Heilsa er lífsstíll

Heilsa er lífsstíll Eva Karen Axelsdóttir
Heilun, miðlun & ráðgjöf
evakaren86@gmail.com
gsm: 847-7757 Við erum öll einstök og höfum jafnan rétt á því að líða vel.

Frá árinu 2014 hef ég lagt kapp á að hjálpa einstaklingum í öllu sem tengist andlegri og líkamlegri heilsu, að efla og styrkja sjálfið.

Ég vann lengi vel sem lífsstílsráðgjafi í fullu starfi, er menntuð Reiki heilari og Dáleiðslutæknir auk þess sem ég hef síðastliðin ár verið að vinna með innsæi og ráðgjöf. Ég blanda gjarnan aðferðum saman sem ég tel henta hverjum og einum.
Ég vinn með börnum sem og fullorðnum, en sjálf er ég 6 barna móðir með börn á aldrinum 9-22 ára sem hafa notið góðs af heilunaraðferðum mínum og núvitund. Að fá tækifæri til að aðstoða fólk í daglegu lífi eru forréttindi. Á persónulegan hátt tengist ég hverjum einstakling fyrir sig við úrlausn áskorana sem viðkomandi stendur frammi fyrir. Mitt aðalmarkmið er að opna huga og hjarta fólks og leiða áfram á rétta braut með að finna sinn tilgang í þessu kapphlaupi sem við köllum lífið.

Hver einasta hugsun, trú og orð út í heiminn eru ósk þín um hvað þú vilt fyrir sjálfa/n þig, orð hafa orku hvort sem þú ...
07/11/2025

Hver einasta hugsun, trú og orð út í heiminn eru ósk þín um hvað þú vilt fyrir sjálfa/n þig, orð hafa orku hvort sem þú hugsar þau eða segir þau upphátt.
Setningar sem byrja gjarnan á "Ég er....", "Ég þarf.....", "Ég á....", "Ég lendi alltaf í...." eru nokkrar af ansi mörgum óskum sem þú alhæfir og staðfestir við umheiminn.
Taktu eftir hugsunum þínum og orðum, hverjar eru þínar óskir? Hvernig eru þær óskir að gagnast þér í þínu lífi? Er eitthvað sem þú þarft að umorða eða endurhugsa?
Skoðaðu hvar þú ert og gríptu sjálfa/n þig þegar þú hugsar og talar á hátt sem þjónar þér síður ❤

Innkomandi orkan þessa dagana, sérstaklega í gær og í dag er mjög kröftug! Solar plasma hittir á jörðina og ýmis einkenn...
10/10/2025

Innkomandi orkan þessa dagana, sérstaklega í gær og í dag er mjög kröftug! Solar plasma hittir á jörðina og ýmis einkenni fylgja þessari sterku orku.
Mikill þungi yfir höfði, hjartastöð og mikil áhersla á hálsinn! Einkenni eins og hjartsláttar óregla, flensulík einkenni, viðkvæmni í hálsi bæði að utan og innan, mikill hiti í höfði/höfuðverkir, mikil þreyta, svefnlausar nætur, útþaninn magi, þurrkur og útbrot í húð og miklar tilfinningasveiflur (sorg, reiði, tómleiki).
Mikil þörf á að vökva sig vel og hvíla sig extra. Þessi orka fer fram á það að þú gerir ekki neitt nema hlúa að þér og hlusta á líkamann! Slepptu allri pressu um að gera allt á to do listanum, það má bíða ❤😘

Þú ert skaparinn - Þú ert ábyrg/ur fyrir eigin lífi. Gefðu ekki öðrum valdið yfir ÞINNI sköpun. Fyrir hvern ert þú að li...
14/09/2025

Þú ert skaparinn - Þú ert ábyrg/ur fyrir eigin lífi. Gefðu ekki öðrum valdið yfir ÞINNI sköpun.

Fyrir hvern ert þú að lifa þínu lífi nema fyrir sjálfan þig?
Áttar þú þig á því að það sem þú upplifir sem tilviljanir eru í raun kraftaverk?
Manstu ekki að þessi persónulega ákvörðun sem ÞÚ tókst eftir eigin frjálsa vilja skilaði ÞESSUM niðurstöðum?

Þú ert alltaf þar sem þú átt að vera því í hverju lifandi núi tekur þú ákvarðanir, litlar sem stórar sem skila þér vissri útkomu. Það er svo þitt að ákveða hvort útkoman sé sú sem þú vilt að hún sé eða hvort þú takir nýja ákvörðun sem skilar þér nýrri niðurstöðu.

Við erum eða höfum öll gengið í gegnum að finnast við ekki nógu góð og afleiðing þess er að við trúum því að aðrir taki betri ákvarðanir fyrir okkur og þannig sættum við okkur smátt og smátt við að aðrir viti best og geti best sagt okkur hvað við eigum að gera með líf okkar.

Nema hvað, sá tími kemur að við römbum á endastöð, hingað og ekki lengra. Líðanin hið innra er í raun verri þegar við höfum gefið kraftinn frá okkur og við áttum okkur á því að allur pirringur og reiði sem við berum hið innra er ekki í garð náungans sem tók stjórnina heldur í eigin garð fyrir að átta okkur ekki á því að stýripinninn var alltaf í eigin hendi.
Þú áttar þig á því að þú hefur mörk og hver mörkin eru og þú tekur aftur við stjórninni.

Mundu bara að þú ert alltaf NÁKVÆMLEGA þar sem þú átt að vera og þegar þú ert tilbúin/n að taka stjórnina á eigin lífi aftur þá þarftu bara eitt: Ákvörðun! 

- Þú ert nógu góð/ur!
- Treystu almættinu til þess að leiða þig áfram.
- Góðvild kemur þér lengra en andstæðan.
- Egóið þitt reynir alltaf að villa þér veg.
- Þú ert sá/sú sem þarf að vilja það besta fyrir þig, alltaf.
- Það má taka pásu.

Ég veit þú ert að gera þitt besta og mér þykir vænt um þig ❤ Þitt framlag skiptir máli 🫂😘

❤❤❤
25/02/2025

❤❤❤

24/02/2025
Þú getur ekki læknað sársaukann sem þú neitar að finna, grunnurinn fyrir heilun er að hætta að forðast það sem er sárt o...
14/02/2025

Þú getur ekki læknað sársaukann sem þú neitar að finna, grunnurinn fyrir heilun er að hætta að forðast það sem er sárt og sitja með því. Tilfinningar koma til þess að finna þær, þegar þú reynir að forðast þær munu þær elta þig þar til þú staldrar við og leyfir þér að fara í gegnum sársaukann sem leynist þar ❤

Líkami okkar er fullkomlega hannaður og segir okkur til um hvar við erum í ójafnvægi með sársauka og ýmsum einkennum. Þa...
07/02/2025

Líkami okkar er fullkomlega hannaður og segir okkur til um hvar við erum í ójafnvægi með sársauka og ýmsum einkennum. Það er í okkar hlutverki að læra að hlusta á þessi samskipti, því þannig tekst okkur að ná jafnvægi og heila þá parta sem þarfnast aðhlynningar.
Ef við bælum samskiptin niður þöggum við niður í tungumáli líkamans.

Hvað er líkami þinn að segja þér í dag?

Áður en börnin þín fæddust völdu þau ykkur sem foreldra, föður & móður til þess að fæðast inn í þennan heim og jafnvel v...
18/11/2024

Áður en börnin þín fæddust völdu þau ykkur sem foreldra, föður & móður til þess að fæðast inn í þennan heim og jafnvel viðbótaruppalendur sem bætast í hópinn síðar á lífsleiðinni. Við sem foreldrar og uppalendur höfum ekki aðgang að þeirra sálarsamningi þar sem hver sál (þín þar á meðal) er fullvalda og hefur ein aðgang að þeim sálargjöfum, hæfileikum og lífslexíum sem þeim er ætlað er að eiga í gegnum þetta lífsskeið.

Það er þín ábyrgð sem foreldri að leiðbeina börnum þínum og kenna þeim þau gildi sem þér eru mikilvæg en ábyrgð barnanna er hinsvegar sú að velja OG hafna þínum gildum í takt við sinn eigin sálarsamning. Sérhver sál ber fulla ábyrgð á eigin ákvörðunum og því sem hún velur fyrir sig til þess að lifa eftir.

Ekki líður að löngu þar til börnin vilja slíta sig laus og fara að lifa sínu eigin lífi og þá kemur fyrst í ljós hver þau eru án handleiðslu foreldra sinna. Lífslexíum fjölgar þegar þau arka áfram sinn sálarveg í leit sinni að sínum sannleika. Eins mikið og við viljum það besta fyrir börnin okkar þá eru þau eingöngu okkar ábyrgð tilfallandi og okkar leiðsögn og ákvarðanir ná aðeins svo langt.
Til þess að þau geti uppfyllt sinn sálarsamning þurfa þau að taka eigin ákvarðanir og annað hvort þrífast þau eða læra að gera betur.
Þeirra tilgangur er ekki þinn tilgangur - Gott að muna þegar reynir á þolmörk þín sem foreldri og uppalandi ❤

Address

Hafnarfjörður

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Heilsa er lífsstíll posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Heilsa er lífsstíll:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Um mig

Ég hef brennandi áhuga á öllu sem tengist andlegri heilsu og sjálfseflingu einstaklinga. Ég hef einnig mikinn áhuga á að vinna með börnum en sjálf á ég fjögur börn og tvö plúsbörn. Ég hef mikla reynslu af lífsstílsráðgjöf og starfaði m.a sem lífsstílsleiðbeinandi í fullu starfi á árunum 2014-2017. Á þeim tíma leituðu einstaklingar í meira mæli eftir frekari aðstoð við andlega líðan sem varð til þess að í byrjun árs 2017 lagði ég fyrir mig Reiki heilun og eiginleikar mínir á andlega sviðinu jókust samhliða því.

Frá því að ég man eftir mér hef ég alltaf verið mjög hjálpsöm manneskja svo að fá tækifæri til að aðstoða fólk í daglegu lífi eru forréttindi. Ég bý yfir þeim eiginleikum að geta tengt mig við tilfinningar annarra og með því að hlusta fæ ég innsæi í hvað gæti gagnast viðkomandi best í þeirra lífsgöngu. Á persónulegan hátt tengist ég hverjum einstakling fyrir sig við úrlausn áskorana sem viðkomandi stendur frammi fyrir. Mitt aðalmarkmið er að opna huga og hjarta fólks og leiða áfram á rétta braut með að finna sinn tilgang í þessu kapphlaupi sem við köllum lífið.

Við erum öll einstök og höfum jafnan rétt á því að líða vel!