Táp Sjúkraþjálfun

Táp Sjúkraþjálfun Hjá Tápi starfa 12 sjúkraþjálfarar með mikla starfsreynslu og sérhæfingu á ýmsum sviðum. Boðið er upp á alla almenna sjúkraþjálfun í vel útbúnu húsnæði.

Vilhjálmur sjúkraþjálfari í Stoð kom og kynnti fyrir okkur mjaðmagrindarbelti sem nýtast t.d. konum á meðgöngu og eftir ...
12/09/2025

Vilhjálmur sjúkraþjálfari í Stoð kom og kynnti fyrir okkur mjaðmagrindarbelti sem nýtast t.d. konum á meðgöngu og eftir fæðingu. Slík belti geta reyndar nýst fleirum.

08/09/2025
01/09/2025
Byrjum aftur með hóptímana í september
19/08/2025

Byrjum aftur með hóptímana í september

Við förum af stað með hóptíma fyrir konur 1.september 🤩
19/08/2025

Við förum af stað með hóptíma fyrir konur 1.september 🤩

05/08/2025

Kæru viðskiptavinir. Við erum búin að vera ritaralaus síðan í síðustu viku vegna veikinda og sumarfría. Við biðjum ykkur að sýna okkuð biðlund því það er erfitt að taka símann og svara tölvupóstum þegar við sjúkraþjálfarar erum að vinna með okkar skjólstæðinga. Ég veit þið metið það öll að fá ótruflaða meðferð og skiljið þetta ástand því vonandi.
Við vonum innilega að ástandið batni næstu daga.
Með fyrirfram þakklæti fyrir skilninginn.

31/05/2025
Heiða Sigrúnardóttir útskrifaðist frá HÍ árið 2014. Hún hefur starfað á Eflingu á Akureyri, bæklunardeild Landspítalans ...
14/05/2025

Heiða Sigrúnardóttir útskrifaðist frá HÍ árið 2014. Hún hefur starfað á Eflingu á Akureyri, bæklunardeild Landspítalans og svo hjá Táp síðan árið 2018. Heiða hefur kennt ófáa vatnsleikfimitíma, styrktartíma og haldið grindarbotnsnámskeið fyrir nýbakaðar mæður.

Áhugasvið í vinnunni eru ýmis - axlir, háls og mjaðmagrind eru þar efst á lista. Hefur auk þess yndi af því að hjálpa konum á meðgöngu og eftir fæðingu og sinnir grunnfræðslu um grindarbotninn og allt sem honum viðkemur. Sækir reglulega námskeið og tekur að sér nema í sjúkraþjálfun - það heldur manni á tánum og styrkir í starfi!

Hún er tveggja barna móðir og nýtur þess í botn, en hlakkar til að eflast aftur í vinnu eftir orlof á komandi misserum.
Áhugamál eru fjölskyldan, gott kaffi, prjón, ferðalög, líkamsrækt og nú nýlega: hlaup!

Kvenheilsusjúkraþjálfarar Táps fengu sérnámslækna í kvensjúkdóma-og fæðingarlækningum í frábæra heimsókn í gær. Mikið sp...
08/05/2025

Kvenheilsusjúkraþjálfarar Táps fengu sérnámslækna í kvensjúkdóma-og fæðingarlækningum í frábæra heimsókn í gær. Mikið spjallað og talsvert hlegið. Allir deildu brennandi áhuga á velferð og heilsu kvenna.

Næstur í röðinni er Joost van Erven. Hann útskrifaðist sem sjúkraþjálfari í Hollandi árið 1985. Hann flutti til Íslands ...
17/04/2025

Næstur í röðinni er Joost van Erven.
Hann útskrifaðist sem sjúkraþjálfari í Hollandi árið 1985.

Hann flutti til Íslands sama ár og hefur unnið á nokkrum stöðum eins og Grensásdeild og Landspítalanum við Hringbraut áður hann stofnaði Táp sjúkraþjálfun ásamt öðrum árið 1998. Starfssvið hans er almenn sjúkraþjálfun, sjúkraþjálfun fyrir aldraða og íþróttasjúkraþjálfun. Hefur hann sinnt ýmsum íþróttafélögum eins og Stjörnunni, Fylkir og KFG, ýmist handbolta eða fótbolta, samtals í yfir 25 ár.

Hann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Félag sjúkraþjálfara, var t.d. í stjórn félagsins í 5 ár og varaformaður í 3 ár. Hefur sótt fjölda námskeiða hérlendis og erlendis.

Áhugamál Joost tengist almennri hreyfingu og útivera, hann stundaði hjólreiðar, seglbretti og hockey á yngri árum en eftir að hann flutti til Íslands sneri hann sér meira að fjallgöngum (enda meira af fjöllum á Íslandi en í Hollandi) og á sl. árum golf og aftur hjólreiðum.

https://www.sjukrathjalfun.is/um-felagid/utgafa/frettir/felag-sjukrathjalfara-maelir-gegn-notkun-hnykkmedferda-og-lidlos...
13/03/2025

https://www.sjukrathjalfun.is/um-felagid/utgafa/frettir/felag-sjukrathjalfara-maelir-gegn-notkun-hnykkmedferda-og-lidlosunar-a-ungaborn?fbclid=IwY2xjawI-QR1leHRuA2FlbQIxMAABHUq0ETk1CX8ziw8vD_bDS0N9_EEtaEdy9DShPkWwM2DtDKWl49OoRemUyw_aem_yN0HgLeG0Vab0I43UsO38A

Stjórn Félags sjúkraþjálfara lýsir yfir stuðningi við alþjóðlegt afstöðuskjal er varðar notkun hnykkmeðferða og liðlosunar við meðhöndlun ungabarna, barna og unglinga (“Paediatric Manipulation and Mobilisation – Evidence based practice – Position statement” 2024). Skjali....

Við höldum áfram að kynna okkar fólk.Næst í röðinni er Þorgerður Sigurðardóttir. Hún útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá...
07/03/2025

Við höldum áfram að kynna okkar fólk.
Næst í röðinni er Þorgerður Sigurðardóttir. Hún útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá HÍ árið 1985, lauk meistaranámi 2009 og doktorsprófi 2020. Hún hlaut sérfræðiviðurkenningu á sviði kvensjúkdóma- og fæðingarsjúkraþjálfunar árið 2011. Framhaldsnám Þorgerðar sneru að heilsu kvenna á barneignarskeiði með áherslu á útkomu grindarbotns í fæðingu ásamt að rannsaka fæðingarútkomu íþróttakvenna. Þorgerður hefur starfað á sviði kvenheilsu síðan fyrir síðustu aldamót og sinnir flestu sem upp kemur á því sviði.

Í framhaldi af framhaldsmenntun sinni hefur hún boðið upp á mæðravernd eftir fæðingu nú um nokkurt skeið sem innfelur skoðun og skimun fyrir grindarbotnseinkennum og þar sem farið er yfir það sem nýbakaðar mæðrum eru að velta fyrir sér varðandi bataferlið.

Hún hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Félag sjúkraþjálfara og sótt fjölda námskeiða. Auk þess hefur hún haldið námskeið og fyrirlestra fyrir almenning og fagfólk í heilbrigðisgeiranum og kennt á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands.
Áhugamál Þorgerðar tengjast hreyfingu og útiveru auk þess sem ferðalög með fjölskyldu og vinum hafa alltaf skipað stóran sess.
Eins og elstu menn muna á hún að baki keppnisferil í körfubolta og hefur landað nokkrum titlum á því sviði.

Address

Holtasmári 1, 4 Hæð
Kópavogur
201

Opening Hours

Monday 08:00 - 16:00
Tuesday 08:00 - 16:00
Wednesday 08:00 - 16:00
Thursday 08:00 - 16:00
Friday 08:00 - 16:00

Telephone

+3545645442

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Táp Sjúkraþjálfun posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Táp Sjúkraþjálfun:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram