
08/09/2025
Þórir Harðarson, fósturfræðingur hjá Sunnu hélt kynningu á ráðstefnu Brakkasamtakanna og Krabbameinsfélagsins um nýjustu tækni á sviði fósturvísagreininga. En nú er hægt að greina BRCA-genið í fósturvísum.
Tveggja daga ráðstefnu Brakkasamtakanna og Krabbameinsfélagsins, Skref fyrir skref, lauk í dag en þar fengu gestir tækifæri til að fræðast um nýjustu rannsóknir og þróun þegar kemur að brjóstakrabbameini sem og að sækja viðburði sem að eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi.