Húðvaktin

Húðvaktin www.hudvaktin.is - Þjónusta húðlækna á netinu.

Engin bið eftir tíma
Engin tími frá vinnu
Engin ferðalög
Bara örfá einföld skref á netinu

Þú færð svar og meðferðarplan frá húðlækni innan 5 sólarhringa.

Vissir þú að það er meiri hætta á að fá krabbamein af því að stunda ljósabekki heldur en að reykja sígarettur? Undanfari...
15/07/2025

Vissir þú að það er meiri hætta á að fá krabbamein af því að stunda ljósabekki heldur en að reykja sígarettur? Undanfarin ár hefur verið mikil aukning á húðkrabbameini sem má einna helst rekja til aukinnar notkunar á ljósabekkjum og aukinnar veru í sólinni. Jenna Huld húðlæknir á Húðvaktinni ræddi um skaðsemi ljósabekkja og skaðlega geisla sólarinnar.

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir segir það fáránlegt að ekki sé búið að banna ljósabekki á Íslandi. Hún kallar eftir átaki í forvörnum og segir húðkrabbamein hafi aukist til muna síðustu ár.

Ert þú að fá útbrot í sólinni? Nú þegar sumarið er komið merkjum við töluverða aukningu á beiðnum sem varða sólarexem se...
26/05/2025

Ert þú að fá útbrot í sólinni? Nú þegar sumarið er komið merkjum við töluverða aukningu á beiðnum sem varða sólarexem sem er að valda fólki miklum óþægindum. Hjá Húðvaktinni getur þú sent inn beiðni með mynd og lýsingu á einkennum og fengið faglega greiningu á öruggan og skjótan hátt.

Á heimasíðu okkar, www.hudvaktin.is má nálgast upplýsingar og góð ráð varðandi sólarexem og fleiri húðsjúkdóma. Þar getur þú einnig skráð beiðni ef þú þarft aðstoð húðlæknis.

Ragna Hlín húðlæknir á Húðvaktinni ræddi um sólina og húðina í viðtali hjá Síðdegisútvarpinu. Hlekkur á viðtalið er í at...
20/05/2025

Ragna Hlín húðlæknir á Húðvaktinni ræddi um sólina og húðina í viðtali hjá Síðdegisútvarpinu.

Hlekkur á viðtalið er í athugasemd:

Húðlæknar fagna nýrri reglugerð sem setur takmarkanir á meðhöndlun fylliefna sem sprautað er í eða undir húð.  Ragna Hlí...
24/02/2025

Húðlæknar fagna nýrri reglugerð sem setur takmarkanir á meðhöndlun fylliefna sem sprautað er í eða undir húð. Ragna Hlín, húðlæknir á Húðvaktinni, ræddi málið í Morgunútvarpinu á Rás 2.

Húðlæknar fagna því að takmarkanir hafi verið settar á útlitsbreytandi meðferðir með með fylliefnum, nokkuð sem þeir hafa kallað eftir lengi.

Gleðilega hátíð!
23/12/2024

Gleðilega hátíð!

Í vikunni var alþjóðadagur Psoriasis og í tilefni hans var Spoex, samtök psoriasis- og exemsjúklinga með viðburð á Grand...
31/10/2024

Í vikunni var alþjóðadagur Psoriasis og í tilefni hans var Spoex, samtök psoriasis- og exemsjúklinga með viðburð á Grand hotel. Þar voru húðlæknar okkar, þær Ragna Hlín og Jenna Huld, meðal ræðumanna þar sem þær kynntu Húðvaktina fyrir fundargestum.
Þær hafa báðar mikla reynslu af greiningu og meðhöndlun á Psoriasis og mismunandi tegundum exems.

Vaknaðir þú útbitin(n) í morgun?
06/07/2024

Vaknaðir þú útbitin(n) í morgun?

“Þau segja mikilvægt að geta sinnt læknisþjónustu í gegnum netið og með því bætt þjónustu við landsbyggðina og hraðað fe...
23/05/2024

“Þau segja mikilvægt að geta sinnt læknisþjónustu í gegnum netið og með því bætt þjónustu við landsbyggðina og hraðað ferlinu ef mikið er í húfi.”

Jenna Huld húðlæknir og Bjarni Kristinn framkvæmdastjóri ræddu um þjónustu Húðvaktarinnar í viðtali í Mannlega þættinum á Rás 1.

Um litróf mannlífsins.Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Jenna Huld húðlæknir á Húðvaktinni svarar spurningu varðandi bólur/útbrot.
01/04/2024

Jenna Huld húðlæknir á Húðvaktinni svarar spurningu varðandi bólur/útbrot.

„Ég vakna með pínu litlar bólur á kinnum sem svo sjatnar í og þær hverfa yfir daginn. Þetta líkist rósroða. Hvað er til ráða?“

Jenna Huld húðlæknir á Húðvaktinni ræddi um þjónustu Húðvaktarinnar í viðtali hjá Reykjavík síðdegis
18/03/2024

Jenna Huld húðlæknir á Húðvaktinni ræddi um þjónustu Húðvaktarinnar í viðtali hjá Reykjavík síðdegis

Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni

15/03/2024
Sífellt fleiri ungar stúlkur nota svokallaðar virkar húðvörur sem eru alls ekki ætlaðar þeim og geta hreinlega skaðað un...
08/03/2024

Sífellt fleiri ungar stúlkur nota svokallaðar virkar húðvörur sem eru alls ekki ætlaðar þeim og geta hreinlega skaðað unga, viðkvæma húð. Hér má sjá viðtal við Rögnu Hlín húðlækni á Húðvaktinni, þar sem fjallað var um flókna húðrútínu ungra stúlkna og hversu skaðsöm hún getur verið.

Æ fleiri ungar stúlkur sækja í húðvörur sem eru alls ekki ætlaðar þeim. Þetta getur haft slæmar afleiðingar í för með sér, segir húðlæknir. Samfélagsmiðlar hafa mikil áhrif og sálfræðingur segir fleiri stúlkur uppteknar af útliti sínu og húð.

Address

Smáratorgi 1
Kópavogur
201

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Húðvaktin posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Húðvaktin:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram