
30/08/2022
Hjá okkur eru nú átta kvensjúkdómalæknar starfandi og frá og með 1.okt verðum við níu.
Við gerum okkar besta til að bjóða konum tíma sem fyrst og ef ekki er laust hjá þeim lækni sem vanalega sinnir konu er konu boðinn tími sem fyrst hjá næsta lausa lækni ef erindið þolir ekki bið.
Hjá Domus Læknum starfa tæplega 10 sérfræðilæknar af ýmsum sviðum heilbrigðisþjónustunnar. Öll aðstaða sem og tækjabúnaður er eins og best verður á kosið og markmið okkar er að veita persónulega og góða þjónustu.