Rætur - Lífsgæðasetur St. Jó

Rætur - Lífsgæðasetur St. Jó Rætur er samstarf meðferðaraðila sem starfa með það að markmiði að vinna með rót vanda hvers einstaklings út frá heildrænu meðferðarformi.

Boðið verður upp á samtals- og líkamsmeðferðir,námskeið og hópastarf.

🔸️Það er í lagi að afboða sig🔸️Það er í lagi að svara ekki í símann🔸️Það er í lagi að skipta um skoðun🔸️Það er í lagi að...
22/11/2021

🔸️Það er í lagi að afboða sig
🔸️Það er í lagi að svara ekki í símann
🔸️Það er í lagi að skipta um skoðun
🔸️Það er í lagi að vilja vera einn
🔸️Það er í lagi að hvíla sig
🔸️Það er í lagi að gera ekki neitt
🔸️Það er í lagi að segja nei
🔸️Það er í lagi að sleppa tökunum

Við verndum okkur sjálf á mismunandi hátt, hvað gerir þú til að vernda þína orku?

Margir eiga erfitt með að fara úr fullbókuðum vinnudegi yfir í frí, ogeyða jafnvel fyrstu vikunni sinni í það að vera ei...
16/07/2021

Margir eiga erfitt með að fara úr fullbókuðum vinnudegi yfir í frí, og
eyða jafnvel fyrstu vikunni sinni í það að vera eirðarlaus og finna
jafnvel fyrir pirringi út í fjölskylduna sína sem er allt í einu orðin saman allan sólarhringinn.

Hversu stór eru umskiptin? Þú er jafnvel að koma úr umhverfi sem er fullskipulagt eftir skema allan daginn og mikil virkni í þeim hluta taugakerfisins sem sem framleiðir streituhormónið okkar kortisol. Því meiri harði og
streita sem hefur verið hjá okkur fram að frí því lengri tíma tekur
það fyrir líkamann að losa sig við streituhormónin og lenda í fríinu.

Eitt gott ráð er að byrja að gíra sig niður 1-2 vikum fyrir
frí, hægja á sér, forgangsraða verkefnum, hvað er raunhæft að ná fyrir frí og hvað má bíða þar til eftir frí.

🌾1.Slepptu öllum væntingum

Mættu þér þar sem að þú ert. Hvað þarft þú og þinn
líkami til að lenda? Ekki þvinga þig til að gera eitthvað
bara af því að þér finnst það vera það sem að þú eigir að gera. Góð
leið til að lenda í líkamanum og losa um streituhormón getur verið einhver hreyfing sem hentar þér, hugleiðsa eða slökun, náttúran eða annað án þess að kröfur séu um að ákveðin markmið náist á tilteknum tíma.

🌾2. Me-time

Það er ekki eigingjarnt af þér að þurfa tíma fyrir þig í
sumarfríinu, við þurfum það öll en hlustum kannski misvel á þau skilaboð frá líkamanum okkar. Það getur verið mjög krefjandi að
vera með fjölskyldunni allan sólahringinn í nokkrar vikur (þrátt fyrir að við elskum þau út af lífinu) og þurfa að sinna þörfum hvers og eins í fleiri klst á dag. Þess vegna er mikilvægt að þú gefir þér smá me-time af og til í fríinu. Hvað er það sem hleður og nærir þig? Hverjar eru þínar þarfir?

🌾3.Tölvupósturinn

Aðeins 5 mín af tölvupósti er nóg til að koma öllum hugsunum, athygli og taugkerfinu þínu aftur á þann stað sem þú varst á áður en þú fórst í frí. Líkaminn og heilinn þurfa einfaldlega ótruflað tímabil frá vinnu og verkefnum til losa streituhormón og koma jafnvægi á kerfið.

En ef þú veist 100% að þú munt ekki geta farið í frí án þess að þurfa að kíkja á tölvupóstinn þinn þá mæli ég með að þú ákveðir fyrirfram hvað þú ætlar að nota mikinn tíma í það og hvenær.

💛

Ró í höfði byrjar í kroppnum 💮Nánari uppl. og tímapantanir:saloglikami@gmail.com
04/06/2021

Ró í höfði byrjar í kroppnum 💮
Nánari uppl. og tímapantanir:
saloglikami@gmail.com

🔸️ Til að losa um spennu í líkamanum🔸️ Minkar verki í vöðvum og liðum🔸️ Styrkir getu þína í að skynja líkamann, þig sjál...
01/06/2021

🔸️ Til að losa um spennu í líkamanum

🔸️ Minkar verki í vöðvum og liðum

🔸️ Styrkir getu þína í að skynja líkamann, þig sjálfa, þínar þarfir og þín mörk

🔸️ Gefur þér ró í líkama, sál og taugakerfi

🧡 pantaðu tíma saloglikami@gmail.com

Smá mánudags kropsspeki 💭Þú ert líkami þinn. 🔸️Í gegnum hann mætir þú umhverfinu og með aðstoð frá skynfærum þínum ertu ...
31/05/2021

Smá mánudags kropsspeki 💭

Þú ert líkami þinn.

🔸️Í gegnum hann mætir þú umhverfinu og með aðstoð frá skynfærum þínum ertu í tengingu við raunveruleikann þinn.

🔸️Með líkamanum geturðu hreyft þig, fært þig úr stað, sýnt umhyggju og sett mörk.

🔸️Í gegnum líkamann lærirðu, þú upplifir, bregst við, finnur styrk og eldist.

🔸️Líkaminn er leiðarvísir fyrir líf þitt, hann veit, hann er vitur, því hann hann skynjar stöðugt umhverfið þitt, hugsanir og samskipti.

🔸️Þess vegna er mikilvægt að þú hlustir á hann. Án þess að dæma hann, setja hann í eitthvað ákveðið box/form, hunsa hann og laska hann.

🔸️Mundu að líkami þinn þarf að vera fyrir þig allt þitt líf, þú þarft að vera fyrir þig því að þú ert líkami þinn.

Kærast 🧡

Athygli er verkfæri fyrir þitt innra jafvægi. Að veita því athygli, skynja og finna hvernig þér líður. Að veita athygli,...
10/05/2021

Athygli er verkfæri fyrir þitt innra jafvægi. Að veita því athygli, skynja og finna hvernig þér líður. Að veita athygli, skynja, finna og vera án þess að það hafi áhrif á tilfinninguna né breyti henni.

👀Hérna fyrir neðan kemur lítil æfing sem er einföld leið til að slaka á. Með því að skynja og finna hvernig þér líður og veita líkamanum og andardrættinum athygli, geturðu gefið líkamanun upplifun af ró og jafnvægi ☯️

Leggstu á gólfið með bogin hné, fætur í gólfi og hendur á maga. Eða sittu þægilega á stól eða í sófa.
Lokaðu augunum, og finndu þitt innra jafvægi hér og nú.
Gefðu hverjum líkamshluta athygli
• Yljarnar á móti gólfinu
• Fótleggir
• Rasskinnar
• Magi
• Brjóstkassi
• Bak
• Hnakki
• Andlit
• Handleggir
• Hvernig andardrátturinn hreyfist um líkamann og fyllir hvern krók og kima.

Gleðilega páska kæra þú 🐣🐰🌼Hvað getur þú gert til að endurhlaða og næra þig?
01/04/2021

Gleðilega páska kæra þú 🐣🐰

🌼Hvað getur þú gert til að endurhlaða og næra þig?

Mundu að nota orkuna þína í það sem gefur þér góða orku ♡ Þannig er auðveldara að halda jafnvægi 🌱 Eigðu góðan dag 🥰
23/03/2021

Mundu að nota orkuna þína í það sem gefur þér góða orku ♡ Þannig er auðveldara að halda jafnvægi 🌱 Eigðu góðan dag 🥰

Verkefnalistinn lengist hjá okkur þessa dagana enda margt að muna og sjá til💫🎄 En ekki gleyma að hafa það allra mikilvæg...
20/12/2020

Verkefnalistinn lengist hjá okkur þessa dagana enda margt að muna og sjá til💫🎄 En ekki gleyma að hafa það allra mikilvægasta með á listanum þínum 🌟❤🕯🥨

