Neðanbeltis - Karlaheilsa

Neðanbeltis - Karlaheilsa Neðanbeltis - Karlaheilsa

Var að klára námskeið í Edinborg um neðanbeltis karlaheilsu. Tólf manna hópur sjúkraþjálfara… eða ok sko það var einn fó...
25/05/2025

Var að klára námskeið í Edinborg um neðanbeltis karlaheilsu. Tólf manna hópur sjúkraþjálfara… eða ok sko það var einn fótaaðgerðafræðingur í hópnum, kannski smá skrýtið en líka bara skemmtilegt… en allavegana, mis mikil reynsla í hópnum en áhuginn mikill 🤓 Meistari Gerard, sem hélt námskeiðið, fór yfir krabbamein í blöðruhálskirtlinum, þráláta grindarbotnsverki, risvandamál og hard-flaccid syndrome en vissulega var farið um víðan völl.

Það er ekki að spyrja að því en auðvitað reif ég mig úr að neðan fyrir málstaðinn. Hélt mig þó í sokkunum þó fótaaðgerðafræðingurinn hefði örugglega elskað að sjá tásurnar á kallinum🦶

Edinborg er svaka flott. Aðeins búinn að skoða mig um og sá til dæmis þennan gamla kastala. Sá líka tvo unga drengi spila á sekkjapípur og skráði drengina mína samstundis í sekkjapípunám næsta haust 🎶

Ég var svo auðvitað representing Fram en Bretinn hafði ekki undan að óska mér til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla. Cheers mate 🤾‍♂️💙

Pantaði þessa bók fyrir uþb 2 árum en gaf mér aldrei tíma til að byrja á henni þar til fyrir stuttu - og maður var nú ek...
15/05/2025

Pantaði þessa bók fyrir uþb 2 árum en gaf mér aldrei tíma til að byrja á henni þar til fyrir stuttu - og maður var nú ekki lengi með hana 🤓
Frábær bók eftir sálfræðinginn Suzanne Chambers, ætluð mönnum sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtlinum og maka þeirra ❤️

Í bókinni er til að mynda farið yfir andlega áfallið sem það er að greinast með krabbamein, áhrifin sem það getur haft á náin sambönd og farið yfir allskonar leiðir til að glíma við þetta streituvaldandi verkefni 💪

Mjög fræðandi bók sem ég mæli hiklaust með fyrir:
👍 Þá sem hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli
👍 Maka þeirra og/eða nánustu aðstandendur
👍 Heilbrigðisstarfsfólk sem starfar með þessum hóp (t.d sjúkraþjálfarar, sálfræðingar, hjúkrunarfræðingar o.s.frv.)

Ert þú karlmaður sem glímir við verki í grindarbotninum? Morten Hoegh leiðir rannsókn sem háskólinn í Álaborg er að fram...
23/04/2025

Ert þú karlmaður sem glímir við verki í grindarbotninum?

Morten Hoegh leiðir rannsókn sem háskólinn í Álaborg er að framkvæma til að kortleggja betur upplifun manna sem glíma við þráláta verki í grindarbotni. Stefnt er að því safna svörum 300-500 manna sem myndi gera þetta að stærstu rannsókn sem gerð hefur verið um þetta 💪

Svörun tekur 5-10 mín og er hún órekjanleg 👍

Hvet þig til að taka þátt ef við á 👉 https://redcap.aau.dk/surveys/?s=7MDTKM4ANPH3T9YM

Tók þátt á málþingi  í dag sem bar yfirskriftina “Krabbamein í blöðruhálskirtli - líf og líðan karla eftir meðferð”.Það ...
31/03/2025

Tók þátt á málþingi í dag sem bar yfirskriftina “Krabbamein í blöðruhálskirtli - líf og líðan karla eftir meðferð”.

Það er nefnilega þannig að menn geta gert helling til að vinna á fylgikvillum mismunandi meðferðarúrræða við þessu krabbameini - fylgikvillar á borð við þvagleka og risvanda sem geta haft mikil áhrif á lífsgæði þeirra 💪

Málþingið var vel sótt og svo fylgdust yfir 100 manns með á streymi 👌

Hélt fyrirlestur í vikunni fyrir  í . Þar ræddi ég um neðanbeltisheilsu karla og varpaði fram þeirri spurningu afhverju ...
14/03/2025

Hélt fyrirlestur í vikunni fyrir í . Þar ræddi ég um neðanbeltisheilsu karla og varpaði fram þeirri spurningu afhverju það væri mikilvægt að tala um hana.

Fínasta mæting og flottar spurningar. Vel við hæfi að taka þessa umræðu í sjálfum Mottumars 😎

Núna er ég á námskeiði í Oxford þar sem ég læri að nota sónartæki til greiningar og meðhöndlunar á grindarbotnsvandamálu...
02/11/2024

Núna er ég á námskeiði í Oxford þar sem ég læri að nota sónartæki til greiningar og meðhöndlunar á grindarbotnsvandamálum. Þetta er ekki í fyrsta skipti (og líklega ekki í síðasta) sem ég er eini karlinn á svona námskeiði og að sjálfsögðu var maður gripinn í að vera módel til að sýna hvernig þetta lítur allt út hjá pungunum í ómskoðun. Engin spéhræðsla í boði takk fyrir túkall 😅
Geggjaður fyrri dagur og er spenntur fyrir seinni deginum á morgun. Gaman að kynnast nýju verkfæri sem ég get notað með körlunum mínum 💪 Endaði daginn svo á einum köldum á elsta barnum í Oxford, en hann var stofnaður árið 1242. Það er eitthvað! 🍻

Teach us to sit still - Tim Parks 📖Þá er komið að bókmenntahorni Neðanbeltis Karlaheilsu. Eiginlega allt sem ég les teng...
30/09/2024

Teach us to sit still - Tim Parks 📖

Þá er komið að bókmenntahorni Neðanbeltis Karlaheilsu. Eiginlega allt sem ég les tengt karlaheilsunni eru fræðibækur eða vísindagreinar en nú ákvað ég að setja á mig önnur gleraugu og lesa þessa! 🤓 Ég pantaði þessa fyrir nokkrum árum en gaf mér ekki tíma fyrr en núna í haust til að lesa hana!

Tim Parks er breskur rithöfundur sem glímdi í mörg ár við neðanbeltiseinkenni; þvagtregðu og mikla verki. Í bókinni lýsir hann leit sinni að bata, fjölmörgum heimsóknum til mismunandi sérfræðinga og svo hvernig hugleiðsla og núvitund leiddi hann á rétta braut að betri heilsu 🙏

Það er eiginlega magnað að lesa þessi skrif hans þar sem mikið af því sem hann upplifir speglast við þau vandamál sem mennirnir sem ég hitti glíma við.
Ef að þú hefur glímt lengi við einkenni á neðanbeltissvæðinu þá gæti þetta verið áhugaverð lesning fyrir þig, þó ekki nema bara til að spegla þína líðan og átta þig á því að fleiri ganga í gegnum samskonar erfiðleika - oft mikil hjálp í því 💙

Allskonar að gera í karlaheilsunni fyrir utan stofuvinnuna 💪Um daginn kenndi ég (í fyrsta skipti) lokaársnemum í sjúkraþ...
11/09/2024

Allskonar að gera í karlaheilsunni fyrir utan stofuvinnuna 💪
Um daginn kenndi ég (í fyrsta skipti) lokaársnemum í sjúkraþjálfun í HÍ um neðanbeltis karlaheilsu ásamt sem sá um kvenheilsuna. Á veggjunum voru lokaverkefni B.Sc nema í sjúkraþjálfun frá því í vor og var eitt þeirra verkefni sem ég tók þátt í sem snéri að sjúkraþjálfun í kjölfar blöðruhálskirtilsbrottnáms og held ég alveg örugglega að þetta sé í fyrsta skipti sem B.Sc verkefni í sjúkraþjálfun sé tengt neðanbeltis karlaheilsu. Skál fyrir því 🥳
Svo í gær fræddi ég þjálfara í Ljósinu um neðanbeltis karlaheilsu enda ekki vanþörf á þar sem margir karlar sækja þangað vegna sinna veikinda 💙

Nei langaði bara aðeins að deila með ykkur hvað maður er að bralla svona inná milli 😉

Alltof oft er mönnum með verki og önnur einkenni á neðanbeltissvæðinu ávísað sýklalyfjum sem lausn við þeirra vanda - al...
13/08/2024

Alltof oft er mönnum með verki og önnur einkenni á neðanbeltissvæðinu ávísað sýklalyfjum sem lausn við þeirra vanda - alltof oft og alltof mikið af þeim 💊 Ekki nóg með að sýklalyfin eru oft á tíðum óþörf heldur geta þau raskað eðlilegri þarmaflóru með tilheyrandi vandamálum - sem er kannski ekki bætandi á önnur einkenni sem þeir glíma við.
Mikil vakning hefur orðið um mikilvægi heilbrigðrar þarmaflóru en fyrir þá sem vilja læra um hana á skemmtilegan og einfaldan hátt geta horft á þessa mynd á Netflix 👌Mæli með!

Á dögunum útskrifaðist ég með diplómu í jákvæðri sálfræði við Endurmenntun HÍ. Frábært nám sem nýtist mér bæði sem einst...
25/06/2024

Á dögunum útskrifaðist ég með diplómu í jákvæðri sálfræði við Endurmenntun HÍ. Frábært nám sem nýtist mér bæði sem einstakling, eiginmanni og föður en einnig sem sjúkraþjálfara. Vonandi get ég nýtt mér þessi fræði með körlunum sem ég vinn með 💪💙

Address

Kópavogur

Opening Hours

Monday 08:00 - 17:00
Tuesday 09:00 - 16:00
Wednesday 08:00 - 16:00
Thursday 08:00 - 16:00
Friday 08:00 - 16:00

Telephone

+3545645442

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Neðanbeltis - Karlaheilsa posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Neðanbeltis - Karlaheilsa:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram