22/01/2026
Ég er ótrúlega ánægð með að hafa loksins sett saman geggjaða fræðslu og grunn fyrir ykkur öll sem viljið aðeins staldra við og skoða stöðuna á ykkar líðan og streitukerfi :)
Ég setti saman „Heilsan – streitan og taugakerfið“ vegna þess að margra ára reynsla úr viðtölum hefur vakið mig til umhugsunar.
Það sem situr eftir hjá mér aftur og aftur er þetta:
Fólk leitar sér aðstoðar allt of seint!
Ég hitti endurtekið fólk sem:
keyrir áfram þrátt fyrir viðvarandi álag
setur sig aftast í forgangsröðunina
á erfitt með að setja mörk og segja nei
ber mikla ábyrgð og vill ekki valda vonbrigðum
þekkir ekki eigin mörk fyrr en líkaminn fer að kalla hátt
finnur sig ótengt sjálfum sér, þörfum sínum og tilfinningum
skammast sín fyrir líðan sína og upplifir vanmátt – jafnvel í ábyrgðarstöðum
Í einkaviðtölum erum við yfirleitt að fara yfir svipaða hluti og vinna með sama grunninn og þess vegna bjó ég til þetta aðgengilega námskeið.
Svo þú (og fleiri) getir:
áttað þig fyrr á því hvað er að gerast
skilið betur líkama þinn og viðbrögð
metið hvort þú þurfir stuðning og hvaða stuðning
gert breytingar sem skipta raunverulega máli........og gripið í taumana áður en "þú klessir á vegginn"
Margir lifa lengi í viðbragðsstöðu og sjálfstýringu án þess að gera sér grein fyrir því. Líkaminn aðlagast álagi, heldur áfram og „reddar sér“ – þar til hann fer að senda skýrari skilaboð: spennu, orkuleysi, svefntruflanir, einbeitingarskort eða stöðuga innri ólgu sem...