Lækur Athvarf Hafnarfirði

Lækur Athvarf Hafnarfirði Lækur er athvarf fyrir einstaklinga sem vilja rjúfa félagslega einangrun. Hér eru allir velkomnir 18. ára og eldri. Hlökkum til að sjá þig!

Hér er alltaf heitt á könnunni og hádegismatur á billegu verði. Margt í boði yfir daginn sjá stundatöflu hér efst á síðunni. Athvarfið Lækur er fyrir einstaklinga með geðrænar áskoranir. Markmið með starfsemi Lækjar er að draga úr félagslegi eingangur auka lífsgæði og efla félags og líkamlegan vellíðan.



Í Læk er boðið upp á fjölbreytta dagskrá þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. s.s snyrtivörugerð, leikfimi, listsköpun og handverk. Á staðnum er tölvuaðstaða þvotta og baðaðstaða. Lögð er áhersla á heimilislegt og rólegt umhverfi í góðum félagsskap. Þannig á að vera gott að koma og slaka á eða taka þátt í dagskránni. Í boði er morgunverður, hádegisverður og kaffi gegn vægu gjaldi. Hvorki þarf tilvísun né lækna eða annarra til að mæta á staðinn. Hér eru allir á jafningagrundvelli og almenn virðing fyrir náunganum í hávegum höfð.

Fimmari í dag og helgin nálgast óðfluga. Byrjum daginn á smá liðkun, indverkskur baunaréttur með kjúkling í matinn og að...
27/11/2025

Fimmari í dag og helgin nálgast óðfluga. Byrjum daginn á smá liðkun, indverkskur baunaréttur með kjúkling í matinn og að sjálfsögðu alltaf heitt á könnunni. Ljósmyndaklúbburinn verður svo á sínum stað eftir hádegi þar sem við ætlum aðeins að kíkja á flass og hvernig þau virka.

Lækur... að eilífu amen!🍪❤🎄☕🎵📸

Það er mömmukökumiðvikudagur á Læk í dag en bökunarnámskeiðið byrjar akkúrat rúmlega kl. 13:00. Grjónagrautur, slátur og...
26/11/2025

Það er mömmukökumiðvikudagur á Læk í dag en bökunarnámskeiðið byrjar akkúrat rúmlega kl. 13:00. Grjónagrautur, slátur og blóðmör í matinn og að sjálfsögðu alltaf heitt á könnunni. Hlustum á músík, fáum okkur kaffi og njótum.

Lækur... alveg meiriháttar!

Það er mömmukökumiðvikudagur í dag á Læk en bökunarnámskeiðið hefst akkúrat rúmlega kl. 13:00. Grjónagrautur, slátur og ...
26/11/2025

Það er mömmukökumiðvikudagur í dag á Læk en bökunarnámskeiðið hefst akkúrat rúmlega kl. 13:00. Grjónagrautur, slátur og blóðmör í matinn og að sjálfsögðu alltaf heitt á könnunni. Fáum okkur kaffi, hlustum á góða músík og njótum lífsins.

Lækur... alveg meiriháttar! 🎵☕🍪❤🎄

Góðan daginn á þessum drottinsdýrðar þriðjudegi! Við skellum okkur að sjálfsögðu í Nýsköpunarsetrið eftir hádegi, enda s...
25/11/2025

Góðan daginn á þessum drottinsdýrðar þriðjudegi! Við skellum okkur að sjálfsögðu í Nýsköpunarsetrið eftir hádegi, enda styttist í opnunarsýninguna 9. des. Karrýfiskur með osti í hádeginu og að sjálfsögðu alltaf heitt á könnunni.

Lækur... lifandi staður! 🎄☕🎵 🎨

Mjá það er kominn mánudagur og Lækur því galopinn! Við ætlum að perla eitthvað jólalegt í dag, hlusta á jólaplötur og fá...
24/11/2025

Mjá það er kominn mánudagur og Lækur því galopinn! Við ætlum að perla eitthvað jólalegt í dag, hlusta á jólaplötur og fá okkur tælenska núðlusúpu með kókos og rauðu karrý í hádeginu.

Lækur... athvarf allra landsmanna! ❤☕🎵🕺🎅🎄

Fössari í dag! Okkar kæri Kris mætir á slaginu 11 og kennir okkur tai chi takta. Píta með hakki í matinn og kannski létt...
21/11/2025

Fössari í dag! Okkar kæri Kris mætir á slaginu 11 og kennir okkur tai chi takta. Píta með hakki í matinn og kannski létt jólaföndur fyrir hádegi. Eftir hádegi ætlar svo ónefndur starfmaður á Læk að bregða sér í hlutverk Þorsteins J. og spyrja spurninga úr Viltu vinna milljón spilinu fræga.

Lækur... alltaf eitthvað rugl í gangi! 🕺🎵❤☕

Við ætlum að hafa það soldið innikósý í dag og setja okkur í stellingar fyrir jólin enda Myrra komin í rosa jólastuð. Fö...
19/11/2025

Við ætlum að hafa það soldið innikósý í dag og setja okkur í stellingar fyrir jólin enda Myrra komin í rosa jólastuð. Föndrum jólatré og sveina, hlustum á jólaplötur og fáum okkur eitthvað heitt að drekka. Pastasalat í matinn og bökunarnámskeið eftir hádegi en við ætlum að baka spesíur í þetta sinn.

Lækur... kemur með jólin til þín!

Í dag er góður dagur til þessa að eiga góðan dag... og kíkja á Læk. Ofnbakaður fiskur í matinn og svo ætla þau sem vilja...
18/11/2025

Í dag er góður dagur til þessa að eiga góðan dag... og kíkja á Læk. Ofnbakaður fiskur í matinn og svo ætla þau sem vilja kíkja á Nýsköpunarsetrið þar sem listgáfan leikur lausum hala.

Lækur... alltaf góð hugmynd!

Jólaseríurnar loga, leiklist fyrir hádegi, fiskur í raspi í hádeginu og Nýsköpunarsetrið   tekur við eftir hádegi.Allir ...
11/11/2025

Jólaseríurnar loga, leiklist fyrir hádegi, fiskur í raspi í hádeginu og Nýsköpunarsetrið tekur við eftir hádegi.

Allir velkomnir – sjáumst! 🌟

Það er kominn mánudagur og Lækur því galopinn! Við ætlum að taka jólaskrautið upp úr kassanum í dag og hlusta á jólaplöt...
10/11/2025

Það er kominn mánudagur og Lækur því galopinn! Við ætlum að taka jólaskrautið upp úr kassanum í dag og hlusta á jólaplötur. Mexíkósk súpa í matinn og að sjálfsögðu alltaf heitt á könnunni.

Lækur... jólar í brækur!☕🎵❤🎅🏻

07/11/2025

Það eru hamborgarar í dag sko eftir svona hálftíma... drífa sig. Svo ætlar Kris að vera með tónlistarkviss eftir hádegi.

Lækur... bara gaman! 🍔😍☕🎵

Address

Staðarberg 6
Hafnarfjörður
221

Opening Hours

Monday 09:00 - 16:00
Tuesday 09:00 - 16:00
Wednesday 09:00 - 16:00
Thursday 09:00 - 16:00
Friday 10:00 - 16:00

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Lækur Athvarf Hafnarfirði posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram