HRESS www.hress.is
(249)

Freyja – Lyftingaklúbbur fyrir konurÍ Freyju færðu stöðumat og nýtt prógram á hverjum mánuði. Þú lærir að lyfta þyngra, ...
25/09/2025

Freyja – Lyftingaklúbbur fyrir konur

Í Freyju færðu stöðumat og nýtt prógram á hverjum mánuði. Þú lærir að lyfta þyngra, byggja upp vöðvastyrk og sjá raunverulegar framfarir.

Ávinningurinn? Stinnari líkami, fallegar línur og meiri orka til að takast á við lífið.
Rannsóknir sýna að styrktarþjálfun er eitt það besta sem þú getur gert fyrir heilsuna – og við kennum þér nákvæmlega hvernig.

Þetta eru öðruvísi tímar. Þetta eru hreinar lyftingar, mælanlegar framfarir og árangur sem þú finnur og sérð.

Vegna vinsælda höfum við bætt við námskeiði!

Hópur 1: Mánudaga og miðvikudaga kl. 16:15-17:15

Hópur 2: Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16:15-17:15

​Þjálfari: Jóhanna Jóhannsdóttir (Jó Jó)

Jóhanna Jóhannsdóttir, betur þekkt sem Jó Jó, hefur hjálpað konum að verða sterkari í líkama og huga í yfir 30 ár. Hún sameinar þekkingu úr íþróttakennslu, lýðheilsu og kennslufræði með menntun í hagfræði, heimspeki og stjórnmálafræðum.

Hjá Jó Jó færðu ekki bara æfingar – þú færð innblástur, hvatningu og árangur sem þú finnur strax.
Hún trúir á að styrkur sé ekki bara mældur í kílóum – heldur í sjálfstrausti, heilbrigði og gleði í hreyfingu.

✨ Vertu með í Freyju – því þú átt skilið að vera sterk.

Námskeið framundan 📅

1. október – 29. október biðlisti
2. október - 30.október laus pláss

3. nóvember – 26. nóvember

1. desember – 29. desember

*Til að taka þátt í námskeiðinu þarf að eiga gilt kort í Hress.
Tryggðu þér pláss:
https://www.abler.io/shop/hress/namskeid

Betri HeilsaNý áskorun hefst 2. október.Klúbbur fyrir konur sem vilja efla heilsuna í 360°.Við sameinum styrktarþjálfun,...
24/09/2025

Betri Heilsa
Ný áskorun hefst 2. október.

Klúbbur fyrir konur sem vilja efla heilsuna í 360°.
Við sameinum styrktarþjálfun, brennslu, liðleikaþjálfun og æfingar fyrir andlega heilsuna – allt í notalegum innrauðum hita.

Hver tími inniheldur:

Upphitun með hreyfanleikaæfingum (mobility)

Styrktarþjálfun

Stutta lotuþjálfun til brennslu og þolaukningar

Teygjur og “primal” æfingar til að bæta líkamsstöðu og vellíðan

Slökun með hugleiðslu eða íhugun til að styrkja andlega heilsu

Hentar öllum – æfingar eru aðlagaðar að hverjum og einum, og þú stjórnar sjálf álaginu.

Námskeið: Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 7:00–7:45

​Þjálfari: Jóhanna Jóhannsdóttir (Jó Jó)​

Jóhanna Jóhannsdóttir, betur þekkt sem Jó Jó, hefur hjálpað konum að verða sterkari í líkama og huga í yfir 30 ár. Hún sameinar þekkingu úr íþróttakennslu, lýðheilsu og kennslufræði með menntun í hagfræði, heimspeki og stjórnmálafræðum.

Hjá Jó Jó færðu ekki bara æfingar – þú færð innblástur, hvatningu og árangur sem þú finnur strax.
Hún trúir á að styrkur sé ekki bara mældur í kílóum – heldur í sjálfstrausti, heilbrigði og gleði í hreyfingu.

Námskeið framundan:

2. október – 30. október

4. nóvember – 27. nóvember

2. desember – 30. desember
​*Til að ganga í klúbbinn þarf að eiga gilt kort í Hress.
Tryggðu þér pláss:
https://www.abler.io/shop/hress/namskeid

🧡 HRESSLEIKAR 2025 🧡Kæru Hressarar takið frá laugardaginn 1. nóvember.Hressleikarnir 2025 verða haldnir í 15 skiptið. Nú...
23/09/2025

🧡 HRESSLEIKAR 2025 🧡

Kæru Hressarar takið frá laugardaginn 1. nóvember.

Hressleikarnir 2025 verða haldnir í 15 skiptið.

Nú er rétti tíminn til að safna í lið og velja lit eða þema.

Þetta er alltaf jafn skemmtilegt og gefandi.

Öllum er velkomið að taka þátt!

Leitum að góðu styrktarmálefni, ábendingar sendist á hress@hress.is

Skráning á Hressleikana hefst í október á Hress.is

UPPSELT !Uppselt á Freyju - Frábærar viðtökur !
01/09/2025

UPPSELT !

Uppselt á Freyju - Frábærar viðtökur !

Bandvefslosun & hugleiðsla 🧘 Miðvikudaginn 30. apríl 2025Bandvefslosun kl. 9:40 – 10:30Hugleiðsla kl. 10:30 – 10:50 Band...
29/04/2025

Bandvefslosun & hugleiðsla 🧘

Miðvikudaginn 30. apríl 2025
Bandvefslosun kl. 9:40 – 10:30
Hugleiðsla kl. 10:30 – 10:50

Bandvefslosun:
Bandvefslosun hjálpar til við að draga úr verkjum og minnka vöðvaspennu. Hreyfifærni eykst og liðleiki verður meiri. Bætir líkamsstöðu, dregur úr streitu sem flýtir fyrir endurheimt. Rólegir tímar sem henta öllum.

Hugleiðsla:
Hugleiðslan verður leidd og því tilvalin fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref á þessum vettvangi. Þú þarft bara að koma þér vel fyrir og njóta. Hugleiðslan hjálpar þér að slaka á og endurhlaða orkuna þína og virkar vel sem góð hvíld frá daglegu amstri.

Mundu eftir vatni og Yoga handklæði á dýnuna.
Mælum með nuddboltum og yogahandklæðum sem fást í móttöku Hress.

Linda Hilmarsdóttir leiðir tímana.

Kæru Hressarar 🌼Við þökkum kærlega fyrir stórkostlegan vetur. Nú tekur sumarið við og við viljum sjá þig sem oftast i be...
23/04/2025

Kæru Hressarar 🌼

Við þökkum kærlega fyrir stórkostlegan vetur. Nú tekur sumarið við og við viljum sjá þig sem oftast i bestu mögulegu útgáfunni af þér.

Hressbarinn opnar alla virka daga klukkan 5:30 og er hollasti barinn i bænum 💛
~ Drykk mánaðarins færðu á aðeins 1.390 kr.

Sumardaginn fyrsta er opið frá 8:00 -14:00.

Gleðilegt Hressandi sumar 🌼☀️💛

HRAUSTIR NÆSTA NÁMSKEIÐ HEFST 28. april -28.maí.Komdu þér í þitt allra besta form á fimm vikna námskeiði fyrir karla.Nýt...
23/04/2025

HRAUSTIR
NÆSTA NÁMSKEIÐ HEFST 28. april -28.maí.
Komdu þér í þitt allra besta form á fimm vikna námskeiði fyrir karla.
Nýtt námskeið hefst 28. april og lýkur 28.maí.
Kennt tvisvar í viku mánudaga og miðvikudaga
kl. 18:00 - 18:55.
Einstök alhliða þjálfun fyrir karla á öllu aldri.
Lögð er áhersla á vel samsetta styrktar- og þolþjálfun í skemmtilegum hópi.
Lyftu lóðum þannig að þú náir sem bestum árangri á sem skemmstum tíma. Lærðu rétta tækni til að koma í veg fyrir álagsmeiðsl ásamt því að bæta líkamsstöðu. Það er ekkert sem bætir grunnbrennslu líkamans betur en lyftingar.
Hentar bæði byrjendum og þeim sem vilja bæta líkamsástand sitt til muna í leik og starfi.
Innifalið
• Þjálfun tvisvar í viku
• Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum
• Kennsla sem veitir góða þekkingu á almennri heilsurækt.
Þjálfari námskeiðsins eru engin annar en Gunnar Karl.
Gunnar Karl Gunnarson er menntaður IAK einka- og styrktarþjálfari.
https://www.abler.io/shop/hress/namskeid
Minnum á námskeiðs- og tómstundastyrki verkalýðsfélaga og fyrirtækja sem endurgreiða námskeiðskostnað.

Address

Dalshraun 11
Hafnarfjörður
220

Opening Hours

Monday 05:30 - 21:00
Tuesday 05:30 - 21:00
Wednesday 05:30 - 21:00
Thursday 05:30 - 21:00
Friday 05:30 - 20:00
Saturday 08:00 - 15:00
Sunday 09:00 - 14:00

Telephone

+3545652212

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when HRESS posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

HRESS

HRESS í Hafnarfirði starfrækt síðan 1987.

Í Hress finnur þú mjög fjölbreytta og metnaðarfulla heilsurækt. Við bjóðum alla velkomna að koma til okkar og kynnast því sem er í boði. Í Hress starfar hæfileikaríkt starfsfólk með góða reynslu og hátt menntunarstig. Flestir hafa starfað hjá okkur í mörg ár og því auðvelt að hafa aðgang að áhugasömu og öflugu starfsfólki. Við viljum vera vinalega litla stöðin sem býður upp á einstaka þjónustu. Í Hress er vel búinn tækjasalur, heitur salur, þolfimisalur og hjólasalur. Þjálfunarleiðirnar eru margar og má þar helst nefna Hot-Yoga, BodyPump, Stöðvaþjálfun, Warm-fit, Hraust og Hress, Hiit, Hjól Activio, fjölbreytt námskeið og margt fleira sem má kynna sér á hress.is. Einnig er Hressbarinn opinn alla daga frá 5:30- 21:00 og um helgar til frá 8:00- 16:00. Á barnum færðu gæða þeytinga sem eru hollir og seðjandi á góðu verði. Hress er í eigu Lindu Hilmarsdóttur og Jóns Þórðarsonar, ef þú ert með ábendingar til þeirra um hvað geti gert góða stöð betri má hafa samband við þau á linda@hress.is eða nonni@hress.is. Starfsfólk móttöku er einnig alltaf reiðubúið til að aðstoða og leiðbeina öllum þem sem vilja taka jákvæð skref í átt að bættri heilsu.

Komdu til okkar og við lofum að taka vel á móti þér!