13/01/2026
Gleðilegt ár!
Nú er kjörið að stilla sig inn fyrir árið 2026 – og byrja þar sem allt byrjar: í meltingunni.
Meltingin er forsenda þess að við þrífumst og njótum lífsins til fulls. Hún hefur áhrif á orkuna okkar, líðan, ónæmi og jafnvel andlega heilsu. Stundum finnst mér að það ætti að kenna mun meira um meltinguna í grunnskólum – hvernig hún virkar, hversu áhrifamikil hún er og hversu magnað líffærakerfi meltingarkerfið okkar í raun er.
Þegar meltingin er í jafnvægi:
nýtast næringarefnin betur
líkaminn fær meiri orku
líðan og jafnvægi batnar
og við styðjum við heilbrigða þarmaflóru sem skiptir miklu máli til lengri tíma
👉 Já, meltingin skiptir máli – miklu máli.
Er ég ekki nokkuð búin að selja ykkur hugmyndina um að huga aðeins betur að meltingunni? 😉
Góðu fréttirnar eru þær að við þurfum ekki að gera þetta flókið.
Byrjum á einföldum atriðum, raunhæfum skrefum sem flestir geta innleitt í daglegt líf. Ég deili hér að neðan grein með hagnýtum ráðum sem styðja við góða meltingu.
👉 Lesið greinina hér fyrir neðan – þið þakkið mér seinna
Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur, alla jafna kölluð Beta Reynis, skrifar um áhrif mataræðis á brjóstsviða og uppþembu og gefur einföld ráð til að vinna gegn því.