
24/09/2025
Styrkur - gleði - slökun sem er einungis fyrir þá sem eru á biðlista eftir þjónustu í Seigluna.
Námskeiðið hefst á miðvikudaginn 8.október og verður á mánudögum og miðvikudögum, alls 8 skipti.
🌿 Virk hreyfing – Jafnvægi – Slökun – Næring - félagsskapur 🌿
Þessir einföldu þættir skipta sköpum fyrir fólk á byrjunarstigi heilabilunar.
Dagleg rútína sem nærir bæði líkama og huga, styður sjálfstæði og vellíðan ásamt því að hægja á framgangi einkenna sjúkdómsins.
Guðrún Ólafía Sigurðardóttir einkaþjálfari og jógakennari sér um námskeiðið og heldur utan um skráningar á námskeiðið.
Upplýsingar og skráningar fara fram með tölvupósti : gudrun@alzheimer.is
Nánari upplýsingar má finna hér fyrir neðan
Námskeið þar sem markmiðið er að viðhalda virkni, vellíðan og efla hreyfifærni. Styrktar- og jafnvægisæfingar fyrir allan líkamann sem styrking fyrir andlega og félagslega heilsu. Fyrir hverja Fólk á biðlista eftir þjónustu í Seigluna Hvar Í Lífsgæðasetri St.jó, Suðurgötu ...