Í sambandi-Margrét Hanna

Í sambandi-Margrét Hanna Margrét Hanna fjölskyldufræðingur og náms- og starfsráðgjafi tekur á móti pörum og fjölskyldum á stofu sinni í Síðumúla 13, 3. hæð.

30/06/2023

Ég hef flutt mína starfsemi úr Síðumúla og er nú orðin partur af dásamlegu samfélagi í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirðinum💛

Lífsgæðasetur St. Jó hýsir fjölbreytta og lifandi starfsemi á sviði heilsuverndar og sköpunar í samræmi við heilsustefnu Hafnarfjarðar. Lífsgæðasetrið er opið samfélag sem býður meðal annars upp á forvarnir, heilsuvernd, snemmtæka íhlutun, fræðslu og sköpun.

https://www.faedingarheimilid.is/parasambandEr fjölskyldan að stækka?Ef svo er þá mæli ég með þessu frábæra námskeiði me...
14/02/2023

https://www.faedingarheimilid.is/parasamband
Er fjölskyldan að stækka?
Ef svo er þá mæli ég með þessu frábæra námskeiði með henni Elísabetu Ósk, ljósmóður og fjölskyldufræðingi.

Þegar fjölskyldan stækkar - parasambandið, nándin og tengslÞetta námskeið er fyrir foreldra sem eiga von á barni og/eða eru með ung börn og vilja viðhalda gleðinni, nándinni og kærleikanum og á sama tíma efla parasambandið. Í nútíma samfélagi fylgir foreldrahlutverkinu og para...

05/11/2022

Vegna anna í spennandi verkefni næstu vikur mun ég ekki geta bókað nýja tíma á stofunni fyrr en eftir áramót. Öll sem eiga tíma nú þegar halda honum að sjálfsögðu.
Ég reyni alltaf að halda dagskránni þannig að ég geti gefið tíma innan 4 vikna og mun reyna að halda því eftir áramót.

20/10/2022

Í dag er dagur Náms- og starfsráðgjafar💛 Þó svo ég sé í miklu fjölbreyttari verkefnum í minni samskipta- og sambandsráðgjöf í dag er ég ótrúlega stolt af grunni mínum sem liggur í Náms- og starfsráðgjöf. Bakgrunnur minn verður til þess að ég horfi oft mun lengra en bara á einstaklinginn og fjölskylduna í ráðgjöf og skoða líka umhverfið, líðan í starfi, kulnunareinkenni og margt fleira. Þar liggur líka minn styrkur í sjálfstyrkingu og seiglu sem er helsta viðfangsefni mitt í ráðgjöf, námskeiðum og fyrirlestrum.

03/10/2022

Miðaldra?
Þegar fólk kemst á ákveðinn aldur breytist oft forgangsröðin og mynstrið. Um miðjan aldur eru börnin ykkar orðin sjálfstæðari (ef þið eigið börn), jafnvel flutt að heiman og “gamla” settið situr oftar eitt heima og hefur meiri tíma fyrir sig sjálf. Á sama lífsskeiði eru oft aðrar breytingar, þið eruð kannski komin á þann stað í starfi sem þið viljið vera á og mesta fjárhags baslið vonandi að klárast.
Þetta ætti að vera algjör óskatími fyrir pör og framundan rómantískar stundir og fullorðins ferðalög, tími til að sinna spennandi áhugamálum og eiga djúpar samræður við maka og vini.
En svo er ekki alltaf… Breytingar fara misjafnlega í fólk og þetta er oft tími sem veldur streitu og óvissu í parsambandinu. Einnig spilar heilsa og hormónabreytingar sitt hlutverk á þessu tímabili. Kannski er erfitt að sjá hvað þið eigið sameiginlegt þegar barnauppeldi og heimilisbras er ekki lengur inn í myndinni? Mögulega er langt síðan áhugamálunum var sinnt?
Þetta þýðir þó ekki að sambandið sé komið á endastöð, kannski þarf bara að forgangsraða upp á nýtt, takast á við áskoranir saman, finna sameiginleg áhugamál eða sætta sig við að stærstu áhugamálin eru bara alls ekki sameiginleg (sem er allt í lagi).
Ef þið finnið ekki rétta taktinn fljótt þá getur verið frábær hugmynd að kíkja í nokkra tíma hjá góðum pararáðgjafa sem getur gefið góða leiðsögn í gegnum þetta tímabil, rifja upp og skoða styrkleika sambandsins og fara sterkari saman inn í framtíðina.

Á heimasíðunni minni eru frekari upplýsingar um þá þjónustu og ráðgjöf sem ég býð upp á. Hafið endilega samband við mig ...
30/05/2022

Á heimasíðunni minni eru frekari upplýsingar um þá þjónustu og ráðgjöf sem ég býð upp á. Hafið endilega samband við mig ef þið viljið vita meira eða panta tíma💛
https://isambandi.is/

Í dag er dagur fjölskyldunnar og að því tilefni birtust nokkrar greinar um fjölskyldufræði í Fréttablaðinu. Ég hvet ykku...
15/05/2022

Í dag er dagur fjölskyldunnar og að því tilefni birtust nokkrar greinar um fjölskyldufræði í Fréttablaðinu. Ég hvet ykkur til þess að kíkja á þær ef þið hafið áhuga en þar kemur fram mikilvægi þessarar stéttar og hvað hún er ört vaxandi. Þörfin og eftirspurnin eftir fjölskyldufræðingum er alltaf að aukast og höfum við fjölbreyttan bakgrunn úr námi og störfum enda um diplómanám á meistarastigi að ræða þar sem ætlast er til að við séum með bæði menntun og reynslu úr tengdum fögum/störfum áður en námið hefst.

Til hamingju með dag fjölskyldunnar, kæru landsmenn! Fimmtándi maí er dagur fjölskyldunnar og hafa fjölskyldufræðingar gert daginn að sínum, til að vekja athygli á mikilvægi velferðar fjölskyldunnar í nútímasamfélagi.

29/04/2022

Hvernig virkar fjölskylduráðgjöf?
Þegar fjölskyldufræðin eru notuð í ráðgjöf er oft talað um fjölskyldumeðferð eða fjölskylduráðgjöf. Aðferðirnar innan fræðanna henta vel í ráðgjöf þar sem verið er að skoða samskiptamynstur og erfiðleika í samskiptum. Fræðin geta hjálpað öllum, einstaklingum og hópum og henta sérstaklega vel í vinnu með pörum. Það er líka algengt að fólk leiti til fjölskyldufræðinga með vanda tengdan uppeldinu eða samskipti milli barna og foreldra þeirra jafnvel þó "börnin" séu uppkomin.

Grunnhugmyndafræði mín gengur út á að skoða samskipti milli einstaklinga hvort sem það er í parsambandi, fjölskyldu eða stærra samhengi. Ég legg áherslu á að skoða þær tilfinningar sem liggja að baki hegðuninni og samskiptunum til þess að skoða hvað mætti bæta.

Þegar fólk kemur til mín skilgreinir það sína fjölskyldu og ekki er gerður neinn greinarmunur á tengslum milli einstaklinga, þið segið mér hverjir eru í fjölskyldunni og hver tengslin eru. Í mörgum tilfellum er horft lengra en bara til nánustu fjölskyldu, vinir og vinnuumhverfi geta haft áhrif og erfitt samskiptamynstur hefur mikil áhrif á allar aðstæður.

28/04/2022

Takk fyrir að smella like á síðuna mína💛 Þið megið endilega deila henni ef þið hafið tök á.
Tímapantanir eru í gegnum netfangið margret@isambandi.is

Address

Lífsgæðasetur Street Jó
Hafnarfjörður
220

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Í sambandi-Margrét Hanna posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram