
16/09/2025
Gleðilegan dag íslenskrar náttúru - 16. september
Náttúra Íslands er margbreytileg og stórbrotin en náttúruöflin geta verið varasöm og vægðarlaus. Þess vegna ber að nálgast náttúruna af varkárni og virðingu. Gott er að fylgja þessum reglum við ferðamennsku og útivist í íslenskri náttúru:
1. Farðu ekki í langferð án þjálfunar.
2. Láttu vita hvenær og hvaðan haldið er af stað og hvenær áætlað er að koma til baka.
3. Taktu mið af veðri og veðurhorfum.
4. Hlustaðu á reynt fjallafólk.
5. Vertu viðbúin slæmu veðri og óhöppum, jafnvel í stuttum ferðum.
6. Hafðu alltaf kort, áttavita eða GPS tæki meðferðis.
7. Ferðastu ekki einn þíns liðs.
8. Snúðu við í tæka tíð. Það er engin skömm að fara til baka.
9. Sparaðu kraftana og leitaðu skjóls í tæka tíð.
10. Haltu þig við slóða og skildu ekkert eftir.
Myndina tók Védís Ýmisdóttir í nýliðagöngu BSH yfir Fimmvörðuháls um helgina.