Sjúkraþjálfun Íslands

Sjúkraþjálfun Íslands Sjúkraþjálfun Íslands, Urðarhvarf 8, 203 Kópavogur. Sími: 5200120
Sjúkraþjálfun Íslands, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík. Sími: 5200120 og 5.

Sjúkraþjálfun Íslands var stofnuð 1996. Á stofunni starfa nú um 42 sjúkraþjálfarar sem sinna allri hefðbundinni sjúkraþjálfun en hafa þó sérhæft sig í bakvandamálum, íþróttameiðslum, sogæðameðferð og endurhæfingu eftir hnjá- og axlaraðgerðir. Nálastungumeðferðir eiga sér stað þar auk þess sem þar eru gerð þrekpróf og ýmsar mælingar s.s. mjólkursýrumælingar.
Í október 2019 opnuðum við nýja stöð í Kringlunni og erum því með stofu á tveimur stöðum, Orkuhúsinu og Kringlunni. Sjúkraþjálfararnir eru í góðum tengslum við íslenska íþróttahreyfingu og starfa með mörgum félagsliðum og landsliðum Íslands.

Áhersla er lögð á faglega þjónustu á sviði endurhæfingar og þjálfunar ásamt samvinnu milli fyrirtækja innan Orkuhússins með hagsmuni viðskiptavina í huga. Saga Sjúkraþjálfunar Íslands

Sjúkraþjálfun Íslands var stofnuð árið 1996. Stofan var í upphafi smá í sniðum en stækkaði mikið við samruna tveggja stofa árið 1998. Fyrst um sinn var starfsemin í Fellsmúla í húsnæði líkamsræktarstöðvarinnar World Class og var samstarfið mjög gott. Árið 2001 eignaðist fyrirtækið stofu í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu sem var rekin þar til ársins 2003. Á sama tíma opnaði fyrirtækið aðra stofu í Álftamýri og þá í samstarfi við hóp bæklunarlækna, röntgenlækna og stoðtækjafræðinga. Það samstarf gekk mjög vel og var viðskiptavinum stofunar til mikilla hagsbóta. Það kom að því að starfsemin sprengdi húsnæðið utan af sér og flutti á Suðurlandsbraut 34 í ágúst 2003. Þar tóku sig nokkur fyrirtæki saman um að starfrækja það sem nú heitir Orkuhúsið en þar eru starfandi; Sjúkraþjálfun Íslands, Stoðkerfi, Röntgen Orkuhúsinu, Stoð og Flexor. Húsið er s*x hæðir og er Flexor á fyrstu hæð sem er verslun með skó, hlífar og ýmsan annan varning ásamt því að reka göngugreiningu. Röntgen og skurðstofur læknanna eru einnig á fyrstu hæð. Á annari hæð er Stoð með starfsemi varðandi bæklunarskó og innlegg. Þar er einnig Sjúkraþjálfun Íslands með móttöku sína og starfsemi. Á 3.hæð er æfingasalur sjúkraþjálfunarinnar ásamt vinnuaðstöðu sjúkraþjálfara. Á 4. hæð eru læknar með skrifstofur sínar og á efstu hæðinni er salur fyrir fundi og fyrirlestra.

Verkir utanvert á hné við það að auka álag eða hraða í æfingum? 🏃‍♀️🏃‍♂️Oft eru einkenni að koma frá IT bandinu - rót va...
17/09/2025

Verkir utanvert á hné við það að auka álag eða hraða í æfingum? 🏃‍♀️🏃‍♂️

Oft eru einkenni að koma frá IT bandinu - rót vandans er í mjöðmunum! 🤝

Eftir sannfærandi sigur í fyrsta leik í undankeppni HM leikur karlalandsliðið í knattpyrnu gegn Frökkum í dag. Þessi tve...
09/09/2025

Eftir sannfærandi sigur í fyrsta leik í undankeppni HM leikur karlalandsliðið í knattpyrnu gegn Frökkum í dag. Þessi tveir standa vaktina með liðinu og eru hluti af medical teymi liðsins. Við óskum þeim alls hins besta í leiknum og vonum að þrjú sig skili sér í hús. ÁFRAM ÍSLAND🇮🇸

Færð þú verk framan á hné við að ganga upp stiga, taka hnébeygjur eða sitja lengi? 🤔 👉 Þetta gæti verið álagseinkenni vi...
08/09/2025

Færð þú verk framan á hné við að ganga upp stiga, taka hnébeygjur eða sitja lengi? 🤔

👉 Þetta gæti verið álagseinkenni við hnéskel🦵🏻

08/09/2025

Alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar fer fram í dag 8.september.

Áherslur 2025 eru Heilbrigð öldrun og Byltuvarnir

Til hamingju með daginn við öll 🥳

Ný heimasíða.Í morgun var ný heimasíða Sjúkraþjálfunnar Íslands sett í loftið. Vonum við að hún sé skýrari og auðveldari...
02/09/2025

Ný heimasíða.
Í morgun var ný heimasíða Sjúkraþjálfunnar Íslands sett í loftið. Vonum við að hún sé skýrari og auðveldari í umgengni fyrir viðskiptavini okkar en sú fyrri var. Þess má geta að á henni má sjá hvaða sjúkraþjálfarar skipa teymin okkar og hvar þeirra áhugasvið liggur.
www.sjukratjalfun.is

Leifur Auðunsson sjúkraþjálfari lætur af störfum hjá okkur í dag, 29.ágúst. Hann býr á Akranesi og er að opna sjúkraþjál...
29/08/2025

Leifur Auðunsson sjúkraþjálfari lætur af störfum hjá okkur í dag, 29.ágúst. Hann býr á Akranesi og er að opna sjúkraþjálfunarstofu þar sem ber nafnið Sjúkraþjálfun Vesturlands. Við þökkum honum fyrir ánægjulegt samstarf undanfarin ár og óskum honum til hamingju með nýju stofuna.

Brynjar Óli Kristjánsson sjúkraþjálfari hefur störf hjá okkur í Kringlunn þann 1.september n.k. Hann útskrifaðist frá HÍ...
20/08/2025

Brynjar Óli Kristjánsson sjúkraþjálfari hefur störf hjá okkur í Kringlunn þann 1.september n.k. Hann útskrifaðist frá HÍ í vor og hefur starfað á Grensás í sumar. Við bjóðum hann velkominn í hópinn.

Snædís Guðmundsdóttir sjúkraþjálfari hefur störf hjá okkur í Kringlunni þann 7.ágúst. Hún útskrifaðist með B.Sc. í sjúkr...
24/07/2025

Snædís Guðmundsdóttir sjúkraþjálfari hefur störf hjá okkur í Kringlunni þann 7.ágúst. Hún útskrifaðist með B.Sc. í sjúkraþjálfun frá Fontys University of Applied Sciences í Eindhoven Hollandi árið 2020 og hefur starfað hjá Gáska síðan þá. Við bjóðum hana velkomna í hópinn.

Hildur Una Gísladóttir er komin í fæðingarorlof og verður frá vinnu næsta árið.
22/07/2025

Hildur Una Gísladóttir er komin í fæðingarorlof og verður frá vinnu næsta árið.

Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir sjúkraþjálfari kemur aftur til starfa eftir fæðingarorlof þann 5.ágúst 2025. Við bjóðum ha...
16/07/2025

Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir sjúkraþjálfari kemur aftur til starfa eftir fæðingarorlof þann 5.ágúst 2025. Við bjóðum hana velkomna til baka.

07/07/2025

Sjúkraþjálfun Íslands er í samstarfi með Euneo og bjóðum okkar viðskiptavinum að fá æfingarnar sínar í Euneo appið þannig að þeir hafi alltaf myndband af hverri æfingu við hendina. Her segir Sigríður Rósa frá sinni vegferð eftir liðskipti í hné.

EM kvenna í knattspyrnu hefst í dag með leik Íslands á móti Finnlandi í Thun (Sviss). Ásta Árnadóttir er einn af sjúkraþ...
02/07/2025

EM kvenna í knattspyrnu hefst í dag með leik Íslands á móti Finnlandi í Thun (Sviss).
Ásta Árnadóttir er einn af sjúkraþjálfurum liðsins. Í Medical teyminu með henni eru sjúkraþjálfararnir Ágústa Sigurjónsdóttir og Tinna Mark Antonsdóttir. Læknir liðsins er Aðalheiður Rósa Jóhannesdóttir. Við óskum þeim góðs gengis á mótinu og hvetjum alla til að horfa og styðja stelpurnar okkar ⚽️💙 Àfram Ísland 🇮🇸

Address

Urdarhvarf 8 Og Kringlan 4-12
Kópavogur
203

Opening Hours

Monday 08:00 - 17:00
Tuesday 08:00 - 17:00
Wednesday 08:00 - 17:00
Thursday 08:00 - 17:00
Friday 08:00 - 16:15

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Sjúkraþjálfun Íslands posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Sjúkraþjálfun Íslands:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram