Our Story
Bjarni Þór er fíkni-, meðvirkni- og fjölskylduráðgjafi, menntaður frá Spectrum Institute í London. Starfaði við vímuefnameðferð Götusmiðjunnar sem ráðgjafi og dagskrárstjóri, mótaði hugmyndafræði og ýtti henni úr vör með stjórnendum.
Bjarni hefur starfað sem ráðgjafi við The Charter Nightingale Hospital í London. Hann hefur starfað í grunnskólum og framhaldsskólum með verkefni fyrir unglinga og ungmenni og kennt á uppeldisnámskeiðum fyrir foreldra ungra barna. Hann hefur gefið út bækur með öðrum um uppeldismál og fjölskyldur (Hvað Mikið er Nóg eftir Dr. Jean I Clarke, Dr.Dawson, Dr.Bredehoft og -Að Alast Upp Aftur, annast okkur sjálf, annast börnin okkar, eftir Dr. Jean I Clarke, Connie Dawson) Bjarni er einnig lærður Hatha yoga kennari. Hann er með stofu í Hveragerði og tekið unglinga og fullorðna í einkaviðtöl í 20 ár. Bjarni leiðir grúppur fyrir karla, konur og unglinga. Bjarni hefur unnið með fólk á öllum aldri með geðraskanir í einkaviðtölum og grúppum.