Björgunarsveit Hafnarfjarðar

Björgunarsveit Hafnarfjarðar Opinber síða Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. "Ávallt viðbúin!"

Fyrir þá sem vilja styrkja Björgunarsveit Hafnarfjarðar þá er hægt að leggja inn á reikninginn okkar í Íslandsbanka sem er 0544-26-2620 Kennitala sveitarinnar er 410200-3170. Þökkum kærlega fyrir stuðninginn

Gleðilegan dag íslenskrar náttúru - 16. septemberNáttúra Íslands er margbreytileg og stórbrotin en náttúruöflin geta ver...
16/09/2025

Gleðilegan dag íslenskrar náttúru - 16. september

Náttúra Íslands er margbreytileg og stórbrotin en náttúruöflin geta verið varasöm og vægðarlaus. Þess vegna ber að nálgast náttúruna af varkárni og virðingu. Gott er að fylgja þessum reglum við ferðamennsku og útivist í íslenskri náttúru:

1. Farðu ekki í langferð án þjálfunar.
2. Láttu vita hvenær og hvaðan haldið er af stað og hvenær áætlað er að koma til baka.
3. Taktu mið af veðri og veðurhorfum.
4. Hlustaðu á reynt fjallafólk.
5. Vertu viðbúin slæmu veðri og óhöppum, jafnvel í stuttum ferðum.
6. Hafðu alltaf kort, áttavita eða GPS tæki meðferðis.
7. Ferðastu ekki einn þíns liðs.
8. Snúðu við í tæka tíð. Það er engin skömm að fara til baka.
9. Sparaðu kraftana og leitaðu skjóls í tæka tíð.
10. Haltu þig við slóða og skildu ekkert eftir.

Myndina tók Védís Ýmisdóttir í nýliðagöngu BSH yfir Fimmvörðuháls um helgina.

Hampiðjan Verslun afhenti Björgunarsveit Hafnarfjarðar veglega gjöf frá Master-Pull Recovery Gear: fjórar töskur með drá...
12/09/2025

Hampiðjan Verslun afhenti Björgunarsveit Hafnarfjarðar veglega gjöf frá Master-Pull Recovery Gear: fjórar töskur með dráttartógi, mjúklás og blökk. Töskurnar munu nýtast bílaflokki sveitarinnar vel í verkefnum sínum. Kærar þakkir fyrir okkur!

Hópur á vegum Björgunarsveitar Hafnarfjarðar kíkti í heimsókn til Reykjanesbæjar um helgina og aðstoðaði heimamenn við g...
08/09/2025

Hópur á vegum Björgunarsveitar Hafnarfjarðar kíkti í heimsókn til Reykjanesbæjar um helgina og aðstoðaði heimamenn við gæslu á Ljósanótt. Hápunktur kvöldsins var stórglæsileg flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Suðurnes.

Ánægjulegt var að upplifa samstarf lögreglu, björgunarsveita og starfsfólks félagsmiðstöðva við gæslu í bænum. Slysavarnadeildin á svæðinu sá um að halda öllum vel nærðum.

Takk fyrir móttökurnar og til hamingju með vel heppnaða hátíð!

Björgunarsveitin Suðurnes
Lögreglan á Suðurnesjum

Nýliðaþjálfun vetrarins fer vel af stað!
04/09/2025

Nýliðaþjálfun vetrarins fer vel af stað!

Opnir fundir unglingadeildar út septemberLeynist ævintýragjarn unglingur á þínu heimili? Öll fimmtudagskvöld í september...
02/09/2025

Opnir fundir unglingadeildar út september

Leynist ævintýragjarn unglingur á þínu heimili? Öll fimmtudagskvöld í september verða fundir Björgúlfs opnir öllum sem vilja prófa og sjá út á hvað starfið gengur.

Unglingadeildin Björgúlfur er opin öllum unglingum á 15. til 17. aldursári (fæddum 2008-2010). Fundir eru einu sinni í viku og er dagskráin fjölbreytt en hún miðar að því að búa ungt fólk undir nýliðaþjálfun hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar.

​Í starfi unglingadeildarinnar fær hópurinn kynningu á því starfi sem fram fer innan sveitarinnar, ásamt kennslu í hinum ýmsu þáttum tengdum starfinu. Sem dæmi má nefna ferðamennsku og rötun, fyrstu hjálp, leitartækni, fjallamennsku og fleira.

Fundir unglingadeildarinnar eru öll fimmtudagskvöld kl 19:30.

Rio Tinto á Íslandi stendur þessa dagana fyrir könnun um viðhorf Hafnfirðinga til fyrirtækisins. Í lok könnunarinnar gef...
02/09/2025

Rio Tinto á Íslandi stendur þessa dagana fyrir könnun um viðhorf Hafnfirðinga til fyrirtækisins. Í lok könnunarinnar gefst þátttakendum færi á að velja óhagnaðardrifið félag sem hlýtur styrk - sem er þakklætisvottur fyrir þátttökuna.

Eitt þeirra félaga sem þátttakendum gefst færi á að styrkja með þátttöku sinni er Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Við hvetjum því alla bæjarbúa til að taka þátt í könnuninni og styrkja um leið Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Við þökkum Rio Tinto á Íslandi kærlega fyrir stuðninginn!

Hlekkur á könnunina er í fyrstu athugasemd.

Stefna okkar hjá Rio Tinto á Íslandi er að vera í fremstu röð í allri okkar starfsemi. Með því að skilja og greina þarfir og væntingar samfélagsins getum við betur skilið hvað skiptir samfélagið máli. Rödd samfélagsins og hagmunaaðila okkar þarf því að heyrast. Með þátttöku í Viðhorfskönnuninni gefst tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum um starfsemi fyrirtækisins á framfæri í fullum trúnaði. Það tekur um 10 -15 mínútur að taka könnunina en hún er framkvæmd af alþjóðlega fyrirtækinu Voconiq fyrir Rio Tinto. Könnunin er opin öllum sem hafa náð 18 ára aldri. Í lokin gefst þátttakendum færi á að velja óhagnaðardrifið félag sem hlýtur styrk – sem er þakklætisvottur fyrir þátttökuna.

Við hvetjum ykkur sem flest til þess að taka þátt og gefa okkur innsýn inn í hvað skiptir samfélagið mestu máli.

Smellið á hlekk í athugasemd til að taka þátt í könnuninni

18/08/2025

Nýliðaþjálfun Björgunarsveitar Hafnarfjarðar er að fara af stað. Nýliðakynningar verða 27. og 28. ágúst kl 20:00.

Sjá viðburði á Facebook-síðu okkar og frekari upplýsingar á spori.is/starfid/nylidar

Þegar þetta er skrifað hefur hlaupahópur sem samanstendur af fjölskyldu, vinum og kunningjum Sigurðar Darra Björnssonar ...
14/08/2025

Þegar þetta er skrifað hefur hlaupahópur sem samanstendur af fjölskyldu, vinum og kunningjum Sigurðar Darra Björnssonar safnað áheitum upp á 652.000 kr. fyrir Björgunarsveit Hafnarfjarðar í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka.

Sigurður Darri var öflugur og kær félagi okkar í sveitinni en hann lést af slysförum við Esjuna þann 29. janúar 2020.

Við þökkum hlaupahópnum kærlega fyrir stuðninginn og fyrir að halda minningu Sigurðar Darra á lofti.

Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að fylgja hlekk í fyrstu athugasemd við þessa færslu.

Nýr björgunarbátur HafnfirðingaÁ sjómannadaginn undirrituðu fulltrúar Björgunarsveitar Hafnarfjarðar og fulltrúar Trefja...
03/06/2025

Nýr björgunarbátur Hafnfirðinga

Á sjómannadaginn undirrituðu fulltrúar Björgunarsveitar Hafnarfjarðar og fulltrúar Trefja ehf. samkomulag um kaup á glæsilegum björgunarbáti sem mun efla til muna viðbragðsgetu sveitarinnar á sjó.

Við sama tilefni tilkynnti bæjarstjóri Hafnarfjarðar um 15 milljóna króna styrk Hafnarfjarðarbæjar og Hafnarfjarðarhafnar til sveitarinnar vegna kaupanna.

Við þökkum kærlega fyrir styrkinn og hlökkum til að sýna Hafnfirðingum nýja bátinn þegar hann kemur til okkar.

Félagar úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar og Slysavarnardeildinni Hraunprýði hittust við Hvaleyrarvatn um helgina og settu...
20/05/2025

Félagar úr Björgunarsveit Hafnarfjarðar og Slysavarnardeildinni Hraunprýði hittust við Hvaleyrarvatn um helgina og settu upp björgunarhringi við vatnið.

Um er að ræða björgunarhringi sem Hraunprýðiskonur keyptu fyrir nokkru með það markmið að bæta öryggi fólks á þessu vinsæla útivistarsvæði Hafnfirðinga.

Hringirnir eru staðsettir við bryggjuna og í sandvíkinni.

Björgunarsveit Hafnarfjarðar - Björgunahringjum komið fyrir við Hvaleyrarvatn

Á aðalfundi sem haldinn var í gær, 6. maí, skrifuðu 9 einstaklingar undir eið sveitarinnar og urðu þar með fullgildir fé...
07/05/2025

Á aðalfundi sem haldinn var í gær, 6. maí, skrifuðu 9 einstaklingar undir eið sveitarinnar og urðu þar með fullgildir félagar í Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Til hamingju öll!

Björgunarsveit Hafnarfjarðar í 25 ár.Þann 26. febrúar árið 2000 sameinuðust Björgunarsveitin Fiskaklettur og Hjálparsvei...
26/02/2025

Björgunarsveit Hafnarfjarðar í 25 ár.

Þann 26. febrúar árið 2000 sameinuðust Björgunarsveitin Fiskaklettur og Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði undir merkjum Björgunarsveitar Hafnarfjarðar.

Við fögnum þessum áfanga í dag og hlökkum til að vera áfram á vaktinni fyrir Hafnarfjörð og landið allt um ókomna framtíð.

Til hamingju með daginn!

Address

Hvaleyrarbraut 32
Hafnarfjörður
220

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Björgunarsveit Hafnarfjarðar posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Björgunarsveit Hafnarfjarðar:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram