Sjúkraþjálfun Garðabæjar

Sjúkraþjálfun Garðabæjar Sjúkraþjálfun Garðabæjar

Komið öll sæl.Nú erum við loks komin með liðsstyrk svo um munar hérna  hjá okkur. Biðlistinn verður því opnaður á ný eft...
20/10/2021

Komið öll sæl.
Nú erum við loks komin með liðsstyrk svo um munar hérna hjá okkur.
Biðlistinn verður því opnaður á ný eftir lokun á honum frá því í vor. Við gátum því miður ekki séð fram á að sinna skjólstæðingum innan eðlilegs biðtíma til endurhæfingar en horfum nú til bjartari tíma um sinn a.m.k. með tilkomu öflugs sjúkraþjálfara.
Egill Atlason sjúkraþjálfari byrjaði hjá okkur nú í ágúst og hefur lokið 5 ára Mastersnámi frá Háskóla Íslands.
Eftir það hefur hann fengið starfslöggildingu sem sjúkraþjálfari frá Embætti Landlæknis.

Egill hefur alla faglega burði til að sinna endurhæfingu okkar skjólstæðinga vel með sjúkraþjálfun og er að auki með viðamikla þjálfunarþekkingu á íþróttafólki sem reynist oft dýrmæt við endurhæfingu stoðkerfisavandamála.
Eins og áður segir er biðlistinn sem betur fer virkjaður á ný með nýjum sjúkraþjálfara á stofunni og þið hafið bara samband símleiðis til að fá tíma hjá Agli.
Fyrir hönd SÞG, Halldór

Það er vel við hæfi þessa dagana að benda á vangaveltur og nýleg skrif um hugðarefni og mál sem varða okkur öll sem samf...
10/08/2021

Það er vel við hæfi þessa dagana að benda á vangaveltur og nýleg skrif um hugðarefni og mál sem varða okkur öll sem samfélag. Staðan á 1) Heilbrigðiskerfi okkar Íslendinga í heild og 2) Endurhæfingu á starfsstofum okkar sjúkraþjálfara um allt land.
Allt of langir biðlistar nú síðastliðin misseri í okkar endurhæfingararmi í nærumhverfi skjólstæðinga sem sífellt lengjast ofan á óskilvirka þjónustu um allt kerfið. Þetta getur alls ekki gengið lengur frekar en fyrri ár.

https://www.visir.is/g/20212120890d

https://www.visir.is/g/20212121055d

Nú þessa dagana eru rétt um tuttugu ár sem ég hef unnið í heilbrigðiskerfinu hér á Íslandi. Fljótlega eftir að ég byrjaði mitt starf sem sjúkraþjálfari úti á landi, fékk ég tækifæri til að hitta heilbrigðisráðherra. Tilefnið var að ég og kollegi minn höfðum fengið f...

23/03/2020

Lokun í Sjúkraþjálfun Garðabæjar

Í samræmi við tilskipun frá heilbrigðisráðherra, sbr. hertar aðgerðir á takmörkun á starfsemi þar sem nálægð við skjólstæðinga er nauðsynleg, verður Sjúkraþjálfun Garðabæjar lokuð frá og með þriðjudeginum 24. mars fram til 14. apríl.

Setjið heilsuna í fyrsta sæti og finnið leiðir til að hreyfa ykkur eftir mætti og þörfum. Treystum yfirvöldum, fylgjum sóttvarnarlögum til hins ýtrasta og virðum fyrirmæli landlæknis.
Við erum fyrst og fremst ÖLL Almannavarnir í núverandi erfiðu ástandi.

Við opnum á ný af fullum krafti til endurhæfingar fyrir okkar skjólstæðinga þann 14. apríl.*

*Með fyrirvara um að heilbrigðisráðherra gefi út tilskipun annars efnis.

Bestu kveðjur,
Starfsfólk Sjúkraþjálfunar Garðabæjar

Góða helgi og áfram Ísland 🇮🇸😀
15/06/2018

Góða helgi og áfram Ísland 🇮🇸😀

Halldór VíglundssonLöggiltur sjúkraþjálfari B.Sc.Master of Musculoskeletal PT / MT - Sérfræðingur í greiningu og meðferð...
11/04/2017

Halldór Víglundsson
Löggiltur sjúkraþjálfari B.Sc.
Master of Musculoskeletal PT / MT
- Sérfræðingur í greiningu og meðferð stoðkerfis MT ( Landlæknisvottun)
Menntun

B.Sc. Háskóli Íslands

Master of Musculoskeletal Physiotherapy (University of Melbourne, Australia)

Sérfræðingur í greiningu og meðferð stoðkerfis MT ( Landlæknisvottun)

Formaður Félags sérfræðinga í greiningu og meðferð stoðkerfis MT (2013- )



Sjúkraþjálfarastörf

Reykjalundur (2001)

Efling Sjúkraþjálfun (2001-2004)

FSA Endurhæfingardeild Kristnesi (2003-2004)

Sjúkraþjálfun Garðabæjar (2004- )

Kine ehf (2013)



Helstu námskeið

Fornámskeið frá University of St. Augustine að Manual therapy certification (2002 - 2006):

S1 - Introduction to Spinal Evaluation and Manipulation

S2 - Advanced Evaluation & Manipulation of Pelvis, Lumbar & Thoracic Spine Including Thrust

S3 - Advanced Evaluation & Manipulation of Craniofacial, Cervical & Upper Thoracic Spine

S4 - Functional Analysis & Management of Lumbo-Pelvic - Hip Complex

MF1- Myofascial Manipulation

E1 - Extremity Evaluation and Manipulation

E2 - Extremity Integration and Manipulation



Önnur námskeið:

Diacutaneous fibrolysis - Krókameðferð / Bandvefslosun (Myofascial release) Univ. Zaragosa (2006)

Fitball trainer námskeið (2007)

Greining og meðferð neðri útlima (Kine Academy 2013)

A Cognitive Functional Approach to the Management of Disabling Back Pain (Peter O'Sullivan 2014)

Nálastungunámskeið (Magnús Ólafsson Endurhæfingarlæknir / 2015)



Helstu áhugamál

Fjallahlaup- og göngur, fluguveiði, vetrarsport með snjóbrettaáherslu, hjólreiðar ( fótstigin og mótorhjól )



Lífsgildi

- Life Is Short -Play Hard

- Success Is Not The Key To Happiness. Happiness Is The Key To Success.

If You Love What You're Doing You Will Be Successful :)

01/02/2017

Bakhópur
Fyrir þá sem eru að glíma við eða hafa glímt við bak- og hálsverki. Unnið verður með styrkjandi æfingar fyrir kvið- og bakvöðva. Einnig æfingar fyrir stóru vöðvahópana með áherslu á rétta líkamsbeitingu og tækni.
Æft verður í hóp en æfingar sniðnar að hverjum og einum þáttakanda.
8-10 þáttakendur.
Verð fyrir 5 skipti 7500,- kr.
Fyrsti tími verður þriðjudaginn 7. febrúar 2017 kl. 17
Skráning í síma 565-6970 / 893-6888

Jóhanna Björk Gylfadóttir

01/02/2017

Jafnvægisþjálfun
Í febrúar mun Sjúkraþjálfun Garðabæjar bjóða upp á jafnvægisþjálfun í hóp á miðvikudögum kl. 11:30-12:15 frá 8. febrúar.
Tímarnir verða undir handleiðslu Ásdísar Magnúsdóttur sjúkraþjálfara.
Tímarnir verða einstaklingsmiðaðir og henta því fólki með mismikla jafnvægisskerðingu. Ef þú ert í vafa hvort slíkir tímar henti þér endilega hafðu samband í síma 565-6970.

Ásdís Magnúsdóttir

Gunnar Smári Jónbjörnsson Jóhanna Björk Gylfadóttir
10/11/2016

Gunnar Smári Jónbjörnsson Jóhanna Björk Gylfadóttir

03/11/2016

Bakhópur
Fyrir þá sem eru að glíma við eða hafa glímt við bak- og hálsverki. Unnið verður með styrkjandi æfingar fyrir kvið- og bakvöðva. Einnig æfingar fyrir stóru vöðvahópana með áherslu á rétta líkamsbeitingu og tækni.
Ef að meiðslin eru bráð, stöðugir verkir og/eða verkir fyrir neðan hné er æskilegt að leita til sjúkraþjálfara í fyrstu skoðun áður en þáttaka í bakhóp hefst.
Æft verður í hóp en æfingar sniðnar að hverjum og einum þáttakanda.
8-10 þáttakendur.
Verð fyrir 5 skipti 7500,- kr.
Fyrsti tími verður þriðjudaginn 15. nóvember kl. 16:30
Stefnt er á að halda framhaldssnámskeið eftir áramót.
Skráning í síma 565-6970 / 893-6888

Jóhanna Björk Gylfadóttir

03/11/2016

Meðgönguleikfimi
Við ætlum að stofna meðgönguhóp í sjúkraþjálfun Garðabæjar.
Markviss þjálfun fyrir verðandi mæður með áherslu á styrktar- og stöðugleikaæfingar fyrir allan líkamann. Einnig verður unnið með líkamsbeitingu, gefin góð ráð og fræðsla um þjálfun eftir meðgöngu.
Æft verður á miðvikudögum kl. 16:15
8 -10 þáttakendur.
Verð fyrir 5 skipti 7500,- kr.
Fyrsti tími verður miðvikudaginn 16. nóvember.
Stefnt er á að halda framhaldssnámskeið eftir áramót.
Skráning í síma 565-6970 / 893-6888

Jóhanna Björk Gylfadóttir

Address

Garðabær

Opening Hours

Monday 08:15 - 16:00
Tuesday 08:15 - 16:00
Wednesday 08:15 - 16:00
Thursday 08:15 - 16:00
Friday 08:15 - 15:45

Telephone

+3545656970

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Sjúkraþjálfun Garðabæjar posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Sjúkraþjálfun Garðabæjar:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram