Happy Hips

Happy Hips Happy Hips er einstakt kerfi þar sem unnið er markvisst að liðkun og opnun liðamóta með bandvefsvinnu

Kennari:
Sigrún Haraldsdóttir
Höfundur Happy Hips

Yoga Tune Up Kennari
Roll Model Method Practitioner
ÍAK einkaþjálfari
Jóga kennari
Yin Yoga kennari

💥 ÁGÚST NÁMSKEIÐ OG HAUST DAGSKRÁ 💥Þar sem Bandvefsnudd og hreyfifærni er næstum fullt í ágúst á mán og mið hef ég bætt ...
15/07/2025

💥 ÁGÚST NÁMSKEIÐ OG HAUST DAGSKRÁ 💥

Þar sem Bandvefsnudd og hreyfifærni er næstum fullt í ágúst á mán og mið hef ég bætt við NÝJUM TÍMA Í ÁGÚST - ÞRIÐJUDAGA 18:30!

11. ÁGÚST - Bandvefsnudd og hreyfifærni mán og mið 19:30
2 LAUS PLÁSS - https://happyhips.is/hreyfifaerni-og-bandvefsnudd/

12. ÁGÚST - Bandvefsnudd og hreyfifærni þriðjudaga 18:30
https://happyhips.is/thridjudaga/

31. ÁGÚST - Vagus Leiðangur - vinnustofa 11:00-14:30
https://happyhips.is/vagus-leidangur/

23. SEPTEMBER - Núllstilla Líkamann
https://happyhips.is/nullstilla/

11.-12. OKTÓBER - KennaraNámskeið - Bandvefurinn og hvernig við getum minnkað spennu, aukið vökvaflæði, unnið með Vagus taugina og bætt vinnslu sogæðakerfis.
https://happyhips.is/rmm-kennararettindi

NÚ ERU AÐEINS 3 LAUS PLÁSS Á VAGUS LEIÐANGUR - SUNNUDAG 29. JÚNÍ KL. 11:00 Það er enn tækifæri til þess að eiga dásamleg...
25/06/2025

NÚ ERU AÐEINS 3 LAUS PLÁSS Á VAGUS LEIÐANGUR - SUNNUDAG 29. JÚNÍ KL. 11:00

Það er enn tækifæri til þess að eiga dásamleg stund í lok viku til að endurnæra sjálfið🧠🔋

Vagus taugin/Flökkutaugin er oft kölluð “drottning” parasympatíska kerfisins – bremsa líkamans. 🧠
Parasympatíska kerfið hefur mest áhrif á líkamann þegar hann er í hvíld með því að hægja á hjartslætti og lækka blóðþrýsting.
Vagustaugin er mikilvæg samskiptabraut milli líkamans og heilans en hún vinnur við að stýra öndun, hjartslætti, vöðvum, meltingu, koki, raddböndum og fleira.

Á þessu námkseiði nuddum við með boltunum og notum djúpöndun á þrjú svæði Flökku/Vagus taugar! ( sjá mynd)
Styrkjum Vagus/Flökkutaugina - notum nuddbolta til þess að nudda líffærin, bringu, millirifjavöðva, háls og andlit 😌
Förum yfir ljúfar öndunaræfingar til að virkja þindaröndun 🫁
Fræðumst um Vagus/Flökkutaugina - VagalTone, Polyvagal theory, skynnema og Interoception (innri skynjun.)

📍 Fyrir alla þá sem eru fastir í vef stress og streitu.
📍 Long Covid einkenni
📍 Þá sem hafa greinst með POTS
📍 Vilja læra leiðir til þess að efla jafnvægi taugakerfisins
🗣Aðgangur að glærum og myndböndum eftir vinnustofu💻

SUNNUDAG 7. APRÍL kl 11:00-14:30
Verð: 12.900kr eða 15.500kr með bolta.
Hvar: Kirkjulundi 19, Garðabæ.
SKRÁNING: https://happyhips.is/vagus-leidangur/

GLÆNÝ VINNUSTOFA 👏💦🔋🩸Viltu læra skilvirkar æfingar og bandvefsnudd til þess að virkja sogæðakerfið og fræðast um eitt va...
27/05/2025

GLÆNÝ VINNUSTOFA 👏💦🔋🩸

Viltu læra skilvirkar æfingar og bandvefsnudd til þess að virkja sogæðakerfið og fræðast um eitt vanmetnasta kerfi líkamans?!

Hvað er sogæðakerfi líkamans !?
Hvert er hlutverk þess !?
Hvernig getur sogæðakerfið orðið vanvirkt !?
Hvernig er hægt að virkja sogæðakerfið !?
Hvernig tengist sogæðakerfið krónískum bólgum!?
Hvernig tengist sogæðakerfið ónæmiskerfinu!?
Fascia/bandvefurinn og sogæðakerfið !!

Sogæðakerfið er sérstakt því það er ekki hringrás eins og blóðæðakerfið, heldur er það einstefna (lokað í annan endann). Engin sérstök dæla líkt og hjarta sér um að pumpa vessann um líkamann, heldur flæðir hann áfram fyrir tilstuðlan hreyfinga líkamans, djúpöndun og nuddi.

Sogæðakerfið gegnir mikilvægu hlutverki í vökvajafnvægi líkamans.
Sogæðakerfið tekur þátt í varnar- og ónæmiskerfi líkamans gegn framandi frumum og örverum.

Þessi vinnustofa er blanda af fyrirlestri, öndunaræfingum og bandvefsnuddi.
Innifalið aðgangur að myndböndum og fræðslu eftir vinnustofu.

Hvar: Kirkjulundi 19, Garðabæ
Hvenær: 1. JÚNÍ 2025
Tími: 11:00 - 14:00
Verð: kr. 12.900,- (15.900kr með bolta)
Kennari: Sigrún Haraldsdóttir
Skráning: https://happyhips.is/sogaeda-leidangur/

VILTU VERA MEÐ AÐ NÚLLSTILLA Í ALLT SUMAR Búið er að opna á aðganginn hjá þeim sem eru skráðir! Opið er á gott fræðsluef...
06/05/2025

VILTU VERA MEÐ AÐ NÚLLSTILLA Í ALLT SUMAR

Búið er að opna á aðganginn hjá þeim sem eru skráðir! Opið er á gott fræðsluefni um sogæðakerfið og upplýsingar um uppsetningu hjá okkur í sumar!

Í dag 6. maí kl. 18:00 verður fyrsti fundurinn þar sem ég verð með smá fyrirlestur um Vagus-taugina, fer yfir næstu tíma og svara spurningum. (allir LIVE tímar/fundir verða aðgengilegir sem upptaka og hægt að fara yfir í allt sumar)

Hvernig væri að gefa sér góðan tíma í sumar til þess að fræðast um grunnkerfi líkamans, læra og gera einfaldar og skilvirkar æfingar sem róa taugakerfið, styrkja sogæðakerfið og losa um króníska spennu/bólgur 🧠🫁🫀

Að vinna með bandvef (fasciu) líkamanns með mjúkri hreyfingu og nuddi styrkir stoðkerfið, losar um króníska spennu, örvar sogæðakerfið og róar taugakerfið.

HEILDRÆN NÁLGUN - BANDVEFURINN HEFUR ÁHRIF Á ÖLL KERFI LÍKAMANS OG ÖLL KERFI LÍKAMANS HAFA ÁHRIF Á BANDVEFINN.
SKRÁÐU ÞIG NÚNA OG VERTU MEÐ Í SUMAR - SUMAR VELLÍÐAN
https://happyhips.is/nullstilla-likamann-ii/

NÚLLSTILLA SUMARNÁMSKEIÐ ✨AÐGANGUR AÐ ÖLLU EFNI TIL 30. ÁGÚST ✨LÆRÐU AÐ KVEIKJA Á OFF 🛑 TAKKANUM OG NÚLLSTILLA 🔋INNIFALI...
02/05/2025

NÚLLSTILLA SUMARNÁMSKEIÐ
✨AÐGANGUR AÐ ÖLLU EFNI TIL 30. ÁGÚST ✨
LÆRÐU AÐ KVEIKJA Á OFF 🛑 TAKKANUM OG NÚLLSTILLA 🔋
INNIFALIÐ

Þú getur NÝTT ALLT sumarið í að NÚLLSTILLA LÍKAMANN,
notað fræðsluna og myndböndin til þess að núllstilla, farið á þínum hraða og tekið æfingarnar eins oft og þú vilt. Góð leið til þess að komast í rútínu með einföldum en skilvirkum æfingum til þess að ná jafnvægi og næra líkama og sál!

FYRSTI FUNDUR/TÍMI 6. MAÍ - kl 18:00 - fyrirlestur um Vagus-taugina og farið yfir næst tvo tíma sem þið getið svo tekið þegar ykkur hentar og eins oft og þið viljið!

-AÐRA HVERJA VIKU, Í 6 VIKUR, er LIVE 30-45mín tími/fundur!
-Á hverjum þriðjudegi og laugardegi opnast fyrir fræðslu og/eða tíma ONLINE.
-OPIÐ FYRIR ALLT EFNI ÚT SUMARIÐ
-AÐGANGUR AÐ POP UP TÍMUM Í SUMAR - BÆÐI Í GARÐABÆ OG Á NETINU!
-Facebook grúbba þar sem ég deili auka fræðslu og er til staðar fyrir ÞIG!
-Þú getur tekið tímana hvenær sem er þegar þér hentar og eins oft og þú vilt!

AÐGANGUR AÐ ÖLLU EFNI TIL 30. ÁGÚST !
Viltu læra skilvirka tækni til þess að;
– draga úr stress og streitu.
- jafnvægi á hormónakerfið.
– minnka liðverki og bjúg.
– vinna á stoðkerfisverkjum.
– bæta meltinguna.
– minnka höfuðverk, pirringi og þokukenndri hugsanir.
– minnka þreytu og slen.
- styrkja ónæmiskerfið.

Þjáist þú af krónískum bólgum og stoðkerfisverkjum, kvíða, svefntruflunum, höfuðverk, vöðvabólgu og/eða meltingartruflunum?
Þessi einkenni geta gefið til kynna að líkami þinn hafi gott af smá núllstillingu með því að losa stíflur í sogæðakerfinu, stilla taugakerfið, losa um spennu og borða hreinsandi fæðu, til að geta sinnt almennilega viðgerðarþjónustu og viðhaldi frumna í líkamanum.
Að núllstilla aðstoðar líkamann við að losa sig við varnarspennu, úrgangsefni, eiturefni og toxísk efni, gömul og notuð hormón o.fl. Núllstilling styrkir ónæmiskerfið og taugakerfið og gerir okkur sterkari þannig við þolum álag og áreiti betur í umhverfi okkar sem truflar starfssemi líkamans.

Á 6 vikum förum við yfir;
-Hvernig sogæðakerfið virkar og hvernig við getum opnað á helstu rásir þess.
-Hvað er flökkutaugin og hvernig virkar hún. Hvað getum við gert til að virkja og styrkja þessa mikilvægu taug.
-Notum hreyfiflæði og boltanudd til að vinna í stoðkerfi líkamans. Finna hvar okkar ójafnvægi liggur og hvar við þurfum að opna á eða styrkja svæði.
-Hreint mataræði og venjur til að auka betri meltingu. Frá Ásdísi Grasalækni.

Áhersla er að losa um spennu sem oft stelur frá okkur orku. Með því að rúlla og þrýsta á þessi spennusvæði koma fram jákvæð áhrif á orkukerfið, blóðrásarkerfið, sogæða- og ónæmiskerfið og uppskeran er slökun og jafnvægi.

Verð 19.900kr
Aðgangur til 30. ÁGÚST
SKRÁNING 👉 https://happyhips.is/nullstilla-likamann-ii/

Maí mánuður framundan og fullt af skemmtilegum námskeiðum og vinnustofum í boði fyrir sumarið 🔋☀️🌻 NÚLLSTILLA LÍKAMANN S...
28/04/2025

Maí mánuður framundan og fullt af skemmtilegum námskeiðum og vinnustofum í boði fyrir sumarið 🔋☀️

🌻 NÚLLSTILLA LÍKAMANN SUMAR -
💥aðgangur að öllu efni til 30. ágúst💥
Byrjum 6. maí að núllstilla og endurheimta jafnvægi í líkamanum. Skilvirkar æfingar til að núllstilla taugakerfirið, styrkja sogæðakerfið og losa líkamann við króníska spennu og bólgur - finna jafnvægi í líkama og sál. Hvað er betra enn að fara inn í sumarmánuðina með fullt af orku og vellíðan 🥰🧠
Góð fræðsla um Vagus taugina og sogæðakerfið. Dásamleg endurheimt með bandvefsnuddi, djúpöndun og teygjum.
SKRÁNING og UPPLÝSINGAR: https://happyhips.is/nullstilla-likamann-ii/

🌻BANDVEFSNUDD OG HREYFIFÆRNI - nýtt tímabil hefst 5. MAÍ
Tímar mánudaga og miðvikudaga kl. 19:30
SKRÁNING: https://happyhips.is/hreyfifaerni-og-bandvefsnudd/

🌻VAGUS LEIÐANGUR - VINNUSTOFA 11. MAÍ
SKRÁNING: https://happyhips.is/vagus-leidangur/

OG einnig verður í boði NÝ vinnustofa í lok maí - SOGÆÐA LEIÐANGUR - Þar sem við fræðumst um sogæðakerfið og æfingar til að virkja og styrkja eitla og auka flæði! Skráning hefst í vikunni!

STAKIR TÍMAR Í APRÍLÍ apríl verður hægt að skrá sig í staka tíma ;mán 7. apríl, mið 9. apríl, mán 14. apríl og mið 16. a...
03/04/2025

STAKIR TÍMAR Í APRÍL
Í apríl verður hægt að skrá sig í staka tíma ;
mán 7. apríl, mið 9. apríl, mán 14. apríl og mið 16. apríl 👏

EF þig hefur langað til að prófa tíma þá er þetta kjörið tækifæri 👍

Dásamleg endurheimt fyrir líkamann – taugakerfið, sogæðakerfið og stoðkerfið!
– Bætt líkamsvitund
– Linar sársauka
– Minni vöðvaspenna
– Betri líkamsstaða
– Bætt frammistaða
– Minnkar stress og streitu

DEKRAÐU VIÐ ÞIG FYRIR PÁSKA 🐥
https://happyhips.is/skraninga-popup/

VAGUS LEIÐANGUR VINNUSTOFA - NÚLLSTILLA TAUGAKERFIÐSunnudag 6. apríl - 11:00-14:30. Viltu læra skilvirkar æfingar og ban...
26/03/2025

VAGUS LEIÐANGUR VINNUSTOFA - NÚLLSTILLA TAUGAKERFIÐ
Sunnudag 6. apríl - 11:00-14:30.

Viltu læra skilvirkar æfingar og bandvefsnudd til þess að núllstilla taugakerfið og fræðast um eina mikilvægu taug(heilataug) líkamans?!

Hvað er Vagustaugin/Flökkutaugin !?
Hvert er hlutverk hennar !?
Hvernig getur Vagustaugin orðið vanvirk!
Hvernig er hægt að virkja Vagustaugina!
Hvað er Vagal Tone!
Polyvagal Theory.

Vagus taugin/Flökkutaugin er oft kölluð “drottning” parasympatíska kerfisins - bremsa líkamans. Parasympatíska kerfið hefur mest áhrif á líkamann þegar hann er í hvíld með því að hægja á hjartslætti og lækka blóðþrýsting.

Flökkutaugin er oft séð sem “umferðarstjórnanda”, þar sem hún er mikilvæg samskiptabraut milli líkamans og heilans en hún vinnur við að stýra öndun, hjartslætti, vöðvum, meltingu, koki, raddböndum og hæfileika okkar til að upplifa, vinna úr og fá botn í reynslu okkar.

Þessi vinnustofa er blanda af fyrirlestri, öndunaræfingum og bandvefsnuddi.

-Hvað er Flökkutaugin, hlutverk og áhrif á heilsu okkar.
-Aðferðir til þess að auka virkni og styrk taugarinnar.
-AF HVERJU þessar aðferðir virka og hvernig er hægt að bæta þeim inn í daglega rútínu.

Innifalið aðgangur að myndböndum og fræðslu eftir vinnustofu.

Hvar: Kirkjulundi 19, Garðabæ
Hvenær: 6. Apríl 2025
Tími: 11:00 - 14:30
Verð: kr. 12.900,- (15.500kr með bolta)
Kennari: Sigrún Haraldsdóttir
Skráning: https://happyhips.is/vagus-leidangur/

BANDVEFSNUDD OG HREYFIFÆRNINÝTT TÍMABIL HEFST 31. MARS 19:30 🔋💥Vertu besta útgáfan af sjálfri/um þér !Ekki gleyma að lík...
23/03/2025

BANDVEFSNUDD OG HREYFIFÆRNI
NÝTT TÍMABIL HEFST 31. MARS 19:30 🔋💥

Vertu besta útgáfan af sjálfri/um þér !
Ekki gleyma að líkaminn þarf hvíld, tíma til að endurnærast og byggja sig upp svo ÞÚ finnir vellíðan og jafnvægi í líkama og sál 🧠🫀🫁🎯

Bandvefsnudd - með því að rúlla líkamann eykst blóðflæðið til vöðvanna sem leiðir af sér betri hreyfanleika, minnkar harðsperrur, flýtir fyrir bata í vöðvum eftir æfingar og bætir þannig árangur og líkamsástand. Við örvum vökvaflæði um vefjakerfin, örvum sogæðakerfið og taugakerfið. Komum jafnvægi á starfsemi helstu líkamskerfa. Eykur líkamsvitund til muna!
Við eflum orkuflæði líkamans og nærum taugakerfið, sogæðakerfið, djúpvefi, líffæri, bein og liðamót.

Hreyfiflæði - blanda af jóga og mobility æfingum til að hita upp líkamann, opna á helstu liði og mýkja líkamann.

Djúpteygjur - með því að leggja meðvitað álag á liðina með djúpri öndun gefum við vöðvum, festum og bandvef tækifæri á að mýkjast upp og losa um spennu. Djúpteygjur róa hugann og eikur líkamvitund.

Dásamleg endurheimt fyrir líkamann - taugakerfið, sogæðakerfið og stoðkerfið!
- Bætt líkamsvitund
- Linar sársauka
- Minni vöðvaspenna
- Betri líkamsstaða
- Bætt frammistaða
- Minnkar stress og streitu

Tímar eru:
Mánudaga og miðvikudaga 19:30

2x í viku, 4 vikur 19.900kr
Innifalið aðgangur að myndböndum!

SKRÁNING 👉 https://happyhips.is/hreyfifaerni-og-bandvefsnudd/

Hlakka til að byrja með nýjum hóp að Núllstilla Líkamann 4. MARS  🙏🫶🔋Aðeins örfá laus pláss á staðarnámskeið í Garðabæ 👏...
17/02/2025

Hlakka til að byrja með nýjum hóp að Núllstilla Líkamann 4. MARS 🙏🫶🔋
Aðeins örfá laus pláss á staðarnámskeið í Garðabæ 👏

Viltu læra aðferðir til þess að minnka spennu, streitu og auka vellíðan til muna ⁉️

Bandvefsnudd, mjúkar teygjur og flæði, öndunaræfingar, góð fræðsla og stuðningur 💯

Settu þig í 🥇 sæti og finndu þitt jafnvægi 🎯

Sogæðakerfið - Taugakerfið - Stoðkerfið

Að núllstilla aðstoðar líkamann við að losa sig við varnarspennu, úrgangsefni, eiturefni og toxísk efni, gömul og notuð hormón o.fl. Núllstilling styrkir ónæmiskerfið og taugakerfið og gerir okkur sterkari þannig við þolum álag og áreiti betur í umhverfi okkar sem truflar starfssemi líkamans.

Viltu læra skilvirka tækni til þess að;
-draga úr stress og streitu.
-minnka liðverki og bjúg.
-vinna á stoðkerfisverkjum.
-bæta meltinguna.
– minnka höfuðverk, pirringi og þokukenndri hugsanir.
-minnka þreytu og slen.

SKRÁNING 👉 https://happyhips.is/nullstilla

ATH‼️ Kæru iðkendur. Vegna veðurviðvarana falla niður tímar í kvöld❗️Farið varlega og njótið ykkar innandyra í kósý 💝
05/02/2025

ATH‼️ Kæru iðkendur. Vegna veðurviðvarana falla niður tímar í kvöld❗️

Farið varlega og njótið ykkar innandyra í kósý 💝

Vagustaugin og Gong Tónheilun / Streitulosandi og endurnærandi 3 LAUS PLÁSS - SUNNUDAG 2. FEBRÚAR 19:00https://happyhips...
01/02/2025

Vagustaugin og Gong Tónheilun / Streitulosandi og endurnærandi
3 LAUS PLÁSS - SUNNUDAG 2. FEBRÚAR 19:00

https://happyhips.is/opnirtimar/

Ljúfar 2 klukkustundir þar sem við núllstillum líkamann.
Mjúkt hreyfiflæði og endurnærandi bandvefsnudd fyrir svæði Vagustaugar til þess að róa taugakerfið.
Djúpslökun með tónum gongins til þess að róa hugann og hreyfa við tíðni líkamans.

Að eiga samtal við líkamann í næði, þar sem hann kemur með svörin.

Við vinkonurnar, Áshildur og Sigrún, sameinum hér krafta okkar í einstakri samveru á aðventu. Við nálgumst okkur út frá taugakerfi og tilfinningum, en Sigrún nýtir þar kunnáttu sína og reynslu af vinnu með taugakerfið og líkamann, og Áshildur sína þekkingu af vinnu með tilfinningar og huga.

Við gerum æfingar, svörum ákveðnum spurningum og förum að lokum inn í slökun með hljóðbylgjum til að hreyfa við tíðni líkamans, og mögulega staðnaðri orku á þessum sviðum.

Með því að virkja Vagustaugina styrkjum við taugakerfið og það skapast jafnvægi í orkubúskap líkamans og meðvitund okkar um líkamann eykst, sjálfsvitund eflist og styrkist. Notum mjúka bolta og hreyfingar með djúpöndun til þess að nudda svæði Vagustaugar.
Gongið er vel til þess fallið að hjálpa líkamanum að hjálpa sér sjálfum, að heila og fínstilla sig sjálfan eins og hann var hannaður til. Gongið er mjög gott og áhrifaríkt verkfæri að nýta í hugleiðslu því það hjálpar huganum að hægja á sér og ná fram dýrmætri hvíld og slökun.

Engrar kunnáttu eða undirbúnings er krafist, aðeins að mæta með opnum huga og áhuga á því að ná fram betri tengingu við eigin líkamskerfi í gegnum æfingar og slökun.

Dýnur og teppi til staðar.
Við mælum þó með að þú takir með þér púða undir höfuð og hnésbætur, og jafnvel auka teppi.

Áshildur er kennari, markþjálfi, með diplómu í jákvæðri sálfræði og einnig IAM yoga nidra leiðbeinandi.
Sigrún hefur sérhæft sig í vinnu með bandvef/vefjakerfi líkamans og taugakerfi, einkaþjálfari, jógakennari og fjölmiðlafræðingur.

Aukin orka, betri melting, aukin tenging við sjálfið og betri líðan um hátíðirnar.
– Bætt líkamsvitund
– Linar sársauka
– Minni vöðvaspenna
– Betri líkamsstaða
– Bætt frammistaða
– Minnkar stress og streitu

Hvar: Kirkjulundur 19, Garðabæ
Hvenær: 2. febrúar kl. 19:00
Verð: 5000kr

Address

Hóptímar Kirkjulundur 19/Einkatíma Klausturhvammi 1
Garðabær

Opening Hours

Monday 19:45 - 21:00
Tuesday 18:15 - 21:00
Wednesday 19:45 - 21:00
Sunday 14:00 - 14:00

Telephone

+3548697914

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Happy Hips posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Happy Hips:

Share

Category

HAPPY HIPS

Happy Hips er einstakt kerfi þar sem unnið er markvisst að liðkun og opnun liða með jóga stöðum og losun á spennu í bandvef. Með losun trigger-punkta losum við um tog eða spennu í bandvef. Í bandvefnum er mikið af skyntaugum og geta því vandamál í bandvef valdið verkjum. Ef bandvefur er stífur í lengri tíma getur það orðið til þess að liðamót aflagast og starfsgetan breytist eða skerðist.

Með því að nota bolta til að nudda líkamann erum við að mýkja upp og losa um vefina, minnka vöðvaspennu, auka blóðflæði til svæðisins og fylla taugabrautir af jákvæðum boðum, boðum um vellíðan en draga úr sársaukaboðum sem fyrir eru. Með nuddi er einnig hægt að losa um samgróninga í vöðvum, festum þeirra (sinum) og bandvef.

Höfundur og kennari: Sigrún Haraldsdóttir Höfundur Happy Hips Roll Model Method Practitioner ÍAK einkaþjálfari Jóga kennari