20/04/2024
K!M Endurhæfing og Heilsuvernd hjúkrunarheimili auglýsa spennandi starf:
Staða: Yfirsjúkraþjálfari og rannsóknarstaða.
Staðsetning: Hjúkrunarheimilið Heilsuvernd Akureyri
Starfshlutfall: 100% staða
Um starfið:
Við erum að leitast eftir kraftmiklum og áhugasömum einstakling til að sinna endurhæfingu og sjá um rannsóknir á hjúkrunarheimilinu Heilsuvernd. Þessi staða er sérstök þar sem hún uppfyllir bæði að vinna með einstaklingum í þjálfun og bekkjarmeðferð en einnig að taka þátt í rannsóknum þar sem unnið er að því að auka lífgæði eldra fólks, sérstaklega þeirra sem eru í fallhættu vegna td. dropfótar.
Ábyrgðarhlutverk:
· Endurhæfing íbúa og dagþjálfunnar
Sjúkraþjálfun fyrir einstaklinga sem búa í hjúkrunarheimilinu þar sem áhersla er á að viðhalda/bæta liðleika, styrk, stöðugleika, jafnvægi og viðhalda færni til að sinna ADL. Búa til einstaklingsmiðaða meðferðaáætlanir. Þverfaglegt starf með iðjuþjálfum, læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru starfsfólki.
• Rannsóknarstaða
Yfirumsjón með rannsókn þar sem verið er að rannsaka áhrif notkunar á drop fót sokk til varnar falli hjá eldri einstaklingum. Taka þátt í þróun á aðferðalýsingu, rannsóknasniði, söfnun gagna og vinna úr niðurstöðum gagna. Hafa umsjón með rannsókninni, halda utan um þátttakendur og framkvæmd og söfnun gagna. Samvinna með teyminu við undirbúning á útgáfu greina í ritrýndum fagritum, kynna rannsóknina á ráðstefnum og fyrir hagsmunaaðilum.
• Fæðsla og kennsla:
Sjá um fræðslu og þjálfun fyrir starfsfólk hvernig best sé að koma í veg fyrir föll. Einnig fræðsla fyrir umönnunaraðila og fjölskyldu hvernig best er að aðstoða einstaklinginn með sérhæfðum æfingum og aðstoð við ADL.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• BSc gráða í sjúkraþjálfun.
• Reynsla í endurhæfingu aldraðra er kostur.
• Áhugi og reynsla í rannsóknum þar sem unnið er með rannsóknarsnið og öflun gagna.
• Mjög góð samskiptahæfni og geta til að eiga í góðri samvinnu við aðrar fagstéttir.
• Geta unnið sjálfstætt sem og í teymi.
Hlunnindi:
Samkeppnishæf laun sem metin eru út frá námi og reynslu.
Tækifæri til þróunnar í starfi og menntunarmöguleikar.
Möguleiki á kynningum erlendis og komast inn í rannsóknasamfélagið.
Umsóknir:
Ef þú hefur virkilegan áhuga á að bæta lífsgæði eldri einstaklinga í gegnum þjálfun og rannsóknir þá ert þú aðilinn sem við leitum af í teymið okkar.
Umsóknir og fyrirspurnir sendist á tinnastef@hlid.is eða kim@kimphysio.is. Fullum trúnaði heitið.
K!M ENDURHÆFING sérhæfir sig í sjúkraþjálfun og endurhæfingu þar sem stuðst er við nýjustu tækni og árangurstengdar hlutlægar mælingar.