
25/09/2025
Freyja – Lyftingaklúbbur fyrir konur
Í Freyju færðu stöðumat og nýtt prógram á hverjum mánuði. Þú lærir að lyfta þyngra, byggja upp vöðvastyrk og sjá raunverulegar framfarir.
Ávinningurinn? Stinnari líkami, fallegar línur og meiri orka til að takast á við lífið.
Rannsóknir sýna að styrktarþjálfun er eitt það besta sem þú getur gert fyrir heilsuna – og við kennum þér nákvæmlega hvernig.
Þetta eru öðruvísi tímar. Þetta eru hreinar lyftingar, mælanlegar framfarir og árangur sem þú finnur og sérð.
Vegna vinsælda höfum við bætt við námskeiði!
Hópur 1: Mánudaga og miðvikudaga kl. 16:15-17:15
Hópur 2: Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16:15-17:15
Þjálfari: Jóhanna Jóhannsdóttir (Jó Jó)
Jóhanna Jóhannsdóttir, betur þekkt sem Jó Jó, hefur hjálpað konum að verða sterkari í líkama og huga í yfir 30 ár. Hún sameinar þekkingu úr íþróttakennslu, lýðheilsu og kennslufræði með menntun í hagfræði, heimspeki og stjórnmálafræðum.
Hjá Jó Jó færðu ekki bara æfingar – þú færð innblástur, hvatningu og árangur sem þú finnur strax.
Hún trúir á að styrkur sé ekki bara mældur í kílóum – heldur í sjálfstrausti, heilbrigði og gleði í hreyfingu.
✨ Vertu með í Freyju – því þú átt skilið að vera sterk.
Námskeið framundan 📅
1. október – 29. október biðlisti
2. október - 30.október laus pláss
3. nóvember – 26. nóvember
1. desember – 29. desember
*Til að taka þátt í námskeiðinu þarf að eiga gilt kort í Hress.
Tryggðu þér pláss:
https://www.abler.io/shop/hress/namskeid