
22/10/2024
Við viljum gjarnan deila grein sem birtist á vefsíðu og í síðustu prentútgáfu Fjarðarfrétta varðandi kaffisamsæti sem við héldum í Hafnarborginn í tilefni loka Erasmus+ verkefnis sem við höfum verið að vinna að ásamt Litháfen og Belgíu. Við erum stolt af þessari vinnu og framförum okkar. Kærar þakkir til allra sem koma að verkefninu og til okkar nánustu samstarfsmanna þ.e. Öryggismiðstöðin og Tobii Dynavox fyrir þeirra ómetanlega stuðning sem sannarlega er í þágu okkar þjónustunotenda.
Hæfingarstöð fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir hefur verið starfrækt frá árinu 1991 að Bæjarhrauni 2 hér í bæ. Fyrstu 20 árin var hún starfrækt af ríkinu en við flutning málaflokks fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 hefur hún verið star...