Heildræn heilsuþjálfun fyrir fólk á öllum aldri sem vill bæta heilsu án öfga. Ráðgjöf - Sérsniðin prógrömm - Heimaþjálfun
22/07/2024
Var að bæta við mig prógrammadegi og því opna ég aftur fyrir pantanir á sérsniðnu æfingaprógrammi :D
Ef þú hefur ekki hugmynd um hvernig æfingar þú ''ættir'' að gera, hversu oft í viku þú ''ættir'' að æfa og hversu langar æfingar þú ''ættir'' að taka þá get ég svo sannarlega hjálpað þér 💪
Æfingaprógrömmin mín eru 100% sérsniðin þínum markmiðum, getu & óskum. Prógrömmin eru sett upp í PDF & hægt er að sjá myndband af hverri æfingu fyrir sig. Verð fyrir stakt prógram eru 10.000 kr & er innifalið í því aðgangur að lokaðri facebook grúppu. Hér að neðan er sp...
15/05/2024
Þegar það kemur að því að ná settum markmiðum þá er mjög mikilvægt að setja upp gott plan.
Þú getur gert það sjálf/ur eða fengið þjálfara í það mission með þér🍎
Ef þú setur ekki upp neitt plan þá er svo auðvelt að missa sjónar af markmiðinu þínu og fara aftur í sama farið.
Planið þarf ekki að vera flókið og þú skalt passa að hafa það ekki óraunhæft.
Ég er rosalega hrifinn af því að brjóta markmiðið niður í nokkur minni markmið. T.d ef markmiðið er að borða hollari mat þá finnst mér gott að setja eitt markmið fyrir hverja viku þar sem fókusinn er að auka vissar fæðutegund. Í staðin fyrir að ætla sér að taka út ALLA óhollustu & fara í ræktina á hverjum degi þá gæti verið betra að bæta inn einum ávexti á dag & fara í ræktina 2x í viku til að byrja með 😉
Þannig getur þú minnkað kvíðan töluvert sem getur komið upp þegar við ætlum of mikils af okkur og í leiðinni vanið líkamann á heilbrigðari lífshætti í góðu jafnvægi🧘♀️
Ef þig vantar plan þá býð ég uppá bæði sérsniðið matarprógram & æfingaprógram sem hægt er að panta með því að smella á vefslóðirnar hér að neðan⬇️
Matarprógrömmin mín eru 100% sérsniðin þínum markmiðum & óskum með útreikninguðum hlutföllum á milli orkugjafa. Prógrömmin eru sett upp í PDF & hægt er að smella á hverja vöru eða uppskrift fyrir sig til að fá frekari upplýsingar. Þar sem prógrammið er með útreknuðum h...
27/02/2024
Gæti ekki verið meira sammála Dr. Josh Axe 🙌
Er aftur farin að taka að mér að gera sérsniðin matarprógröm! Ef þig langar í slíkt þá geturu pantað með því að smella á vefslóðina hér að neðan: https://forms.gle/zFXtKX73DLMAdLGXA
13/02/2024
Hundleiðinlegt að fara á æfingu með það í huga að refsa sér en ég hef sjálf verið á þeim stað.
Eina sem þurfti að breytast var mitt hugarfar og samband mitt við líkama minn.
Þegar það var komið g*t ég fyrst notið þess að æfa🤍
Ef þú vilt læra hvað ég gerði og öðlast þetta fresli sjálf/ur þá er þér velkomið að prófa mína fjarþjálfun sem ég var að opna fyrir aftur🥰
Eftir 1,5 ára barneignarfrí er ég byrjuð aftur að bjóða uppá einkaþjálfun & er ég ekkert smá spennt fyrir því! Að þessu sinni verð ég með aðstöðu í Mudo Gym Iceland þar sem ég hef aðgang að ótrúlega flottum æfingasal. Þennan sal hef ég útaf fyrir mig & þau sem ég þjálfa sem hentar einstaklega vel fólki sem er með félagskvíða og þau sem eru viðkvæm fyrir áreitinu sem fylgir líkamsræktarstöðvum.
Til að byrja með mun ég bjóða uppá eftirfarandi tíma alla virka daga:
11:00-11:45
12:00-12:45
13:00-13:45
Þú velur um að vera 1-3x í viku & hægt er að vera ein/n í þjálfun uppí 10 saman!
Endilega sendu mér skilaboð eða tölvupóst á margretgnarr@gmail.com ef þig langar að skrá þig! 😀
19/07/2022
Ráð vikunar☝🏻
Ef þú vilt bæta þinn lífstíl þá skiptir miklu máli að finna leið til að hvetja þig áfram á hverjum degi.
Það sem hefur reynst mér & mínu fólki er að horfa á allavega 1 hvatningarmyndband á hverjum morgni🙏🏻
Hér er eitt gott með Dr. Pradip Jamnadas, MD 👌🏻
"You don't even know IT'S HAPPENING TO YOU!"►Special thanks to Dr. Pradip Jamnadas MD for sharing this valuable information.Check out his amazing content her...
08/06/2022
Nú fer hver að verða síðastur til að prufa fjarþjálfun hjá mér áður en ég fer í fæðingarorlofið mitt :)
Lausar dagsetningar eru:
13. júní 2022
20. júní 2022
27.júní 2022
Besta hreyfingin er hreyfing sem þú hefur GAMAN að🙏🏻
Er oft spurð hvernig hreyfing er “best” & ég gef alltaf sama svarið sem þið sjáið hér að ofan😌
Ef þú veist ekki hvernig hreyfing þér finnst skemmtileg eða heldur að þér finnist bara ekkert gaman að hreyfa þig þá mæli èg með því að prufa allskonar!
Persónulega elska ég bardagaíþróttina en èg hef æft þá íþrótt í um 18 ár!
Ég elska að undirbúa mig fyrir mót eða beltapróf. Ég elska að vinna á sérstökum detailum sem gera mig að betri Taekwondo konu.
Ég elska líka klúbbinn minn Mudo Gym Iceland & líður alltaf súper vel eftir æfingar😊
Hèr er myndband af mér að styrkja mjaðmir fyrir hliðarspark & svo nokkur hliðarspörk fyrir nokkrum vikum. Er núna komin 28 vikur á leið svo þetta er farið að verða aðeins of erfitt en èg hlakka til þegar èg er búin að jafna mig eftir fæðingu & halda áfram að bæta mig í þessu sparki😁
Èg mæli með að prufa Taekwondo en hér eru einnig nokkrar hugmyndir í viðbót:
1️⃣Styrktaræfingar heima eða í líkamsræktarstöð (ef þig vantar prógram þá máttu senda mér dm😉)
2️⃣Muay Thai ( Mæli með Imperium MuayThai )
3️⃣MMA (Mæli með Reykjavik MMA )
4️⃣Fullorðins listdans á skautum
5️⃣Fullorðins fimleikar
6️⃣Námskeið hjá Hreyfing Heilsulind (hrikalega mikið skemmtilegt í boði)
7️⃣Einkaþjálfun í líkamsræktarstöð
8️⃣Golf (Tilvalið í sumar!)
9️⃣Gönguhópur
🔟Útiskokk eða hjól
Prufaðu eitthvað nýtt í hverri viku eða hverjum mánuði & finndu út hvað þér finnst skemmtilegast🙌🏻
08/04/2022
Lífið er svo miklu betra þegar maður hættir að láta þessa tölu stjórna því hvernig manni líður.
Be the first to know and let us send you an email when Trinity heilsa posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.
Ég heiti fullu nafni Margrét Edda Gnarr en flestir kalla mig Möggu.
Ég hef verið að starfa sem þjálfara síðan árið 2005.
Mín fyrstu störf voru hjá Taekwondo & Almenningsdeild Fimleikafélagsins Björk en þarf sá ég um að kenna Taekwondo & aðstoða við allskyns námskeið fyrir börn & unglinga.
Árið 2012 hóf ég svo störf sem einkaþjálfari & starfa ég sem slíkur enþá daginn í dag.
Ég þjálfa fólk á öllum aldri með allskonar markmið.
Ég er algjörlega á móti öllum öfgum í hreyfingu & mataræði & reyni ég að hjálpa mínum viðskiptavinum að finna þetta góða jafnvægi & hlusta á sitt innsæi.
Ég legg mikla áherslu á góða tækni til að koma í veg fyrir meiðsl eða til að æfa í kringum meiðsl eða aðra líkamlega kvilla.
Markmiðið með hverri æfingu er fyrst & fremst að hafa gaman!
Menntun & reynsla
15 ára reynsla af þjálfunarstörfum
Nemi í 1.stigs ÍSI þjálfara
1.dan í Taekwondo hjá Taekwondo school of Maryland
1.stig Reiki hjá Birgittu Halldórsdóttur Reikimeistara
Nemi í Heildrænni næringaráðgjöf hjá Trinity School of natural health