Beta Reynis- Næringarfræðingur

Beta Reynis- Næringarfræðingur Heildræn næringarráðgjöf.
Þar sem allar hliðar einstaklingsins eru skoðaðar.

Beta Reynis., B.Sc og MS í næringafræði, bíður uppá heildræna næringarráðgjöf fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

„Ég hélt að þetta væri bara stress – en það var eitthvað meira“Eitt sumar, eftir mikið álag og streitu, fór ég að fá útb...
04/07/2025

„Ég hélt að þetta væri bara stress – en það var eitthvað meira“

Eitt sumar, eftir mikið álag og streitu, fór ég að fá útbrot í andlitið – og þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu. Ég hafði aldrei fengið unglingabólur, svo þetta kom mér mjög á óvart. Á sama tíma glímdi ég við stöðug meltingarvandamál, þreytu og orkuleysi sem lét mig finna fyrir því að líkaminn minn væri ekki að vinna með mér því ég var að ég taldi að borða mjög hollan mat.

Ég fór að grafa dýpra og tengdi þetta við fortíðina – þegar ég var barn fékk ég alltaf viðbrögð við skartgripum sem innihéldu nikkel. Ég hafði gleymt þessu – en það fór að vekja upp spurningar. Hvað ef líkaminn minn væri að bregðast harkalega við nikkeli núna, þegar streita og álag höfðu keyrt mig niður?

Það sem ég komst að var áhugavert:
Stress + lágar magasýrur + undirliggjandi næmi fyrir nikkel geta saman ýtt undir einkenni sem enginn virðist finna skýringar á.

Ég skrifaði grein þar sem ég deili reynslu minni og því sem ég hef lært – ekki sem algilt svar, heldur sem mögulega leið til að kveikja ljós hjá þeim sem tengja við þetta:

– Langvarandi meltingarvandamál
– Þreyta og orkuleysi
– Útbrot eða kláði
– Heilaþoka
– „Efnaskiptastífla“ eða þyngdaraukning eða jafnvel þyngdartap.

Ef þú tengir við þetta þá mæli með að lesa greinina

og ef persónulegar spurningar sendið mér póst beta@betareynis.is

Getur nikkel í mat verið að valda þér vanlíðan og neikvæðum einkennum sem enginn skýring finnst á? Undanfarin ár hef ég sérhæft mig í að vinna með einstaklingum sem grunar að þeir glími við nikkelóþol – ástand sem getur haft djúpstæð og neikvæð áhrif á líðan. Nikk...

Mæli með að lesa þessa grein - þetta hljómar ekki alveg svona erótískt þegar búið er að lesa greina (-; Njótið dagsins
10/06/2025

Mæli með að lesa þessa grein - þetta hljómar ekki alveg svona erótískt þegar búið er að lesa greina (-; Njótið dagsins

„Fyrsti kaffibollinn er heilagur. Ég drekk hann nakin, áður en dagurinn hefur fengið nokkra mynd eða skipulag.“

Gleðilegt sumar og takk fyrir samfylgdina í vetur.Ég finn að þegar sólin skín og það birtir til að þá fæ ég löngun til þ...
25/04/2025

Gleðilegt sumar og takk fyrir samfylgdina í vetur.

Ég finn að þegar sólin skín og það birtir til að þá fæ ég löngun til þess að taka á móti sumrinu full af orku og gleði. Mín skoðun er sú til að takast á við áskoranir er gott ráð að undirbúa sig vel og mæta til leiks vel nærð bæði sálarlega og líkamlega.

Ég og Maríanna Pálsdóttir ætlum að halda námskeið sem byrjar 5. maí. Lengd námskeiðisins er 21 dagur og tilvalið tækifæri til að koma sér í gírinn fyrir sumarið.

Námskeiðið er byggt upp á matarprógrammi, léttum æfingum, markmiðasetningu og slökun sem er kjarninn í gegnum allt námskeiðið.

Mætum sumrinu full af orku og gleði sama hvað veðrið ætlar að gera.

Kær kveðja,
Beta Reynis

------------------------------------------

Skráning er hafin á Betareynis.is (ATH! Takmarkaður fjöldi)
https://betareynis.is/products/naervitund-namskeid

Event á facebook:
https://www.facebook.com/events/1034580775252554

Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum dýrmæt verkfæri til að bæta heilsu sína með 3 vikna næringarprógrammi, hreyfingu, fróðleik um húðumhirðu, markmiðasetningu og slökun. Með því að sameina þessa þætti munum við stuðla að betri líðan og auknum árangri í d...

Með hlýju í hjarta langar mig að deila með ykkur þessu viðtali. Í því er meðal annars að finna uppskriftina af súpunni s...
25/04/2025

Með hlýju í hjarta langar mig að deila með ykkur þessu viðtali. Í því er meðal annars að finna uppskriftina af súpunni sem verður í boði í fyrsta tímanum á námskeiðinu NærVitund

Markmiðið er að hver og ein nái að vera besta útkoman af sjálfri sér og nái þessari útgeislun og ljóma. Báðar eiga þær erfitt ár að baki og vita hversu mikilvægt það er að huga að líkama og sál til að auka orku og útgeislun sína

Bókin mín Þú Ræður er núna á páska tilboði, tryggðu þér og þínum eintak 🐥
16/04/2025

Bókin mín Þú Ræður er núna á páska tilboði, tryggðu þér og þínum eintak 🐥

Þú Ræður er nýjasta bókin hennar Betu Reynis. Hér eru kynntar til leiks ótrúlega einfaldar en árangursríkar aðferðir sem stilla af blóðsykurinn en blóðsykur í jafnvægi skilar þér meiri orku, minni sykurlöngun, endurnærandi svefni og líflegri hormónum svo aðeins fátt eitt s...

Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að fara út að borða og njóta í góðum félagsskap. Ég hef alltaf ætlað að tjá mi...
21/03/2025

Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að fara út að borða og njóta í góðum félagsskap.
Ég hef alltaf ætlað að tjá mig og eða skrifa um þá staði sem ég heimsæki, ástæðan er að ég hef skoðun á þjónustu, matseðli, gæði matararins og umgjörð. Að njóta kvöldstundar í góðum félagsskap og fá framúrskarandi þjónustu er mikilvæg næring fyrir félagslega heilsu og bragðlaukana og bónustinn er að fá frábæra þjónustu.

Mér finnst mikilvægt að þegar maður dettur inn á staði og þeir uppfylla þessar kröfur mína að þá bara verð ég að leyfa öðrum að njóta með eða allavegana segja frá.
Í janúar var ég svo heppin að rekast inn á Pottinn og Pönnuna, þeim gamla og góða stað, sem er núna eins og nýr staður, en fær að halda sinni sögu sem er svo fallegt.

Ég hvet ykkur að lesa matarbloggið hér fyrir neðan, og ekki bíða heldur panta borð eða droppa við í kokteil eða annan fordrykk.
Mig langar að skrifa að staðurinn eigi það skilið að vera heimsóttur, líklega er það á hinn veginn, þig verðið heppin/n að fara á þennan stað og eigið það vonandi skilið.
Hlakka til að heyra frá ykkar upplifun (-;

https://betareynis.is/blogs/matur/potturinn-og-pannan-rotgroinn-veitingarstadur?

Nýlega heimsótti ég rótgróinn veitingarstað sem verið hefur til húsa á nákvæmlega sama stað í heil 40 ár. Potturinn og Pannan er fjölskylduvænn veitingastaðir sem notið hefur óslitinna vinsælda og er rómaður fyrir þægilega þjónustu, notalegt umhverfi og ekki síst ljúffeng...

Frábært marstilboð fyrir þig og alla hina
10/03/2025

Frábært marstilboð fyrir þig og alla hina

Bókin Þú Ræður og netnámskeiðið 7 daga matarprógramm nú á sérstöku tilboði út mars mánuð

Næring og heilsa - fyrirlesturSkemmtilegur og fróðlegur fyrirlestur með Betu Reynis næringarfræðingi.Þar sem hún leiðir ...
29/01/2025

Næring og heilsa - fyrirlestur
Skemmtilegur og fróðlegur fyrirlestur með Betu Reynis næringarfræðingi.

Þar sem hún leiðir okkur inn í allt um heilsu, lífsgæði og hamingju, hvaða leiðir eru góðar til að auka heilbrigði á skynsaman hátt.

Hvaða aðferðir og fæðutegundir geta minnkað bólgur og bjúgmyndun.

Hvaða ráð eru góð til að auka orku, bæta svefn og fylla hormónakerfið af gleði og hamingju.

Hvernig bætum við meltinguna og af hverju eru magasýrurnar svona mikilvægar.

Ekki láta þennan viðburð framhjá þér fara og tryggðu þér miða strax.

Tímalengd 1 klukkutími og 30 min.

Færður til 12. Feb kl 19
Vegna veðurs

Hús Hjálpræðishersins - Suðurlandsbraut 72

Miðaverð

Venjulegt verð1.990 kr https://betareynis.is/products/fyrirlestur5

Heiður að fá að vera fyrsti gesturinn á árinu í hlaðvarpsþætti Guðrúnar Bergmann.
06/01/2025

Heiður að fá að vera fyrsti gesturinn á árinu í hlaðvarpsþætti Guðrúnar Bergmann.

Viðmælandi minn í þessum fyrsta þætti árið 2025 er Elísabet Reynisdóttir eða Beta Reynis eins og flestir kalla hana. Hún lærði að verða næringarþerapisti til...

20/12/2024

Address

Engjateig 9
Kópavogur
201

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Beta Reynis- Næringarfræðingur posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Beta Reynis- Næringarfræðingur:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Category