Húðlæknastöðin

Húðlæknastöðin Við erum húðlæknar og sérfræðingar í öllu sem viðkemur húð. Húðlæknastöðin var stofnuð í mars 1998. Starfandi læknar innan hennar eru allir húðsjúkdómalæknar.

Húðlæknastöðin sinnir öllum húðsjúkdómum svo sem exemi, ofnæmissjúkdómum húðar, psoriasis, eftirliti og meðferð húðkrabbameina, húðsýkingum ásamt mörgum öðrum sjaldgæfari húðsjúkdómum. Á Húðlæknastöðinni fer fram eftirlit með fæðingarblettum í því skyni að finna sortuæxli á frumstigi. Er í þeim tilgangi notuð afar fullkomin myndatækni sem hjálpar til við eftirlit og greiningu bletta. Húðlæknastöðin hefur lengi tengst rannsóknum á húðsjúkdómum. Má þar nefna rannsóknir á sveppasýkingum, exemi, psoriasis, sortuæxlum ásamt þáttöku í lyfjarannsóknum.Læknanemar koma árlega á Húðlæknastöðina til að fylgjast með greiningu og meðferð húðsjúkdóma. Þetta er hluti af þeirra námi við Læknadeild HÍ. Innan Húðlæknastöðvarinnar er starfandi ljósadeild með fullkomnum búnaði til meðferðar psoriasis, exema og fleiri húðsjúkdóma. Þar eru einnig tæki til meðferðar húðsjúkdóma sem bundnir eru við hendur eða fætur. Á ljósadeildinni er einnig sérstakt UVB laser tæki til meðferðar á þrálátum afmörkuðum húðsjúkdómum. Laserdeild Húðlæknastöðvarinnar er búin nýjum og fullkomnum tækjum. Þar fer fram meðferð á rósroða, æðasliti í andliti, óæskilegum hárvexti, æðasliti á fótlimum, bólum (acne), örmyndun, ofholdgun í húð og fleira. Einnig er boðið upp á lýtahúðlækningar með fylliefnum og/eða botox til að minnka hrukkur í andliti, móta kinnbein, bæta í varir og auka ferskleika húðarinnar.

22/09/2025

Þú getur bókað tíma hjá Guðrúnu með Noona, á hudmedferdir@hls.is eða í síma 520-4444 🤍

Búningahönnuðurinn og listakonan Sylvía Dögg Halldórsdóttir, jafnan þekkt sem Sylvía Lovetank, gifti sig í sumar. Sylvía...
27/08/2025

Búningahönnuðurinn og listakonan Sylvía Dögg Halldórsdóttir, jafnan þekkt sem Sylvía Lovetank, gifti sig í sumar. Sylvía kom til okkar á Húðlæknastöðina til að undirbúa húðina fyrir stóra daginn. Hægt er að sjá einlæga frásögn hennar í story/highlights 🤍

NÝR ÞÁTTUR AF HÚÐKASTINU KOMINN ÚT 🎙️🤍 Að þessu sinni fjalla húðlæknarnir Jenna Huld og Ragna Hlín um HS sjúkdóminn. HS ...
27/06/2025

NÝR ÞÁTTUR AF HÚÐKASTINU KOMINN ÚT 🎙️🤍 Að þessu sinni fjalla húðlæknarnir Jenna Huld og Ragna Hlín um HS sjúkdóminn. HS veldur endurteknum bólgum og kýlum á viðkvæmum líkamssvæðum.

Við kynnum með stolti nýtt vörumerki á Húðlæknastöðinni. BIOJUVE eru margverðlaunaðar húðvörur sem vinna að því að jafna...
13/05/2025

Við kynnum með stolti nýtt vörumerki á Húðlæknastöðinni. BIOJUVE eru margverðlaunaðar húðvörur sem vinna að því að jafna bakteríuflóru húðarinnar. Vörurnar henta fyrir þá sem vilja koma jafnvægi á húðina, vilja einfalda húðrútínu og sækjast eftir heilbrigðri húð 🌟

HALLÓ AKUREYRI!Við tökum vel á móti ykkur á Læknastofum Akureyrar 🤍
12/05/2025

HALLÓ AKUREYRI!
Við tökum vel á móti ykkur á Læknastofum Akureyrar 🤍

20% OPNUNARAFSLÁTTUR Á AKUREYRI 🤍Við höfum opnað á Akureyri og erum staðsett á Glerártorgi á Læknastofum Akureyrar. Þjón...
06/05/2025

20% OPNUNARAFSLÁTTUR Á AKUREYRI 🤍

Við höfum opnað á Akureyri og erum staðsett á Glerártorgi á Læknastofum Akureyrar. Þjónustan sem við bjóðum upp á til að byrja með er toxín(bótox), fylliefni, háreyðing, Skinbooster, Fraxel laser og æðalaser í andliti.

Hægt er að bóka tíma í síma 520-4444, með því að senda tölvupóst á hudmedferdir@hls.is eða í gegnum noona:

https://noona.is/hudlaeknastodinak

Á Húðlæknastöðinni leggjum við ríka áherslu á símenntun, öryggi og fagmennsku. Anton Örn húðlæknir og Aðalheiður Rósa læ...
15/04/2025

Á Húðlæknastöðinni leggjum við ríka áherslu á símenntun, öryggi og fagmennsku. Anton Örn húðlæknir og Aðalheiður Rósa læknir fóru á dögunum til Vínar á Croma Anatomy Workshop. Námskeiðið bauð upp á ítarlega fræðslu á andlitsanatómíunni og þjálfun með fylliefni. Frábært námskeið og komu læknar okkar svo sannarlega reynslunni ríkari heim.

Sólin skín og því tilvalið að minna á mikilvægi þess að vera með sólarvörn ☀️Þú finnur sólarvarnir sem eru sérstaklega f...
28/03/2025

Sólin skín og því tilvalið að minna á mikilvægi þess að vera með sólarvörn ☀️

Þú finnur sólarvarnir sem eru sérstaklega fyrir andlitið í vefverslun hjá okkur.

Frábær árangur! Viðkomandi er búin að koma tvisvar í æðalaser og einu sinni í öralaser. Meðferðinni er ekki lokið svo vi...
27/03/2025

Frábær árangur! Viðkomandi er búin að koma tvisvar í æðalaser og einu sinni í öralaser. Meðferðinni er ekki lokið svo við eigum eftir að sjá enn betri árangur ✨

METACELL RENEWAL B3 ER MÆTT 🩵Létt, silkimjúkt og rakagefandi andlitskrem sem verndar húðina gegn ótímabærri öldrun, veit...
21/03/2025

METACELL RENEWAL B3 ER MÆTT 🩵
Létt, silkimjúkt og rakagefandi andlitskrem sem verndar húðina gegn ótímabærri öldrun, veitir góðan raka og er einstaklega hentugt með andlits- og lasermeðferðum til þess að auka árangur þeirra.

Við leitum að metnaðarfullum og áhugasömum hjúkrunarfræðingi til að ganga til liðs við ört vaxandi húðmeðferðadeild okka...
11/03/2025

Við leitum að metnaðarfullum og áhugasömum hjúkrunarfræðingi til að ganga til liðs við ört vaxandi húðmeðferðadeild okkar!

Húðlæknastöðin er leiðandi á sviði húðlækninga og húðmeðferða á Íslandi og er ein best tækjum búna húðmeðferðastöð á Norðurlöndum. Við erum að vaxa hratt og leitum því að liðsauka. Við leitum að metnaðarfullum og áhugasömum hjúkrunarfræðingi til að ganga ti...

P-TIOX er serum sem dregur úr fínum svipbrigðalínum og gefur húðinni fallegan gljáa eða “glass effect”. Það er innblásið...
18/02/2025

P-TIOX er serum sem dregur úr fínum svipbrigðalínum og gefur húðinni fallegan gljáa eða “glass effect”. Það er innblásið af áhrifum toxíns og hentar fullkomnlega sem viðbót við toxín meðferðir.

Address

Smáratorg
Kópavogur
201

Opening Hours

Monday 08:00 - 16:00
Tuesday 08:00 - 16:00
Wednesday 08:00 - 16:00
Thursday 08:00 - 16:00
Friday 08:00 - 16:00

Telephone

+3545204444

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Húðlæknastöðin posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Húðlæknastöðin:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Category

Our Story

Húðlæknastöðin var stofnuð í mars 1998. Starfandi læknar innan hennar eru allir húðsjúkdómalæknar. Húðlæknastöðin sinnir öllum húðsjúkdómum svo sem exemi, ofnæmissjúkdómum húðar, psoriasis, eftirliti og meðferð húðkrabbameina, húðsýkingum ásamt mörgum öðrum sjaldgæfari húðsjúkdómum. Á Húðlæknastöðinni fer fram eftirlit með fæðingarblettum í því skyni að finna sortuæxli á frumstigi. Er í þeim tilgangi notuð afar fullkomin myndatækni sem hjálpar til við eftirlit og greiningu bletta. Húðlæknastöðin hefur lengi tengst rannsóknum á húðsjúkdómum. Má þar nefna rannsóknir á sveppasýkingum, exemi, psoriasis, sortuæxlum ásamt þáttöku í lyfjarannsóknum. Læknanemar koma árlega á Húðlæknastöðina til að fylgjast með greiningu og meðferð húðsjúkdóma. Þetta er hluti af þeirra námi við Læknadeild HÍ. Innan Húðlæknastöðvarinnar er starfandi ljósadeild með fullkomnum búnaði til meðferðar psoriasis, exems og fleiri húðsjúkdóma. Þar eru einnig tæki til meðferðar húðsjúkdóma sem bundnir eru við hendur eða fætur. Á ljósadeildinni er að auki sérstakt UVB laser tæki til meðferðar á þrálátum afmörkuðum húðsjúkdómum. Laserdeild Húðlæknastöðvarinnar er búin nýjum og fullkomnum tækjum. Þar fer fram meðferð á rósroða, æðasliti í andliti, óæskilegum hárvexti, æðasliti á fótleggjum, bólum (acne), örmyndun, ofholdgun í húð og fleira. Einnig er boðið upp á lýtahúðlækningar með fylliefnum og/eða botox til að minnka hrukkur í andliti, móta kinnbein, bæta í varir og auka ferskleika húðarinnar.