Heill Heimur

Heill Heimur Heill heimur býður upp á meðferð fyrir einstaklinga auk fyrirlestra og námskeiða á svið meðvirkni og núvitundar

Heill heimur býður upp á meðferð fyrir einstaklinga auk fyrirlestra og námskeiða á sviði meðvirkni og núvitundar. Sérstakar áherslur: Meðvirkni - orsakir og afleiðingar, birtingarmyndir í daglegu lífi, s.s. brotin sjálfsmynd, erfiðleikar með að setja sjálfum sér og öðrum heilbrigð mörk, spenna og erfiðleikar í samböndum og samskiptum. Ráðgjöfin byggir á:
Áfalla-og uppeldisfræðum Piu Mellody, sem skoðar áhrif fjölskyldunnar á uppvöxt okkar og þroskaferil. Meðvirkni þróast í uppvextinum í óheilbrigðum fjölskyldumynstrum. Þau verða m.a. til vegna andlegra eða líkamlegra veikinda foreldra eða barns, fíknar, stjórnleysis eða vangetu foreldra/uppalenda til að veita þá næringu sem til þarf svo barn geti þroskast og orðið heill fullorðinn einstaklingur, með heilbrigða sjálfsmynd, fær um að eiga í heilbrigðum samböndum og samskiptum í lífi og starfi. Samkenndarnálgun (Comassionate Inquiery) er leið til sjálfsskoðunar, samkenndar og sáttar í eigin lífi. Samkenndarnálgun er aðferð sem leitast við að skoða rætur þeirra undirliggjandi og ómeðvituðu viðhorfa sem stjórna þínu lífi. Komast að rótum þeirra og skilja hvernig þau urðu til og af hverju í því augnamiði að sleppa takinu á þeim. Gyða Dröfn er með meistaragráðu í stjórnun heilbrigðisþjónustu og lýðheilsu (EMPH) frá Háskólanum í Reykjavík. Gyða hefur lokið námi í meðvirknifræðum Piu Mellody, fræðum sem skoða áhrif fjölskyldunnar á uppvöxt okkar og þroskaferil. Gyða Dröfn hefur iðkað Zen hugleiðslu síðastliðin 20 ár undir handleiðslu Zen meistarans Kwong Roshi, bæði hér á landi og á Sonoma Mountain Zen Center. Iðkun hugleiðslu veitir innsýn í eigin hug og tilveru og eykur skilning á sjálfum okkar og lífi okkar.

Ástvaldur Zenki hefur lokið námi í Compassionate Inquiery (Samkenndarnálgun) sem er sýkóþerapísk leið sem hjálpar okkur að afhjúpa þá ómeðvituðu þætti sem stjórna hegðun okkar í daglegu lífi. Ástvaldur hefur lokið diplóma námi í Counselling Skills hjá Chris John, ​MSc, sálmeðferðarfræðingi. Hann hefur iðkað Zen hugleiðslu undir handleiðslu bandaríska Zen-meistarans Jakusho Kwong Roshi síðan 1998 og er í dag kennari Zen á Íslandi. Til að panta tíma í meðvirknivinnu, panta fyrirlestur eða námskeið er hægt að senda póst á netfangið: heillheimur@heillheimur.is

Einnig boðið upp á fjarviðtöl.

Heilbrigð tengsl eru grunnur okkar tilveru ❤️
20/09/2025

Heilbrigð tengsl eru grunnur okkar tilveru ❤️

Námskeið 7.-9. október í London!Tækifæri til að fara dýpra, auka tengsl og skilning!
05/09/2025

Námskeið 7.-9. október í London!
Tækifæri til að fara dýpra, auka tengsl og skilning!

Að ala sig upp aftur er lífsbreytandi og í því er setningin "Ekki of seint að eiga hamingjuríka æsku" fólgin 😍
01/09/2025

Að ala sig upp aftur er lífsbreytandi og í því er setningin "Ekki of seint að eiga hamingjuríka æsku" fólgin 😍

🥰
18/08/2025

🥰

Relatable 👇

❤️
23/07/2025

❤️

🔎🔎🔎

😍
15/07/2025

😍

09/07/2025

😍

❤️
07/07/2025

❤️

💡 💡 💡

Taugakerfið, tilfinningar og viðbrögð - áhrif á sambönd og samskipti 🌼
02/07/2025

Taugakerfið, tilfinningar og viðbrögð - áhrif á sambönd og samskipti 🌼

Pia Mellody (1943-2025) ❤️Þegar ég fékk þær fréttir að Pia Mellody væri látin leið mér eins og einhver sem ég þekkti nok...
01/06/2025

Pia Mellody (1943-2025) ❤️

Þegar ég fékk þær fréttir að Pia Mellody væri látin leið mér eins og einhver sem ég þekkti nokkuð náið hefði kvatt. Mér fannst það skrítið þar sem ég hitti hana aldrei en það er samt óhætt að segja að hún hafi verið einn mesti áhrifavaldur bæði í lífi mínu og starfi.

Grunnurinn að þeirri meðferðarvinnu og námskeiðum sem Heill heimur býður upp á byggir á módeli Piu (PIT - Post Induction Therapy) eða áfalla- og uppeldisfræði Piu Mellody sem skoðar áhrif fjölskyldumynstra á uppvöxt okkar og þroskaferil og hvernig þau áhrif birtast í lífi okkar á fullorðinsárum. Í daglegu tali tölum við um þroskaáföll en algengasta orðið sem tengt er við Piu Mellody er MEÐVIRKNI.

Pia var frumkvöðull með stórum staf, langt á undan sinni samtíð og það er frábært að sjá hvernig áhrifa af hennar verkum gætir í áfallafræðum 21. aldarinnar.

Ég er óendanlega þakklát fyrir Piu Mellody og hennar ómetanlega starf, það breytti mínu lífi persónulega að leggja af stað í þá vegferð að skoða mitt eigið líf í ljósi hennar módels og vinna þá meðferðarvinnu sem PIT módelið byggir á. Það er óhætt að segja að ég hafi séð heiminn og lífið í nýju ljósi, sem varð til þess að ég ákvað að læra þessi fræði í þeim tilgangi að styðja við aðra, fræða og upplýsa.

Sú vegferð hefur verið mögnuð og eftir því sem ég hef kafað dýpra í áfallafræðin og kynnst starfi m.a. Gabor Maté, Stephen Porges, Richard Schwartz og Bessel Van Der Kolk þá átta ég mig enn betur á því hversu magnað starf Pia vann og hversu langt á undan sinni samtíð hún var. Grunnurinn í hennar nálgun er samofinn þeirra, það sem hefur svo bæst við og breyst er að skilningur okkar á heilanum og taugakerfinu er alltaf að aukast og hægt að styða það með meiri og betri rannsóknum en áður.

Bækurnar hennar Meðvirkni - orsakir, einkenni, úrræði (Facing Codependency), Facing Love Addiction og The Intimacy Factor hafa stutt ótalmarga við að takast á við sársauka ógróinna sára og munu gera það áfram.

Takk Pia Mellody 🙏
Gyða Dröfn

P.s. Set í ummæli hlekk á viðtal sem tekið var við Piu fyrir nokkrum árum í Podcasti The Meadows (þar sem hún starfaði og þróaði sitt módel). Mæli með að hlusta/horfa.

Meðvirkni- áhrif á líf, líðan, samskipti og sambönd! Námskeið 13. maí 2025. Nánari upplýsingar á www.heillheimur.is
17/04/2025

Meðvirkni- áhrif á líf, líðan, samskipti og sambönd! Námskeið 13. maí 2025. Nánari upplýsingar á www.heillheimur.is

Address

Vallakór 4
Kópavogur
201

Opening Hours

Monday 09:00 - 17:00
Tuesday 09:00 - 17:00
Wednesday 09:00 - 17:00
Thursday 09:00 - 17:00
Friday 09:00 - 17:00

Telephone

+3546974545

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Heill Heimur posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Heill Heimur:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Category

Our Story

Gyða Dröfn Tryggvadóttir býður upp ráðgjöf auk fyrirlestra og námskeiða á sviði meðvirkni og núvitundar. Sérstakar áherslur: Meðvirkni - orsakir og afleiðingar, birtingarmynd í daglegu lífi, s.s. brotin sjálfsmynd, kvíði, streita, erfiðleikar með að setja sjálfum sér og öðrum heilbrigð mörk, spenna og erfiðleikar í samböndum og samskiptum ofl. Ráðgjöfin byggir á meðvirknimódeli Piu Mellody, sem skoðar áhrif fjölskyldunnar á uppvöxt okkar. Meðvirkni verður til í æsku og þróast vegna óheilbrigðra fjölskyldumynstra. Þau verða m.a. til vegna andlegra eða líkamlegra veikinda foreldra eða barns, fíknar, stjórnleysis eða vangetu foreldra/uppalenda til að veita þá næringu sem til þarf svo að barn geti þroskast og orðið heill fullorðinn einstaklingur, með heilbrigða og góða sjálfsmynd, fær um að eiga í heilbrigðum samböndum og samskiptum við sína nánustu og aðra er á vegi hans verða. Módelið hefur verið í stöðugri þróun en um 40 ár eru síðan hjúkrunarfræðingurinn Pia Mellody hóf þessa vegferð, sem varð upphafið að módelinu, sem hefur verið notað æ síðan af fagfólki á The Meadows í Arizona. Gyða Dröfn er með meistaragráðu í stjórnun heilbrigðisþjónustu og lýðheilsu (EMPH) frá Háskólanum í Reykjavík. Gyða hefur lokið námi í áfalla-og uppeldisfræðum Piu Mellody, sem skoða áhrif fjölskyldunnar á uppvöxt okkar og þroskaferil auk þess sem hún hefur lokið námi í meðferðardáleiðslu hjá Dáleiðsluskóla Íslands. Gyða Dröfn hefur iðkað Zen hugleiðslu síðastliðin 20 ár undir handleiðslu Zen meistarans Kwong Roshi, bæði hér á landi og á Sonoma Mountain Zen Center. Iðkun hugleiðslu veitir innsýn í eigin hug og tilveru og eykur skilning á sjálfum okkar og lífi okkar. Gyða Dröfn býður upp á fyrirlestra og námskeið um meðvirkni fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki - hvernig meðvirkni verður til, hvernig hún þróast og hindrar okkur í að eiga heilbrigð samskipti við okkur sjálf og aðra. Gyða Dröfn býður einnig upp á núvitundarnámskeiðið Lífið er núna fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki. Til að panta tíma í ráðgjöf, panta fyrirlestur eða námskeið er hægt að senda póst á netfangið: heillheimur@heillheimur.is eða hringja í síma 697 4545. Einnig boðið upp á Skype/Face Time viðtöl.