12/08/2024
Kæru viðskiptavinir.
Þar sem verður heitavatnslaust hjá okkur og á stóru svæði á höfuðborgarsvæðinu 19 - 21 ágúst þá verður fótaaðgerðastofan lokuð frá 20 - 22 ágúst. Tekið er við tímabókunum í síma 898-2240 👣🌹
Heitavatnslaust á stóru svæði á höfuðborgarsvæðinu 19. - 21. ágúst.
Heitavatnslaust verður í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Norðlingaholti, Breiðholti og Álftanesi frá kl. 22 mánudaginn 19. ágúst þar til á hádegi miðvikudaginn 21. ágúst.
Lokað verður fyrir flutningsæð hitaveitu, Suðuræð, sem flytur heita vatnið frá jarðvarmavirkjunum á stóran hluta af höfuðborgarsvæðinu. Verið er að tengja fyrsta áfanga Suðuræðar 2 við dreifikerfið og þá þarf að taka heita vatnið af. Áhrifin eru mikil á stóru svæði.
Við skiljum vel að það komi sér illa fyrir íbúa og fyrirtæki að vera án heits vatns og Veitur hafa skipulagt lokunina á þeim tíma þegar minnst notkun er á heitu vatni. Tenging stofnæða er stórt og tímafrekt verk en Veitur munu kappkosta að vinna það hratt og örugglega.
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á vef Veitna.
https://www.kopavogur.is/is/frettir-tilkynningar/heitavatnslaust-a-storu-svaedi-a-hofudborgarsvaedinu-19-21-agust