Hornhúsið

Hornhúsið Hornhúsið er jógasamfélag á Höfn. Þar kemur fólk saman og nærir að bæta liðleika og styrk á meðan aðrir sækjast eftir andlegum ávinningi s.s. Jai bhagwan.
(2)

JÓGA
Líkamsrækt, tískufyrirbrigði, trúarbrögð? Í Hornhúsinu er unnið út frá því að jóga sé sjálfsræktarkerfi sem hjálpar einstaklingnum að þekkja og næra sjálfa sig.

Þátttakendur í jóga geta haft mismunandi væntingar til iðkunarinnar, sumir hafa áhuga á líkamlegum ávinningi jóga s.s. aukinni hugarró, einbeitingu og innra jafnvægi. Hverjar sem væntingarnar eru þá tekur jóga á öllum þessum þáttum og ætti því að geta höfðað til flestra en hver og einn þarf að komast að því hvað jóga er fyrir þeim. Orðið jóga merkir eining og er þar átt við einingu þeirra þriggja þátta sem manneskjan er samansett af þ.e. líkama, huga og sál. Það að stunda jóga er í raun að bjóða upp á samtal þessara þátta með það að markmiði að einstaklingurinn upplifi sig sem heild. Ef tækifæri til samtals á milli fyrrgreindra þátta eru ekki nýtt eru líkur á að jafnvægi raskist. Streita getur orðið alsráðandi og orsakað líkamlega og andlega vanlíðan, líkaminn getur festst í því ástandi að tala til eiganda síns með verkjum og annarri vanlíðan. Hugurinn getur tapað áttum og unnið einvörðungu í neikvæðni, ótta, stjórnsemi og dómhörku. Sálin getur misst hæfileika sinn til skynjunar á því sem við getum ekki sett fingurna á og þannig lokað fyrir kærleikann sem er uppbyggilegur drifkraftur manneskjunnar til sjálfshjálpar og aukinnar vellíðunar. Jógakennslan í Hornhúsinu byggir á Kripalu jóga en sú nálgun er einnig nefnd „meditation in motion“ eða hugleiðsla í hreyfingu. Unnið er með jógastöður -Asana- sem efla bæði líkamlegan styrk og liðleika auk þess að bæta einbeitingu og þekkingu á eigin líkama. Stöðurnar eru gerðar rólega með fullri athygli og meðvitund á hverri hreyfingu og upplifun hvers og eins. Einnig eru gerðar margvíslegar öndunaræfingar -Pranayama-, hugleiðslu- og núvitundaræfingar -Dhyana, Dharana- og slökunaræfingar. KRAKKAJÓGA
Jóga er ekki bara fyrir fullorðið fólk. Í Hornhúsinu er boðið upp á jógatíma fyrir börn. Leikurinn sem börnum er eðlislægur er þó rauði þráðurinn í öllum tímum og í gegnum hann læra þau jógastöður, æfingar sem auka jafnvægi, skerpa einbeitingu, róa hugann og hjálpa þeim að slaka á. Auk jógaæfinga og leikja er unnið í gegnum samtöl og hlutverkaleiki með mannbætandi gildi s.s. vináttu, kærleika, ábyrgð, samkennd o.fl. NÚVITUND
Núvitund -Dharana- er hugleiðsluaðferð eða hugarþjálfun sem hjálpar iðkendum að sjá líf sitt og heiminn í skýrara ljósi en áður. Sá sem iðkar núvitundar­hugleiðslu eykur meðvitund sín í daglegu lífi. Núvitund snýst um að skoða og fylgjast af fullri athygli með því sem er án þess að gagnrýna eða dæma. Núvitund líkt og jógaiðkun getur stuðlað að streitulosun og innri sátt. Núvitund er einnig samofin jógaiðkuninni því þar er lögð áhersla á að vera meðvitaður um hverja hreyfingu og þá upplifun sem henni fylgir. Til gamans:
„Þú ættir að sitja í hugleiðslu í 20 mínútur á dag nema að þú sér mjög upptekin; þá ættir þú að sitja í klukkustund“


HORNHÚSIÐ
Hornhúsið er rekið af Huldu Laxdal Hauksdóttur og kennir hún þá tíma sem eru í boði í húsinu. Hulda mun einnig bjóða upp á fræðslufyrirlestra og stefnt er að því að fá gestakennara og gestafyrirlesara sem bjóða upp á fræðslu í anda þess starfs sem unnið er í Hornhúsinu. Hulda er menntaður jógakennari frá Kripalu Center for yoga and health í Bandaríkjunum og íþróttakennari/íþróttafræðingur frá Háskóla Íslands. Hulda lærði til jógakennara árið 1997 og hefur kennt jóga með hléum samhliða kennslu barna og unglinga í grunn- og framhaldsskólum. Hún hefur sótt margvísleg námskeið tengd jóga, núvitund og öðrum þáttum sjálfsræktar. Markmiðið með starfi Hornhússins er að bjóða upp á leiðir fyrir iðkendur til að stuðla að innri vexti, hugarró og almennri vellíðan.

Address

Heppuvegur 5
Höfn
780

Opening Hours

Monday 17:00 - 19:30
Thursday 17:15 - 19:30

Telephone

+3548644952

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Hornhúsið posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Hornhúsið:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Category