VIÐ BERUM SJÁLF ÁBYRGÐ Á EIGIN HEILSU
Heilsufar þjóðarinnar er mjög bágborið, bæði barna og fullorðinna. Þyngd segir hins vegar ekki allt um heilsufar viðkomandi og eigum við ekki að einblína á þyngd og vaxtarlag. Við erum misjöfn og getum verið heilsuhraust alveg óháð stærð og lögun. Verum sátt í eigin líkama og elskum okkur sjálf. Alltaf er hægt að bæta heilsuna, við sem eldri erum eigum að taka alvarlega það hlutverk okkar að vera fyrirmyndir barna og unglinga, byrjum snemma að innleiða heilsusamlega næringu hjá börnum, það mun borga sig margfalt!!