Hönd í hönd

Hönd í hönd Para- og fjölskyldumeðferð,
Viðtöl og stuðningur stuðst við gagnreyndar aðferðir og nálganir.

15/03/2025

Árið er senn á enda, 2024 var ótrúlegt ár ásvo margan máta. Persónulega og samfélagslega.Eitt það skemmtilegasta sem ég ...
31/12/2024

Árið er senn á enda, 2024 var ótrúlegt ár ásvo margan máta.

Persónulega og samfélagslega.

Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að fara yfir árið með fjölskyldunni og spá aðeins í nýárið.

Þetta er tíminn þar sem við leyfum okkur að líta um öxl, rifja upp góðu stundirnar, læra af áskorununum og þakka fyrir allt sem árið hefur fært okkur. Hver dagur, hvort sem hann var léttur eða krefjandi, hefur lagt sitt af mörkum til þess að móta okkur.

Nýárið kemur, með sín tækifæri til að halda áfram að vaxa, læra og njóta.

Megi komandi ár verða fullt af kærleika, gleði og velgengni fyrir alla.

Takk kærlega fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða.

#2024

Frábær reynsla og goðir dagarÍ vikunni sem leið fórum við nöfnurnar á Fjölskyldufræðingaráðstefnu í Bergen Noregi.Þar hl...
01/09/2024

Frábær reynsla og goðir dagar

Í vikunni sem leið fórum við nöfnurnar á Fjölskyldufræðingaráðstefnu í Bergen Noregi.

Þar hlotnaðist mér sá heiður að vera bæði með fyrirlestur og vinnusmiðju.

Fyrirlestur um hvernig við getum gert ráð fyrir ófæddu barni í meðferð og vinnusmiðjan var um ahrif kynferðisofbeldis á parsambandið. Hvort tveggja málefni sem eru mér kær.

Það var ekki síður gaman að vera umvafin kollegum og fyrirlestrarnir og vinnusmiðjurnar voru ótrúlega gagnlegar.

Bergen skartaði sínu fegursta og magnað að skoða sig um þar ❤️

Sue Johnson er látin 77 ára gömul. Þó eg hafi ekki hitt hana í personu hefur hún haft mikil ahrif á mig og vinnu mína.Hú...
24/04/2024

Sue Johnson er látin 77 ára gömul. Þó eg hafi ekki hitt hana í personu hefur hún haft mikil ahrif á mig og vinnu mína.

Hún skrifaði bókina ,,Hold me tight" sem eg þreytist ekki á sð mæla með og ,,love sense".
Eg hef hlustað og horft á endalaust efni frá henni og rf eg segi eitthvað af viti er líklegt að það sé innblásið af hennar vinnu.

Sue Johnson var frumkvöðull í að tengja tengslakenningar inn í dagleg líf og kortlagði a þann máta að pör og fjölskyldur um allan heim njóta góðs af.

Við fáum að njóta verka hennar afram og ef þið hafið ekki lesið Hold me tight er tækifærið núna.

Takk Sue Johnson fyrir þitt framlag ⚘️



Gleðilega páska kæru öll.
31/03/2024

Gleðilega páska kæru öll.

Grunnþörf okkar sem manneskja er að tilheyra og vera í tengslum við aðrar manneskjur sem eru okkur nánar.  Í frumbernsku...
19/02/2024

Grunnþörf okkar sem manneskja er að tilheyra og vera í tengslum við aðrar manneskjur sem eru okkur nánar. Í frumbernsku tryggir tengslaþörfin okkur afkomu. Við erum hönnuð til þess að vera háð öðrum og sækjumst eftir öryggi, hlýju og staðfestu út lífið.

Það er ekki neikvætt að vera háður maka, fjölskyldu, börnum og vinum heldur hluti af afkomukerfinu okkar.

Traust byggir á reynslu og þegar við höfum upplifað svik eða sambandssár er endurtekinn trúnaður og traust það eina sem ...
09/02/2024

Traust byggir á reynslu og þegar við höfum upplifað svik eða sambandssár er endurtekinn trúnaður og traust það eina sem byggir traust upp aftur.

Ekki falleg orð og loforð heldur endurtekin gjörð og það tekur tíma að byggja upp.

Að biðjast afsökunar er í raun beiðni um endurtengingu á sama tíma og það er beiðni um fyririgefningu á yfirsjónum okkar...
01/02/2024

Að biðjast afsökunar er í raun beiðni um endurtengingu á sama tíma og það er beiðni um fyririgefningu á yfirsjónum okkar.

Þegar pör hafa upplifa sambandssár er mikilvægt að fara yfir þau og skilja til fullnustu. Til að geta farið yfir tengslasár er líka mikilvægt að hafa öryggi í sambandinu.

Að taka á móti afsökunarbeiðni er að taka á móti endurtengingu og byggja upp aftur eftir sorg og reiði. Að taka á móti afsökunarbeiðni er að hefja endurtengingu.

Gríðarlega berskjaldandi ferli fyrir báða aðila.




Að biðjast afsökunar þegar við förum út af sporinu í samskiptum innan sambandsins okkar er eitt mikilvægasta skrefið sem...
29/01/2024

Að biðjast afsökunar þegar við förum út af sporinu í samskiptum innan sambandsins okkar er eitt mikilvægasta skrefið sem við tökum til viðgerðar á tengingu og tengslum og það getur verið gríðarlega erfitt að biðjast afsökunar.

Fyrir flest er það æfing að biðjast afsökunar og fyrir mörg okkar hefur tekið tím að átta sig á af hverju við viljum biðjast afsökunar.

Afsökunarbeiðni ætti alltaf að fylgja bætt eða breytt hegðun eða framkoma því annars glatar afsökunarbeiðnin gildi sínu og verður merkingarlaust orðagjláfur.

Þegar við biðjumst afsökunar, viljum við hafa íhugað okkar hlut í máli og það er mikilvægt að sjá afhverju við viljum biðjast afsökunar, að það sé ekki bara það ,,rétta í stöðunni".

Afsökunarbeiðni er að taka ábyrgð. Taka ábyrgð á því sem við gerðum og sögðum og ábyrgð á því hvaða áhrif það hafði.

Að biðjast afsökunar er ekki það sama og að afsökunarbeiðni sé samþykkt, við getum ekki ætlast til þess að sá/sú sem við biðjum afsökunar taki því, þess vegna er enn mikilvægara að gera það í einlægni.

Síðasti dagur ársins runninn upp.365 dagar frá.Eitt það skemmtilegasta sem ég geri með fjölskyldunni síðustu daga ársins...
31/12/2023

Síðasti dagur ársins runninn upp.
365 dagar frá.

Eitt það skemmtilegasta sem ég geri með fjölskyldunni síðustu daga ársins er að rifja upp árið sem er að líða. Allt það góða sem hefur drifið á daga okkar, áskoranirnar okkar, lausnirnar og hvað við viljum taka með inn í nýja árið.

Þetta árið nefndum við öll svipaðar samverustundir. Ég held það sé í fyrsta sinn sem er líklega áminning um að við eldumst öll.

Ég vona að síðasti dagur ársins verði ykkur ljúfur og að minningarnar ylji.
Takk fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða.

Föstudaginn 15.desember ætlum við Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri að tala saman um sjál...
13/12/2023

Föstudaginn 15.desember ætlum við Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri að tala saman um sjálfsvíg, sorg og postvention í tengslum við sjálfsvíg.
Guðrún Jóna hefur látið sig sjálfsvígsmálefni varða undangenginn áratug og er stofnandi minningarsjóðs Orra Ómarssonar.

Address

Suðurgata 41
Hafnarfjörður
220

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Hönd í hönd posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Hönd í hönd:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram