
23/08/2025
Leikfimi í laug undir leiðsögn sjúkraþjálfara.
Þriðjudaga og föstudaga kl. 12.00-12.45. Hefst 2. september.
Þú getur valið að vera einu sinni eða tvisvar í viku.
Í æfingunum er vatnsyfirborðið í axlarhæð og er áhersla lögð á að bæta líkamsstöðu, líkamsbeitingu og líkamsvitund. Styrktaræfingar, jafnvægisæfingar, liðkandi æfingar og teygjur eru gerðar í hverjum tíma auk æfinga sem bæta samhæfingu og stöðugleika.