Fæðingarmarkþjálfun Dagnýjar Erlu.
Ég er hér til að styðja þig og efla!
Fjárfestu í fæðingarupplifun þinni og fæðingarferlinu frá a - ö ♥ Það skilar sér ekki bara í drauma fæðingarupplifun heldur mun valdefla þig til framtíðar í þínu draumalífi!
22/02/2025
Fæðingarmarkþjálfun Dagnýjar Erlu felst í samtölum, fæðingarundirbúningi, fræðslu, þjálfun og stuðningi sem er sérsniðinn út frá því sem þér finnst áskorandi, hverjir draumar þínir og væntingar eru til fæðingarinnar og fæðingarferlisins alls ♥ Markmið mitt er að vera til staðar fyrir þig, hjálpa þér að yfirstíga áskoranir í fæðingarferlinu og margfalda líkur þínar á jákvæðari og verkjaminni fæðingarupplifun.
11/01/2025
Mæli með ❤️
Við bjóðum verðandi foreldrum (sett apríl, maí, júní og júlí) að koma og skoða fæðingarheimili Bjarkarinnar, Síðumúla 10, miðvikudaginn 15. Jan., kl. 17-19. Ljósmæður verða til staðar og kynna starfsemina, svara spurningum og hægt verður að skoða fæðingarstofurnar.
Björkin veitir samfellda þjónustu í barneignarferlinu þar sem sömu ljósmæðurnar sinna foreldrum í meðgönguvernd, fæðingu, sængurlegu og heimavitjunum eftir fæðingu. Björkin sinnir hraustum konum í eðlilegri meðgöngu sem velja að fæða heima eða á fæðingarheimilinu okkar.
Áhersla Bjarkarinnar er á valdeflingu verðandi foreldra með fræðslu og stuðningi, svo þau geti tekið upplýsta ákvörðun og verið við stjórn í barneignarferlinu. Nánari upplýsingar á https://www.bjorkin.is
02/09/2024
Hið dásamlega samfélag fólks sem vinnur að því að bæta lífsgæði almennings kynnir starfsemi sína á Opnu húsi, fimmtudaginn 5. sept frá 16 - 18 í Lífsgæðasetri St. Jó, Suðurgötu 41, Hfj.
Verið öll hjartanlega velkomin og þeim sem vilja kynna sér námskeið í fæðingarþjálfun eða einstaklingsmiðaða fæðingarmarkþjálfun, er velkomið að hitta mig í rými Móðurafls á 2. hæð 🥰
Kærleikskveðja, Dagný Erla doula, fæðingarmarkþjálfi og nemi í andlegum stuðningi og markþjálfun fyrir og eftir fæðingu ❤️
05/04/2024
Frábær ný þjónusta á Suðurnesjum fyrir verðandi foreldra hjá dásamlegu Margréti ljósmóður ❤️
Lífsins Tré býður upp á sónarskoðun fyrir verðandi mæður. Hægt er að velja á milli kynjasónar/tvívíddarsónar frá viku 16 og þrívíddarsónar frá viku 26 til 32 á meðgöngu. Skoðunin fer fram í hlýlegu og notalegu umhverfi og eftir hana eru myndir og myndbönd send rafrænt.
03/04/2024
- Vilt þú öðlast trú á eigin getu í fæðingu og læra að vinna með líkama þínum og huga að friðsælli fæðingu án hræðslu og kvíða?
- Vilt þú læra að takast á við fæðingaráskoranir þínar?
- Vilt þú að fæðingarfélagi þinn öðlist færni í að verða besti fæðingarstuðningurinn fyrir þig?
- Vilt þú sem maki/fæðingarfélagi fara inn í fæðingu barnsins af öryggi og tilhlökkun vitandi hvað þú getur gert til að auðvelda ferlið?
Kynntu þér fæðingarmarkþjálfun á www.modurafl.is https://modurafl.is/faedingarmarkthjalfun/
eða bókaðu frían kynningarfund hjá Dagnýju Erlu sem veitir þér alúðlegan stuðning á meðgöngu, í og eftir fæðingu.
Fæðingarmarkþjálfun Vilt þú öðlast trú á eigin getu í fæðingu og læra að vinna með líkama þínum og huga að friðsælli fæðingu án hræðslu og kvíða? Vilt þú að fæðingarfélagi þinn öðlist færni í að v…
08/03/2024
Falleg og fagleg grein um hvernig við sjáum á atgervi móðurinnar hvar hún er í fæðingarferlinu og hvernig megi færa fókusinn meir á það ♥
The current framework for understanding and assessing labor progress is inaccurate, not supported by evidence, and fails to incorporate women’s experience of birth. Given those realities, how best can we assess labor progress without vaginal examinations or palpating contractions?
Address
Lífsgæðasetur Street Jó, Suðurgötu 41 Hafnarfjörður 200
Be the first to know and let us send you an email when Móðurafl posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.
Starfsemi Móðurafls felst í eflandi fæðingarundirbúningi: “Fæðingarþjálfun”, stuðningi við fæðingar og nýfæddar mæður hvort sem það er með fæðingarundirbúningsnámskeiðum, dúluþjónustu eða eftirfæðingarþjónustu sem og kennslu í ungbarnanuddi.
Eflandi fæðingarundirbúningsnámskeið eru haldin með reglulegu millibili í Lífsgæðasetrinu í Hafnarfirði en hægt er að koma í einstaklingsmiðaðan undirbúning þar eða fá heim.
Innan skamms verður boðið uppá netnámskeið og stuðning í Fæðingarþjálfun.
Dúla er stuðningsaðili konu fyrir, í og eftir fæðingu.
Hún vinnur út frá einstaklingsmiðuðum óskum og fylgir verðandi foreldrum í gegnum allt fæðingarferlið á þeirra forsendum. Dúlan hefur það að markmiði að foreldrarnir upplifi sem besta fæðingu, hvort sem um er að ræða fæðingu heima, á sjúkrahúsi, keisaraskurð eða fæðingar með eða án lyfja. Ýmis bjargráð eru þjálfuð upp svo vel gangi að nota þau í fæðingunni. Fæðingarfélaginn fær leiðbeiningar í hvernig hann geti stutt sína konu á áhrifamikinn hátt og með samfelldri viðveru dúlu sem þau treysta og hefur kynnst þeim, þörfum þeirra og óskum geta þau fundið meira öryggi til að takast á við fæðingarvinnuna og eiga meiri líkur á góðri fæðingarupplifun.
Stuðningur frá dúlu eða vel upplýstum fæðingarfélaga gefur konunni það öryggi sem þarf til að eflast og finna þann frið, ró og öryggi til að treysta sér til að fara innávið og vinna með líkamanum og barninu.
Starfseminni sinnir Dagný Erla Vilbergsdóttir. Nánar má lesa um mig og mína þjónustu inná modurafl.is og doulur.is