Björgunarsveit Hafnarfjarðar

Björgunarsveit Hafnarfjarðar Opinber síða Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. "Ávallt viðbúin!"

Fyrir þá sem vilja styrkja Björgunarsveit Hafnarfjarðar þá er hægt að leggja inn á reikninginn okkar í Íslandsbanka sem er 0544-26-2620 Kennitala sveitarinnar er 410200-3170. Þökkum kærlega fyrir stuðninginn

Nóg um að vera á síðasta degi jóla.Rétt áður en flugeldasýning okkar hófst við Fjörð og í miðri flugeldasölu í gær, á þr...
07/01/2026

Nóg um að vera á síðasta degi jóla.

Rétt áður en flugeldasýning okkar hófst við Fjörð og í miðri flugeldasölu í gær, á þrettándanum, barst okkur útkall vegna týndra ferðamanna á Hellisheiði.

Flugeldasýningunni var rumpað af í hvelli og tókst vel til. Í kjölfarið brunaði skot- og gæslufólk upp í björgunarmiðstöðina Klett þar sem þrír hópar gerðu sig reiðubúna og lögðu af stað úr húsi skömmu síðar. Á meðan stóð annar hópur félaga vaktina í þrettándasölunni.

Eftir að fólkið fannst heilt á húfi héldu hóparnir aftur heim í hús. Þá var hafist handa við að taka niður auglýsingaborða og -skilti út um allan bæ.

Með samvinnu, hugsjón og fórnfýsi að leiðarljósi stöndum við vaktina allt árið um kring og fjáraflanir eins og flugelasalan gera okkur það kleift. Við þökkum bæjarbúum fyrir stuðninginn að þessu sinni!

Mynd tekin á töflufundi áður en hópar héldu af stað í gær.

Flugeldasalan er opin hjá okkur í Björgunarmiðstöðinni Kletti, Hvaleyrarbraut 32, í dag frá kl 16-20Þinn stuðningur skip...
06/01/2026

Flugeldasalan er opin hjá okkur í Björgunarmiðstöðinni Kletti, Hvaleyrarbraut 32, í dag frá kl 16-20
Þinn stuðningur skiptir öllu máli!

Losum okkur við notaða flugelda!Við hvetjum ykkur öll til þess að hreinsa upp notaða flugelda eins fljótt og kostur er o...
01/01/2026

Losum okkur við notaða flugelda!
Við hvetjum ykkur öll til þess að hreinsa upp notaða flugelda eins fljótt og kostur er og koma þeim á viðeigandi móttökustað.

Í Hafnarfirði verður hægt að koma flugeldarusli á tvo móttökustaði, við Tjarnavelli og Fjarðargötu.

Sjá nánar hér:

https://www.flugeldar.is/ruslid-burt

Björgunarsveit Hafnarfjarðar óskar bæjarbúum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar!Takk fyrir okkur og munið eftir að...
31/12/2025

Björgunarsveit Hafnarfjarðar óskar bæjarbúum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar!

Takk fyrir okkur og munið eftir að nota flugeldagleraugun!!

Þessi þrjú voru dregin út í myndasamkeppninni í flugeldablaðinu okkar. Þau fengu öll fjölskyldu pakka og stjörnuljós.Til...
31/12/2025

Þessi þrjú voru dregin út í myndasamkeppninni í flugeldablaðinu okkar. Þau fengu öll fjölskyldu pakka og stjörnuljós.

Til hamingju!

Arnaldur Árnason kom og sótti flugeldapakkann sem hann vann í facebook leiknum okkar. Til hamingju Arnaldur!Við minnum á...
31/12/2025

Arnaldur Árnason kom og sótti flugeldapakkann sem hann vann í facebook leiknum okkar. Til hamingju Arnaldur!
Við minnum á að sölustaðirnir okkar eru opnir til kl 16 í dag!

Það er opið til kl 16 hjá okkur í dag!
31/12/2025

Það er opið til kl 16 hjá okkur í dag!

INNKÖLLUN Á "RAKETTUPAKKA 2" VEGNA GALLA!Slysavarnafélaginu Landsbjörg bárust í kvöld ábendingar um að galli væri í einh...
30/12/2025

INNKÖLLUN Á "RAKETTUPAKKA 2" VEGNA GALLA!

Slysavarnafélaginu Landsbjörg bárust í kvöld ábendingar um að galli væri í einhverjum rakettum sem seldar hafa verið í Rakettupakka 2.

Við prófun kom í ljós að einhverjar þeirra sprungu of snemma.

Því hefur verið tekin sú ákvörðun um að taka Rakettupakka 2 úr sölu og kalla inn þá pakka sem hafa verið seldir.

Þau sem hafa keypt Rakettupakka 2 eru hvött til að koma með hann á næsta sölustað og skipta honum út fyrir aðra vöru.

Hægt verður að skipta út pakkanum á morgun, gamlársdag, þar til sölustaðir loka, sem og á opnunartíma fyrir þrettándann.

Slysavarnafélaginu Landsbjörg þykir miður að viðskiptavinir verði fyrir óþægindum vegna þessa, en öryggi okkar allra þarf alltaf að vera í fyrirrúmi.

INNKÖLLUN Á "RAKETTUPAKKA 2" VEGNA GALLA!

Slysavarnafélaginu Landsbjörg bárust í kvöld, þriðjudagskvöld, ábendingar um að galli væri í einhverjum rakettum sem seldar hafa verið í Rakettupakka 2.
Við prófun kom í ljós að einhverjar þeirra sprungu of snemma.

Því hefur verið tekin sú ákvörðun um að taka Rakettupakka 2 úr sölu og kalla inn þá pakka sem hafa verið seldir.
Þau sem hafa keypt Rakettupakka 2 eru hvött til að koma með hann á næsta sölustað og skipta honum út fyrir aðra vöru.
Hægt verður að skipta út pakkanum á gamlársdag, þar til sölustaðir loka, sem og á opnunartíma fyrir þrettándann.

Slysavarnafélaginu Landsbjörg þykir miður að viðskiptavinir verði fyrir óþægindum vegna þessa, en öryggi okkar allra þarf alltaf að vera í fyrirrúmi.

Áramótablað Björgunarsveitar Hafnarfjarðar er komið út og ætti að hafa borist í öll hús í Hafnarfirði. Ef þú fékkst ekki...
30/12/2025

Áramótablað Björgunarsveitar Hafnarfjarðar er komið út og ætti að hafa borist í öll hús í Hafnarfirði. Ef þú fékkst ekki blaðið, þá getur þú lesið það hér :)
Minnum á myndasamkeppnina aftast í blaðinu, skilafrestur er fyrir lokun sölustaða í dag.
https://spori.is/aramotablad-2025-2026/

Björgunarsveit Hafnarfjarðar heldur flotta sölusýningu á nýrri vöru í kvöld kl. 20.00 á Lónsbraut skammt frá Björgunarmi...
29/12/2025

Björgunarsveit Hafnarfjarðar heldur flotta sölusýningu á nýrri vöru í kvöld kl. 20.00 á Lónsbraut skammt frá Björgunarmiðstöðinni Kletti við Hvaleyrarbraut.
Vörurnar sem sýndar verða eru, í réttri röð,

👉 Hrafna Flóki
👉 Melkorka
👉 Egill Skallagrímsson
👉 Fyrsta hjálp
👉 Fjarskipti
👉 Snjóflóð
👉 Björgunarhundar
👉 Vélsleðar
👉 Slöngubátur
👉 Víg Eyjólfs Ofsa
👉 Kaka ársins
👉 3 kúlurakettur, A, B og C

Við viljum jafnframt vekja athygli á þessu fyrir þá sem hyggjast vera á ferðinni með gæludýr í grennd við björgunarmiðstöðina á þessum tíma.

Kær kveðja,
Björgunarsveit Hafnarfjarðar

Á hverju ári fáum við fyrirspurnir um hvernig sé hægt að styrkja sveitina án þess að kaupa flugelda.Hægt er að styrkja s...
29/12/2025

Á hverju ári fáum við fyrirspurnir um hvernig sé hægt að styrkja sveitina án þess að kaupa flugelda.
Hægt er að styrkja starf BSH með frjálsu framlagi með því að millifæra:
Reikningsnúmer: 0544-26-2620
Kennitala: 410200-3170

Skrifa þarf í athugasemd með millifærslu „Styrkur 2025“ og þá fara upplýsingar um styrkinn í almannaheillaskrá RSK.

Björgunarsveit Hafnarfjarðar er á almannaheillaskrá RSK. Styrkir til sveitarinnar eru því frádráttarbærir frá skatti.

Vilt þú vinna vígalegan flugeldapakka í boði Björgunarsveit Hafnarfjarðar?Okkur langar til þess að gleðja einn heppinn f...
28/12/2025

Vilt þú vinna vígalegan flugeldapakka í boði Björgunarsveit Hafnarfjarðar?

Okkur langar til þess að gleðja einn heppinn fylgjanda okkar með rosalegum áramótapakka!

💥 Tralli
💥 Fjórhjól
💥 Fyrsta hjálp
💥 Skrautblys
💥 Stjörnuljós
💥 Partypoppers
💥 Rokeldspýtur
💥 Öryggisglersugu á alla fjölskylduna

Eina sem þú þarft að gera til þess að eiga möguleika á að vinna þennan rosalega pakka er að:
👉 Fylgja okkur á Facebook
👉 Tagga þann sem þú vilt deila pakkanum með
👉 Smella like á póstinn

Til þess að auka vinnings líkurnar enn frekar þá er um að gera að taka þátt líka á Instagram hjá okkur þar sem annar heppinn þátttakandi fær sama vinning að gjöf!
Drögum út 30. desember!

Address

Hvaleyrarbraut 32
Hafnarfjörður
220

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Björgunarsveit Hafnarfjarðar posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Björgunarsveit Hafnarfjarðar:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram