Dýralæknastofa Hafnarfjarðar

Dýralæknastofa Hafnarfjarðar ​Dýralæknastofa Hafnarfjarðar er ný dýralæknastofa þar sem fagmennska, virðing og velferð gæludýra er í fyrirrúmi.

Að stofunni standa Silja og Sólrún dýralæknar og Berglind hundanuddari og hundaatferlisráðgjafi. Dýralæknastofa Hafnarfjarðar opnar bráðlega í Stakkahrauni 1, 220 Hafnarfirði. Skráðu þig á póstlistann okkar á www.dyrhfj.is og fáðu tilkynningu þegar stofan opnar. Stofan mun bjóða upp á alla helstu dýralæknaþjónustu. Á stofunni starfa:
Silja Edvardsdóttir, tannadýralæknir
Sólrún Dís Kolbeinsdóttir, dýralæknir
Berglind Guðbrandsdóttir, hundanuddari, hundaþjálfari- og atferlisráðgjafi.

Geltir hundurinn þinn mikið?Togar hann í tauminn?Hlýðir hann ekki innkalli?Eða viltu kannski bara skilja hundinn þinn be...
11/11/2025

Geltir hundurinn þinn mikið?
Togar hann í tauminn?
Hlýðir hann ekki innkalli?
Eða viltu kannski bara skilja hundinn þinn betur?
Viltu skilja hvernig hundurinn þinn hugsar, hvað hvetur hann áfram og hvaða mistök þú gætir verið að gera (óvart) í þjálfun?
Þá er fyrirlesturinn okkar næsta laugardag eitthvað fyrir þig!
Skráning hér: https://www.dyrhfj.is/fyrirlestrar.html

Vara mánaðarins í nóvember er tannafóður! Komdu við og kauptu tannfóður á 15% afslætti í nóvember 🦷Royal Canin Dental Ca...
10/11/2025

Vara mánaðarins í nóvember er tannafóður! Komdu við og kauptu tannfóður á 15% afslætti í nóvember 🦷
Royal Canin Dental Care Mini fyrir hunda 3 kg kr. 5.228 (áður kr. 6.150)
Royal Canin Dental Care fyrir ketti kr. 3.311 (áður kr. 3.895)
Hill's t/d 10kg fyrir hunda kr. 14.230 (áður kr. 16.741)
Hill's t/d 4 kg fyrir hunda kr. 9.158 (áður kr. 10.774)
Hill's t/d 3kg fyrir smáhunda kr. 7.686 (áður kr. 9.042)

Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á fyrirlestrana sem eru núna á laugardaginn 🐶Við byrjum á fyrirlestri um merkj...
04/11/2025

Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á fyrirlestrana sem eru núna á laugardaginn 🐶
Við byrjum á fyrirlestri um merkjamál hunda og hundaleik. Svo tekur við fyrirlestur um klóaklipp. Þar lærið þið bæði hvernig best er að klippa klær á hundum og hvernig við getum kennt hundum að elska klóaklipp, jafnvel þótt þér séu hræddir við það! 😎
Frekari upplýsingar og skráning hér: https://www.dyrhfj.is/fyrirlestrar.html

Nú er tími til að kynna hana Maríu okkar!María hefur starfað lengi með dýrum og margir þekkja hana líklega úr dýrabúðinn...
31/10/2025

Nú er tími til að kynna hana Maríu okkar!
María hefur starfað lengi með dýrum og margir þekkja hana líklega úr dýrabúðinni Nínó heilsuhúsi hunda og katta, þar sem hún hjálpaði bæði fólki og loðnum fjölskyldumeðlimum þeirra af mikilli alúð og fagmennsku.

María hefur verið viðloðin dýraverndunarmál í Hafnarfirði síðustu 15 árin og var t.d. einn af stofnendum Óskasjóðs Púkarófu, en það félag var leiðandi í að skoða líf villikatta í Hafnarfirði og sinna matargjöfum, læknisþjónustu og skjóli. Hún ræktaði einnig Cavalier hunda til margra ára

Hún kemur því með til okkar með gífurlega reynslu úr ýmsum áttum..

Núna á María ástralska fjárhundinn Glóa og kisurnar Cudu og Indjánafjöður.

Við teljum okkur heppnar að hafa fengið Maríu í frábæra teymið okkar og vitum að hún tekur vel á móti öllum sem kíkja til okkar 🥰

Eftir margar fyrirspurnir og hvatningu höfum við ákveðið að taka við sölu á Haqihana beislum og taumum 😍Við vorum að fá ...
30/10/2025

Eftir margar fyrirspurnir og hvatningu höfum við ákveðið að taka við sölu á Haqihana beislum og taumum 😍
Við vorum að fá stóra sendingu af venjulegum beislum (sjá mynd) og þreföldum beislum fyrir þá sem ná að smokra sér úr þessum venjulegu.
Við erum einnig með mikið úrval af fallegum taumum sem koma í 2m, 3m, 5m og 10m og svo komu líka ótrúlega fallegir 3m leðurtaumar 😍🥰
Beislin koma í guðdómlega fallegum litum. Sjón er sögu ríkari! Endilega kíkið við og fáið ráðgjöf við að finna beisli sem passar vel. Best er að taka hundinn með 🩷

​Dýralæknastofa Hafnarfjarðar er ný dýralæknastofa þar sem fagmennska, virðing og velferð gæludýra er í fyrirrúmi. Að stofunni standa Silja og Sólrún dýralæknar og Berglind...

👻🎃Hrekkjavaka hjá Dýralæknastofu Hafnarfjarðar 🎃👻Öll dýr sem mæta til okkar í búning á morgun, föstudaginn 31. október, ...
30/10/2025

👻🎃Hrekkjavaka hjá Dýralæknastofu Hafnarfjarðar 🎃👻
Öll dýr sem mæta til okkar í búning á morgun, föstudaginn 31. október, fá gefins nammi og 15% afslátt af öllu nammi og leikföngum í verslun 🥳

💪 Við stöndum saman í kvennaverkfallinu! 💪Dýralæknar og starfsfólk dýralæknastofa eru að stórum hluta konur. Það sést ve...
23/10/2025

💪 Við stöndum saman í kvennaverkfallinu! 💪

Dýralæknar og starfsfólk dýralæknastofa eru að stórum hluta konur. Það sést vel þegar þær leggja niður störf.
Án kvenna stöðvast stór hluti dýralæknaþjónustu landsins. Það undirstrikar hversu ómetanlegt framlag kvenna er, alla daga ársins.

Við hvetjum konur og kvár til að sýna samstöðu á morgun, 24. október, og leggja niður störf með stolti.
🩷 Við lokum kl. 13:00 🩷

Hvað þýðir að vera Fear Free dýralæknastofa?Á Dýralæknastofu Hafnarfjarðar leggjum við ríka áherslu á að hver heimsókn s...
22/10/2025

Hvað þýðir að vera Fear Free dýralæknastofa?

Á Dýralæknastofu Hafnarfjarðar leggjum við ríka áherslu á að hver heimsókn sé eins streitulaus, örugg og jákvæð og hægt er, bæði fyrir dýr og eiganda.
Við störfum eftir Fear Free nálguninni, sem þýðir að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að draga úr hræðslu, kvíða og streitu hjá dýrunum sem koma til okkar.

Hvað felst í Fear Free nálguninni?
Fear Free er alþjóðlega viðurkennd aðferð sem byggir á vísindalegum grunni og áralangri reynslu af hegðun dýra og velferð þeirra.

Í einföldu máli þýðir þetta að við:
• Lesum hegðun og merkjamál dýranna vandlega, og tökum tillit til þess í öllu sem við gerum.
• Hönnuðum stofuna okkar út frá Fear free fræðunum, t.d. með tegundaskiptum biðstofum og skoðunarherbergjum og út frá litavali.
• Notum mýkri nálgun við snertingu, skoðun og meðhöndlun.
• Notum hrós, nammi og leikföng til að skapa góða upplifun.
• Forðumst óþarfa hávaða, sterka lykt, sterka liti og snöggar hreyfingar sem geta vakið óöryggi.
• Tökum tíma til að kynnast dýrinu áður en við hefjum skoðun eða meðferð.
• Bjóðum eigendum að vera með og taka þátt í ferlinu, svo bæði dýr og eigendur upplifi traust og ró.

Hvernig lítur þetta út í raun?
Oft má sjá muninn strax við komu. Til dæmis, ef köttur kemur í skoðun:
• Við höfum sérstakt biðsvæði fyrir ketti þar sem þeir sjá ekki hunda.
• Við erum með kisubiðstofu sem hundar koma ekki inn á (og hefur þ.a.l. enga hundalykt).
• Við notum róandi ferómón.
• Leyfum kisu að koma sjálf út úr búrinu þegar það er hægt.
• Ef kisa er mjög stressuð, gætum við boðið upp á kvíðastillandi lyf fyrir komu.

Þegar hundur kemur í skoðun:
• Stundum byrjar heimsóknin frammi. Starfsmaður hittir hann þar og gengur rólega með honum inn, með góðgæti í vasanum.
• Ef hundurinn sýnir merki um óöryggi, tökum við hlé, notum róandi raddir, leyfum honum að skoða herbergið.
• Ef hundurinn upplifir enn mjög mikinn kvíða gætum við boðið honum að heimsækja okkur aftur síðar án þess að „neitt“ gerist, bara til að fá jákvæða reynslu.
• Við notum róandi ferómón.
• Ef hundurinn er mjög hræddur gætum við boðið upp á kvíðastillandi lyf fyrir komu.

Hvernig gagnast þetta dýrinu?
Dýrið lærir smám saman að dýralæknisheimsóknir eru ekki ógnvekjandi, heldur jafnvel eitthvað gott. Það fær athygli, nammi og hrós.
Þetta hefur bein áhrif á líðan þess, hjartslátt, hormóna og almennt öryggi.
Dýr sem upplifa minni kvíða við heimsókn fá oft nákvæmari greiningar, því líkaminn er ekki í varnarviðbragði.

Hvernig gagnast þetta eigandanum?
Eigendur finna líka mikinn mun. Þeir þurfa ekki lengur að „draga“ dýrið sitt inn á stofuna, upplifa minna stress sjálfir, og heimsóknir verða að jákvæðri samvinnu milli eiganda, dýrs og starfsfólks.
Við viljum að eigendur viti að við hlustum, útskýrum og tökum aldrei óþarfa áhættu eða ákvarðanir í flýti. Við vinnum alltaf út frá öryggi og trausti.

Fear Free er ekki bara tækni - það er viðhorf.

Fyrir okkur er þetta ekki einungis ákveðin vinnuaðferð, heldur hugsunarháttur sem liggur að baki öllu sem við gerum.
Við trúum því að góð meðferð byggist á samkennd, þekkingu og virðingu fyrir dýrum.
Þegar dýrið upplifir sig öruggt, gengur allt annað betur - bæði læknisfræðilega og tilfinningalega.

Markmið okkar er einfalt:
Að hver heimsókn á Dýralæknastofu Hafnarfjarðar sé góð upplifun - eitt skref í átt að betri heilsu og hamingjusamara lífi, án ótta.

Nú er löngu orðið tímabært að kynna dýrahjúkrunarfræðinginn okkar, hana Selmu, formlega! 🥰Selma lauk námi í dýrahjúkrun ...
21/10/2025

Nú er löngu orðið tímabært að kynna dýrahjúkrunarfræðinginn okkar, hana Selmu, formlega! 🥰

Selma lauk námi í dýrahjúkrun í Danmörku 2022 og hefur sérstakan áhuga á heilsu og næringu íþrótta- og vinnuhunda, sem og sárameðhöndlun og umönnun dýra eftir aðgerðir.
Hér á stofunni fylgist hún meðal annars vel með dýrunum í svæfingu, til dæmis þegar þau koma í tannhreinsun 🦷
Selma á husky hundinn Myrkva og þau bardúsa ýmislegt saman.

Selma er hlý, metnaðarfull og með einstakt lag á að láta bæði dýrum og eigendum líða vel. Okkur finnst við ofsalega heppnar að hafa fengið hana til okkar ❤️

Velkomin í teymið, Selma!

Er hundurinn þinn alltaf undir þegar hann leikur við aðra hunda?Eða er hundurinn þinn kannski svolítill bully og virðir ...
17/10/2025

Er hundurinn þinn alltaf undir þegar hann leikur við aðra hunda?
Eða er hundurinn þinn kannski svolítill bully og virðir ekki mörk annarra hunda?
Langar þig að skilja hundinn þinn betur þegar hann er stressaður?
Er hundurinn þinn með hegðunarvandamál sem hann sýnir jafnvel "án fyrirvara"?
Eða viltu bara betri almennan skilning á merkjamáli hunda og hundaleik?
Þá er fyrirlesturinn okkar um merkjamál hunda og hundaleik eitthvað fyrir þig!
8. nóvember kl. 10:00-12:30
Skráning hér:

Í nóvember verður úrval af fróðlegum og skemmtilegum fyrirlestrum um þjálfun og heilsufar dýra. Hver fyrirlestur kostar 5.000 krónur, nema annað sé tekið fram. Takmörkuð sæti eru í...

290 kisur í umsjá Villikatta ❤️Við erum svo heppnar að fá margar kisur frá Villiköttum til okkar og við getum svo sannar...
16/10/2025

290 kisur í umsjá Villikatta ❤️
Við erum svo heppnar að fá margar kisur frá Villiköttum til okkar og við getum svo sannarlega sagt að þetta eru oft mestu ljúflingarnir ❤️
Ef þú ert í kisuhugleiðingum hvetjum við ykkur til að skoða kisurnar hjá þeim.
Við hvetjum líka alla dýravini til að styrkja þetta flotta starf ❤️🥰

Nú kynnum við nýjung hjá okkur sem er vara mánaðarins.Vara mánaðarins verður með 15% afslætti og munum við bjóða upp á f...
16/10/2025

Nú kynnum við nýjung hjá okkur sem er vara mánaðarins.
Vara mánaðarins verður með 15% afslætti og munum við bjóða upp á fjölbreytt úrval af gæðavörum fyrir gæludýr.
Við byrjum á uppáhaldi allra katta, hinu eina sanna Churu!

Churu er ómótstæðilegt kisunammi, enda ein mest selda kisuvaran okkar! Þú getur gefið Churu sósu beint úr bréfinu eða sett það út á matinn til að gera máltíðina meira spennandi. Churu bita er svo hægt að gefa sem verðlaun.

Address

Stakkahraun 1
Hafnarfjörður
220

Opening Hours

Monday 08:00 - 17:00
Tuesday 08:00 - 17:00
Wednesday 08:00 - 17:00
Thursday 08:00 - 17:00
Friday 08:00 - 17:00

Telephone

5332700

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Dýralæknastofa Hafnarfjarðar posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Dýralæknastofa Hafnarfjarðar:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Um okkur

Dýralæknamiðstöðin í Hafnarfirði býður upp á allar almennar skoðanir ásamt minni aðgerðum. Stofan er útibú Dýralæknamiðstöðvarinnar í Grafarholti og fara allar stærri aðgerðir, nánari rannsóknir og innlagnir fram þar. Á stofunni starfa fjórir dýralæknar: Steinunn Geirsdóttir Dagmar Vala Hjörleifsdóttir Andrea Björk Hannesdóttir Camila Abad Tímabókanir fara fram í gegnum síma Dýralæknamiðstöðvarinnar í Grafarholti S: 544-4544. Við erum til húsa við Lækjargötu 34b, 220 Hfj.