
25/05/2025
Var að klára námskeið í Edinborg um neðanbeltis karlaheilsu. Tólf manna hópur sjúkraþjálfara… eða ok sko það var einn fótaaðgerðafræðingur í hópnum, kannski smá skrýtið en líka bara skemmtilegt… en allavegana, mis mikil reynsla í hópnum en áhuginn mikill 🤓 Meistari Gerard, sem hélt námskeiðið, fór yfir krabbamein í blöðruhálskirtlinum, þráláta grindarbotnsverki, risvandamál og hard-flaccid syndrome en vissulega var farið um víðan völl.
Það er ekki að spyrja að því en auðvitað reif ég mig úr að neðan fyrir málstaðinn. Hélt mig þó í sokkunum þó fótaaðgerðafræðingurinn hefði örugglega elskað að sjá tásurnar á kallinum🦶
Edinborg er svaka flott. Aðeins búinn að skoða mig um og sá til dæmis þennan gamla kastala. Sá líka tvo unga drengi spila á sekkjapípur og skráði drengina mína samstundis í sekkjapípunám næsta haust 🎶
Ég var svo auðvitað representing Fram en Bretinn hafði ekki undan að óska mér til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla. Cheers mate 🤾♂️💙