07/01/2026
Nóg um að vera á síðasta degi jóla.
Rétt áður en flugeldasýning okkar hófst við Fjörð og í miðri flugeldasölu í gær, á þrettándanum, barst okkur útkall vegna týndra ferðamanna á Hellisheiði.
Flugeldasýningunni var rumpað af í hvelli og tókst vel til. Í kjölfarið brunaði skot- og gæslufólk upp í björgunarmiðstöðina Klett þar sem þrír hópar gerðu sig reiðubúna og lögðu af stað úr húsi skömmu síðar. Á meðan stóð annar hópur félaga vaktina í þrettándasölunni.
Eftir að fólkið fannst heilt á húfi héldu hóparnir aftur heim í hús. Þá var hafist handa við að taka niður auglýsingaborða og -skilti út um allan bæ.
Með samvinnu, hugsjón og fórnfýsi að leiðarljósi stöndum við vaktina allt árið um kring og fjáraflanir eins og flugelasalan gera okkur það kleift. Við þökkum bæjarbúum fyrir stuðninginn að þessu sinni!
Mynd tekin á töflufundi áður en hópar héldu af stað í gær.