STOÐ - Við styðjum þig

STOÐ - Við styðjum þig Stoð er sérhæft þjónustufyrirtæki með fókus á lífsgæði, hreyfanleika og sjálfstæði. Stoð eykur lífsgæði fólks og einfaldar daglegt líf þess.

Stoð er rótgróið þjónustufyrirtæki á heilbrigðissviði sem var stofnað árið 1982. Stoð hefur verið leiðandi í þjónustu við einstaklinga sem þurfa á einhvers konar hjálpartækjum að halda. Mikil áhersla er lögð á þverfaglega samvinnu. Við erum í samstarfi við aðila í heilbrigðisþjónustu, s.s. sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, bæklunarlækna o.fl. Þessi samvinna auðveldar okkur að finna bestu heildarlausnirnar fyrir skjólstæðinga okkar. Hjá Stoð vinna stoðtækjafræðingar, stoðtækjasmiðir, bæklunarskósmiðir, sjúkraþjálfarar, íþróttafræðingar, heilbrigðisverkfræðingar og fjöldinn allur af sérþjálfuðu starfsfólki með fjölbreyttan bakgrunn. Við smíðum hvers konar spelkur og gervilimi, sérsmíðum skó, útvegum tilbúna bæklunarskó, gerum göngugreiningar og framleiðum innlegg, bæði sérsmíðuð og aðlöguð. Við aðstoðum fólk við val á hjálpartækjum, s.s hjólastólum, vinnustólum, göngugrindum, barnakerrum, sjúkrarúmum og baðhjálpartækjum. Við seljum gervibrjóst, sund- og nærfatnað, eftiraðgerðarfatnað, þrýstingssokka, þrýstings- og brunaumbúðir, ferðakæfisvefnsvélar, tilbúnar spelkur og íþróttahlífar svo eitthvað sé nefnt. Einnig smáhjálpartæki til notkunar í daglegu amstri, s.s. borðbúnað, hneppara, krukkuopnara, griptangir og margt fleira. Stoð er með opið alla virka daga á milli 9:00-17:00 á Draghálsi 14-16 í Reykjavík.

Ert þú hjúkrunarfræðingur með reynslu, næmni og áhuga á velferð eldri borgara?Við hjá Stoð leitum að traustum og hlýjum ...
07/11/2025

Ert þú hjúkrunarfræðingur með reynslu, næmni og áhuga á velferð eldri borgara?

Við hjá Stoð leitum að traustum og hlýjum einstaklingi til að sinna mælingum á þrýstingssokkum og kynningum á vörum Stoðar á hjúkrunarheimilum.

📅 Umsóknarfrestur til 16. nóvember

Við leitum að öflugum aðila til að vera hluti af liðsheild sem tekur virkan þátt í að auka lífsgæði einstaklinga.

Alþjóðlegi stoðtækjadagurinn er 5. nóvember. Í dag fögnum við þeim sem gera kraftaverk möguleg með stoðtækjum!👣 Elín og ...
05/11/2025

Alþjóðlegi stoðtækjadagurinn er 5. nóvember.
Í dag fögnum við þeim sem gera kraftaverk möguleg með stoðtækjum!

👣 Elín og Sarah luku námi í stoðtækjafræði frá Jönköping University
🦿 Þórir hefur starfað sem stoðtækjafræðingur hjá Stoð í 30 ár
🧠 Kjartan er stoðtækjafræðingur og sérfræðingur í gervilimum

Hönnun stoðtækja snýst um að endurheimta sjálfstæði og sjálfstraust. Stoð er stolt af því að taka þátt í þeirri vegferð.

Til hamingju með daginn Iðjuþjálfarar 🥳
27/10/2025

Til hamingju með daginn Iðjuþjálfarar 🥳

Við styðjum kvennafrídaginn 2025
24/10/2025

Við styðjum kvennafrídaginn 2025

Til hamingju með bleika daginn!
22/10/2025

Til hamingju með bleika daginn!

14/10/2025

Í dag kom Björk frá STOÐ - Við styðjum þig færandi hendi með smáhjálpartæki að gjöf fyrir Stelpustuð hópinn okkar með eftirfarandi kveðju:

Haldið áfram að standa saman, trúa á sjálfar ykkur og takast á við hvert verkefni með bros á vör :)

Þið getið allt sem þið ætlið ykkur - áfram þið!

Bestu kveðjur frá okkur í Stoð

🎀Bleikur október í Stoð.🎀Í tilefni mánaðarins bjóðum við 60% afslátt af öllum nærfatnaði og sundfatnaði. 10% af söluandv...
05/10/2025

🎀Bleikur október í Stoð.🎀

Í tilefni mánaðarins bjóðum við 60% afslátt af öllum nærfatnaði og sundfatnaði.

10% af söluandvirði rennur til Krabbameinsfélagsins💗

Hlökkum til að sjá ykkur 😊

01/10/2025
Við fengum skemmtilega heimsókn til okkar um daginn 🙂
30/09/2025

Við fengum skemmtilega heimsókn til okkar um daginn 🙂

Stoð er sérhæft fyrirtæki á heilbrigðissviði fyrir öll sem þurfa stuðning við daglegar athafnir, þannig að þau geti tekið fullan þátt í samfélaginu og notið almennra lífsgæða. Hjá Stoð má finna heildstæðar lausnir sem taka mið af þörfum viðkomandi einstaklings. Fagmen...

Spennandi lausnir hjá Stoð! 👀https://www.akureyri.net/is/moya/news/augnstyribunadurinn-fra-thysku-stodfyrirtaeki?fbclid=...
16/09/2025

Spennandi lausnir hjá Stoð! 👀

https://www.akureyri.net/is/moya/news/augnstyribunadurinn-fra-thysku-stodfyrirtaeki?fbclid=Iwc3NjcAM2MQVleHRuA2FlbQIxMQABHvB4yw2UBu8M5BwBVT52uePiS1gA4v4jyJBg70q5vWsEKNZv_cWk0YTpPTUx_aem_I9NzxwiD0yewFrgYafTgIQ

11. september var stór dagur fyrir Karl Guðmundsson, Kalla, sem varð þá fyrsti notandinn á Íslandi að augnstýrðum búnaði til þess að keyra hjólastól. Það voru þeir Jason Box og Aron Bjarnason sem komu með búnaðinn, en Jason Box er starfsmaður Homebrace, sem er þýskt stoðtæ...

Salernisupphækkanir, sturtustólar, baðsæti, handföng og mörg önnur hjálpartæki fyrir baðherbergið finnur þú hjá okkur í ...
21/07/2025

Salernisupphækkanir, sturtustólar, baðsæti, handföng og mörg önnur hjálpartæki fyrir baðherbergið finnur þú hjá okkur í Stoð!

Stoð er sérhæft fyrirtæki á heilbrigðissviði fyrir öll sem þurfa stuðning við daglegar athafnir, þannig að þau geti tekið fullan þátt í samfélaginu og notið almennra lífsgæða. Hjá Stoð má finna heildstæðar lausnir sem taka mið af þörfum viðkomandi einstaklings. Fagmen...

Address

Dragháls 14-16
Hafnarfjörður
110

Opening Hours

Monday 09:00 - 17:00
Tuesday 09:00 - 17:00
Wednesday 09:00 - 17:00
Thursday 09:00 - 17:00
Friday 09:00 - 16:00

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when STOÐ - Við styðjum þig posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to STOÐ - Við styðjum þig:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Our Story

Stoð hf er rótgróið þjónustufyrirtæki á heilbrigðissviði, stofnað árið 1982.

Hjá fyrirtækinu starfar fjöldi sérfræðinga og er lögð áhersla á þverfaglega samvinnu til að finna bestu lausnirnar fyrir viðskiptavini okkar.

Við smíðum hverskonar spelkur, gervilimi og sérsmíðum skó ásamt því að útvega tilbúna bæklunarskó og innlegg.

Stoð hefur á að skipa sérhæfðu starfsfólki sem aðstoðar við val áhjálpartækjum og við bjóðum jafnframt upp á gott úrval smáhjálpartækjatil daglegra nota