
08/09/2025
Bókasafnsdagurinn er í dag, 8. september, og í tilefni hans minnum við á hlutverk Hljóðbókasafns Íslands: Að gera efni aðgengilegt og miðla því til fólks sem glímir við blindu, sjónskerðingu, lesblindu eða aðra prentleturshömlun. Markmið laga um safnið er að uppfylla réttindi þessara hópa fyrir hönd íslenska ríkisins. Þema dagsins er:
Lestur er bestur - fyrir sálina