JÓLASTREITA❣Jólin koma og fara sama hvort allt sé tilbúið eða ekki, stressið í hámarki eða lágmarki, lífið heldur áfram....
15/12/2020

JÓLASTREITA❣

Jólin koma og fara sama hvort allt sé tilbúið eða ekki, stressið í hámarki eða lágmarki, lífið heldur áfram. ⭐

Mikilvægast er að gefa sér tíma til að njóta, slaka á og eiga samveru með sínum nánustu.🕯

Það er heldur ekki til einhver ein tegund af jólahátíð. Hver og einn skapar sína eigin hefð, út frá sínum gildum, sem þurfa heldur ekkert að vera eins milli ára.💫

Það er mjög erfitt og slítandi fyrir alla að eltast við einhver gildi og viðmið sem þeir telja að samfélagið kalli eftir, því það er nefnilega til allskonar og allir eiga rétt á að hafa sitt líf, hefðir og venjur eins og hver og einn vill. 📯

Við þurfum heldur ekki að vera alls staðar eða mæta í allt, það er í lagi að segja nei og merkja eftir hvernig okkur líður og hlusta á líkamann. 🎄🥨

Pössum upp á okkur, hvílumst, slökum á og njótum umfram allt. 💝

Hugleiðing dagsins þar sem að það er sunnudagur og þar af leiðandi hvíldardagur 💤Það eru allavega til tvö form af þreytu...
08/11/2020

Hugleiðing dagsins þar sem að það er sunnudagur og þar af leiðandi hvíldardagur 💤

Það eru allavega til tvö form af þreytu. Annað er þörfin fyrir meiri svefn og hin er þörfin fyrir frið & ró 💫 Ef þú ert ekki að upplifa þig sem út hvílda/n, hefurðu tekið eftir því hverjar þínar þarfir eru til að hvílast og enurnærast?

Eigðu góðan úthvíldan dag 💛

Yndislegt að fá aðsent hrós fyrir það sem maður er að gera og gerði daginn minn 🧡 Í dag ætla ég að gera það sama og hrós...
16/09/2020

Yndislegt að fá aðsent hrós fyrir það sem maður er að gera og gerði daginn minn 🧡 Í dag ætla ég að gera það sama og hrósa einhverjum sem er að gera góða hluti 🍒 Vona að þú gerir það sama 🌸

11/09/2020
Þú hefur ekki aðeins einn heila sem þú þarf að hlusta á, heldur þrjá!🧠Það er heilinn sem þú hugsar með. Heilinn sem alla...
29/06/2020

Þú hefur ekki aðeins einn heila sem þú þarf að hlusta á, heldur þrjá!

🧠Það er heilinn sem þú hugsar með. Heilinn sem allar hugsanir þínar fara í gegnum, sem grefur yfir fortíðina og óttast framtíðina. Við getum kennt þeim heila að hafa meiri stjórn, og æft okkur að vera meira í núinu. Með daglegri þjálfun getur þú lært að skilgreina að þú ert ekki hugsanir þínar heldur hefurðu hugsanir. Alveg eins og þú ert ekki andardrátturinn þinn heldur hefurðu andardrátt. Pældu í því ef þú hugsaðir eins mikið um hvern andardrátt eins og þú hugsar um hugsanir þínar.

❤Annar heilinn er hjartað. Hjartað hefur mun fleiri vegi sem fara frá hjartanu og upp til heilans og öfugt. Við skynjum hluti í hjartanu löngu áður en heilinn hefu náð að móttaka það. Þar sem að andardrátturinn er nátengdur hjartanu, upplifa og finna margir sem þjást af streitu fyrir einkennum bæði í hjartanu og andardrættinum. Það er eins og það liggi streitu belti kringum brjóstkassann sem herðist meira og meira því meiri sem streituvaldurinn verður.

💮Þriðji heilinn er maginn. Kringum þarmana okkar og innri líffæri liggur háþróað net af taugum, jafn flóknum og eru í heilanum. Þær melta allt sem þú inntekur, bæði líkamlega og andlega. Og í dag vitum við að þarmaflóran hefur mikil áhrif á bæði líkamlega og andlega velferð.

☯️Allir þessir þrír heilar eru tengdir saman í gegnum náttúrlega taugakerfið sem líkaminn þinn hefur byggt upp. Því betur sem við lærum að hlusta á alla þessa þrjá heila, en ekki bara einn, því betra jafnvægi náum við. Núvitund er ein af leiðunum til að læra að hlusta á alla þrja heilana.
Því heilinn sem við hugsum með er oft til staðar í fortíðinni, á meðan hinir tveir eru alltaf til staðar í núinu. Og við getum ekki alltaf hugsað okkur út úr vandamálinu sem við stöndum frammi fyrir því að oft er það einmitt hugsanir okkar sem búa til vandamálið.

Þess í stað skaltu hlusta á þig í heild. Hlustaðu á alla þrjá heilana þína❣

Kærast 🌸

Hefurðu tekið eftir sumrinu? Virkilega uppgötvað það?🌸Fundið lyktina af öllum blómunum sem eru að springa út núna.🌈Tekið...
26/06/2020

Hefurðu tekið eftir sumrinu?
Virkilega uppgötvað það?

🌸Fundið lyktina af öllum blómunum sem eru að springa út núna.
🌈Tekið eftir öllum litunum sem eru í kringum þig.
🐦Heyrt fuglana syngja.

Virkilega uppgötvað það að heimurinn er í lit, meira en nokkru sinni fyrr.

Þefaðu
Sjáðu
Uppgötvaðu
Vertu forvitin/n
Vertu opin/n
Njóttu til fulls

Það er svo mikil gleði í því að vera til staðar með nærveru.
Að uppgötva stóru gjafirnar í litlu hlutunum.

☕Hefurðu smakkað morgun kaffið þitt?
👋🏻Heilsað þér í speglinum?
👀Horft í augun á ástinni þinni?
❣Hlustað á börnin þín?

Hver einn og einasti dagur er gjöf, þar sem að okkur er boðið að sjá litlu kraftaverkin fyrir framan okkur.

Það er mjög einfalt, en samt svo erfitt.

Það er val, dagleg æfing, aftur og aftur.

Beindu athygli þinni að núinu, vingjarnlega án þess að vera dæmandi.

Lífið er kraftaverk
Þú ert kraftaverk

Sem getur endað snöggt, svo njóttu, vertu og sjúgðu lífið inn.
Heimurinn er í lit, veittu því athygli í dag.

Kærast 💛

Þetta er einfalt, náttúran skapar slökun og í slökunar ástandi byrjar líkami og hugur að endurnýja sig 🌾💛🦋🌸
24/06/2020

Þetta er einfalt, náttúran skapar slökun og í slökunar ástandi byrjar líkami og hugur að endurnýja sig 🌾💛🦋🌸

„En ferðalög um náttúruna eru ekki einungis skemmtileg dægradvöl. Flest, ef ekki öll, okkar hafa einhvern tímann upplifað þá andlegu og líkamlegu vellíðan sem fylgir því að vera úti undir berum himni í guðsgrænni náttúrunni.“

Gleðilegt sumar elsku vinir 🌼Við tökum fagnandi á móti hækkandi sól, birtu og hlýju.Sumrinu fylgja einnig oft ákveðnar v...
24/04/2020

Gleðilegt sumar elsku vinir 🌼

Við tökum fagnandi á móti hækkandi sól, birtu og hlýju.

Sumrinu fylgja einnig oft ákveðnar væntingar en gleymum ekki að leika okkur, finna ævintýrin í því sem er og sjá sumarið sem hugarástand 🦋🌻🍋🌾

Kærast 💛

Address

Suðurgata 41
Hafnarfjörður

Opening Hours

Monday 09:00 - 17:00
Tuesday 09:00 - 17:00
Wednesday 09:00 - 17:00
Thursday 09:00 - 17:00
Friday 09:00 - 17:00

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Rætur - Lífsgæðasetur St. Jó posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Rætur - Lífsgæðasetur St. Jó:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram