
15/07/2025
Vissir þú að það er meiri hætta á að fá krabbamein af því að stunda ljósabekki heldur en að reykja sígarettur? Undanfarin ár hefur verið mikil aukning á húðkrabbameini sem má einna helst rekja til aukinnar notkunar á ljósabekkjum og aukinnar veru í sólinni. Jenna Huld húðlæknir á Húðvaktinni ræddi um skaðsemi ljósabekkja og skaðlega geisla sólarinnar.
Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir segir það fáránlegt að ekki sé búið að banna ljósabekki á Íslandi. Hún kallar eftir átaki í forvörnum og segir húðkrabbamein hafi aukist til muna síðustu ár.