Köfum dýpra

Köfum dýpra Köfum dýpra - Sonja Ósk
Somatic Experience og fleira
Þú meikar meira sens en þú heldur.

Fróðleikur, þekking og reynsla sem styður okkur við að rata aftur heim í okkur sjálf🌿

Sómatík tengist skynjun líkamans. Skynjun er miðlun upplýsinga um ástand innan eða utan líkamans 🌼✨
27/02/2024

Sómatík tengist skynjun líkamans.
Skynjun er miðlun upplýsinga um ástand innan eða utan líkamans 🌼✨

Afhverju er talið að áföll séu helsta orsök mannlegrar þjáningar?🤔Áfall er yfirþyrmandi upplifun sem getur átt sína birt...
23/02/2024

Afhverju er talið að áföll séu helsta orsök mannlegrar þjáningar?🤔

Áfall er yfirþyrmandi upplifun sem getur átt sína birtingarmynd með óteljandi hætti. Þetta er eitthvað sem allir upplifa einhverntímann á ævinni, þó í mis miklu mæli.

Þessi yfirþyrmandi upplifun getur blundað í undirmeðvitundinni án þess að við áttum okkur á því og hún getur verið að viðhalda vandamálum á ýmsum sviðum í okkar lífi án þess að við gerum okkur grein fyrir samhenginu þarna á milli.

Sjálfvirka taugakerfið skráir hjá sér upplifunina sem ógnandi eða hættulega. Ef við höfum ekki fengið hæfilega úrvinnslu á upplifuninni þá erum við með ofvirkt varnarviðbragð sem fer í gang ef eitthvað minnir á þessa upplifun, því taugakerfið veit ekki að hættan sé liðin hjá.

Það sem minnir okkur á erfiðu upplifunina og setur varnarkerfið í gang er það sem við köllum trigger. Það getur verið allt mögulegt eins og lykt, hljóð, ákveðin áferð, hlutur, staður, manneskja, persónueinkenni, snerting, bragð, það getur verið árstíðabundið, á ákveðnum tíma sólahrings og lengi má telja.

Triggerinn getur komið af stað virkni og viðbúnaði í varnarviðbragðinu án þess að við endilega skiljum hvað er að eiga sér stað. Stundum tökum við bara eftir líkamlegum og andlegum óþægindum, vöðvaspennu, verkjum, streitu, ótta, áhyggjum, depurð eða kvíða.

Þetta skapar óþarflega mikla og óþæginlega spennu í líkama og sál. Það verður til þess að það skapast ójafnvægi í getu taugakerfisins til að starfa eðlilega og til lengri tíma getur það farið að bitna á einhverjum líffærakerfum líkamans og á andlegri líðan. Þetta þróast oft útí ýmsa heilsubresti.

Við reynum okkar besta að finna einhverskonar létti við þessari uppsöfnuðu spennu. Þá eigum við það til að festast í munstrum sem gefa okkur tímabundinn létti en geta samt verið að viðhalda vanda á einhverju sviði.

Þetta getur líka haft áhrif á það hvernig viðhorf okkar er gagnvart okkur sjálfum, öðru fólki og lífinu almennt. Það birtist því einnig í hegðun, framkomu og samskiptum.

Uppsöfnuð áföll skapa ójafnvægi í taugakerfinu. Taugakerfið er okkar helsta stýrikerfi sem spilar inn á alla líkamsstarfsemi okkar, andlega líðan, getu til að tengjast öðrum og til að takast á við lífið. Þar með gefur til kynna hvernig áföll kunna að vera rótin að helstu orsök mannlegrar þjáningar. 💜

- Sonja Ósk

Hérna er mjög svo áhugaverður fyrirlestur sem gefur góða innsýn í það hvernig áföll og streita hefur áhrif á okkur. Það ...
21/02/2024

Hérna er mjög svo áhugaverður fyrirlestur sem gefur góða innsýn í það hvernig áföll og streita hefur áhrif á okkur. Það er líka komið inná virkilega dýrmætann fróðleik um hvernig við getum komist í átt að heilun og fengið stuðning með áhrifaríkum leiðum. Mæli með! 😃

Geðhjálp stendur fyrir fræðsludagskrá um geðheilbrigðismál í vetur. Erindin verða haldin í sal Hlutaverkaseturs í Borgartúni 1, 105 Reykjavík kl. 20 og fara ...

Hvað er sómatísk úrvinnsla eða líkamsmiðuð áfallaúrvinnsla?(Somatic Experiencing) 🌿💜✨
20/02/2024

Hvað er sómatísk úrvinnsla eða líkamsmiðuð áfallaúrvinnsla?
(Somatic Experiencing) 🌿💜✨

Ég er forvitin að sjá hvort einhverjir eru búnir að læra, eru að læra eða stefna að því að læra um Sómatíska úrvinnslu e...
20/02/2024

Ég er forvitin að sjá hvort einhverjir eru búnir að læra, eru að læra eða stefna að því að læra um Sómatíska úrvinnslu eða líkamsmiðaða áfallaúrvinnslu ? :D
Eða vita um einhvern sem er að tileinka sér þennan fróðleik?

Það væri gaman að sjá hverjir hafa áhuga á þessu sviði hérna á Íslandi og skoða möguleikann á því að sameinast á einhverjum vettvangi sem færir okkur nær hvort öðru og getur opnað á ýmsa möguleika 😃✨

Address

Hveragerði

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Köfum dýpra posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Köfum dýpra:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Hvað eru Hollar Hugsanir?

Út frá mér eru Hollar hugsanir þær hugsanir sem styðja við þig á góðan hátt, eru eflandi, þroskandi, sýna skilning, kærleik og mæta þér þar sem þú ert og hvetja þig til að taka heilnæmari ákvarðanir sem eru í takt við þig. Hvort sem það er að hvíla þig og næra þegar þess þarf eða taka skrefið til að standa með þér þegar á reynir, finna styrkinn þinn til að takast á við erfið verkefni og elska sjálfa/-n þig eins og þú ert núna og leyfa þér að vaxa á þínum eiginn hraða. Taka eftir því þegar óraunhæfar kröfur fara að krauma og mæta þér og öðrum frekar með mildi, auknum skilning og ást. Hollar hugsanir styðja þig við að tengjast þér betur og þinni innri visku sem býr djúpt í þér. Þetta er ekki alltaf auðvelt en út frá minni eigin reynslu hefur það hjálpað mér svo ótrúlega mikið að koma mér aftur á spor hollra hugsanna þegar ég hef hrokkið út af því. Taka meðvitaða ákvörðun um að trúa ekki óhollum hugsunum sem draga mig niður og allt anna með, heldur ýta þeim frá og finna frekar hollar hugsanir og trúa þeim í staðinn, hugsunum sem hífa mig upp og efla mig í þeim verkefnum sem ég er að takast á við hverju sinni. Við erum bara mannleg og það er svo eðlilegt að við séum öll með okkar breyskleika. Ég hef heldur betur þurft að leggja mig alla fram til að æfa mig í halda í hollar hugsanir og það hefur reynst mér einstaklega vel að vera með stöðugar áminningar í kringum mig þar til að þær ná fótfestu. Þess vegna tel ég að þessi síða sé kjörinn vettvangur fyrir mig og aðra fyrir allskins áminningar um Hollar Hugsanir, hugvekjur og margt í þá áttina sem vert er að vekja athygli á.

Hugsanirnar sem við hugsum og orðin sem við tölum eru stöðugt að móta þá veröld sem við erum í og hvernig við upplifum hana. Gamall vani neikvæðra hugsana draga úr lífsgæðum okkar og móta þyngri veruleika. Við erum aldrei föst, þó okkur gæti stundum fundist það. Ég hef upplifað mig pikkfasta oftar og lengur en ég hef viljað en neitað að láta þar við sitja. Við getum breytt því hvernig við hugsum og þar af leiðandi hvernig við upplifum, við getum skipt út skemmandi hugsana munstri út fyrir uppbyggjandi og eflandi hugsana munstur.

Það er svo margt úr okkar umhverfi sem hefur átt stóran þátt í að móta ákveðna sýn og trú á okkur sjálfum og lífinu sem getur verið algjörlega úr takt við okkar innsta kjarna og það hver við erum í raun og þráum að vera. Margir eru mjög ómeðvitaðir um það, því það hefur ekki tíðkast almennilega að skoða það nánar en það er að verða meira um það. Sumt af því sem mótar okkur getur reynst gagnlegt á meðan annað er það ekki og verða þá eins og þung lög sem hafa safnast utan á okkar sanna sjálf, sem heftir okkur og kemur í veg fyrir að við náum að lifa almennilega í takt við okkar sanna sjálf og sanna tilgang sem okkur er ætlað að lifa og veita okkur aukin lífsgæði og fyllingu.

Oft þurfum við aðstoð við að flysja þessi lög af okkur til að geta fundið almennilega frelsið í því að vera við sjálf en svo erum við líka mun megnugri en við leyfum okkur oft að trúa til að heila svo margt í eigin fari og það er magnað að koma auga á það.