Nærandilíf

Nærandilíf NærandiLÍF býður upp á heilsueflandi námskeið og nudd. Góð heilsa er miklu meira en bara næring

🫶 Taugakerfið + melting🫶Ég sá loksins mynstrið: Meltingaróþægindi verða verri þegar ég er undir miklu álagi og streitu. ...
16/09/2025

🫶 Taugakerfið + melting🫶

Ég sá loksins mynstrið: Meltingaróþægindi verða verri þegar ég er undir miklu álagi og streitu. Ég hélt fyrst að það væri maturinn en svo fattaði ég að það var taugakerfið mitt sem var í stanslausu streituviðbragði. Þegar ég lærði að róa taugakerfið, fór meltingin mín líka að róast.

🍎 Róleg melting: betri næringarupptaka 🍎

🧘‍♀️ Ég er að læra að það þarf ekki að „vinna sér inn“ hvíld. Innripása er mér mikilvæg.Þegar ég stoppa, anda og leyfi m...
28/08/2025

🧘‍♀️ Ég er að læra að það þarf ekki að „vinna sér inn“ hvíld. Innripása er mér mikilvæg.

Þegar ég stoppa, anda og leyfi mér að vera, þá finn ég hvað líkaminn og hjartað verða mýkri. 💫 Ég upplifi kyrrðina innra með mér.
Það er ótrúlegt hvernig taugakerfið okkar svarar þegar við sýnum okkur hvíld, mildi og traust.

Ég er nóg – og þú líka 🫶 Eigðu góðan dag 🌻

Nærðu líkama og sál til betri heilsu💛
01/07/2025

Nærðu líkama og sál til betri heilsu💛

✨ Hugleiðing fyrir þigHvað gerir þú til að næra þig ?Stundum þurfum við að staldra við og heyra hvað líkaminn okkar er a...
26/06/2025

✨ Hugleiðing fyrir þig

Hvað gerir þú til að næra þig ?

Stundum þurfum við að staldra við og heyra hvað líkaminn okkar er að segja við okkur út frá einkennum sem hann sýnir okkur. Ef þú setur ákveðna meðvitund á að hægja á, skynja og heyra hvað er að gerast hið innra, þá nærðu að sjá ákveðin vanabundin mynstur sem þú gerir jafnvel ómeðvitað en þessi mynstur hafa ótrúlega áhrif á þig daglega. Hvíld styður þig við að heyra hvað það er sem þú þarfnast. 😘🫶.

🦋 Hvaða afsakanir ætlar þú að sleppa þessa helgina ? 🦋Ég hef verið þar sjálf, á þeim stað að ég vildi breytingar, en fan...
16/05/2025

🦋 Hvaða afsakanir ætlar þú að sleppa þessa helgina ? 🦋

Ég hef verið þar sjálf, á þeim stað að ég vildi breytingar, en fannst ég stundum ekki vita hvar ég ætti að byrja.

Suma daga gekk vel, ég fann fyrir orku, trú og meðvitund á eigið ástand. Þannig tók ég skref fram á við. Svo komu aðrir dagar þar sem ég dróst til baka eins og hvert annað rusl og fann fyrir gömlum mynstrum sem héldu mér niðri

Það er bara mannlegt að upplifa þetta. 🧍‍♀️ En að taka eftir því er vöxtur - án meðvitundar um eigið ástand, gerist lítið. Það er byrjunin. Að fara frá óttanum í að þora að mæta sjálfum sér í berskleika lífsins: Segja, já þarna þarf ég að staldra við og skoða, vega og meta. Sjá hvað er verið að sýna mér til þess að ég taki næsta skref

Það er það sem ég lærði er að þessi vegferð er ekki bein lína, hún sveiflast.
Jafnvægi snýst ekki um að ganga alltaf áfram – heldur að mæta sjálfri mér með skilningi, sama hvert skrefið stefnir.

Ég tók eftir því að þegar ég byrjaði að horfa á hugsanirnar mínar: eins og „ég get þetta ekki“, „ég hef ekki tíma“ " ég er vonlaus". Það voru þessi ákveðnu mynstur sem ég þurfti að mæta til þess að átta mig á hver ég væri.

Þetta voru afsakanir sem ég hafði lært að búa til, ósjálfrátt. Til að vernda mig frá því óþekkta, frá breytingu.

✅Ég er ekki þessar afsakanir.
✅Ég er ekki fortíðin mín
✅Ég er ekki röddin sem segir mér að ég sé ekki nóg.

Ég er manneskja í þróun, ég er hætt að berjast við sjálfan mig
Með hverju skrefi sem ég tek jafnvel þó það virðist lítið er ég að velja mig.
Þá varð auðveldara að stíga út úr þessum gömlu mynstrum – með meiri mildi.

🌱 Þegar ég sleppi tökunum á afsökunum – jafnvel bara einni leyfi ég mér að vera ég
Ég sé skýrar. Finn betur tilganginn minn.
Og tengist sjálfri mér á dýpri hátt. 🧘‍♀️

Öndunarvitund...er skrefið sem þú þarft til að öðlast betri innri ró😮‍💨Þegar ég staldra við yfir daginn, set fótinn á br...
28/04/2025

Öndunarvitund...er skrefið sem þú þarft til að öðlast betri innri ró😮‍💨

Þegar ég staldra við yfir daginn, set fótinn á bremsuna (í huganum, ekki á bílnum – nema ég sé í bílnum, þá geri ég bæði!), og fylgist með önduninni minni, hvort hún er hröð, grunn eða djúp – þá er ég að gefa mér tækifæri til að grípa inn í áður en streitan og þungar hugsanir festir sig eins í sessi eins og gömul tyggjóklessa undir skónum mínum. 🧘‍♀

Bara það að verða meðvituð um hvernig ég er að anda, hefur hjálpað mér að:

✅ Róa niður taugakerfið mitt (drifkerfið).
✅ Minnka ósýnilega spennu í líkamanum
✅ Lækka framleiðslu á kórtisóli sem styður mig að sofa betur
✅ Fá meira súrefni upp í háls, herðar og heila
✅ Hreinsa hugsanirnar og finna meiri innri ró.
✅Hætta að vera föst í hugsanaflækju
✅ Og síðast en ekki síst:  staðsetja mig í andartakinu - Núnu. Þar er ég örygg

Og nei, þetta er ekki eitthvað flókið eða tímafrekt!

Öndunarvitund snýst bara um það að veita sjálfum sér smá athygli, af ást og sjálfumhyggju.

Ég mæli með að byrja svona:

Í röðinni í búðinni, í umferðinni, í vinnunni – bara stoppa smástund, fylgjast með andardrættinum, og segja við sjálfan sig:
„Jæja elsku Jana mín" (þitt nafn) hvernig er loftflæðið í dag?“ 😮‍💨

Leyfðu mér að hvetja þig þig aðeins til betri sjálfsvirkni

Taktu smá nærandi stund frá í dag. Dragðu djúpt inn í gegnum nefið... og anda svo hægt út í gegnum munninn. Slakaðu á. Endurtaktu. Og spyrðu þig: Hvernig líður þér núna?

Ég lofa – þetta eru meiri töfrar en kaffibolli númer þrjú á mánudagsmorgni! 😉

Spenna og streita í hálsi og öxlum ? 😣Gefðu þér andrými – með 30 mínútna axlar-, háls- og herðanuddi 💆‍♂Þetta nudd gefur...
23/04/2025

Spenna og streita í hálsi og öxlum ? 😣

Gefðu þér andrými – með 30 mínútna axlar-, háls- og herðanuddi 💆‍♂

Þetta nudd gefur þér færi á að: ✨ Losa um spennu út frá streitu - minnkar spennu og bólgur í hálsi og herðum, dregur úr höfuðverkjum og stirðleika ✨ eykur blóðflæði, Hjálpar þér að slaka á og gef eftir– bæði líkamlega og andlega.

Fullkomið fyrir þá sem: – Sitja mikið við tölvu – Eru undir álagi – finna fyrir verkjum í öxlum, hálsi og herðum, eiga erfitt með einbeitingu og upplifa heilaþoku.

✨ Tilboð aðeins 8.000 kr! ✨ Streitulosun sem þú finnur strax fyrir💆

📆 Bókaðu tíma í dag og finndu léttleikann aftur

Bóka: https://noona.is/naerandi

https://naerandilif.is/is/pages/medferdir

Bókaðu þjónustu eða borð hjá uppáhalds fyrirtækjunum þínum, hvenær sem er og hvar sem er inni á noona.is eða Noona appinu.

Við tölum oft um streitu eins og hún sé eitthvað skrímsli.eitthvað sem við eigum að „berjast við“ eða „fjarlægja“.En hva...
23/04/2025

Við tölum oft um streitu eins og hún sé eitthvað skrímsli.eitthvað sem við eigum að „berjast við“ eða „fjarlægja“.
En hvað ef hún væri ekki óvinurinn?

Hvað ef hún væri skilaboð til þín?

Streita er ekki bara andleg. Hún er líka líkamleg, lífeðlisfræðileg og sjálfvirkt viðbragðskerfi líkamans. Kannski eins og vírusvörn sem er hönnuð til að verja okkur frá ógn.

Í líkamanum getur streita birst sem:

🌼 hraður hjartsláttur

🌼 grunn öndun

🌼 vöðvaspenna

🌼 meltingar óþægindindi

🌼 höfuðverkur

🌼 svefntruflanir

Í huganum birtist streita sem:

🧠 kvíðafullar hugsanir

🧠 gagnrýni á sjálfan sig

🧠 „alltof mikið í gangi“ tilfinning

🧠 minnkandi einbeiting

🧠 tilfinning um að vera aftengd/ur

Þetta eru skilaboð frá líkamanum þínum um að hann þarfnast þess að þú hægjir á, myndar betri tengsl við þig, gefur honum hvíld, öryggi, nærveru, sjálfsumhyggju og næði til þess að skoða hvað er að gerast hið innra, frekar en að halda áfram í að beita hann ákveðnu valdi til þess að halda áfram í ójafnvægi!

🤗Nýttu daginn í dag í að hlusta hvað þinn líkami er að reyna að segja við þig. Tengdu þig við þinn andardrátt og leyfðu honum að styðja við þig. Gefðu líkamanum ást og þolinmæði🤗



🧠Næsta prógramm byrjar 5 maí🧠

Allar breytingar byrja með einni ákvörðunAð brjóta upp þetta vanabundna mynstur sem þú þráir að komast upp úr krefst þes...
22/04/2025

Allar breytingar byrja með einni ákvörðun

Að brjóta upp þetta vanabundna mynstur sem þú þráir að komast upp úr krefst þess að þú farir að gera breytingar, en ekki bara að hugsa það.

Við vitum flest hvað við þurfum að gera til að líða betur, fara frá vanlíðan yfir í vellíðan. Við getum hugsað það en að framkvæma getur reynst okkur flókið, séstakalega með huga sem er á ákveðinni sjálfsstýringu án þess að við tökum eftir því.

Það er einmitt með þennan huga okkar sem er í raun stjórnandinn. Hann kemur með tillögur út frá fyrri lífsreynslu - hann leitar að skjótum, þægilegum lausnum sem passa við það sem þú ert vön/vanur að gera. Hugurinn leitar í öryggi. Oft er hann að koma með rök sem virðast skynsamlegar:

Kannastu við þetta?

🌱 Ég hef ekki orku í þetta
🌱 Þetta skiptir ekki máli
🌱 það er kalt úti
🌱 Ein 10 mínútna hugleiðsla breytir engu
🌱 Ég er of upptekin/n.
🌱 Ég er of gömul/gamall

Þetta eru ekki sannleikur – þetta eru tillögur frá huganum, byggðar á fyrri reynslu og vananum að forðast óþægindi.

Næsta prógramm byrjar 5 maí.
Við ætlum að brjóta upp vanabundið hugsunarmystur út frá því að vinna með taugakerfið og þjálfa hugann til betri virkni.Við notum aðferðir eins og:

Vitundarvakningu og róandi athygli
Virða eigið sjálf
Sjálfsumhyggju skref
Morgunrútína
Öndunarvitund og öndunaræfingar
Jóga nidra
Jákvæðar staðfestingar
Hugleiðsla
Þakklæti

Prógrammið er eingöngu á netinu og stendur yfir í 3 vikur. Allt efni opið í 90 daga. Það eru fundir á mánudögum og nærandi æfingar stundir eftir að prógrammi lýkur, yfir þessa 90 daga + einka netfundur í heilsuráðgjöf

Komdu með og leyðu þér að vera verandi í þínu lífi, þar sem þú finnur fyrir eigið sjálfsvirði og styrk.

Þetta snýst um að vakna af sjálfsstýringu hugans – að losa sig undan gömlum hugmyndum um þig, sem halda þér niðri í að l...
06/04/2025

Þetta snýst um að vakna af sjálfsstýringu hugans – að losa sig undan gömlum hugmyndum um þig, sem halda þér niðri í að lifa því lífi sem þú óskar. Þetta er innri vakning þar sem vitundin dvelur. Þegar við dveljum í andartakinu vitundinni hverfur þörfin fyrir að verjast, óttast, frestun eða skort.

Vor endurstilling og endurnæring, huga og líkama ! ✅ Endurnæra líkamann með hreinu og næringarríku fæði✅ Læra að styrkja...
31/03/2025

Vor endurstilling og endurnæring, huga og líkama !

✅ Endurnæra líkamann með hreinu og næringarríku fæði
✅ Læra að styrkja þarmaflóruna með góðgerlum og trefjaríkum mat
✅ Koma á jafnvægi á taugakerfið með jóga nidra og meðvitaðri hreyfingu
✅ Draga úr sykurlöngun, bólgum og verkjum
✅ Auka lífsorku, einbeitingu og vellíðan

10 daga prógrammið Hvíld, melting og hreinsun felst í mikilvægi þess að endurstilla og endurnæra meltingarkerfið og þarmaflóruna með því að borða hreinan mat og draga úr streitu með því að ná fram slökunarástand(hvíld) í gegnum taugakerfið.

Út frá þessu minnkar streita, virkni meltingarkerfisins verður skilvirkara, næringarupptaka verður betri, bólgusvörun minnkar, betra jafnvægi á blóðsykri og hormónum, ónæmiskerfið verður sterkara.

Hittumst laugardaginn 5 apríl(Hamraborg, kóp) og förum yfir allt sem prógrammið inniheldur, gerum jóga, öndun og jóga nidra. Þriðjudaginn á eftir byrjum við í 7 daga endurstillingu. 2 netfundir og stuðningur. Eftirfylgni í formi einkafundar(netfundur)

Þú færð aðgang að lokuðu svæði þar sem allt efnið er í 90 daga. Upptökur, uppskriftir og fróðleikur.

💫 Allt um mikilvægi þarmaflóruna, hreint matarræði og samsetningu matar.
💫 Að skilja samspil meltingarkerfisins og taugakerfi.
💫 Draga úr streitu þannig að þú ræður betur við ójafnvægi í matarræðinu þínu
💫 Öndunaræfing til að draga úr streitu og koma jafnvægi á taugakerfið og meltingarkerfið
💫 Jóga stöður fyrir meltingu og taugakerfi
💫 Koma líkama og huga slökunar ástand með jóga nidra stundum.
💫 Hvernig hrein næring getur haft áhrif á virkni líkamans
💫 Matarplan og ráðleggingar
💫 Allt um að fasta á djús
💫 Ráðleggingar hvað varðar vítamín fyrir meltingu og taugakerfi

Hittingur Laugardaginn 5 apríl kl 11:00 til 14:00 + 3 netfundir.

Skoða betur:
https://naerandilif.is/products/hvild-melting-og-hreinsun
29.900kr. Efnið er opið í 12 vikur + einka fundur, heilsuþjálfun.

Prógrammið byrjar 5 apríl 2025. Kl 11:00 til 14.00. Takmarkað pláss. Þú ferð aðgang að lokuðu svæði þar sem allt efnið er í 90 daga. Upptökur, uppskrifir og fróðleikur. Prógrammið er sett upp þannig að við hittumst laugardag 5 apríl. Farið er yfir allt efnið sem prógrammi...

Address

Hamraborg 1 4 Hæð
Kópavogur
105

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Nærandilíf posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Nærandilíf:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Nærandi ég

Kristjana heiti ég. Það var árið 2004 sem ég sá auglýst Jógakennara nám. Ég hafði aldrei farið í jóga jóga áður . Jú ég fór í námið og fílaði það vel og útskrifaðist 2005. Árið 2012 fer ég ég í Heilsumeistaraskólann sem telst til Náttúrulækninga. Þar opnaðist nýr heimur fyrir mér. Þar lærði ég allt sem við kemur sjálfsrækt og hvað mikilvægt er að næra sig rétt til að halda góðri heilsu. Þar lærði ég allt um jurtir , ilmkjarnaolíur, næringafræði. Maí 2019 bætti ég við mig Jóga nidra námi og ágúst sama ár fór ég til Balí að ná mér í réttindi í nuddi. Þar var ég í hálft ár, dreif mig í nudd nám með alþjóðlegum réttindum.Ég lærði Balíneskt nudd, Swedish massages, sportnudd, Sogaæðanudd og ilmkjarnanudd. Hreint og hollt matarræði hefur átt hug minn allan og hef ég brallað ýmislegt undanfarin ár, ég legg mikla áherslu á að nota hreint hráefni og gera mest sjálf. Kornspírusafar, súrkál, hráfæði og hreint fæði hef ég verið að stússast í og líka hef ég lært súrdeigsgerð í Edinborg. Í gegnum þessum ár hef fléttað saman ástríðu í matargerð, sjálfsrækt, jóga og nuddi. Það er mér svo mikilvægt að miðla því sem ég kann vegna þess að ég sjálf hef staðið í þeim sporum að missa heilsuna og ná henni aftur.