08/01/2026
Jóga að Lífstíl á 40 dögum er uppbyggilegt og umbreytandi ferðalag fyrir líkama, huga og sál.
Á námskeiðinu lærir þú að:
✔️stunda daglega jógaiðkun (asana)
✔️byggja upp daglega hugleiðslu
✔️vinna með sjálfsskoðun og ásetning
✔️skoða lífsstílinn þinn og mataræði með opnum og heilbrigðum hætti
Hvernig fer námskeiðið fram?
Aðalfundir:
📍 Iceland Power Yoga, Holtasmára 1
🗓 Þriðjudagar kl. 19:30–21:00 (alls 6 skipti)
Aukafundir á ZOOM:
💻 Fimmtudagar kl. 19:30–20:15
Þessir fundir eru ætlaðir til að styðja þátttakendur á milli aðalfunda – með tengingu, innblæstri og rými fyrir spurningar.
Leiðbeinendur:
Inga Hrönn Kristjánsdóttir leiðir námskeiðið
Guðrún Selma aðstoðar
💫Fyrir hverja er námskeiðið?
Fyrir bæði byrjendur og lengra komna (fólk tekur endurtekið þátt í 40 dögunum til að uppfæra lífstílinn sinn)
Engin reynsla af jóga eða hugleiðslu nauðsynleg
Byrjað er rólega (20 mín jógaiðkun / 5 mín hugleiðsla á dag) og byggt smám saman upp
Þú færð daglega pósta m.a. með leiddum hugleiðslum og jógatímum þér til stuðnings
Þetta námskeið er boð um að hægja á,
staldra við og velja meðvitað hvernig þú vilt lifa lífinu.
Ekki bara í 40 daga – heldur til framtíðar.
Verð: 39.900 kr. (Innifalið: ótakmarkaður aðgangur að tímum í 40 daga) Skráning á heimasíðunni okkar
Korthafar verð: 26.900 kr. - Skráning í Glofox