Lækur Athvarf Hafnarfirði

Lækur Athvarf Hafnarfirði Lækur er athvarf fyrir einstaklinga sem vilja rjúfa félagslega einangrun. Hér eru allir velkomnir 18. ára og eldri. Hlökkum til að sjá þig!

Hér er alltaf heitt á könnunni og hádegismatur á billegu verði. Margt í boði yfir daginn sjá stundatöflu hér efst á síðunni. Athvarfið Lækur er fyrir einstaklinga með geðrænar áskoranir. Markmið með starfsemi Lækjar er að draga úr félagslegi eingangur auka lífsgæði og efla félags og líkamlegan vellíðan.



Í Læk er boðið upp á fjölbreytta dagskrá þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. s.s snyrtivörugerð, leikfimi, listsköpun og handverk. Á staðnum er tölvuaðstaða þvotta og baðaðstaða. Lögð er áhersla á heimilislegt og rólegt umhverfi í góðum félagsskap. Þannig á að vera gott að koma og slaka á eða taka þátt í dagskránni. Í boði er morgunverður, hádegisverður og kaffi gegn vægu gjaldi. Hvorki þarf tilvísun né lækna eða annarra til að mæta á staðinn. Hér eru allir á jafningagrundvelli og almenn virðing fyrir náunganum í hávegum höfð.

Haustið bankaði upp á af fullum krafti í morgun með ísköldum vindi og rigningu. Okkur þótti því við hæfi að líta yfir fa...
23/09/2025

Haustið bankaði upp á af fullum krafti í morgun með ísköldum vindi og rigningu. Okkur þótti því við hæfi að líta yfir farinn veg og rifja upp allt það skemmtilega sem við höfum verið að fást við undanfarið. Sumt hafið þið séð áður, annað gæti verið nýtt. Njótið þess!

Ný stundatafla fyrir haustið er komin í loftið! Endilega takið ykkur tíma til að skoða hana því það verða talsverðar bre...
22/09/2025

Ný stundatafla fyrir haustið er komin í loftið! Endilega takið ykkur tíma til að skoða hana því það verða talsverðar breytingar í vetur. Leiklistafjör, List og sköpun, Viðtalstími, Matreiðsla, Bókaklúbbur og ljósmyndun. Tai Chi með Kris... hvar endar þetta? Það verður gaman í vetur

Við erum ansi stolt af nýja námskeiðinu okkar sem hefst á morgun  klukkan 11. Tai Chi með Kris. Þar ætlar Kris að kynna ...
18/09/2025

Við erum ansi stolt af nýja námskeiðinu okkar sem hefst á morgun klukkan 11. Tai Chi með Kris. Þar ætlar Kris að kynna okkur fyrir Tai Chi hreyfiaðferðinni. Hann ætlar að kenna okkur laufléttar æfingar sem allir ættu að geta tekið þátt í.

https://youtu.be/hIOHGrYCEJ4

Já þið lásuð rétt. Það verður PIZZA partý á morgun og "P**s" quiz! Allir velkomnir!
18/09/2025

Já þið lásuð rétt. Það verður PIZZA partý á morgun og "P**s" quiz! Allir velkomnir!

Miðvikudagurinn er genginn í garð og hér er nóg að gera – við erum að vinna úr öllu góða grænmetinu sem hefur komið upp ...
17/09/2025

Miðvikudagurinn er genginn í garð og hér er nóg að gera – við erum að vinna úr öllu góða grænmetinu sem hefur komið upp síðustu daga 🥕🌱.
Gulrótamarmelaði er í vinnslu... og það er ansi gott!

Í hádeginu bjóðum við upp á kjúkling í Tikka Masala með grjónum og fersku salati 🍛.

Seinnipartinn ætlum við svo að baka gulrótamöffins úr heimaræktuðu gulrótunum okkar – smá sæta til að toppa daginn 🧁.

Það er kominn föstudagur sem þýðir að matseðill næstu viku er tilbúinn! Já það verður bæði snitsel og Pizza í sömu vikun...
12/09/2025

Það er kominn föstudagur sem þýðir að matseðill næstu viku er tilbúinn! Já það verður bæði snitsel og Pizza í sömu vikunni. Þetta verður veisla!

Í dag verður föstudags quiz og fjör í húsi. Hlökkum til að sjá ykkur

✨ Í dag bjóðum við upp á dásamlegt kjúklinga pastasalat – maturinn er rétt að koma á borðið 🥗💛Eftir hádegi verður spilaf...
11/09/2025

✨ Í dag bjóðum við upp á dásamlegt kjúklinga pastasalat – maturinn er rétt að koma á borðið 🥗💛

Eftir hádegi verður spilafjör og kósýheit – tilvalið tækifæri til að slaka á, hlæja saman og njóta samverunnar 🎲☕️

Allir velkomnir – við hlökkum til að sjá ykkur! 🤗🌸

✨ Þriðjudagurinn er mættur og við höldum honum þjóðlegum með soðnum fiski, bráðnuðu smjöri og glænýjum kartöflum – beint...
09/09/2025

✨ Þriðjudagurinn er mættur og við höldum honum þjóðlegum með soðnum fiski, bráðnuðu smjöri og glænýjum kartöflum – beint úr garðinum. Að auki bjóðum við upp á ofnbakaða heimaræktaða papriku.

🌸 Blómin eru komin í vasana – því hjá okkur á Læk er hver dagur hátíðisdagur.
Við hlökkum til að taka á móti ykkur!

🎨 Eftir hádegi verður svo List og sköpun í Nýsköpunarsetrinu, og allir eru hjartanlega velkomnir að vera með.

29/08/2025

matseðill 1-5 sept
Mánudagur: fiskur í raspi
Þriðjudagur: salatbar Lækjar
Miðvikudagur: Alfredó kjuklinga pasta
Fimmtudagur: Lúxus rjómalöguð sveppasúpa
Föstudagur: Quesadilla með hakki og grænmeti

Address

Staðarberg 6
Hafnarfjörður
221

Opening Hours

Monday 09:00 - 16:00
Tuesday 09:00 - 16:00
Wednesday 09:00 - 16:00
Thursday 09:00 - 16:00
Friday 10:00 - 16:00

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Lækur Athvarf Hafnarfirði posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram