
04/07/2025
„Ég hélt að þetta væri bara stress – en það var eitthvað meira“
Eitt sumar, eftir mikið álag og streitu, fór ég að fá útbrot í andlitið – og þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu. Ég hafði aldrei fengið unglingabólur, svo þetta kom mér mjög á óvart. Á sama tíma glímdi ég við stöðug meltingarvandamál, þreytu og orkuleysi sem lét mig finna fyrir því að líkaminn minn væri ekki að vinna með mér því ég var að ég taldi að borða mjög hollan mat.
Ég fór að grafa dýpra og tengdi þetta við fortíðina – þegar ég var barn fékk ég alltaf viðbrögð við skartgripum sem innihéldu nikkel. Ég hafði gleymt þessu – en það fór að vekja upp spurningar. Hvað ef líkaminn minn væri að bregðast harkalega við nikkeli núna, þegar streita og álag höfðu keyrt mig niður?
Það sem ég komst að var áhugavert:
Stress + lágar magasýrur + undirliggjandi næmi fyrir nikkel geta saman ýtt undir einkenni sem enginn virðist finna skýringar á.
Ég skrifaði grein þar sem ég deili reynslu minni og því sem ég hef lært – ekki sem algilt svar, heldur sem mögulega leið til að kveikja ljós hjá þeim sem tengja við þetta:
– Langvarandi meltingarvandamál
– Þreyta og orkuleysi
– Útbrot eða kláði
– Heilaþoka
– „Efnaskiptastífla“ eða þyngdaraukning eða jafnvel þyngdartap.
Ef þú tengir við þetta þá mæli með að lesa greinina
og ef persónulegar spurningar sendið mér póst beta@betareynis.is
Getur nikkel í mat verið að valda þér vanlíðan og neikvæðum einkennum sem enginn skýring finnst á? Undanfarin ár hef ég sérhæft mig í að vinna með einstaklingum sem grunar að þeir glími við nikkelóþol – ástand sem getur haft djúpstæð og neikvæð áhrif á líðan. Nikk...