Sunna frjósemisstofa

Sunna frjósemisstofa Sunna veitir fólki í frjósemisferli framúrskarandi þjónustu með áherslu á hlýju og samkennd og vill stuðla að góðu aðgengi að frjósemisþjónustu

Þórir Harðar­son, fóst­ur­fræðing­ur hjá Sunnu hélt kynn­ingu á ráðstefnu Brakka­sam­tak­anna og Krabba­meins­fé­lags­in...
08/09/2025

Þórir Harðar­son, fóst­ur­fræðing­ur hjá Sunnu hélt kynn­ingu á ráðstefnu Brakka­sam­tak­anna og Krabba­meins­fé­lags­ins um nýj­ustu tækni á sviði fóst­ur­vísa­grein­inga. En nú er hægt að greina BRCA-genið í fóst­ur­vís­um.

Tveggja daga ráðstefnu Brakkasamtakanna og Krabbameinsfélagsins, Skref fyrir skref, lauk í dag en þar fengu gestir tækifæri til að fræðast um nýjustu rannsóknir og þróun þegar kemur að brjóstakrabbameini sem og að sækja viðburði sem að eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi.

Við hjá Sunnu bjóðum nú upp á NiPT (non-invasive prenatal testing) sem er blóðprufa sem greinir erfðaefni frá fóstri í b...
29/08/2025

Við hjá Sunnu bjóðum nú upp á NiPT (non-invasive prenatal testing) sem er blóðprufa sem greinir erfðaefni frá fóstri í blóði þungaðrar konu. Rannsóknin getur sýnt hvort líklegt sé að litningafrávik séu til staðar. Einnig er hægt að fá upplýsingar um kyn fósturs.
Lestu meira með því að smella á hlekkinn.

NIPT – Fósturgreiningapróf Við hjá Sunnu bjóðum nú upp á [...]

📣 Þann 6. september heldur Þórir Harðarson, fósturfræðingur hjá Sunnu frjósemi, fræðsluerindi á ráðstefnu Brakkasamtakan...
29/08/2025

📣 Þann 6. september heldur Þórir Harðarson, fósturfræðingur hjá Sunnu frjósemi, fræðsluerindi á ráðstefnu Brakkasamtakanna og Krabbameinsfélagsins.
Á ráðstefnunni verður fjallað um áhættueftirlit, stuðning við arfbera og krabbameinsgreinda, nýjustu lyfjameðferðir og brjóstauppbyggingar.
Þórir mun fjalla um fósturvísaskimanir (PGT) sem við hjá Sunnu bjóðum upp á, en slíkar skimanir geta verið mikilvægar, bæði sem leið til að stytta biðina eftir lífvænlegri þungun (PGT-A) en líka við greiningar á alvarlegum erfðasjúkdómum (PGT-M)
ℹ️ Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna hér: brca.is/radstefna-brakkasamtakanna-og-krabbameinsfelagsins

Í júlí fæddist fyrsta barnið sem hefur orðið til með aðstoð okkar hjá Sunnu. Allt gekk vel og bæði móður og barni heilsa...
22/08/2025

Í júlí fæddist fyrsta barnið sem hefur orðið til með aðstoð okkar hjá Sunnu. Allt gekk vel og bæði móður og barni heilsast vel.
Við gleðjumst innilega með fjölskyldunni.

Við hjá Sunnu erum mætt til starfa eftir sumarfrí.Við munum svara öllum þeim erindum sem bárust á meðan á fríinu stóð næ...
05/08/2025

Við hjá Sunnu erum mætt til starfa eftir sumarfrí.
Við munum svara öllum þeim erindum sem bárust á meðan á fríinu stóð næstu daga.
Kærar þakkir fyrir þolinmæðina.

Við hjá Sunnu frjósemi erum stolt að kynna nýtt samstarf við bandaríska fyrirtækið Orchid sem sérhæfir sig í erfðagreini...
27/06/2025

Við hjá Sunnu frjósemi erum stolt að kynna nýtt samstarf við bandaríska fyrirtækið Orchid sem sérhæfir sig í erfðagreiningu og erfðaverndun.

Þetta samstarf gerir okkur kleift að bjóða PGT-M prófanir, sem greina alvarlega erfðagalla áður en fósturvísi er komið fyrir í legi og gefa þannig fjölskyldum möguleika til að koma í veg fyrir erfðasjúkdóma.

Á myndinni má sjá Noor Siddiqui, forstjóra Orchid ásamt Þóri og Ósk, fósturfræðingum Sunnu.
Við stefnum að því að senda fyrstu sýnin í samstarfi við Orchid í haust og hlökkum til að veita skjólstæðingum okkar aðgang að enn þróaðri erfðagreiningarþjónustu.

Við hjá Sunnu leggjum áherslu á að veita skjólstæðingum okkar bestu mögulegu þjónustu í frjósemismeðferð. Þess vegna bjó...
13/06/2025

Við hjá Sunnu leggjum áherslu á að veita skjólstæðingum okkar bestu mögulegu þjónustu í frjósemismeðferð. Þess vegna bjóðum við upp á fósturvísaskimanir sem getur hjálpað pörum og einstaklingum að taka upplýstar ákvarðanir í sínu frjósemisferli.

Við hjá Sunnu leggjum áherslu á að veita skjólstæðingum okkar [...]

Það verður lokað hjá okkur frá 14. júlí til og með 4. ágúst.Við opnum aftur þriðjudaginn 5. ágúst og hlökkum til að taka...
06/06/2025

Það verður lokað hjá okkur frá 14. júlí til og með 4. ágúst.
Við opnum aftur þriðjudaginn 5. ágúst og hlökkum til að taka á móti ykkur eftir sumarfrí.

Hjá Sunnu notum við alltaf fósturlím eða "Embryo Glue" þegar við setjum upp fósturvísa enda hafa rannsóknir sýnt fram á ...
23/05/2025

Hjá Sunnu notum við alltaf fósturlím eða "Embryo Glue" þegar við setjum upp fósturvísa enda hafa rannsóknir sýnt fram á það eykur líkur á þungun.

Fósturlím er íslenskt nafn á erlenda heitinu „Embryo Glue“ en [...]

Aukið öryggi ✨Hjá Sunnu frjósemisstofu notum við ESCO kerfi sem tryggir rekjanleika og nákvæma samsvörun á öllum stigum ...
25/04/2025

Aukið öryggi ✨
Hjá Sunnu frjósemisstofu notum við ESCO kerfi sem tryggir rekjanleika og nákvæma samsvörun á öllum stigum meðferðar.
Kerfið er sérhannað fyrir frjósemismeðferðir og tryggir að réttar frumur og sýni séu meðhöndluð á réttan hátt – frá upphafi til enda.

Þetta kerfi bætir við mikilvægu öryggislagi, þar sem hvert skref er skráð, vottað og rakið, án rýmis fyrir rugling eða mannleg mistök.

Fyrsta fósturvísaskimunin hjá Sunnu Frjósemi tókst afar vel!Við hjá Sunnu leggjum áherslu á að veita skjólstæðingum okka...
17/03/2025

Fyrsta fósturvísaskimunin hjá Sunnu Frjósemi tókst afar vel!

Við hjá Sunnu leggjum áherslu á að veita skjólstæðingum okkar bestu mögulegu þjónustu í frjósemismeðferð. Þess vegna bjóðum við nú upp á fósturvísaskimanir (PGT-A: Preimplantation Genetic Testing – Aneuploidy screening), sem getur hjálpað pörum og einstaklingum að taka upplýstar ákvarðanir í sínu frjósemisferli.

Fósturvísaskimun er aðferð sem notuð er í tengslum við tæknifrjóvgun (IVF) til að skima fósturvísa áður en þeim er komið fyrir í legi. Með því að kanna fjölda litninga í fósturvísum má auka líkur á heilbrigðri meðgöngu.
Á myndinni má sjá Evu Schenkman og Ósk Halldórsdóttur, báðar fósturfræðingar, við fyrstu lífsýnatökuna hjá Sunnu. Ósk fór í sérhæfða þjálfun í fósturvísaskimun hjá Evu í Bandaríkjunum og við þökkum Evu innilega fyrir alla aðstoðina.

Velkomin í hópinn Ragnheiður.Við hjá Sunnu frjósemisstofu erum glöð yfir að fá Ragnheiði Valdimarsdóttur í teymið okkar....
17/02/2025

Velkomin í hópinn Ragnheiður.
Við hjá Sunnu frjósemisstofu erum glöð yfir að fá Ragnheiði Valdimarsdóttur í teymið okkar. Hún er reynslumikill læknir á sviði ófrjósemi og hefur nýverið lokið doktorsnámi um PCOS.

Auk þess mun hún sinna almennri móttöku hjá Eddu læknastofu.
Við hlökkum til samstarfsins! 🌿✨

Ef þú vilt bóka tíma, sendu okkur línu á sunna@sunnafrjosemi.is, eða hafðu samband í síma 591-8000 og við munum hafa samband eins fljótt og auðið er.

Address

Urðarhvarf 8
Kópavogur
203

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Sunna frjósemisstofa posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Sunna frjósemisstofa:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram