Hæfingarstöðin í Bæjarhrauni

Hæfingarstöðin í Bæjarhrauni Lögð er áhersla á skipulagða vinnu í skynörvandi umhverfi annars vegar og hins vegar þjálfun og stuðn

Við viljum gjarnan deila grein sem birtist á vefsíðu og í síðustu prentútgáfu Fjarðarfrétta varðandi kaffisamsæti sem vi...
22/10/2024

Við viljum gjarnan deila grein sem birtist á vefsíðu og í síðustu prentútgáfu Fjarðarfrétta varðandi kaffisamsæti sem við héldum í Hafnarborginn í tilefni loka Erasmus+ verkefnis sem við höfum verið að vinna að ásamt Litháfen og Belgíu. Við erum stolt af þessari vinnu og framförum okkar. Kærar þakkir til allra sem koma að verkefninu og til okkar nánustu samstarfsmanna þ.e. Öryggismiðstöðin og Tobii Dynavox fyrir þeirra ómetanlega stuðning sem sannarlega er í þágu okkar þjónustunotenda.

Hæfingarstöð fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir hefur verið starfrækt frá árinu 1991 að Bæjarhrauni 2 hér í bæ. Fyrstu 20 árin var hún starfrækt af ríkinu en við flutning málaflokks fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 hefur hún verið star...

Við héldum viðburð um félagslega þátttöku þann 5. september 2024. Um 50 manns tóku þátt, þar á meðal þjónustunotendur, f...
12/09/2024

Við héldum viðburð um félagslega þátttöku þann 5. september 2024. Um 50 manns tóku þátt, þar á meðal þjónustunotendur, fjölskyldumeðlimir, starfsfólk fulltrúa frá heimilum þjónustunotanda og samstarfsaðila okkar.

Á staðnum var tæknibúnaður, þar sem gestir fengu að prófa sig áfram með tölvur frá Tobii Dynavox með Communicator5 og TD Snap hugbúnaði. gestir fengu einnig tækifæri að kynnast augnstýringu, mismunandi snertiskjám og útprentaðar tjáskiptatöflur. Einnig kynntum við samstarfsaðila okkar, Öryggismiðstöðina og Tobii Dynavox, auk þess sem við deildum gagnlegum vefsíðum fyrir þær aðferðir sem eru notaðar í daglegu starfi hjá okkur.
Gestir horfðu á kynningarmyndband frá tveggja ára reynslu okkar í verkefninu, og við þökkum sérstaklega samstarfsaðilum okkar frá Litháen og Belgíu fyrir frábæra samvinnu! Við hlökkum til að halda áfram samstarfinu í framtíðinni!
Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessu verkefni!

Kynningavideo verkefnisins | Introduction to Our Erasmus+ Project
https://youtu.be/F5ZOMyxhHEs?si=Zsn5U6cmnVw2Ry4u

Project number: 2022-1-LT01-KA210-ADU-000081649

RANNÍS Erasmus Iceland Erasmus+

Jonavos rajono neįgaliųjų veiklos centras

Þann 19. júní 2024 héldum við í Hæfingarstöðinni veffund vegna Erasmus+ verkefnisins „Empowering Life“ („Valdeflandi líf...
11/09/2024

Þann 19. júní 2024 héldum við í Hæfingarstöðinni veffund vegna Erasmus+ verkefnisins „Empowering Life“ („Valdeflandi líf“), sem við höfum tekið þátt í frá 1. desember 2022 til 30. nóvember 2024, ásamt samstarfsaðilum frá Belgíu og Litáen.

Fundarefnið var yfirferð á kynningarferðinni sem fór fram í Litáen frá 27. til 31.maí, sem var þriðji og síðasti hluti verkefnisins. Fram kom á fundinum að ferðin til Litáen gaf bæði gagn og að þátttakendur ferðarinnar sitja eftir með góðar minningar.

Starfsfólk og notendur tóku þátt í Erasmus+ verkefni í LitháenHæfingarstöðin í Bæjarhrauni er þátttakandi í Erasmus+ ver...
29/08/2024

Starfsfólk og notendur tóku þátt í Erasmus+ verkefni í Litháen

Hæfingarstöðin í Bæjarhrauni er þátttakandi í Erasmus+ verkefni „Valdeflandi líf“. Þriðji og síðasti hluti verkefnisins var í vor og átti sér stað í Litháen 27. – 31 maí.

Í verkefninu kynntust þátttakendur félagsþjónustukerfi í Litháen og heimsóttu mismunandi stofnanir, þar kynntust við óhefðbundin tjáskipti sem eru notaðar fyrir fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Sérstök áhersla var lögð á að kafa dýpra í aðferðir hópvinnu, bæði í vinnu með einstaklinga með ýmis stuðningsþarfir og í teymisvinnu meðal sérfræðinga. Starfsfólk frá Jonava deildi áralangri reynslu sinni af því hvernig hópvinna getur hjálpað fólki ekki aðeins öðlast nýja hæfni, heldur einnig að upplifa félagslega þátttöku. Byrjað var á fræðilegri kynningu á hópavinnu og þar á eftir unnið ýmis hópavinnuverkefni, sem miðuðu að því að kynnast og styrkja tengsl milli þátttakenda í hópnum. Einnig voru kynnt dæmi um hópavinnu sem fer fram á stofnuninni t.d. framleiðslu á ýmsum vörum eða leikrænnar sýningar, þar sem þjónustunotendur sinna ákveðnum verkefnum. Þessi dæmi sýndu hvernig hópvinna getur verið aðlöguð að mismunandi aðstæðum og hvaða árangri er hægt að ná með því að vinna í teymi.
Eftir Litháenferðina sneru þátttakendur aftur með fullt af nýjum hugmyndum og áhuga. Verkefni eins og „Valdeflandi líf“ stuðla að alþjóðlegu samstarfi og faglegum vexti, gefa tækifæri til að læra hvert af öðru og ná saman hærri markmiðum á sviði félagsþjónustu.

Starfsfólk og notendur tóku þátt í Erasmus+ verkefni í BelgíuHæfingarstöðin í Bæjarhrauni er þátttakandi í Erasmus+ verk...
29/08/2024

Starfsfólk og notendur tóku þátt í Erasmus+ verkefni í Belgíu

Hæfingarstöðin í Bæjarhrauni er þátttakandi í Erasmus+ verkefni sem ber yfirskriftina „Valdeflandi líf“. Annar hluti verkefnisins var í vor og átti sér stað í Belgíu 26. febrúar.– 3. mars 2024.

Fundurinn hófst með því að hver þátttakandi kynnti sig með ýmis myndum sem voru sérstaklega gerð fyrir fyrstu kynningu, hver og einn valdi sér eina eða fleiri myndir sem lýsir þeim sem best. Þessi aðferð gerði þeim kleift að kynna sig sjálfir, þrátt fyrir ýmsar tungumálahindranir og var einnig inngangur að óhefðbundnum tjáskiptum.

Á meðan verkefninu í Belgíu stóð fengu þátttakendur kynningu að Bliss tungumálinu. Bliss er eitt af mörgum óhefðbundnum tjáskiptaleiðum sem er góð leið fyrir fólk með ýmis stuðningsþarfir til tjáningar. Þátttakendur fengu kynningu frá tölvufyrirtæki sem framleiðir búnað fyrir fólk sem notar óhefðbundin tjáskipti og fengum fræðslu um notkunarleiðir fyrir þennan fjölbreytta hóp.

Einnig fékk hópurinn innsýn í hvernig fjármögnun þjónustunnar væri háttað og upplýsingar um atvinnumál þjónustunotenda, þátttöku og beina upplifun notenda af þeim málum.

Þátttakendur fengu tækifæri að kynnast öðrum þjónustunotendum á árlegum Bliss fundi þar sem við tókum þátt í ýmis verkefnum og hópavinnu. Einnig heimsóttu þátttakendur mismunandi stofnanir fyrir fólki með langvarandi stuðningsþarfir.

Bæði starfsfólk og þjónustunotendur sem tóku þátt hlutu ómetanlega reynslu og ógleymanlega upplifun í gegnum Erasmus+ verkefnið í Belgíu. Einnig fékk starfsfólk og þjónustunotendur tækifæri að dýpka þekkingu sína á óhefðbundin tjáskipti.

Síðasti hluti samstarfsverkefnisins verður haldinn í Litáen 27.–31. maí 2024.

Þann 2. maí ´24 héldum við í Hæfingarstöðinni veffund vegna Erasmus+ verkefnisins „Empowering life“ („Valdeflandi líf“) ...
02/05/2024

Þann 2. maí ´24 héldum við í Hæfingarstöðinni veffund vegna Erasmus+ verkefnisins „Empowering life“ („Valdeflandi líf“) sem við höfum verið að taka þátt í frá 01.12. ´22 – 30.11. ´24 ásamt Belgíu og Litháfen.
Efni fundarins var yfirferð á viku kynningarferð í Belgíu en þjónustunotendur og starfsmenn frá þessum þremur löndum þ.e. Belgíu, Ísland og Litháfen áttu þar skemmtilega viku saman í lok febrúar og byrjun mars síðast liðin. Allir höfðu gagn og gaman af. Tilgangurinn var að rifja upp reynslu okkar og varðveita minningar.

6. desember´23 var haldinn veffundur vegna Erasmus+ verkefnið ,,Valdeflandi líf“ sem sameinar þrjú lönd: Litháen, Ísland...
10/01/2024

6. desember´23 var haldinn veffundur vegna Erasmus+ verkefnið ,,Valdeflandi líf“ sem sameinar þrjú lönd: Litháen, Ísland og Belgíu.
Efni fundarins er félagsleg þátttaka eftir fyrstu fjölþjóðlega samkomu á Íslandi sem átti sér stað í október 2023. Tilgangur þessara veffundar er að upprifja okkar reynslu og það situr eftir.

Erasmus + Verkefnið ,,Valdeflandi líf”🇱🇹 🇮🇸 🇧🇪Sköpun tækifæra fyrir fatlað fólk til að taka þátt til jafns við aðra í sa...
31/05/2023

Erasmus + Verkefnið ,,Valdeflandi líf”
🇱🇹 🇮🇸 🇧🇪

Sköpun tækifæra fyrir fatlað fólk til að taka þátt til jafns við aðra í samfélaginu án aðgreiningar- Virk samfélagsþátttaka fatlaðs fólks í öllum löndum heims. Hvert land býr yfir þekkingu og reynslu í starfi með fötluðu fólki en hluti af verkefninu er að deila aðferðum og leiðum til að vinna með þeim hóp.
Alþjóðlega verkefnið Erasmus+ verkefnið ,,valdeflandi líf“ sameinar þrjú lönd: Litháen, Ísland og Belgíu. Hvert land verkefnisins hefur sína styrkleika og reynslu sem mun nýtast öllum þátttakendum- markmið verkefnisins er að deila árangursríkri atvinnureynslu í vinnu með fötluðu fólki, að virkja fatlað fólk og fólk með geðrænan vanda í athöfnum samfélagsins í samvinnu með öðrum löndum, og að kynna margskonar aðferðir í starfi með þessum hópi.
Aðalmarkmið verkefnisins er að auka hlutverk og styrkja stöðu fatlaðs fólks og fólks með geðrænan vanda innan samfélagsins.
Ísland og Belgía eru þau lönd verkefnisins sem eru framalega í óhefðbundnum tjáskiptaleiðum og athafnarmiðstöð Jonava fólks með fötlun í Litháen leggur áherslu á samvinnu og hópavinnu einstaklinga með góðum árangri.
Það er gríðarlega mikilvægt að öll löndin sem taka þátt í verkefninu séu sameinuð í hugarfari sem snýr að mikilvægi þess að einblína persónuleika og getu einstaklinga frekar en á fötlun hans.

̈rður Erasmus+ Lietuva

Í dag var fyrsti dagur af fjórum við NordPlús verkefnið okkar í samstarfi við bæði Litháen og Noreg🇱🇹 🇮🇸 🇳🇴Við byrjuðum ...
07/03/2023

Í dag var fyrsti dagur af fjórum við NordPlús verkefnið okkar í samstarfi við bæði Litháen og Noreg
🇱🇹 🇮🇸 🇳🇴

Við byrjuðum daginn á að kynna okkur hver og einn með smá "icebreaker" hópefli 😁

Hrönn Hilmarsdóttir hélt kynningu um þjónustu fyrir fólk með stuðningsþarfir í Hfj.

Halla hélt kynningu um starf okkar á Hæfingarstöðinni Bæjarhrauni 2.

Dagurinn var frábær í alla staði, allt gekk eins og í sögu og æðislegt var að fá að hitta á allt þetta fólk eftir marga teams fundi á þessu og síðasta ári.

Address

Bæjarhraun 2
Hafnarfjörður
220

Opening Hours

Monday 08:00 - 16:00
Tuesday 08:00 - 16:00
Wednesday 08:00 - 16:00
Thursday 08:00 - 16:00
Friday 08:00 - 16:00

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Hæfingarstöðin í Bæjarhrauni posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Hæfingarstöðin í Bæjarhrauni:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram