
20/10/2021
Komið öll sæl.
Nú erum við loks komin með liðsstyrk svo um munar hérna hjá okkur.
Biðlistinn verður því opnaður á ný eftir lokun á honum frá því í vor. Við gátum því miður ekki séð fram á að sinna skjólstæðingum innan eðlilegs biðtíma til endurhæfingar en horfum nú til bjartari tíma um sinn a.m.k. með tilkomu öflugs sjúkraþjálfara.
Egill Atlason sjúkraþjálfari byrjaði hjá okkur nú í ágúst og hefur lokið 5 ára Mastersnámi frá Háskóla Íslands.
Eftir það hefur hann fengið starfslöggildingu sem sjúkraþjálfari frá Embætti Landlæknis.
Egill hefur alla faglega burði til að sinna endurhæfingu okkar skjólstæðinga vel með sjúkraþjálfun og er að auki með viðamikla þjálfunarþekkingu á íþróttafólki sem reynist oft dýrmæt við endurhæfingu stoðkerfisavandamála.
Eins og áður segir er biðlistinn sem betur fer virkjaður á ný með nýjum sjúkraþjálfara á stofunni og þið hafið bara samband símleiðis til að fá tíma hjá Agli.
Fyrir hönd SÞG, Halldór