Innávið - árangursrík dáleiðsla

Innávið - árangursrík dáleiðsla Innávið - árangursrík dáleiðsla snýst um meðferðar- og sjálfsdáleiðslu.

Lífið er dásamlegt🇮🇸sama hvernig viðrar 🌦️þegar ungvið er annars vegar🥰 Þetta geymir undirmeðvitundin og gleður okkur me...
25/07/2024

Lífið er dásamlegt🇮🇸sama hvernig viðrar 🌦️þegar ungvið er annars vegar🥰 Þetta geymir undirmeðvitundin og gleður okkur með síðar👏💥

08/01/2023

Megi árið 2023 færa ykkur öllum farsæld, gleði og gæfu. 💥
Hvað merkja þessi orð?
Það að viðkomandi vonar að komandi ár færi þér farsæld/auðnu , gleði og gæfu. Allt eru þetta margslungin orð sem hafa mismunandi merkingu í okkar huga. Það tengist fortíð/reynslu okkar og venjum. Við erum öll svo misjöfn og stödd á misjöfnum stað á okkar lífsgöngu. Sum okkar eru mörkuð efir síðasta/síðustu ár eða ár bernskunnar, hvað veit ég? Þar er ýmislegt sem við fáum ekki breytt eða bætt og verðum að sleppa þegar færi gefst.💫 Nýtt ár birtist svo eins og óskrifað blað þar sem við ráðum heilmiklu um hvað fer á blaðið. Það er góð tilfinning, sérstakleg ef okkur er óskað farsældar, gleði og gæfu til þeirra verka að breyta og bæta því sem við getum á árinu 2023. 🙏
Dáleiðsla og sjálfsdáleiðsla eru með bestu verkfærum til þessara breytinga. Að vera stjórnandi í eigin lífi, losa sig við það sem við fáum ekki breytt og byrja að feta okkur inn á árið 2023 á okkar forsendum, löngunum og með okkar framtíðarsýn. Þegar við vitum hvað við viljum og hvert skal stefna þá erum við komin um helming leiðarinnar. Hitt er svo að veita þessum jákvæðu, áhrifaríku breytingum sem við sækjumst eftir alla okkar athygli svo þær vaxi og dafni á meðan við vinnum eða sofum. 😴 Látið undirmeðvitundina um að vinna grunninn fyrir ykkur og svo byggið þið meira með ykkar hugviti, löngunum og þekkingu.🧠 Þegar þið hafið ákveðið þær breytingar sem þið viljið gera á lífi ykkar 2023 þá eru þið hjartanlega velkomin í dáleiðslu til að létta ykkur starfið og skerpa sýnina. 👀
Sjáumst sem flest og fyrst - dáleiðsla léttir lífið.👁
Sigríður A. Pálmadóttir hjúkrunarfræðingur og meðferðardáleiðari.

24/10/2022

INNÁVIÐ ÁRANGURSRÍK DÁLEIÐSLA 🧐hvað í ósköpunum er það?Nú hef ég ekki skrifað lengi og meðal annars vegna þess að ég var búin að heita því að skrifa ekki meir um Covid- en það er víst komið til að vera. Svo er það haustflensurnar, myrkrið og kuldinn sem færist yfir okkur næstu mánuði😟En hverjir hafa ekki upplifað fallegu haustlitania okkar, spennu barna og barnabarna að byrja aftur í skóla og hitta vinina eða litlu krílin að byrja í skóla og leikskóla og vita ekki hvað bíður þeirra en svo glöð og spennt. Við sjálf kannski að byrja í nýrri vinnu og hitta nýja vinnufélaga. Munið að tillhlökkun er kvíðanum yfirsterkari og brýtur múra vangetu. Þetta er byrjun á skrifum í byrjun sept. sem ég sendi aldrei 😅 Og af hverju? Ég þóttist hafa svo mikið að gera en nú á ég tíma sem mér áskotnaðist þar sem veikini komu upp hjá einum minna þjónusuþega. Auðvita hafði ég nægan tíma en var bara ekki tilbúinn og svona er það stundum. Hvernær erum við tilbúin til að takast á við þetta daglega sem við gerum oftasts án þess að hugsa en eigum að njóta. Svo kemur stóra stpurninginn: Hvenær erum við tilbúin að takast á við viðtækar breytingar í lífi okkar? Oftast ekki fyrr en okkur líður þannig að öll sund séu lokuð😟 Er það gott,? Nei ég held ekki því með því að bíða þá höfum við tapað gæðatíma. En það er aldrei of seint að leita sér hjálpar, breyta um lífstíl og /eða sjá gleðina í lífinu.
Munið að vera stjórnendur í ykkar lífi, njóta alls hins góða, byggja upp en henda því sem þið hafið ekkert um að segja/breyta.
Dáleiðsla er ein leið til betri framtíðar.🙏
Sigga👁👁

16/02/2022

Dáleiðsla á dögum afléttinga😊

Undirrituð veik heima en ekki með Covid, heldur bara barnabarna kvefpest/vírus/inflúensu? - enda kominn tími kvefpest og flensu😨. Stefni á að rífa þetta úr mér á tveimur dögum enda sprautuð í bak og fyrir💉. Afléttingar fara misvel í fólk, margir eru órólegir og vita ekki alveg hvernig þeir eiga að haga sér. Mega allir vera grímulausir eða bara þeir þríbólusettir og/eða þeir sem hafa fengið Covid😷? Mér fannst skrítið að vera næstum sú eina með grímu í Bónus á mánudag, en hafði líklega ekki hlustað nógu vel á fréttir um helgina en smitaði þar af leiðandi engann af þessar kvefpest🤧. Við viljum mörg láta segja okkur hvað má og hvað ekki🚱❌.

Sóttvarnalæknir segir þjóðina á hraðri leið í hjarðónæmi nú þegar fjórðungur landsmanna hefur verið greindur með kórónuveiruna. Útbreiðslan sé líklega mun meiri og ekki sé óvarlegt að áætla að helmingur þjóðarinnar eða meira hafi smitast. „Við erum að bíða eftir að það fari að slökkna í þessu sem ætti kannski að gerast á næstu tveimur vikum,“ segir Þórólfur Guðnason og tekur fram að með því sé átt við að það fari að hægja á útbreiðslunni. Tæplega 97 þúsund manns hafa nú greinst með veiruna hér á landi eða 26 prósent þjóðarinnar.
Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, sagði í gær að stefnt væri að allsherjar afléttingu þann 25. febrúar, eða á föstudaginn í næstu viku.👏

En hvernig kemur þetta dáleiðslu við👁? Jú margir verða kvíðnir, reiðir og jafnvel mjög óöruggir við þessar aðstæður. Og hafa lagt mikið á sig til að fylgja ráðleggingum stjórnvalda og lokað sig af, aðrir horft á eftir ástvinum vegna þessarar veiru og/eða ekki getað sinnt veikum/öldruðm ástvinum sínum eða kvatt þá eins og þeir vildu🙏👵👴. Börnin eru hrædd við veikindi og/eða dauða foreldra og hafa einnig einangrast og misst frá sér vini😿. Það má í raun fella þetta undir langvarandi streituástand sem margur á eftir að vinna sig út úr💪. Þar getur dáleiðslan komið að góðum notum, sérstaklega til að gera sér grein fyrir hverju hver og einn getur breytt og hverju ekki. Við verðum sterkari stjórnendur í eigin lífi þegar við eyðum orkunni okkar í það sem við getum breytt en sleppum hinu, sérstaklega fortíðinni þar sem við getum engu breytt. Gangi ykkur vel í framtíð sem verður örugglega bjartari og gleðiríkari💗. Vonandi koma fljótlega aftur þeir tímar sem getum knúsað vini og vandamenn og haft gaman saman.👨‍👩‍👧‍👦
Sigga💗👁

30/01/2022

Dáleiðsla, dáleiðsla, dáleiðsla!

Skólaverkefni: Amma er hægt að dáleiða við öllu sem maður vill spurði minn 8 ára gamli gullmoli🏃‍♂️. Já segir amma, svo lengi sem þú vilt breyta einhverju, þetta er allt í höfðinu okkar🧠 Ok segir gullmolinn, það kemst svona mikið inn í höfuðið á okkur og amma segir já. Hann spyr: Fórstu í skóla til að læra dáleiðslu eins og hjúkrun 👩‍🔬og amma svara já. Hann: En amma þú hefur aldrei dáleitt mig er ég þá bara í lagi🤩? Amma: Þú ert enn svo ungur að þú vilt ekki/ þarft ekki að breyta neinu strax. Hann: Já nú skil ég þess vegna hef ég ekki fengið Covid☠👾, ég er enn fullkominn🤩. Vildi að lífið væri enn svona einfalt⭐️ en kannski er það raunin ef við trúum og treystum á að við séum fullkomin og sleppum öllum þessum óþarfa áhyggjum🙏.
Annars bara 💥– verið velkomin í dáleiðslu👀
Amma dáleiðari 👁

21/12/2021

Nú þegar styttist í alvöru til jóla á stysta dagi ársins sem er í dag 21. des . 2021. Þá á sólin☀️ bara eftir að hækka á lofti og dagarnir lengjast.

Hvað boðar nýárs blessuð sól?
Hún boðar náttúrunnar jól,
hún flytur líf og líknarráð,
hún ljómar heit af Drottins náð.

Margur á erfitt á þessu tíma ekki hvað síst nú í skugga „veirunnar“. Hræðsla, einangrun og einmanaleiki e.t.v aldrei meiri🙏. Þá er gott að horfa til hækkandi sólar og draga fram góðar minningar frá liðnum árum og áramótum✨💥. Sterkast fyrir sálartetrið er að leita í endurminningar frá barnæsku🏃‍♀️🏃‍♂️, þegar við flest vorum uppfull af tilhlökkun og spenningi fyrir komandi dögum og gjöfum. Svona er þetta enn hjá börnunum í dag og því þurfum við að leyfa barninu í okkur að blómstra, tilhlökkuninni að slökkva á kvíðanum og njóta litlu hlutanna. Þarna leitum við til stjórnanda okkar í undirmeðvitundinni 🧠sem við köllum gjarnan kjarna eða innsæi og notum ímyndunaraflið okkar sem samskiptamáta. Við getum séð góðar minningar lifna við og ylja en ef erfiðar minningar leita fram þá skilum við þeim til þeirra sem hafa kveikt þær. Þess vegna er sjálfsdáleiðsla 👁svo mikilvæg okkur ekki hvað síst ef eitthvað blæs á móti og þá aðallega til að bæta líðan okkar.🎄🤩

Gleðilega hátíð, þið elskuleg öll💖

Sigríður🤶

21/11/2021

Dáleiðsla hjálpar til við að halda jafnvagi, líka í desember.
Jólastress og kvíði er alþekktur kvilli í des. og nú bætist við heilbrigðiskvíði og ferðaskömm því marga þyrstir í að komast út fyrir landsteinana um þessi jól og áramót. Þriðja sprautan er komin í kroppinn hjá mörgum og börn eldri en 12 ára komin með tvær sprautur. Samt fjölgar hjá okkur smitum og einnig í löndunum allt í kringum okkur. Er furða að fólk sé kvíðið á þessum tímum og svo smitast þetta yfir í blessuð börnin. Þá er nú gott að kunna sjálfsdáleiðslu og/eða hafa í huga hverju maður getur breytt og haft áhrif á og hvaða hluti við getum ekki haft nein áhrif á. Þá erum við ekki að eyða óþarfa orku í þá hluti sem við getum ekki breytt eða bætt en einbeitum okkur í staðinn að hinu jákvæða og góða í kringum okkur sem við höfum eitthvað með að gera. Kveðjum kvíðann og stressið í desember, gerumst stjórnendur í eigin lífi og lærum tökin á sjálfsdáleiðslu og jafnvægi.
Gerum desember að mánuði gleði, tilhlökkunar og trausts á samferðarfólk okkar og þannig búum við til betri heim.

08/11/2021

Dáleiðsla hjálpar.

Nú læt ég verða af því að byrja aftur með pistla á síðunni minni um dáleiðslu.
Það er framkvæmdaleysi að hafa ekki skrifað nú í marga mánuði. Ég hef samið margt í huganum en ekki komið því á blað og til ykkar. Mér fannst ég vera farin að endurtaka mig og það vildi ég ekki.
Pistillinn í dag er samt líka tileinkaður stami og það að geta og þora, eins og síðasti pistill að hluta. Stam er í flestum tilfellum lært ferli eða komið til í kjölfar áfalla en ekki meðfætt. Þetta kvelur marga og hefur áhrif á daglegt líf þeirra á meðan aðrir finna lítið sem ekkert fyrir þessu og enn aðrir eru bara sáttir við stamið og líta á það sem hluta af sínum persónuleika, sem það virkilega er.
Dáleiðsla getur auðveldlega hjálpað þeim sem vilja ná stjórn á sínu stami eða losna alveg undan því. En þá þarf löngun til breytinga að vera til staðar eða viðkomandi að vera reiðubúinn í áfallavinnu ef orsökina er þar að finna.
Þar sem meðferðardáleiðsla er að stórum hluta leidd sjálfsdáleiðsla þarf vilji einstaklingsins um breytingar að vera til staðar. Einnig viljinn til að skoða ferlið í heild sinni, hvar byrjaði þetta, við hvaða aðstæður er stamið verst og/eða virðist stjórnlaust og hvenær ekki merkjanlegt?
Dáleiðsla er svo merkilega mögnuð eða réttara sagt vinna okkar með undirmeðvitundinni. Hún geymir allar minningar, þekkir hvað við getum, kunnum og erum fær um að framkvæma og stjórnar öllu ósjálfráða kerfinu okkar og þar með öllum sléttum vöðvum líkamans. Hver þekkir t.d. ekki þessi gömlu viskukorn: Lengi býr að fyrstu gerð, að fara gegn betri vitund, treysta á innsæið sitt, bregðast öðruvísi við aðstæðum en við hefðum búist við. Þarna er stjórnandi okkar í undirmeðvitundinni að vinna með og fyrir okkur.
Vertu velkominn í dáleiðslu ef þú vilt kynnast því af eigin raun hverju dáleiðslan getur áorkað.
Vertu stjórnandi í eigin lífi og veittu jákvæðu hlutunum í lífi þínu aukna athygli.
Innávið – árangursrík dáleiðsla.
Sigga Pálma👁

25/04/2021

Gleðilegt sumar og takk fyrir þennann óvenjulega vetur kæru þið🤩

Nú í byrjum sumars hafa hlýir vindar brætt þau klakabönd sem orsökuðu ritstíflu mína alveg frá þorrabyrjun. Ég vona að þið gleðjist nú ekki síður en ég yfir litlu, sjá allt vakna til lífsins á ný og farfuglana okkar komna langt að upptekna í tilhugalífi og hreiðurgerð. Og landið okkar fer að henda af sér grámylglulegum sinulitnum og nýgræðingar í allavega litbrigðum að stinga upp kolli. Meira að segja að stóru býflugurnar eru farnar að sveima um í ætisleit.🐝
Hver þarf þá á dáleiðslu að halda á svona góðum tímum?
Því miður margir, klakabönd leysast ekki alltaf af sjálfu sér þó hlýni ef sólin nær ekki til þeirra.☀️ Birtan er meiri og þá versnar svefn hjá mörgum en batnar hjá öðrum. Óvissa um fjárhagslegt öryggi og atvinnu í sumar setur líka strik í reikninginn hjá mörgum. Og ekki má gleyma þeim áföllum sem hafa fylgt okkur hverju og einu um langan eða skemmri veg og við unnið mis mikið með eða ekkert, má þar t.d. nefna stam. Stan er ekki meðfætt heldur áunnið, lært eða orsök áfalls, áfalla. https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/stamid-stodvad/27651/87md9h

Frábær þáttur var um daginn á rúv um stam en ekkert minnst þar á þátt dáleiðslu sem er mjög afgerandi í að aflétta stami. Þar sem lítið er nú um að hægt sé að skreppa milli landa á námskeið þá vil ég benda þeim sem vilja losna við sitt stam að prófa fyrst dáleiðslu hér heima áður en þeir leggja í langferð til að leita sér hjálpar. Sumir eru nú líka bara stoltir að sínu stami og vilja ekki breyta því og er það frábært að eiga séreinkenni sem maður kann að lifa með.

Ætla að enda þetta í dag með vísukorni eftir óþekktan höfund:

Gulli og perlum að safna sér
sumir endalaust reyna.
Vita ekki að vináttan er
veðmætust eðalsteina

Gleðilegt dáleiðslusumar 👁
🌻

04/01/2021

Alþjóðlegi dáleiðsludagurinn er í dag 4. Janúar.
Félag dáleiðara hefur haldið kynningar og fræðsludag fyrir almenning á þessum degi 4. janúar ár hvert frá stofnun félagsins 2011. En í dag verður engin slík kynning vegna fjöldatakmarkana í samkomuhaldi. Stefn er á að bæta okkur öllum það upp um leið og 50 eða fleirri mega koma saman með einum eða öðrum hætti.
Ég hvet áhugasama til að skoða síðu félagsins http://fdt.is/ og /eða https://www.facebook.com/Felagdaleidara því þar er bæði hægt að skoða lengri og styttri námskeið/nám í dáleiðslu hjá þremur skólum sem starfandi eru hér á landi. Einnig er hægt að lesa sér frekar til um gagnsemi dáleiðslu og sjá hvaða félagsmenn bjóða upp á meðferðardáleiðslu. (Smá endurtekning frá síðasta innleggi)😌
Ég horfði á gamla fjölskyldumynd Krók (Hook) með Robin Willams, Dustin Hoffman og Juliu Roberts í aðalhlutverkum nú um helgina. Þegar Krókur kafteinn rænir börnum Péturs, þarf fullorðinn Pétur Pan að snúa aftur til Hvergilands ásamt Skellibjöllu og endurheimta æskuþrekið til að takast á við gamlan andstæðing🤺. Ég skoðaði myndina með🤓 dáleiðslugleraugum👩‍🏫 þar sem hinn fullorni Pétur Pan þurfti að ná áttum, verða stjórnandi í eigin lífi og ná janvagi⚖️ milli vinnu og einkalífs eins og margir berjast við í dag💸. Eins þurfti hann að nálgast lögnu gleymdar minnirngar 🧠og finna gleðilegar minningar😂😍 til að finna fyrir sínum innri krafti og getu🦸‍♂️. Það er eitthvað sem býr innra með okkur öllum og sem við leysum úr læðingi og kennum í dáleiðslu en ekki það að fljúga. 🪂 Bið ykkur að láta alveg ógert að reyna það nema bara í draumum ykkar😴. Já við skulum safna öllu því jákvæða sem varð á vegi okkar 2020 og hafa það við hendina 2021 en blásið á 💨 og/eða brenna🔥 því neikvæða sem gagnast okkur hvergi á nýju ári. Mörg erum við þó reynslunni ríkari og getum horft þannig jákvætt 🙏á suma neikvæða og erfiða reynslu í baksýnisspeglinum🕵️‍♀️.
Um leið og ég ítreka óskir mínar um gleði- og gæfuríkt komandi ár ykkur til handa þá vil ég fullvissa ykkur um gildi og gagnsemi dáleiðslu; árið 2021💥 mun sanna það!
Njótum sem best komandi tíma þar sem sólskinsstundum 🌄fer fjölgandi en smitum, ferða- og samkomutakmörkunum fækkandi.
Velkomin í dáleiðslu 2021.
Sigga Pálma 👁

Getur dáleiðslumeðferð hjálpað þér?

Kæru þið öll🥰Árið 2020 mun seint líða okkur úr minni🧠. Ár ógnarveiru, ástvinamissis, atvinnumissis, innilokunar og einse...
31/12/2020

Kæru þið öll🥰
Árið 2020 mun seint líða okkur úr minni🧠. Ár ógnarveiru, ástvinamissis, atvinnumissis, innilokunar og einsemdar hjá mörgum. Hjá öðrum meiri vinna, ný tækifæri, tiltekt og einfaldara líf. Nátturuhamfarir og svo allt þar á milli. Líka ár lærdóms, þrautseigju og þolinmæði😇. Já þetta ár hefur ekki látið neinn ósnortinn ekki einu sinni okkar yngsta fólk og ef til vill farið verst með fullorðna fólkið okkar og sjúklinga. Dáleiðslan hefur líka fengið sinn skerf en líka tækifæri þó svo að við höfum ekki getað haldið okkar plönum frekar en aðrir. Nú horfum við til bjartari tíma, bólusetningar byrjaðar og fjöldatakmarkanir vonandi á undanhaldi. Sennilega verður næsta ár líka dálítið skrýtið en ég spái því að dáleiðslan komi þar sterkari inn en nokkru sinni fyrr því úr mörgu þarf að vinna og margur hefur verið að leita innávið 👀eftir svörum og styrk💪. Því miður verðum við að bíða með að halda upp á alþjóðlega dáleiðsludaginn sem er þann 4. Janúar en ég hvet ykkur til að skoða í staðinn síðuna okkar http://fdt.is/ skoða það sem þar er í boði🥇og láta aðrðr vita að því👨‍🎤🙇‍♀️

Megi þið njóta gleði og farsældar komandi ár.
Sigga Pálma👁

Í þúsundir ára hefur fólk þekkt afl dáleiðslunnar til að auðvelda lærdóm, lækna andleg sár, bæta frammistöðu, breyta venjum og hraða lækningu. Hvað er hægt að gera með dáleiðslumeðferð? Dáleiðarar hafa þjálfun í að koma fólki í þetta ástand. Dáleiðsla er nátt....

Address

Hafnarfjörður

Opening Hours

Tuesday 09:00 - 16:00
Wednesday 09:00 - 16:00
Thursday 09:00 - 16:00

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Innávið - árangursrík dáleiðsla posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Innávið - árangursrík dáleiðsla:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Category