05/11/2025
Skemmtilegir dagar hjá okkur síðustu daga😀
Í gær komu til okkar Þorsteinn Jakobsson og Valentina og héldu tónleika fyrir okkur. Það var mikil ánægja með það og fengu þau sér svo kaffi með okkur og spjölluðu.
Í dag var svo spiluð félagsvist og föndrað saman.
Við fengum svo heimsókn frá prestinum okkar henni Karen, en hún kemur alla miðvikudaga til okkar ❤️