Nærandi ég
Kristjana heiti ég. Það var árið 2004 sem ég sá auglýst Jógakennara nám. Ég hafði aldrei farið í jóga jóga áður . Jú ég fór í námið og fílaði það vel og útskrifaðist 2005. Árið 2012 fer ég ég í Heilsumeistaraskólann sem telst til Náttúrulækninga. Þar opnaðist nýr heimur fyrir mér. Þar lærði ég allt sem við kemur sjálfsrækt og hvað mikilvægt er að næra sig rétt til að halda góðri heilsu. Þar lærði ég allt um jurtir , ilmkjarnaolíur, næringafræði. Maí 2019 bætti ég við mig Jóga nidra námi og ágúst sama ár fór ég til Balí að ná mér í réttindi í nuddi. Þar var ég í hálft ár, dreif mig í nudd nám með alþjóðlegum réttindum.Ég lærði Balíneskt nudd, Swedish massages, sportnudd, Sogaæðanudd og ilmkjarnanudd. Hreint og hollt matarræði hefur átt hug minn allan og hef ég brallað ýmislegt undanfarin ár, ég legg mikla áherslu á að nota hreint hráefni og gera mest sjálf. Kornspírusafar, súrkál, hráfæði og hreint fæði hef ég verið að stússast í og líka hef ég lært súrdeigsgerð í Edinborg. Í gegnum þessum ár hef fléttað saman ástríðu í matargerð, sjálfsrækt, jóga og nuddi. Það er mér svo mikilvægt að miðla því sem ég kann vegna þess að ég sjálf hef staðið í þeim sporum að missa heilsuna og ná henni aftur.