Sólvangur hjúkrunarheimili

Sólvangur hjúkrunarheimili Sólvangur er rótgróið hjúkrunarheimili í hjarta Hafnarfjarðar. Þessari síðu er ætlað að veita fólki innsýn í daglegt líf íbúa og starfsfólks á Sólvangi.

Sólvangur var vígður 25. október 1953 sem elli- og hjúkrunarheimili. Fæðingardeild tók til starfa 1954 og starfaði til 1976. Síðan þá hefur Sólvangur verið rekið sem hjúkrunarheimili en margt breyst í áranna rás.

Í gær, á Gulum degi, byrjuðum við gula viku hjá Sóltúni. Sú stóra gula lét auðvitað sjá sig í tilefni dagsins🌞 og starfs...
11/09/2025

Í gær, á Gulum degi, byrjuðum við gula viku hjá Sóltúni. Sú stóra gula lét auðvitað sjá sig í tilefni dagsins🌞 og starfsfólk klæddist gulu. Umhverfið var skreytt með gulum skreytingum og svo var auðvitað gul terta með kaffinu💛

Næsta vika er síðan helguð fræðslu og samstöðu með geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum;

Er allt í gulu?
Ef þér finnst lífið stundum ekki þess virði að lifa því, leitaðu þá hjálpar.
Ef þú hefur áhyggjur af ástvini/ vini/ vinnufélaga ræddu það við viðkomandi.
Það hjálpar að deila líðan sinni með öðrum.

Hjálparsími Rauða krossins: 1717
Upplýsingamiðstöð Heilsuveru: 1700
Píeta síminn: 552 2218
Neyðarsíminn: 112

Í dag er Alþjóðadagur sjúkraþjálfara🥳 Hjá Sóltúni búum við svo vel að hafa öfluga sjúkraþjálfara á okkar snærum sem vinn...
08/09/2025

Í dag er Alþjóðadagur sjúkraþjálfara🥳
Hjá Sóltúni búum við svo vel að hafa öfluga sjúkraþjálfara á okkar snærum sem vinna að því alla daga að styrkja og efla líkamlegt atgervi okkar skjólstæðinga, og ekki er aðstoðarfólk þeirra í sjúkraþjálfuninni minna öflugt💪Við óskum öllum sjúkraþjálfurum til hamingju með daginn!

Góða veðrið var nýtt til hins ýtrasta á Sólvangi í gær og var hent í skyndiútipartý þar sem farið var í boccia og grjóna...
21/08/2025

Góða veðrið var nýtt til hins ýtrasta á Sólvangi í gær og var hent í skyndiútipartý þar sem farið var í boccia og grjónapoka- og hringjakast🎉
Síðan naut fólk þess að sitja úti, hitta mann og annan og spjalla í góða veðrinu. Starfsfólk Sóltúns Sólvangi fær sérstakt hrós fyrir að bregðast skjótt við partýplönum til að skapa þennan skemmtilega sólardag fyrir alla🌞💛

Þessi vika hefur heldur betur verið litrík og skemmtileg á öllum starfsstöðvum Sóltúns, stuð á stuð ofan🏳️‍🌈 Gleðistund ...
09/08/2025

Þessi vika hefur heldur betur verið litrík og skemmtileg á öllum starfsstöðvum Sóltúns, stuð á stuð ofan🏳️‍🌈 Gleðistund með Svenný og Steinunni, Kabarett bingó og dragsýning, bíósýningar, pizzupartý, gay pride kökur og litríkar vöfflur.
Góða skemmtun í gleðigöngunni í dag og til hamingju með ástina öll, hvernig sem hún birtist ykkur!❤️🩷🧡💛💚💙🩵💜🤎🖤🩶🤍


Þessi vika er Gleðivika á öllum starfsstöðvum Sóltúns í tilefni af Hinsegin dögum 5. - 10.ágúst. Boðið er upp á ýmsa við...
07/08/2025

Þessi vika er Gleðivika á öllum starfsstöðvum Sóltúns í tilefni af Hinsegin dögum 5. - 10.ágúst. Boðið er upp á ýmsa viðburði og tilbreytingu og er Sólvangur extra litríkur þessa dagana. Í dag buðu dragdrottningarnar Svenný og Dustia Crymore upp á skemmtilegt Kabarett bingó og dragsýningu sem mikil ánægja var með. Við þökkum þeim kærlega fyrir skemmtunina!🩷🧡💛💚💙🩵💜🤎🖤🩶🤍

Thelma Hafþórsdóttir Byrd, sérfræðingur í vinnuvernd og iðjuþjálfi, og Svenný Kristinsdóttir, aðstoðarkvár iðjuþjálfa, b...
05/08/2025

Thelma Hafþórsdóttir Byrd, sérfræðingur í vinnuvernd og iðjuþjálfi, og Svenný Kristinsdóttir, aðstoðarkvár iðjuþjálfa, báðar starfsmenn á Sóltúni Heilsusetri, skrifuðu frábæra grein um hinseginfræðslu fyrir eldra fólk í endurhæfingu á Sóltúni Heilsusetri. Í fræðslunni er m.a. farið yfir hugtök á borð við kvár, kynvitund, trans, intersex og kyntjáningu og hefur þessari fræðslu verið einstaklega vel tekið enda mjög fróðleg, sérstaklega fyrir eldri kynslóðir.

Endilega kíkið á þessa skemmtilegu grein❤️🩷🧡💛💚💙🩵💜🤎🖤🩶🤍

https://www.soltun.is/frettir/hvad-er-svona-merkilegt-vid-thad-ad-vera-hinsegin


Svenný, aðstoðarkvár iðjuþjálfa á Sóltúni Heilsusetri, er þessa dagana að prufukeyra tónlistarverkefni sem hún fer af st...
29/07/2025

Svenný, aðstoðarkvár iðjuþjálfa á Sóltúni Heilsusetri, er þessa dagana að prufukeyra tónlistarverkefni sem hún fer af stað með í haust🎶
Á föstudaginn var samsöngur á 3.hæð Sólvangs hjúkrunarheimilis þar sem farið var um víðan völl í lagavali og Svenný fór lauslega yfir sögu og höfunda laganna. Skemmtileg samverustund fyrir unga sem aldna og einn hund!💛

Á Heilsusetrinu er hjálpast að við ýmis verkefni dagsins💅💕
25/07/2025

Á Heilsusetrinu er hjálpast að við ýmis verkefni dagsins💅💕

Starfsfólk og skjólstæðingar dagþjálfunar skelltu sér í strætóferð niður í Fjörð í seinustu viku. Þar var sest niður á v...
13/06/2025

Starfsfólk og skjólstæðingar dagþjálfunar skelltu sér í strætóferð niður í Fjörð í seinustu viku. Þar var sest niður á veitingahúsinu Rif með kaffi og gúmmulaði☕🍰
Það er alltaf gaman að breyta rútínunni og gera eitthvað öðruvísi þegar tækifæri gefst til🙂💛

Jakobína Valdís Jakobsdóttir, 92 ára, hefur tvisvar dvalið á Sóltúni Heilsusetri💛Hún er fædd og uppalin á Ísafirði þar s...
06/06/2025

Jakobína Valdís Jakobsdóttir, 92 ára, hefur tvisvar dvalið á Sóltúni Heilsusetri💛

Hún er fædd og uppalin á Ísafirði þar sem skíði áttu hug hennar allan. Hún varð Íslandsmeistari í skíðaíþróttum 19 sinnum, þrátt fyrir að hafa fengið kíghósta sem barn og lamast við það á öðrum fæti í heilt ár.

Jakobína var fyrsta íslenska konan til að keppa á Heimsmeistaramóti á skíðum, í Svíþjóð árið 1954, og síðar á Ólympíuleikunum í Cortina á Ítalíu árið 1956. Í þá daga voru engir styrkir í boði fyrir afreksfólk í íþróttum og þurfti Jakobína að vinna á hóteli samhliða því að keppa á leikunum til að greiða fyrir ferðina💪

Vetrarólympíuleikarnir verða einmitt haldnir aftur í Cortina á næsta ári, árið 2026 – 70 árum eftir þátttöku Jakobínu. Hún segir að hún fari kannski með barnabörnunum á leikana á næsta ári og við vonum að sleppi hún við hótelvinnuna í þetta skiptið😊

Jakobína hefur alla tíð verið dugleg að hreyfa sig og hefur stundað sund og göngur auk skíðaiðkunarinnar. En fyrir 30 árum lenti hún í bílslysi og hefur eftir það verið með lélega öxl þar sem hún getur ekki lyft handleggnum almennilega.

Einnig lenti hún í veikindum sem leiddu til þess að hún datt heima hjá sér og varð það til þess að hún fór að leita leiða til að styrkja sig. Var það þá sem frænka hennar kynnti hana fyrir Heilsusetrinu og hún sótti um dvöl hér💛

„Upplifunin hefur verið alveg frábær og ég segi öllum frá henni,“ segir Jakobína. „Það besta eru æfingarnar og tækjasalurinn. Ég finn að kannski þarf ég mikla hreyfingu og ég finn mikinn mun á mér. Ezster (sjúkraþjálfari) hefur verið dugleg að pína mig – og ég meina það á jákvæðan hátt. Nú get ég lyft handleggnum hærra en áður.“

„Ég saknaði þess til dæmis að geta gengið upp stiga, en nú get ég það án þess að halda mér í. Það g*t ég ekki fyrir fyrstu dvölina mína hérna, en í dag get ég það. Ég mæli sérstaklega með Heilsusetrinu og mér hugnast vel að koma aftur hingað því öxlin má ekki stirðna aftur.“

Við hlökkum líka til að fá þessa kjarnakonu og frumkvöðul íslenskra kvennaíþrótta aftur til okkar!💛💪⛷️

(Myndin hér að neðan var tekin þegar Jakobína keypti sér nýja skíðaskó þá 87 ára gömul, geri aðrir betur! Mynd: Guðmundur Gunnlaugsson)

Sóltún Heilsusetur býður eldra fólki upp á metnaðarfulla endurhæfingu í 4-6 vikna dvöl, með það að markmiði að bæta verulega lífsgæði eftir að heim er komið.

Árlega er gerð þjónustukönnun meðal íbúa og aðstandenda hjúkrunarheimila Sóltúns og erum við ákaflega stolt af niðurstöð...
28/05/2025

Árlega er gerð þjónustukönnun meðal íbúa og aðstandenda hjúkrunarheimila Sóltúns og erum við ákaflega stolt af niðurstöðunum 2025, en heildaránægja mælist há meðal íbúa og aðstandenda💛

Niðurstöðurnar er að finna í heild sinni á vefsíðu Sóltúns.

Heildaránægja mælist há á Sóltúnsheimilunum og íbúar og aðstandendur upplifa umhyggju og öryggi samkvæmt þjónustukönnun sem félagið lét framkvæma í mars 2025.

Í dagdvöl og dagþjálfun er stólaleikfimi í boði fyrir hádegi. Það er alltaf góð mæting enda kjörið að byrja daginn á því...
26/05/2025

Í dagdvöl og dagþjálfun er stólaleikfimi í boði fyrir hádegi. Það er alltaf góð mæting enda kjörið að byrja daginn á því að styrkja kroppinn💪

Address

Sólvangsvegur 2
Hafnarfjörður
220

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Sólvangur hjúkrunarheimili posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Sólvangur hjúkrunarheimili:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Category