08/01/2023
Megi árið 2023 færa ykkur öllum farsæld, gleði og gæfu. 💥
Hvað merkja þessi orð?
Það að viðkomandi vonar að komandi ár færi þér farsæld/auðnu , gleði og gæfu. Allt eru þetta margslungin orð sem hafa mismunandi merkingu í okkar huga. Það tengist fortíð/reynslu okkar og venjum. Við erum öll svo misjöfn og stödd á misjöfnum stað á okkar lífsgöngu. Sum okkar eru mörkuð efir síðasta/síðustu ár eða ár bernskunnar, hvað veit ég? Þar er ýmislegt sem við fáum ekki breytt eða bætt og verðum að sleppa þegar færi gefst.💫 Nýtt ár birtist svo eins og óskrifað blað þar sem við ráðum heilmiklu um hvað fer á blaðið. Það er góð tilfinning, sérstakleg ef okkur er óskað farsældar, gleði og gæfu til þeirra verka að breyta og bæta því sem við getum á árinu 2023. 🙏
Dáleiðsla og sjálfsdáleiðsla eru með bestu verkfærum til þessara breytinga. Að vera stjórnandi í eigin lífi, losa sig við það sem við fáum ekki breytt og byrja að feta okkur inn á árið 2023 á okkar forsendum, löngunum og með okkar framtíðarsýn. Þegar við vitum hvað við viljum og hvert skal stefna þá erum við komin um helming leiðarinnar. Hitt er svo að veita þessum jákvæðu, áhrifaríku breytingum sem við sækjumst eftir alla okkar athygli svo þær vaxi og dafni á meðan við vinnum eða sofum. 😴 Látið undirmeðvitundina um að vinna grunninn fyrir ykkur og svo byggið þið meira með ykkar hugviti, löngunum og þekkingu.🧠 Þegar þið hafið ákveðið þær breytingar sem þið viljið gera á lífi ykkar 2023 þá eru þið hjartanlega velkomin í dáleiðslu til að létta ykkur starfið og skerpa sýnina. 👀
Sjáumst sem flest og fyrst - dáleiðsla léttir lífið.👁
Sigríður A. Pálmadóttir hjúkrunarfræðingur og meðferðardáleiðari.