08/11/2024
Er með lausan tíma á morgun, laugardaginn 9. nóv og tvo tíma á mánudaginn 11. nóv. Eftir það er ég ekki með tíma fyrr en 21. nóv😊
https://noona.is/osteopatastodin
Fyrsta heimsókn - Hvað máttu búast við?
Ef þú ert að íhuga að koma í fyrstu meðferðina hjá mér, þá er hér smá innsýn í hvernig heimsóknin fer fram og hvernig ég get hjálpað þér með þín einkenni og verki👇
✨Viðtal✨
Við byrjum á því að fara yfir þína verkjasöguna. Ég spyr þig út í einkenni, hversu lengi þú hefur verið með verki, hvernig þeir hafa þróast, hvaða álagi þú ert undir í daglegu lífi og aðra þætti sem hjálpa mér að sjá hvernig við nálgumst þetta.
✨Greining✨
Eftir viðtalið skoða ég líkamsstöðu þína og framkvæmi hreyfipróf til að meta hvernig líkaminn hreyfist, þetta getur gefið mér miklar upplýsingar. Í framhaldinu þreifa ég á vöðvum, liðum og liðböndum til að finna nákvæmlega hvar verkirnir eiga uppruna sinn. Í sumum tilfelldum framkvæmi ég bæklunarpróf til að komast sem næst orsök vandans, þau geta verið mjög mismunandi og eru framkvæmd útfrá verkjasögunni.
✨Meðferð✨
Meðferðin byggir á þeim upplýsingum sem ég fæ út úr greiningunni og tekur einnig mið af þínum markmiðum. Meðferðin getur innihaldið teygjur á vefjum og liðum, liðlosun með eða án hnykkinga, nudds og önnur meðferðarform. Ég aðlaga meðferðina hverjum og einum, út frá vandamálinu og líkamlegu ástandi.
✨Ráðleggingar og Æfingar✨
Ég gef þér einnig ráðleggingar um æfingar eða hreyfingar sem geta hjálpað þér að styrkja líkamann og forðast frekari meiðsli. Þetta geta verið allt frá léttum teygjum til ráðlegginga um líkamsstöðu í daglegu lífi.
Ertu að glíma við verki í líkamanum? Bókaðu tíma hjá mér og við finnum lausn saman😊
https://noona.is/osteopatastodin