07/11/2025
Hver einasta hugsun, trú og orð út í heiminn eru ósk þín um hvað þú vilt fyrir sjálfa/n þig, orð hafa orku hvort sem þú hugsar þau eða segir þau upphátt.
Setningar sem byrja gjarnan á "Ég er....", "Ég þarf.....", "Ég á....", "Ég lendi alltaf í...." eru nokkrar af ansi mörgum óskum sem þú alhæfir og staðfestir við umheiminn.
Taktu eftir hugsunum þínum og orðum, hverjar eru þínar óskir? Hvernig eru þær óskir að gagnast þér í þínu lífi? Er eitthvað sem þú þarft að umorða eða endurhugsa?
Skoðaðu hvar þú ert og gríptu sjálfa/n þig þegar þú hugsar og talar á hátt sem þjónar þér síður ❤