífsgæði eru það í nútímasamfélagi að sinna heilsunni áður en vinnudegi líkur og þurfa því ekki að rífa sig á fætur eldsnemma til að keyra í ræktina eða fara eftir langan vinnudag☺️ Einföldum lífið!Ég mæti á svæðið og þið njótið þess að taka kröftuga æfingu undir minni leiðsögn😃Sendu mér línu á tilveran@tilveranheilsusetur.is og við skipuleggjum framhaldið saman ❣️

Desember námskeið hefjast 2. og 3. des☀️Barre BalanceRope yogaYin og Nidra “Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa fundi...
27/11/2024

Desember námskeið hefjast 2. og 3. des☀️

Barre Balance
Rope yoga
Yin og Nidra

“Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa fundið Tilveruna Heilsusetur. Stöðin er einstaklega falleg og vel hönnuð, námskeiðin æðisleg og þjálfarar metnaðarfullir. Tilveran er svo miklu meira en líkamsrækt, takk fyrir mig”
-Sólveig Ásta-

Innri styrkur er námskeið þar sem blandað er saman Rope yoga, vefjalosun og teygjum. Einstaklega endurnærandi tímar fyri...
21/11/2024

Innri styrkur er námskeið þar sem blandað er saman Rope yoga, vefjalosun og teygjum. Einstaklega endurnærandi tímar fyrir líkama og huga. Hefst 2. des!

Aðeins 12 pláss í hvern tíma🥰

Innri styrkur er blanda af styrktaræfingum fyrir kvið og mjaðmir...

Hópurinn er opinn konum sem eru að upplifa einkenni breytingaskeiðsins á einn eða annan hátt, vilja deila reynslu sinni,...
17/11/2024

Hópurinn er opinn konum sem eru að upplifa einkenni breytingaskeiðsins á einn eða annan hátt, vilja deila reynslu sinni, fræðast og vera í félagsskap með öðrum konum á sama stað.

Markmiðið er ekki eingöngu að deila persónulegum reynslusögum, heldur einnig að fá til sín fræðslu um líkamlegar og tilfinningalegar breytingar sem fylgja breytingaskeiðinu.

Með sameiginlegri umræðu og upplýsingaöflun getum við aukið skilning okkar á þeim breytingum sem eiga sér stað og tekið meðvitaða ákvörðun um hvernig við viljum bregðast við þeim.

Ég trúi því að með því að skapa vettvang til að deila reynslu okkar, hittast og fræðast förum við í gegnum þessa umbreytingu fullar af sjálfstrausti og meðvitund.

Sköpum vettvang fyrir konur til að finna styrkinn í þessari umbreytingu og tækifæri til að vaxa og læra.

Fyrsti hittingur verður þriðjudaginn 26. nóvember 🥰
20 pláss

Áhugasamar sendið tölvupóst á tilveran@tilveranheilsusetur.is

♥️♥️
15/11/2024

♥️♥️

Opið fyrir skráningar í des 😍 Vertu með Tilverunni á aðventunni og nærðu líkama og sál í frábærum Barre tímum, Rope yoga...
12/11/2024

Opið fyrir skráningar í des 😍

Vertu með Tilverunni á aðventunni og nærðu líkama og sál í frábærum Barre tímum, Rope yoga, Yin og Nidra☀️

Aðeins 12-14 iðkendur í hóp
Gott aðgengi
Fallegt rými

Eigðu fastann punkt í Tilverunni í desember❣️

Komdu og njóttu með okkur 20. nóvember í Gong heilun
12/11/2024

Komdu og njóttu með okkur 20. nóvember í Gong heilun

Miðvikudaginn 6. nóvember verður boðið upp á fyrstu Gong tónheilun Tilverunnar og mun hún Áshildur Hlín Valtýsdóttir leiða ykkur inn í undraheima Gongsins.

Þá er búið að opna fyrir desember í Innri styrk - Rope yoga. Aðeins 6. tímar í des þar sem Tilveran lokar í tvær vikur y...
12/11/2024

Þá er búið að opna fyrir desember í Innri styrk - Rope yoga. Aðeins 6. tímar í des þar sem Tilveran lokar í tvær vikur yfir hátíðarnar

Innri styrkur er blanda af styrktaræfingum fyrir kvið og mjaðmir...

Ert þú byrjuð að finna einkenni breytingarskeiðsins og hefur áhuga á að hitta aðrar konur á sama stað?Ég er að kanna áhu...
11/11/2024

Ert þú byrjuð að finna einkenni breytingarskeiðsins og hefur áhuga á að hitta aðrar konur á sama stað?

Ég er að kanna áhuga kvenna sem staddar eru á þessum tímamótum fyrir því að hittast, deila, fræðast og styrkja hver aðra☺️

Ef þú ert áhugasöm sendu mér skilaboð❣️
Gerum eitthvað stórkostlegt!

Góðan daginn 🤩Tilveran aglýsir eftir Barre kennara sem vill kenna í einu fallegasta Barre stúdíói landsins💕Hafið samband...
07/11/2024

Góðan daginn 🤩

Tilveran aglýsir eftir Barre kennara sem vill kenna í einu fallegasta Barre stúdíói landsins💕

Hafið samband í gegnum netfangið tilveran@tilveranheilsusetur.is eða i gegnum skilaboð hér à facebook

Aðeins nokkur laus pláss í himneska Gong slökun með Áshildi í TIlverunni á miðvikudagskvöldið
04/11/2024

Aðeins nokkur laus pláss í himneska Gong slökun með Áshildi í TIlverunni á miðvikudagskvöldið

Miðvikudaginn 6. nóvember verður boðið upp á fyrstu Gong tónheilun Tilverunnar og mun hún Áshildur Hlín Valtýsdóttir leiða ykkur inn í undraheima Gongsins.

Address

Garðatorg 3
Garðabær
210

Opening Hours

Monday 07:00 - 20:00
Tuesday 07:00 - 20:00
Wednesday 07:00 - 20:00
Thursday 07:00 - 20:00
Friday 07:00 - 18:00
Saturday 10:00 - 12:00

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Tilveran Heilsusetur posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Tilveran Heilsusetur:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Category