HSN - Heilbrigðisstofnun Norðurlands

HSN - Heilbrigðisstofnun Norðurlands HSN - Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Heilbrigðisstofnun Norðurlands tók til starfa þann 1.

október 2014 við sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi annarra en Sjúkrahússins á Akureyri og nokkurra hjúkrunar- og dvalarheimila.

Þær heilbrigðisstofnanir sem mynduðu Heilbrigðisstofnun Norðurlands voru eftirfarandi stofnanir:

Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Heilsugæslan á Akureyri, Heilsugæslan á Dalvík, Heilbrigðisstofnunin Fjallabyggð, Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki og Heilbrigðisstofnunin Blönduósi. Starfsemi Heilbrigðisstofnunar Norðurlands nær því frá Blönduós í vestri til Þórshafnar í austri. Á upptökusvæðinu búa um 35.000 manns og starfsmannafjöldi er um 500 talsins. Heilbrigðisstofnun Norðurlands veitir heilsugæsluþjónustu, sjúkrahúsþjónustu auk öldrunarþjónustu í formi hjúkrunar- og dvalarrýma.

Sumarafleysingar hjá HSN 2026 Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) óskar eftir starfsfólki í sumarafleysingar á öllum st...
21/01/2026

Sumarafleysingar hjá HSN 2026

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) óskar eftir starfsfólki í sumarafleysingar á öllum starfsstöðvum stofnunarinnar.

Meðal starfa eru:

-Læknar/læknanemar
-Hjúkrunarfræðingar/hjúkrunarnemar
-Sjúkraliðar/sjúkraliðanemar
-Iðjuþjálfi/iðjuþjálfanemi
-Sjúkraþjálfari
-Ljósmæður
-Heilbrigðisgagnafræðingar
-Móttökuritarar
-Starfsfólk í aðhlynningu og býtibúr
-Starfsfólk í eldhús, ræstingar og þvottahús

Gildi HSN eru: Fagmennska - Samvinna - Virðing.

Umsóknarfrestur er til og með 20.02.2026

Kynntu þér hvaða störf eru í boði á þeirri starfsstöð sem hentar þér á Starfatorg.is, sjá hlekk í ummælum eða með því að skanna kóðann hér fyrir neðan ⬇

19/01/2026

💙 Janúar er alþjóðlegur vitundarvakningarmánuður um leghálskrabbamein. Markmiðið er að auka þekkingu, stuðla að snemmbærri greiningu og efla forvarnir.

Ef þú hefur nýlega fengið boð í leghálsskimun, eða kaust að nýta ekki síðasta boð, mælum við með að þú pantir tíma. Þú getur gert það:
👉 á „Mínum síðum“ á Heilsuvera.is
📞 eða með því að hringja í þína heilsugæslustöð.

Á starfsstöðvum HSN á Sauðárkróki, Dalvík, í Fjallabyggð, á Akureyri og á Húsavík taka sérþjálfaðar ljósmæður og hjúkrunarfræðingar vel á móti þér, allan ársins hring. 🤍

Við höfum fengið klínískan næringarfræðing til liðs við okkur, Siglfirðinginn Berglindi Soffíu Ásbjörnsdóttur Blöndal – ...
14/01/2026

Við höfum fengið klínískan næringarfræðing til liðs við okkur, Siglfirðinginn Berglindi Soffíu Ásbjörnsdóttur Blöndal – við bjóðum hana hjartanlega velkomna!

Berglind er doktor í næringarfræði og mun sérfræðiþekking hennar og ráðgjöf styrkja þjónustu okkar til muna.

Við spjölluðum stuttlega við Berglindi til að kynnast henni og hvað felist í hennar starfi – kíkið á viðtalið, sjá hlekk í ummælum 👇

Sóttvarnarlæknir hefur hafið átak í HPV bólusetningum fyrir drengi sem eru fæddir 2008-2010. Sýnt hefur verið fram á að ...
09/01/2026

Sóttvarnarlæknir hefur hafið átak í HPV bólusetningum fyrir drengi sem eru fæddir 2008-2010. Sýnt hefur verið fram á að bólusetning gegn HPV veiru er mikilvæg leið til að fækka krabbameinstilfellum, bæði hjá konum og körlum.

Bólusetningar í Menntaskólanum á Akureyri og Verkmenntaskólanum á Akureyri munu hefjast seinni hluta janúarmánaðar og munu nemendur fá send boð í bólusetningarnar. Bólusetningar þeirra ungmenna sem ekki eru í framhaldsskólunum verða á Heilsugæslunni á Akureyri í febrúar og verður það auglýst þegar nær dregur.

Hjúkrunarfræðingar skólanna munu sjá um að bólusetja nemendur og geta bæði nemendur og foreldrar/forráðamenn sent fyrirspurnir til hjúkrunarfræðinganna. Sama þjónusta verður í boði á öðrum starfsvæðum HSN og verður það tilkynnt bráðlega.

Frekari upplýsingar um bólusetningarátakið má finna með því að skanna QR kóðann á myndinni eða smella hér https://island.is/hpv-human-papilloma-virus sem og í frétt hsn.is á tengli í fyrstu athugasemd.

Við erum að leita að öflugu fólki í fjölbreytt og spennandi störf.Hjá stofnuninni starfar fjölbreyttur hópur fólks þar s...
05/01/2026

Við erum að leita að öflugu fólki í fjölbreytt og spennandi störf.

Hjá stofnuninni starfar fjölbreyttur hópur fólks þar sem áhersla er lögð á samvinnu og samheldni.

Rík áhersla er lög á vellíðan á vinnustað, samþættingu vinnu og einkalífs, símenntun, öryggi, gæði og fagmennsku.

Kynntu þér hvers vegna þú ættir að bætast í okkar öfluga hóp! ⬇️

Árið 2025 var ár umbreytinga, styrkingar og samheldni hjá HSN þar sem mannauður, nýsköpun og gæði þjónustunnar stóðu í f...
29/12/2025

Árið 2025 var ár umbreytinga, styrkingar og samheldni hjá HSN þar sem mannauður, nýsköpun og gæði þjónustunnar stóðu í forgrunni þrátt fyrir krefjandi rekstrarumhverfi. Jón Helgi Björnsson, forstjóri HSN tók saman það helsta sem einkenndi starfsemi HSN á árinu sem er að líða.

Lesið meira í grein á hsn.is, sjá hlekk í ummælum 👇

Við hjá HSN óskum Norðlendingum og landsmönnum öllum gleðilegrar og friðsællar hátíðar, heilsu og hamingju á nýju ári🧡.

Við vekjum athygli á opnunartímum á heilsugæslustöðvum HSN yfir hátíðarnar.Við minnum á að veitt er ráðgjöf vegna bráðra...
23/12/2025

Við vekjum athygli á opnunartímum á heilsugæslustöðvum HSN yfir hátíðarnar.

Við minnum á að veitt er ráðgjöf vegna bráðra veikinda og slysa í síma 1700 yfir jól og áramót. Í neyð er fólki bent á að hringja í síma 112.

Gleðilega hátíð 🎄

Upplýsingar um opnunartíma á heilsugæslustöðvum HSN yfir jól og áramót.

Jólakveðja 🎄Starfsfólk hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands sendir Norðlendingum og landsmönnum öllum hugheilar óskir um g...
22/12/2025

Jólakveðja 🎄

Starfsfólk hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands sendir Norðlendingum og landsmönnum öllum hugheilar óskir um gleðileg jól, góða heilsu og farsæld á nýju ári.

🎄🎄🎄

Address

Skrifstofa HSN, Auðbrekka 4
Húsavík
640

Telephone

+3544324800

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when HSN - Heilbrigðisstofnun Norðurlands posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to HSN - Heilbrigðisstofnun Norðurlands:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Category