Ráðgjöf Bjarni Þór

Ráðgjöf Bjarni Þór Bjarni Þór er fíkn- fjölskyldu og pararáðgjafi, menntaður frá Spectrum Institute í London. Sérhæfi mig í öllum fíknum og fjölskyldum tengdum þeim.

Bjarni Þór er fíkn- og fjölskylduráðgjafi, menntaður frá Spectrum Institute í London. Starfaði við vímuefnameðferð Götusmiðjunnar sem ráðgjafi og dagskrástjóri, stýrði hugmyndafræðinni og vann að mótun hennar með stjórnendum. Bjarni hefur starfað sem ráðgjafi við The Charter Nightingale Hospital í London. Hefur starfað í grunnskólum og framhaldsskólum með verkefni fyrir unglinga og ungmenni, rekið og kennt á uppeldisnámskeiðum fyrir foreldra ungra barna. Hann hefur gefið út bækur um uppeldismál og fjölskyldur. Bjarni er einnig lærður Hatha yoga kennari. Hann er með stofu fyrir einstaklinga, pör og fjölskyldur og starfar í Reykjavík. Bjarni hefur unnið með karla á öllum aldri með geðraskanir.

🔥Tilfinningalíkaminn er það gáfaðasta sem við eigum, hjartað fylgir með... Og heilann þarf að þjálfa til að lesa í og se...
09/06/2022

🔥Tilfinningalíkaminn er það gáfaðasta sem við eigum, hjartað fylgir með... Og heilann þarf að þjálfa til að lesa í og setja í orð... dýpstu tilfiningarnar eru ekki undir okkar stjórn... Þær segja okkur sannleikann um okkur og tilveru okkar og hvað er að gerast í kringum okkur... Náttúran í okkur er ekkert að grínast... Náttúran ræður hér öllu og í raun öllu lífi... Andinn okkar dvelur hér í grunn orku uppsprettunni… hér “búum við” 🪷

Mjög mikilvægar upplýsingar hér á mannamáli. Fyrir foreldra og fólk í andlegu bataferli... Fyrir alla auðvitað!
08/05/2022

Mjög mikilvægar upplýsingar hér á mannamáli. Fyrir foreldra og fólk í andlegu bataferli... Fyrir alla auðvitað!

Fræðslu- og samstöðufundur RÉTTLÆTIS 23. september 2021. // https://www.facebook.com/groups/593348591644992

Sjálfsþekking er "alltaf" af hinu góða! Mæli eindregið með að hlusta
01/12/2021

Sjálfsþekking er "alltaf" af hinu góða! Mæli eindregið með að hlusta

An inside look at common relationship problems that link to how we were raised.

Mikilvægt atriði!
25/11/2021

Mikilvægt atriði!

Að vakna andlega er mikilvægt fyrir vegferðina "að verða hamingjusamur" að þekkja sjálfan sig og gangast við sér á kærle...
10/11/2021

Að vakna andlega er mikilvægt fyrir vegferðina "að verða hamingjusamur" að þekkja sjálfan sig og gangast við sér á kærleiksríkan hátt... að gangast við myrkum erfiðum tilfinningum eins og við göngumst við "jákvæðum" tilfinningum...en munum að við erum ekki tilfinningar okkar. Tilfinningar tengja okkur við hver við erum í raun. Við erum að vakna til okkar sjálfra oft um ævina.

ABOUT THE FILMTHE WISDOM OF TRAUMAFEATURING DR. GABOR MATÉTrauma is the invisible force that shapes our lives. It shapes...
16/05/2021

ABOUT THE FILM

THE WISDOM OF TRAUMA

FEATURING DR. GABOR MATÉ

Trauma is the invisible force that shapes our lives. It shapes the way we live, the way we love and the way we make sense of the world. It is the root of our deepest wounds. Dr. Maté gives us a new vision: a trauma-informed society in which parents, teachers, physicians, policy-makers and legal personnel are not concerned with fixing behaviors, making diagnoses, suppressing symptoms and judging, but seek instead to understand the sources from which troubling behaviors and diseases spring in the wounded human soul.

* With this film, we hope to touch many people, begin a conversation, and develop a common understanding about how trauma impacts our individual lives, communities and society as a whole.*https://wisdomoftrauma.com/?fbclid=IwAR0nF-NI2nLZ69Oco6O9b39sB10p0prVwM7PpZA64fT_dXU2LjXEdZkDDBA

Watch The Wisdom of Trauma Movie Premiere on June 8-14, Featuring DR. GABOR MATÉ Plus a 7-day teaching series on trauma with leading experts!

Hér er góð lesning um áföll og afleiðingar. Sálarlíf mannsins hefur aldrei verið eins vel skilið og þessi síðustu ár.
20/02/2021

Hér er góð lesning um áföll og afleiðingar. Sálarlíf mannsins hefur aldrei verið eins vel skilið og þessi síðustu ár.

Góðan dag kæru vinir!

Ég var með fyrirlestur í vikunni um óuppgerða og gamla sorg. Ég tel að það sé svo mikilvægt að koma þeim skilaboðum áfram að það er ALDREI of seint að gangast við áföllum og finna sér úrvinnsluleið sem hentar. Tíminn vinnur ekki endilega með okkur ef við göngumst ekki við því sem hefur gerst í lífi okkar og hinar ýmsu leiðir til að deyfa, duga bara í ákveðinn tíma og oftast bara leið til að koma okkur yfir erfiðasta hjallann.

Við gætum átt það til að gera lítið úr áföllum okkar því það er liðinn ákveðinn tími frá þeim. Hef staðið sjálfa mig að því að segja setningar eins og; nah, lífið heldur áfram, þýðir ekki að vera að velta sér upp úr þessu núna!! En innra með mér er svo þessi nýstandi sársauki sem ég á erfitt með að koma í orð þar til ég hitti einhvern sem ég treysti fyrir þeim orðum. Aldrei gera ráð fyrir að þrátt fyrir að hafa ekki heyrt erfiða sögu einhvers að þá sé hún ekki til!!! Ekki gera ráð fyrir því að þrátt fyrir að manneskja líti út á ákveðinn hátt, gegni ákveðinni stöðu eða búi yfir einhverri staðalímynd sem „segir“ þér hver hún er, geti ekki leynst óunnin áfallasaga sem situr í kerfinu hennar! Áfallasaga sem hefur tekið sér bólfestu í kerfinu og hjúpurinn utan um hana er í raun bara eins og sápukúla sem getur auðveldlega sprungið.

Áföll ógna öllu kerfinu okkar og það hvernig við skilgreinum okkur sjálf og heiminn í kjölfarið. Það má tala um atburð sem tekur af okkur stjórn – nokkurs konar sjálfræðissvipting þar sem við ráðum hvorki við atburðarás né aðstæður. Áföll hafa áhrif á tengslin okkar, hvort heldur sem það er við okkur sjálf eða við annað fólk. Þannig geta áföll breytt sýn okkar á lífið, á draumana okkar og haft afdrifadrifaríkar afleiðingar á þolendur sem upplifa gjarnan mikla örvæntingu í kjölfarið.

Rannsóknir hafa sýnt að 42% þeirra sem eru að fást við heilsubrest eru að glíma við fjölveikindi sem mætti oftar en ekki tengja við áfallasögu. Samkvæmt norskri rannsókn þá voru 64% af þátttakendum sem töldu sig hafa upplifað áfall í æsku, en svo er það alltaf spurning um hvenær áföll hafa áhrif á heilsu okkar og af hverju áhrifin verða meiri hjá sumum en öðrum. Þarna er svo mikilvægt að fara ekki í viðmið við aðra. Við erum misjöfn, aðstæður okkar og umhverfi líka og alveg nóg að huga þarna að sínu lífi og sinni ábyrgð án þess að draga aðra þar inn í. Hindrun í að sækja sér aðstoðar gæti einmitt verið vegna þeirra áherslu á dugnað og styrk sem við finnum fyrir í samfélaginu. Af hverju ætti ég að sækja mér aðstoð þegar systir mín, bróðir, vinkona, mamma, vinnufélagi o.fl, gerðu það ekki! Þessi samanburður sem heldur okkur föngnum með óunna sögu!

Samanburðarannsóknir á þeim sem hafa ekki upplifað stórvægileg áföll á móti þeim sem hafa misst einhvern náinn sér eða upplifað einhvern skelfilegan atburð hafa sýnt fram á að þolendur áfalla eru gjarnan með lágt sjálfsmat, upplifa oftar vanmáttartilfinningu, finnst erfiðara að treysta og eru útsettari fyrir andlegum erfiðleikum. Þessi áhrif geta verið til staðar jafnvel mörgum árum eftir atburðinn og hafi maður upplifað áfall sem barn og ekki verið unnið með það eru allar líkur á því að það hafi áhrif inn í fullorðinsárin.

Það er svo mikilvægt er að fólk fái aðstoð og nái að vinna úr áfallinu sem fyrst til að koma í veg fyrir að það þrói með sér alvarlegri vanda í kjölfarið og festist í upplifuninni. Flestir sem fá faglega aðstoð eftir áfall ná sér eftir ákveðinn tíma, annars getur áfallið leitt til áfallastreitu. Í rannsókn sem var gerð í kjölfar hrikalegra jarðskjálfta í norðaustur hluta Japan 2011 kom í ljós að félagsleg staða, heilbrigður lífstíll og seigla voru verndandi þættir sem voru hvað mest áberandi þegar skoðað var hverjir þróuðu síður með sér áfallastreituröskun.

Þeir sem festast inni með áfallasöguna eru í meiri hættu að þróa með sér sjúkdóma á lífsleiðinni. Það skiptir miklu máli að vinna úr áföllum á heildrænan hátt, þar sem daglegt líf, andleg líðan, tilgangur, félagsleg virkni ofl. eru allt mikilvægir þættir. Við getum fengið aðstoð upp að ákveðnu marki en svo eru það aðrir hlutir sem við verðum að takast á við sjálf – þannig er það bara.

Hvernig getum við mætt fleirum sem verða fyrir áföllum og reynt að stuðla að því að fólk lokist ekki inni með þessa reynslu með tilheyrandi angist og vanlíðan fyrir viðkomandi og samfélagið í heild sinni? En ég er líka hugsi yfir því hvernig við getum verið duglegri að mæta okkur sjálfum, gefa okkur andrými, tíma og þolinmæði til að finnast við nógu mikils virði til að takast á við grunn sársaukavinnuna sem við þurfum að fara í gegnum til að finna okkur sjálf aftur.

Sendi ykkur kærleikskveðju út í helgina

Mæli eindregið með þessu myndbandi eftir Jerry Hide... Sjáfskoðun hér er mikilvæg á þessum tímum sem við lifum á
04/06/2020

Mæli eindregið með þessu myndbandi eftir Jerry Hide... Sjáfskoðun hér er mikilvæg á þessum tímum sem við lifum á

The quickest and most immediate way to making a significant change is by acknowledging and dealing with your own racism - PLEASE SHARE

satt og fallegt...
29/05/2020

satt og fallegt...

Virkilega gott efni að hugsa um fyrir pör og vinasambönd.
22/04/2020

Virkilega gott efni að hugsa um fyrir pör og vinasambönd.

Treat your spouse with the same level of politeness you would afford, like, any other human being

Address

Valsheiði 28
Hveragerði
810

Opening Hours

Monday 09:00 - 14:00
Tuesday 09:00 - 14:00
Wednesday 09:00 - 14:00
Thursday 09:00 - 14:00
Friday 09:00 - 12:00

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Ráðgjöf Bjarni Þór posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Ráðgjöf Bjarni Þór:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Our Story

Bjarni Þór er fíkni-, meðvirkni- og fjölskylduráðgjafi, menntaður frá Spectrum Institute í London. Starfaði við vímuefnameðferð Götusmiðjunnar sem ráðgjafi og dagskrárstjóri, mótaði hugmyndafræði og ýtti henni úr vör með stjórnendum. Bjarni hefur starfað sem ráðgjafi við The Charter Nightingale Hospital í London. Hann hefur starfað í grunnskólum og framhaldsskólum með verkefni fyrir unglinga og ungmenni og kennt á uppeldisnámskeiðum fyrir foreldra ungra barna. Hann hefur gefið út bækur með öðrum um uppeldismál og fjölskyldur (Hvað Mikið er Nóg eftir Dr. Jean I Clarke, Dr.Dawson, Dr.Bredehoft og -Að Alast Upp Aftur, annast okkur sjálf, annast börnin okkar, eftir Dr. Jean I Clarke, Connie Dawson) Bjarni er einnig lærður Hatha yoga kennari. Hann er með stofu í Hveragerði og tekið unglinga og fullorðna í einkaviðtöl í 20 ár. Bjarni leiðir grúppur fyrir karla, konur og unglinga. Bjarni hefur unnið með fólk á öllum aldri með geðraskanir í einkaviðtölum og grúppum.