Hugrún Linda - Velsæld í lífi og starfi

Hugrún Linda - Velsæld í lífi og starfi Ég býð upp á handleiðslu, markþjálfun, fræðslu, streituráðgjöf, námskeið og vinnustofur. Sendu mér póst hugrun@hv.is

Er með MA í félagsráðgjöf, diplóma í jákvæðri sálfræði, faglegri handleiðslu og mannauðsstjórnun. Ég er einnig sérhæfð í streitustjórnun. Ráðgjöf - Markþjálfun - Handleiðsla - Fræðsla - Jákvæð sálfræði - Streita - Vinnustreita - Kulnun - Vellíðan og virkni í lifi og starfi

Ég er ótrúlega ánægð með að hafa loksins sett saman geggjaða fræðslu og grunn fyrir ykkur öll sem viljið aðeins staldra ...
22/01/2026

Ég er ótrúlega ánægð með að hafa loksins sett saman geggjaða fræðslu og grunn fyrir ykkur öll sem viljið aðeins staldra við og skoða stöðuna á ykkar líðan og streitukerfi :)

Ég setti saman „Heilsan – streitan og taugakerfið“ vegna þess að margra ára reynsla úr viðtölum hefur vakið mig til umhugsunar.

Það sem situr eftir hjá mér aftur og aftur er þetta:

Fólk leitar sér aðstoðar allt of seint!
Ég hitti endurtekið fólk sem:

keyrir áfram þrátt fyrir viðvarandi álag
setur sig aftast í forgangsröðunina
á erfitt með að setja mörk og segja nei
ber mikla ábyrgð og vill ekki valda vonbrigðum
þekkir ekki eigin mörk fyrr en líkaminn fer að kalla hátt
finnur sig ótengt sjálfum sér, þörfum sínum og tilfinningum
skammast sín fyrir líðan sína og upplifir vanmátt – jafnvel í ábyrgðarstöðum
Í einkaviðtölum erum við yfirleitt að fara yfir svipaða hluti og vinna með sama grunninn og þess vegna bjó ég til þetta aðgengilega námskeið.

Svo þú (og fleiri) getir:

áttað þig fyrr á því hvað er að gerast
skilið betur líkama þinn og viðbrögð
metið hvort þú þurfir stuðning og hvaða stuðning
gert breytingar sem skipta raunverulega máli........og gripið í taumana áður en "þú klessir á vegginn"

Margir lifa lengi í viðbragðsstöðu og sjálfstýringu án þess að gera sér grein fyrir því. Líkaminn aðlagast álagi, heldur áfram og „reddar sér“ – þar til hann fer að senda skýrari skilaboð: spennu, orkuleysi, svefntruflanir, einbeitingarskort eða stöðuga innri ólgu sem...

18/01/2026
Nýja heimasiðan er alveg að verða tilbúin😊
17/01/2026

Nýja heimasiðan er alveg að verða tilbúin😊

Hugrún Linda Hugarfar - Heilsa - Hamingja - Hugrekki - Heilindi

Ný þjónusta hjá VIRK - Ég er svo lánsöm að vera með úrræði þarna inni þar sem heilsan og starfsorkan eru sett í skoðun. ...
16/01/2026

Ný þjónusta hjá VIRK - Ég er svo lánsöm að vera með úrræði þarna inni þar sem heilsan og starfsorkan eru sett í skoðun. Reynsla af vinnu með fólki í álagstengdum veikindum síðustu 11 árin skilar sér vonandi núna inn í forvarnir.

Ný forvarnarþjónusta hjá VIRK sem styður einstaklinga og vinnustaði við að efla farsæla þátttöku á vinnumarkaði.

Langvarandi streita getur haft veruleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Taktu ókeypis streituprófið og sjáðu hvernig...
16/01/2026

Langvarandi streita getur haft veruleg áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Taktu ókeypis streituprófið og sjáðu hvernig staðan þín er.

„Hversu mikil áhrif hefur streita á þig?“ Taktu streituprófið og fáðu innsýn í stöðu þína!

16/01/2026

„Hversu mikil áhrif hefur streita á þig?“ Taktu streituprófið og fáðu innsýn í stöðu þína!

JÓLAGJÖF TIL ÞÍN - Fáðu aðgang að 8 rafrænum Jóga Nidra djúpslökunarhugleiðslum! FRÍR AÐGANGUR í takmarkaðan tíma. Ég he...
12/12/2025

JÓLAGJÖF TIL ÞÍN - Fáðu aðgang að 8 rafrænum Jóga Nidra djúpslökunarhugleiðslum! FRÍR AÐGANGUR í takmarkaðan tíma.

Ég heiti Hugrún Linda Guðmundsdóttir og er I AM Yoga Nidra® Certified leiðbeinindi frá Amrit Yoga Institute. Í starfi mínu sameina ég vestræn vísindi og austræna visku til að hjálpa fólki að byggja upp innri frið, vinna með streitu, seiglu og jafnvægi í lífi og starfi. Jóga Nidra er ein af mínum uppáhalds leiðum til að styðja við innri ró og vellíðan – ég hlakka til að þú fáir að upplifa hana líka.

Jóga Nidra er djúpslökun sem leiðir þig í ástand milli vöku og svefns þar sem líkaminn slakar alveg á og taugakerfið endurnærir sig.

Ávinningur:
Dregur úr streitu og spennu
Styður betri svefn
Eykur ró, orku og einbeitingu
Hjálpar þér að losa um uppsafnaða þreytu
Hentar öllum – líka þeim sem eiga erfitt með hugleiðslu
Jóga Nidra er gott fyrir alla sem vilja róa taugakerfið.

Með jóga nidra ástundun nær fólk oft góðri innri slökun og betri tengingu við sjálfan sig sem skilar sér svo í því að fólk nær betri tökum á öðrum þáttum lífsins. Jóga Nidra er líka gott fyrir alla sem eiga við svefnörðugleika að stríða. Langtímaástundun leiðir til betri svefns og betra jafnvægis í daglegu lífi.

Ókeypis Jóga Nidra djúpslökun.

Address

Heilsuvernd/Urðarhvarf 14
Kópavogur
203

Telephone

+3548980500

Website

https://hv.is/einstaklingar/streituskolinn/hugrun-linda-gudmundsdottir/, https://www.hugrun

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Hugrún Linda - Velsæld í lífi og starfi posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram