09/09/2025
Tilkynning vegna uppfærslu á Carelink Personal
11. SEPTEMBER 2025 kl. 16:00 – 16:45 (íslenskur tími)
Kæri Medtronic samfélagsmeðlimur,
CareLink™ Personal verður óvirkt vegna áætlaðrar hugbúnaðaruppfærslu:
11. september 2025 16:00 – 16:45 íslenskur tími
Hvað er að breytast?
• Notendur MiniMed™ Mobile forritsins munu fá „push“ tilkynningar ef engin gögn hafa verið send í CareLink™ Personal í 72 klst.
• Bætt verður við hebresku og arabísku tungumáli á CareLink™ Personal vefnum.
• Smávægilegar uppfærslur á CareLink™ skýrslum.
Hvað gerist á meðan uppfærslan fer fram?
• CareLink Personal (carelink.minimed.eu) verður óaðgengileg.
• Gögn og tilkynningar verða ekki sýnileg umönnunaraðilum.
• Gögn munu ekki berast til meðferðaraðila svo sem lækna og hjúkrunarfræðinga sem aðgang hafa að gögnunum þínum.
• Skilaboð eins og „Server connection error“ og „Upload Failed“ geta birst í öppunum.
• InPen notendur sem einnig nota Simplera™ sykurnema munu ekki sjá mælingar í InPen appinu.
Eftir kl. 16:45 mun allt fara í gang á ný sjálfkrafa. Ef tenging við CareLink rofnar þarftu að skrá þig afturinn í appinu.