Seiglan

Seiglan Seiglan er þjónustumiðstöð fyrir fólk sem greinst hefur með heilabilunarsjúkdóm og er á fyrstu stigum sjúkdómsins ásamt aðstandendum þeirra.

13/11/2025

Við mælum með 💜
Amma nammigrís – ný bók um ömmu með Alzheimer

Bókin Amma nammigrís – engin venjuleg amma eftir Gunnu Stellu er hjartnæm og fyndin barnabók sem segir frá ömmu sem hoppar á trampólíni, gerir kollhnísa og getur borðað ótrúlegt magn af nammi. Það sem er hinsvegar farið að gerast hjá ömmu í dag er að hún farin að gleyma. Amma er með Alzheimer.

Í bókinni eru skemmtilegar og fyndnar sögur af ömmu, byggðar á sönnum atburðum en móðir Gunnu Stellu er með Alzheimer. Sagan er sögð frá sjónarhorni barnabarns sem deilir gleði, hlátri og kærleika með ömmu sinni á einlægan hátt.

Auk þess að vera skemmtileg lesning er bókin fræðandi. Hún útskýrir Alzheimer-sjúkdóminn á einfaldan hátt og hjálpar börnum að skilja hvað það þýðir þegar ástvinur byrjar að gleyma.

Við hjá Alzheimersamtökunum mælum með þessari flottu bók sem fæst í öllum helstu bókabúðum en einnig á vefnum Viskukorn sem er í eigu Gunnu Stellu.

Nú þegar Steffý okkar ætlar að fara að flytja af landi brott, þá leitum við af starfsmanni sem getur fyllt hennar skarð....
10/11/2025

Nú þegar Steffý okkar ætlar að fara að flytja af landi brott, þá leitum við af starfsmanni sem getur fyllt hennar skarð.

Þið megið gjarnan deila eins og vindurinn 🥰

Vilt þú starfa með okkur í Seiglunni, þjónustumiðstöð Alzheimersamtakanna? Við leitum að fjölhæfum og geðgóðum einstaklingi í 70% stöðu aðstoðarmanns iðjuþjálfa í virknimiðstöðinni okkar í St.Jósefsspítala í Hafnarfirði. Vinnutími er mánudaga og miðvikudaga kl: 8:...

Nú þegar Steffý okkar ætlar að flytja af landi brott, þá leitum við af starfsmanni sem getur fyllt hennar skarð. Þið meg...
06/11/2025

Nú þegar Steffý okkar ætlar að flytja af landi brott, þá leitum við af starfsmanni sem getur fyllt hennar skarð.
Þið megið gjarnan láta orðið berast svo leitin að nýjum starfsmanni gangi vel og fljótt fyrir sig 🥰

Þann 10. nóvember n.k hefst nýtt námskeið sem er sérstaklega fyrir þá sem eru á biðlista í Seiglunni. Námskeiðið heitir ...
03/11/2025

Þann 10. nóvember n.k hefst nýtt námskeið sem er sérstaklega fyrir þá sem eru á biðlista í Seiglunni. Námskeiðið heitir Styrkur - gleði - slökun og hefur það verið í gangi síðan í vor með góðum undirtektum.

Guðrún Ólafía Sigurðardóttir sér um námskeiðið en hún er einkaþjálfari að mennt ásamt því að vera jógakennari.

Skráning og fyrirspurnir á gudrun@alzheimer.is

Virk hreyfing – Jafnvægi – Slökun – Næring - Félagsskapur Námskeið þar sem markmiðið er að viðhalda virkni, vellíðan og efla hreyfifærni. Styrktar- og jafnvægisæfingar fyrir allan líkamann sem styrking fyrir andlega og félagslega heilsu. Þessir einföldu þættir skipta skö...

31/10/2025
23/10/2025

Alzheimersamtökin bjóða nú félögum niðurgreidda sálfræðiþjónustu í fjarviðtali. Hver tími kostar 5.000 kr.

Anna Sigga sálfræðingur hefur starfað sem klínískur sálfræðingur í 15 ár, lengst af á öldrunardeildum LSH, Krafti og Kvíðameðferðarstöðinni.

Hægt er að bóka viðtal með því að senda tölvupóst á alzheimer@alzheimer.is eða hringja og skilja eftir skilaboð í síma 5331088

Við í Seiglunni förum í göngu á hverjum degi til að stuðla að góðri líkamlegri heilsu, njóta náttúrunnar og félagsskaps ...
23/10/2025

Við í Seiglunni förum í göngu á hverjum degi til að stuðla að góðri líkamlegri heilsu, njóta náttúrunnar og félagsskaps hvers annars. Í dag lék veðrið við okkur þó kalt væri og vinaleg kisa heilsaði upp á okkur 🩷

22/10/2025

Í Drafnarhúsi í Hafnarfirði er rekin sérhæfð dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun í. Þar er í boði fjölbreytt dagskrá til að styrkja félagslega, líkamlega og vitsmunalega hæfni þeirra sem þjónustuna sækja. Glæsilegt útgáfuhóf var haldið í Drafnarhúsi á dögunu...

16/10/2025

Á dögunum sendi alþjóða læknafélagið (WMA) frá sér yfirlýsingu um heilabilun. Hér að neðan er lausleg þýðing með hjálp gervigreindar á yfirlýsingunni sem var gefin út á ensku og má finna sem viðhengi hér að neðan. FORMÁLI Heilabilun er heilkenni sem orsakast af fjölmör...

Getur tæknin hjálpað? Áhugaverður fyrirlestur haldinn á morgun þriðjudag hjá Alzheimersamtökunum um tæknilausnir sem get...
13/10/2025

Getur tæknin hjálpað?
Áhugaverður fyrirlestur haldinn á morgun þriðjudag hjá Alzheimersamtökunum um tæknilausnir sem geta stutt einstaklinga með heilabilun og aðstandendur.

Öll velkomin. Aðgangur ókeypis.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um hvernig tæknilausnir geta stutt einstaklinga með heilabilun og aðstandendur þeirra. Fjallað verður um algengan iðjuvanda, svo sem dægurvillu, og hvaða úrræði geta reynst gagnleg. Skoðaðar verða fjölbreyttar lausnir sem þegar eru aðgengilegar á...

Address

Suðurgata 41
Hafnarfjörður
220

Opening Hours

Monday 08:30 - 15:30
Tuesday 08:30 - 15:30
Wednesday 08:30 - 15:30
Thursday 08:30 - 15:30
Friday 08:30 - 12:00

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Seiglan posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram