Hljóðbókasafn Íslands

Hljóðbókasafn Íslands Hljóðbókasafn Íslands er ríkisstofnun, lögbundið hlutverk safnsins er að opna þeim sem ekki Hljóðbókasafn Íslands var stofnað árið 1982.

Fram að þeim tíma voru hljóðbækur gefnar út á vegum Blindrafélagsins og Borgarbókabókasafnsins og dreifing þeirra takmarkaðist við Reykjavíkursvæðið. Fljótlega kom í ljós að þessi þjónusta var engan veginn fullnægjandi og var Blindrabókasafnið stofnað í kjölfarið. Safnið er rekið á vegum Menntamálaráðuneytisins og við stofnun þess gerði ráðuneytið samning við Rithöfundasamband Íslands sem kveður á um að Blindrabókasafnið megi framleiða hljóðbækur fyrir blinda, sjónskerta og aðra þá sem ekki geta fært sér prentað letur í nyt.

Bókasafnsdagurinn er í dag, 8. september, og í tilefni hans minnum við á hlutverk Hljóðbókasafns Íslands:  Að gera efni ...
08/09/2025

Bókasafnsdagurinn er í dag, 8. september, og í tilefni hans minnum við á hlutverk Hljóðbókasafns Íslands: Að gera efni aðgengilegt og miðla því til fólks sem glímir við blindu, sjónskerðingu, lesblindu eða aðra prentleturshömlun. Markmið laga um safnið er að uppfylla réttindi þessara hópa fyrir hönd íslenska ríkisins. Þema dagsins er:

Lestur er bestur - fyrir sálina

Hljóðbókasafnið fékk á dögunum nemanda í starfskynningu úr 10. bekk í Áslandsskóla í Hafnarfirði. Lea Karen Friðbjörnsdó...
05/06/2025

Hljóðbókasafnið fékk á dögunum nemanda í starfskynningu úr 10. bekk í Áslandsskóla í Hafnarfirði. Lea Karen Friðbjörnsdóttir hefur verið blind frá mjög ungum aldri og hefur alla tíð notað þjónustu Hljóðbókasafns Íslands. Það var því kærkomið fyrir safnið að fá að kynnast henni betur og fá vitneskju um hvað mætti gera betur, hvaða bækur hana langaði til að safnið gerði aðgengilegar og svara þeim fjölmörgu spurningum sem Lea hafði um safnið og starfsemi þess. Næsta vetur byrjar Lea nám í Flensborgarskóla og safnið er í samvinnu við Sjónstöð Íslands byrjað að undirbúa námsefni til að mæta því. Heimsóknin var fróðleg og skemmtileg fyrir alla aðila og bjartsýni, dugnaður og jákvætt viðhorf Leu einstaklega smitandi.

Hljóðbókasafnið og fjölþjóðlegt samstarf um hljóðbækur: Í apríl var Hljóðbókasafn Íslands gestgjafi fundaviku tveggja sa...
07/05/2025

Hljóðbókasafnið og fjölþjóðlegt samstarf um hljóðbækur:

Í apríl var Hljóðbókasafn Íslands gestgjafi fundaviku tveggja samstarfshópa: UX-hópsins og IT Forum, sem samanstanda af sérfræðingum frá norrænum og evrópskum stofnunum sem vinna að aðgengi að hljóðbókum fyrir notendur með prentleturshömlun. Fundirnir fóru fram í húsnæði Hljóðbókasafnsins og í fyrsta sinn var haldinn sameiginlegur fundur beggja hópanna, sem markaði nýtt skref í samstarfinu.

Fjallað var um lykilatriði í þróun aðgengis og þjónustu við lánþega með prentleturshömlun. Rætt var um auknar kröfur um afritunarvarnir og áhrif þeirra á lánþega og kynntar niðurstöður notendarannsóknar á upplifun fólks með lesblindu, ADHD og einhverfu af talgervlaröddum. Einnig voru til umræðu frá Noregi niðurstöður viðtala við foreldra barna með fötlun til að bæta þjónustu við þennan hóp. Kynntar voru skýrslur frá Sviss og Finnlandi um hvernig hægt er að bæta þjónustu við viðkvæma notendahópa með einföldum forritum og litlum spilurum sem gætu komið í stað geisladiska fyrir suma lánþega.

Rætt var um stefnu og leiðbeiningar varðandi notkun gervigreindar í framleiðslu, þar á meðal myndlýsingar og leiðir til að auka skilvirkni í framleiðslu og minnka kostnað án þess að það komi niður á lánþegum. Farið var yfir nýja innkaupaferla fyrir EPUB framleiðslu og stöðu námsbóka í raungreinum.
Fulltrúar frá eftirfarandi stofnunum tóku þátt í fundunum:

• Tibi (Noregur)
• Dedicon (Holland)
• MTM (Svíþjóð)
• SBS (Sviss)
• Nota (Danmörk)
• Celia (Finnland)
• Hljóðbókasafn Íslands

Hljóðbókasafn Íslands óskar öllum lánþegum og velunnurum safnsins gleðilegra páska! 🐣
16/04/2025

Hljóðbókasafn Íslands óskar öllum lánþegum og velunnurum safnsins gleðilegra páska! 🐣

Fyrir skömmu náði Hljóðbókasafnið fimmta og síðasta Græna skrefinu. Hvert skref inniheldur 20-40 aðgerðir til að innleið...
21/03/2025

Fyrir skömmu náði Hljóðbókasafnið fimmta og síðasta Græna skrefinu. Hvert skref inniheldur 20-40 aðgerðir til að innleiða grænan rekstur. Aðgerðunum í hverju skrefi er skipt í sjö flokka sem ná yfir helstu umhverfisþætti í skrifstofurekstri. Til að standast úttekt þarf að uppfylla a.m.k. 90% aðgerða í hverju skrefi. Framundan er svo að viðhalda þessum góða árangri og halda áfram að hugsa grænt. Á myndinni má sjá tvo þriðju af umhverfisráði safnsins með viðurkenningu frá Umhverfisstofnun.

Bækur mánaðarins í mars á Hljóðbókasafni Íslands eru allar eftir Birgittu Halldórsdóttur. Frumkvöðullinn Birgitta er ein...
05/03/2025

Bækur mánaðarins í mars á Hljóðbókasafni Íslands eru allar eftir Birgittu Halldórsdóttur. Frumkvöðullinn Birgitta er einn afkastamesti – og vinsælasti – glæpasagnahöfundur landsins og var lengi vel eina konan í þeirra hópi.
Það fer því vel á því að við vekjum atthygli á Birgittuþingi – málstofu um rithöfundinn Birgittu H. Halldórsdóttur og verk hennar sem haldin er í samstarfi við Hið íslenska glæpafélag á Bókasafni Kópavogs sunnudaginn 9. mars klukkan 13.00-16.00.

Öll velkomin, skráning á eyrun.osk@kopavogur.is

Birgittuþing - málstofa um rithöfundinn Birgittu H. Halldórsdóttur og verk hennar.

Stórafmæli. Þórunn Hjartardóttir er afkastamesti hljóðbókalesari í sögu Hljóðbókasafns Íslands. Hún hefur lesið inn hund...
28/02/2025

Stórafmæli. Þórunn Hjartardóttir er afkastamesti hljóðbókalesari í sögu Hljóðbókasafns Íslands. Hún hefur lesið inn hundruðir bóka fyrir safnið enda er hún einn þeirra lesara sem er jafnvígur á innlestur allra tegunda bóka. Þórunn er sextug í dag og við á Hljóðbókasafni Íslands óskum henni innilega til hamingju. Myndin er tekin í jólaboði safnsins fyrir örfáum árum.

Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hefur lokið við úthlutun styrkja til hagnýtingar og innleiðingar íslenskrar m...
10/02/2025

Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hefur lokið við úthlutun styrkja til hagnýtingar og innleiðingar íslenskrar máltækni fyrir styrkárið 2024. Styrkirnir, sem voru auglýstir undir heitinu Skerfur, eru hluti af máltækniáætlun 2. Alls voru 12 verkefni styrkt og okkur á Hljóðbókasafninu til gleði var verkefni okkar eitt af þeim sem hlutu styrk. Verkefnið nefnist „MathCAT fyrir íslensku“ og er hugbúnaður sem gerir talgervlum kleift að lesa STEM-bækur (raungreinabækur).

07/02/2025

Meistarinn mátar sig við sviðið, nú styttist í að Arnar Jónsson lesi upp sín uppáhaldsljóð hjá okkur á Hljóðbókasafninu kl. 19.

Það er okkur á Hljóðbókasafninu alltaf mikið gleðiefni þegar höfundar hafa frumkvæði að því að koma og lesa sjálfir inn ...
12/12/2024

Það er okkur á Hljóðbókasafninu alltaf mikið gleðiefni þegar höfundar hafa frumkvæði að því að koma og lesa sjálfir inn bækurnar sínar. Brynja Hjálmsdóttir gerði einmitt það. Hún lauk rétt í þessu hjá okkur innlestri á sinni fyrstu skáldsögu. Bókin heitir Friðsemd og hefur mælst ákaflega vel fyrir og mun væntanlega einnig gera það hjá lánþegum Hljóðbókasafns Íslands. Brynja er fædd í Reykjavík árið 1992. Fyrir fyrri verk sín hefur hún verið tilnefnd til Fjöruverðlaunanna, fengið Hvatningarverðlaun Vigdísar Finnbogadóttur, hlotið Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslanna og Ljóðstaf Jón úr Vör svo eitthvað sé nefnt. Við efumst ekki um að framtíðin er Brynju.

Jólabókaflóðið er skollið á og nýjar bækur streyma í verslanir. Hillan okkar fyrir bækur í innlestri er farin að svigna ...
31/10/2024

Jólabókaflóðið er skollið á og nýjar bækur streyma í verslanir. Hillan okkar fyrir bækur í innlestri er farin að svigna og þó á ýmislegt bitastætt eftir að koma út. Hér er hillan eins og hún leit út á síðasta októberdegi ársins.

Hljóðbókasafn íslands hlaut hvatningarverðlaun ADHD samtakanna í ár. Við þökkum kærlega fyrir, þetta er okkur sannarlega...
15/10/2024

Hljóðbókasafn íslands hlaut hvatningarverðlaun ADHD samtakanna í ár. Við þökkum kærlega fyrir, þetta er okkur sannarlega hvatning.

Hljóðbókasafn íslands hlaut hvatningarverðlaun ADHD samtakanna í ár fyrir ómetanlega þjónustu til handa börnum og fullorðnum með ADHD sem erfitt eiga með að nýta sér prentað mál. Verðlaunin voru afhent á málþinginu Konur - vitund og valdefling sem haldið var í Jötunheimum, sal Skátafélagsins Vífils í Garðabæ.

Borgarfulltrúinn, Dóra Björt Guðjónsdóttir og formaður ADHD samtakanna, Vilhjálmur Hjálmarsson afhentu Marínu Guðrúnu Hrafnsdóttur forstöðukonu Hljóðbókasafnsins - viðurkenningarskjal og glæsilegt málverk eftir Aron Leví Beck (Albeck).

Hlekkur á fréttina í heild sinni í fyrstu færslu.

Address

Digranesvegur 5
Kópavogur
200

Opening Hours

Monday 10:00 - 16:00
Tuesday 10:00 - 16:00
Wednesday 10:00 - 16:00
Thursday 10:00 - 16:00
Friday 10:00 - 14:30

Telephone

+3545454900

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Hljóðbókasafn Íslands posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Hljóðbókasafn Íslands:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram