
Ég heiti Salbjörg Engilbertsdóttir og starfandi doula á Ströndum, Vesturlandi og Vestfjörðum Doula vinnur fyrir foreldra á þeirra forsendum.
Address
Víkurtún 2
Hólmavík
510
Telephone
Website
Alerts
Be the first to know and let us send you an email when Salbjörg doula posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.
Category
Our Story
Doula er stuðningsmaður konu fyrir, í og eftir fæðingu og styður þarfir hennar og óskir í tengslum við hana. Doula aðstoðar verðandi fjölskyldu við að undirbúa sig fyrir fæðingu og fylgir þeim í gegnum allt fæðingarferlið á þeirra forsendum. Doula vinnur fyrir foreldra á þeirra forsendum. Hlúir að þeim og aðstoðar þau við undirbúning og að fylgja eftir áætlunum sínum og er þeim innan handar í að upplifa sem besta fæðingu, hvort sem um er að ræða fæðingu heima, á sjúkrahúsi, keisaraskurð eða fæðingar með eða án lyfja. Doula veitir stuðning, fræðslu og stendur vaktina samfellt. Samstarf doulu og verðandi foreldra er ekki síst byggt á trausti og virðingu sem myndast á meðgöngunni. Doula er andlegur stuðningsaðili, vinnur fyrir verðandi foreldra en er fagmaður. Doula tekur sér aldrei klínískt hlutverk, hún er (yfirleitt) ekki heilbrigðismenntuð eða starfsmaður stofnunnar. Þjónustan er misjöfn frá doulu til doulu og flestar sérhæfa sig á einhvern hátt og bakgrunnur þeirra og reynsla er ólík.