Lucina Brjóstagjöf

Lucina Brjóstagjöf Brjóstagjafaráðgjöf og fræðsla um brjóstagjöf. Júlíana Magnúsdóttir brjóstagjafaráðgjafi IBCLC

Lucina verður með á opnu húsi á St.Jó
29/08/2024

Lucina verður með á opnu húsi á St.Jó

Fjölbreytt dagskrá verður í húsinu þar sem samtök og fagaðilar sem eru í húsinu kynna starfsemi sína og þjónustu. Á dagskrá eru stærri og styttri erindi í sölum hússins og rýmum hvers og eins.

Lucina brjóstagjafaráðgjöf er staðsett í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði. Hægt er að panta tíma inni á síðu Lucina og...
27/03/2023

Lucina brjóstagjafaráðgjöf er staðsett í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði. Hægt er að panta tíma inni á síðu Lucina og í gegnum Noona appið.

Gleðileg jól og farsælt nýtt ár.
24/12/2022

Gleðileg jól og farsælt nýtt ár.

Brjóstagjafanámskeið 29. nóvember á St.Jó í Hafnarfirði. Farið verður yfir við hverju má búast fyrstu daga og vikur barn...
28/11/2022

Brjóstagjafanámskeið 29. nóvember á St.Jó í Hafnarfirði. Farið verður yfir við hverju má búast fyrstu daga og vikur barnsins. Fókus á að læra merki barnsins og brjóstagjöf. Brjóstagjafanámskeið haldið af brjóstagjafaráðgjafa IBCLC

Í dag er alþjóðlegur dagur fyrirbura. Brjóstagjöf með fyrirbura lítur oft allt öðruvísi út en við höfðum ímyndað okkur f...
17/11/2022

Í dag er alþjóðlegur dagur fyrirbura.
Brjóstagjöf með fyrirbura lítur oft allt öðruvísi út en við höfðum ímyndað okkur fyrirfram. Fyrstu daga og vikur, jafnvel mánuði eftir því hversu snemma barn fæðist, snýst brjóstagjöfin um að pumpa og safna mjólk. Pumpan verður besti vinur þinn en líka sú græja sem þú hatar mest. Hún hjálpar þér að mjólka þig svo hægt sé að gefa barninu mjólkina með sondu, slöngu sem liggur ofan í maga en þú ert líka rosalega bundin við pumpuna, þarft að mjólka þig mjög reglulega og það getur verið erfitt að sinna slíku á sama tíma og þú ert ekki með barnið þitt hjá þér og sérð það bara hluta dags. Það eru aðrar manneskjur sem þú þarft að treysta fyrir barninu þínu og þær eru oft aðilarnir sem gefa svo barninu að borða. Og það getur tekið á.
Fyrst um sinn hafa fyrirburar oft ekki getu til að anda, sjúga og kyngja á sama tíma. En það kemur. Fyrst um sinn er það að hafa barnið í fangi, í kengúrumeðferð það sem skiptir máli. Smám saman geta börnin farið að prófa, byrja oft bara á því að sleikja geirvörtuna áður en þau hafa síðan getu til að sjúga og kyngja án þess að það trufli öndun. Algengt er líka að fyrirburar séu bæði á brjósti og á pela þegar sondunni er sleppt. Þetta er mikil vinna fyrir bæði barn og foreldra en við heyrum líka oft hversu mikils virði hver gjöf er. Það að sjá barnið ná færni, taka smám saman meira og meira af brjósti er dýrmætt. Sum ná að færa sig alveg yfir á brjóst en önnur halda áfram í blandaðri gjöf eða færast alveg yfir á pela. Þetta hefur allt virði.
Þegar heim kemur tekur við vinnan við að venjast nýrri rútínu, jafnvel átta sig á að þið getið smám saman sleppt takinu á stífri rútinu og farið að lesa barnið, hvað það vill og hvenær.
Ég dáist að foreldrum fyrirbura og duglegu börnunum þeirra. Þau hafa oft farið aðeins meiri krókaleiðir á sinni ferð. Brjóstagjöf er alltaf vinna, en í þessum tilfellum hefur vinnan verið ansi mikil.



Mynd eftir Alexander Grey

Brjóstagjafanámskeið 29. nóvember á St.Jó í Hafnarfirði. Farið verður yfir við hverju má búast fyrstu daga og vikur barn...
15/11/2022

Brjóstagjafanámskeið 29. nóvember á St.Jó í Hafnarfirði. Farið verður yfir við hverju má búast fyrstu daga og vikur barnsins. Fókus á að læra merki barnsins og brjóstagjöf. Brjóstagjafanámskeið haldið af brjóstagjafaráðgjafa IBCLC

Við hverju má búast fyrstu daga og vikur barnsins. Fókus á að læra merki barnsins og brjóstagjöf. Brjóstagjafanámskeið haldið af brjóstagjafaráðgjafa

Síðasti póstur fjallaði um hversu lengi barnið ætti að vera á brjósti. En þessi spurning kemur líka oft upp. Og svarið e...
27/10/2022

Síðasti póstur fjallaði um hversu lengi barnið ætti að vera á brjósti. En þessi spurning kemur líka oft upp. Og svarið er ansi svipað, ungbörn kunna ekki á klukku.

Þegar við lesum bækur og blogg rekumst oft á töluna 8-12 sinnum á sólarhring eða á 2-3 tíma fresti. En hvers vegna er það? Þessi tala, þessir tímar, voru hreinlega búin til af læknum út frá því skipulagi sem finnst inni á vökudeild. Og þessi tala breiddist um allt án þess að rannsóknir væru þar á bakvið. Og sú tala hefur verið nýtt í rannsóknir síðan, án þess að skoða hvað gerist í raun inni á heimilum þegar barnið fær að stjórna ferð.
En hver er þá rétta talan? Ja, það er nú það. Við höfum rannsóknir sem sýna allt frá 6 sinnum á sólarhring upp í 26 sinnum. Og algengasta talan var 11 sinnum. Því sum börn þurfa að drekka oft, og þá kannski minna í einu á meðan önnur börn drekka sjaldnar og meira í einu. Við sjáum meira að segja í samfélögum þar sem börn eru borin í sjali og hafa frjálsan aðgang að brjóstinu að þau taka sér litla sopa oft á hverjum klukkutíma. Það sem þetta sýnir er að við þurfum almennt ekki að hafa fyrir því að telja eða horfa á klukkuna þegar kemur að gjöf. Við þurfum bara að horfa á barnið okkar.

Ef barnið er hinsvegar ósátt eftir gjöf en vill samt fá að drekka strax aftur í lengri tíma er kannski tími til að skoða málin með brjóstagjafaráðgjafa. En ef barnið er sátt við margar gjafir, er sátt á milli gjafa og þyngist vel, og lykilatriðið, meiðir ekki geirvörtur, þá er ekkert að því að barnið fari oft á brjóst.

Þetta er spurning sem ég fæ oft. Og svarið er kannski ekki það sem þið búist við. Það er enginn ákveðinn tími, enginn ák...
24/10/2022

Þetta er spurning sem ég fæ oft. Og svarið er kannski ekki það sem þið búist við.

Það er enginn ákveðinn tími, enginn ákveðinn mínútufjöldi. Ungbörn kunna ekki á klukku og við þurfum að hætta að horfa á klukkuna og horfa frekar á barnið. Við þurfum alltaf að miða við okkar eigin barn og okkar eigin brjóst. Sum brjóst eru mjög lausmjólka og barnið þarf lítið að hafa fyrir því að ná í mjólkina. Sum brjóst halda aðeins fastar í mjólkina. Sum börn þurfa bara að taka annað brjóstið í gjöf, sum þurfa alltaf bæði. Sum börn eru fljót að ná upp færni og styrk til að klára gjöf hratt, önnur þurfa lengri tíma.

Einu skiptin þar sem við brjóstagjafaráðgjafar tölum um lengd gjafar er þegar eitthvað annað er í gangi, t.d. að barn þyngist illa eða geirvörturnar eru orðnar sárar. Og þá er líka kominn tími til að hitta okkur og skoða málin. Öll okkar þjónusta er einstaklingsmiðuð, við vinnum að því að finna lausnina sem hentar þér og þínu barni.

Stundum sjáum við að barn grípur brjóstið grunnt eða rennir sér alltaf aftur, hangir í raun bara á enda geirvörtu. Þetta...
06/10/2022

Stundum sjáum við að barn grípur brjóstið grunnt eða rennir sér alltaf aftur, hangir í raun bara á enda geirvörtu. Þetta er ekki staða sem við viljum sjá, þarna er efri vör brett niður þar sem barnið er of framarlega á brjóstinu. Það er ýmislegt sem getur valdið þessu, stundum einhvert eitt atriði en stundum mörg sem vinna saman. Ef það sem rætt hefur verið um hér í fyrri póstum virkar ekki er um að gera að fá tíma hjá brjóstagjafaráðgjafa til að meta stöðuna. Stundum hjálpar að breyta um stellingar en stundum þarf meira til.

Hægt er að panta tíma á vefsíðunni. Linkur er í bio.

Address

Suðurgata 41
Hafnarfjörður
220

Opening Hours

Monday 10:00 - 15:00
Tuesday 10:00 - 15:00
Thursday 10:00 - 15:00
Friday 10:00 - 15:00

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Lucina Brjóstagjöf posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Lucina Brjóstagjöf:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram