08/08/2014
Námskeið í meðgöngunuddi og aðferðum sem hjálpa í fæðingu!!!
Ekki missa af seinastu plássunum! Nú er bara 1 pláss laust á sitthvort námskeiðið 13 og 18 ágúst. Svo nú fer hver að verða síðastur að skrá sig!!!
Í boði er meðgöngu og fæðingar nuddnámskeið í ágúst, sama námskeið og ég hélt til margra ára á stofunni 9 mánuðir. Þetta námskeið er í boði einungis í ágúst þar sem ég bý erlendis og er á Íslandi í ágúst.
Auka nuddnámskeiðið verður haldið miðvikudaginn 13 ágúst milli klukkan 19 og 22 á Jógasetrinu í Borgartúni 20, 4 hæð (í salnum hjá Auði jógakennara). Makinn lærir að nudda barnshafandi konu sína og mætir parið saman. Ég kenni nuddaðferðir sem nýtast konunni bæði á meðgöngu og í fæðingunni. Farið er í fóta, kálfa, mjaðma, mjóbaks, háls og herðanudd, auk baknudd, svæðanudd og þrýstipunktanudd sem nýtist í fæðingunni. Þá kennir ég hvernig hægt sé að minnka rifja-, lífbeins- og innanlæris verki sé þess sérstaklega óskað af parinu. Námskeiðið kostar 8500 kr. fyrir parið. Hægt er að fá frekari upplýsingar og skrá sig í gegnum netfangið fridahauksdottir@gmail.com
Hér er hægt að lesa umsagnir um nuddnámskeið: http://foreldrahandbokin.is/2012/12/naudsynlegasta-namskeidid/
Mörg eru þau námskeið sem í boði eru á meðgöngu og fyrir verðandi foreldra. Flest eru þau ákaflega gagnlegt en við megum til með að benda verðandi foreldrum á sérstök meðgöngunuddnámskeið sem haldin eru í 9 mánuðum. Geta þau lagað ýmsa kvilla, bætt líðan hinnar verðandi móður og gert makann að verkj…