Anna Margrét Tannlæknir

Anna Margrét Tannlæknir Anna Margrét er almennur tannlæknir með meistaragráðu í tannlæknavísindum. Er nú í barneig

Anna Margrét Bjarnadóttir er almennur tannlæknir (cand.odont) með meistaragráðu (MSc) í tannlæknavísindum.

Hæ þið öll! 🦷Eftir langt og gott fæðingarorlof er ég loksins farin að vinna aðeins aftur 🥳 Ég verð nú á "nýrri" starfsst...
22/02/2022

Hæ þið öll! 🦷

Eftir langt og gott fæðingarorlof er ég loksins farin að vinna aðeins aftur 🥳 Ég verð nú á "nýrri" starfsstöð hjá Sigurjóni Erni tannlækni í Vínlandsleið 16. Hægt er að panta tíma hjá mér (eða Sigurjóni og Oddgeiri tannlækni) þar í síma 581-1088.

Vegna forfalla á ég lausa tíma strax í þessari viku og næstu - endilega hafið samband á stofuna eða sendið skilaboð hér fyrir frekari upplýsingar.

Spennt og glöð yfir að vera komin af stað aftur. Gömul og ný velkomin í stólinn 🤗 Hlakka til að sjá ykkur!

Ps. Meðfylgjandi er sönnun fyrir því að ég hef ekki setið alveg auðum höndum síðasta árið! Ég er amk búin að æfa mig helling í samningaviðræðum, þolinmæði, burstunartækninni og er með mörg ný trix uppí erminni 😂

Frábær fræðsla frá Írisi Þórsdóttur tannlækni 👌 Mæli með að hlusta!
17/04/2021

Frábær fræðsla frá Írisi Þórsdóttur tannlækni 👌 Mæli með að hlusta!

Íris Þórsdóttir tannlæknir ræddi við okkur um tannheilsu

Heil og sæl! Í ljósi nýjustu Covid-frétta langar mig að biðja alla sem eiga tíma á næstunni að huga einstaklega vel að p...
21/09/2020

Heil og sæl!

Í ljósi nýjustu Covid-frétta langar mig að biðja alla sem eiga tíma á næstunni að huga einstaklega vel að persónulegum smitvörnum - svo sem handþvotti og spritti, og hafa eftirfarandi í huga:

- Mætið með andlitsgrímu sem hylur munn og nef á biðstofu.
- Ekki mæta með flensueinkenni; svo sem kvef, hósta og hita.
- Ekki mæta að óþörfu - hringdu frekar eða sendu tölvupóst.
- Sem fæstir fylgi þeim sem eiga bókaðan tíma (t.d. foreldrar barna sem eiga tíma). Best er að fylgdarfólk bíði á biðstofu eða jafnvel útí bíl á meðan á tíma stendur, ef mögulegt er.
- Ekki mæta óþarflega snemma í bókaðan tíma. Bíddu út í bíl þangað til stutt er í tímann.

Við á stofunni gerum öll okkar besta til að passa okkur - og vonum að aðrir vandi sig við það líka :) Sjáumst!

10/08/2020

Sæl og blessuð!

Nú þurfum við að muna að halda áfram að passa okkur og fylgja leiðbeiningum með Covid-ástandið í huga. Í ljósi aðstæðna viljum við vinsamlegast minna þá sem eiga tíma á og biðja þá um að fylgja eftirfarandi:

Vinsamlegast hafið samband á stofuna til að fresta tíma ef:
- almenn flensueinkenni eru til staðar (hiti, hósti, beinverkir, höfuðverkur, osfrv).
- ef þið hafið verið erlendis sl 14 daga.
- ef þið eigið að vera í sóttkví eða einangrun eða hafið umgengist covid-smitaðan einstakling nýlega.

Vinsamlegast mætið ein og án fylgdarmanna á stofuna ef mögulegt - gott er að börn sem geta mætt ein geri það.

Minnum á 2 metra regluna!
- ef ekki er unnt að fylgja fjarlægðartakmörkunum er mælst til þess að notaður sé maski/gríma - bæði til varnar ykkur og öðrum.

Munið að þvo hendur vel og spritta áður en gengið er inn á stofuna.
- Muna að passa snertingar yfirborðsflata - svo sem snjallsíma, eftir sótthreinsunina.

Vinsamlegast ekki mæta löngu fyrir bókaðan tíma.
- Ef þið eruð stundvís, vinsamlegast bíðið úti í bíl þar til kemur að tímanum ykkar.

Notum snertilausar greiðslur eins og hægt er og minnkum snertingar eins og hægt er.

Förum varlega og pössum áfram hvert uppá annað :)

04/05/2020

Heil og sæl! Nú hefur stofan opnað á ný! Endilega hafið samband á stofuna til að bóka tíma, S: 565-9070.

Enn þurfum við þó öll að fara varlega - vinsamlegast athugið eftirfarandi:

* Ef þú ert með hósta, kvef eða önnur flensueinkenni - vinsamlegast frestaðu tímanum. Hafðu samband og fáðu nýjan tíma.

* Munum eftir 2 metra reglunni og virðum hana.

* Munum eftir handþvotti og sótthreinsun áður en komið er inn á stofuna.

* Styttum tímann á biðstofunni eins og hægt er. Reynum að staldra sem styst við. Tímafrekari erindum í afgreiðslu er betra að sinna í gegnum síma.

* Höldum fjölda einstaklinga á stofunni í lágmarki - vinsamlegast ekki koma með fólk með þér, eða fylgja öðrum, nema eiga tíma. Foreldrar/forráðamenn fylgi þó ungum börnum.

Þetta er allt að koma en gleymum okkur ekki :) Þannig gengur allt vel!

Hlakka til að sjá ykkur :) Kv. Anna Margrét

15/04/2020

(English below)

Heil og sæl! Vona að allir hafi það bærilegt í ástandinu, það er að birta til.

Nýjustu fréttir eru þær að það stefnir í að dregið verði úr takmörkunum 4.maí næstkomandi er og þá má stofan opna aftur! Þangað til, á meðan núverandi samkomubann er enn í gildi verður áfram lokað á stofunni - hægt er að senda skilaboð hér á síðunni og/eða senda tölvupóst á tannamargret@gmail.com ef upp koma neyðartilfelli. Sama gildir um tímapantanir eftir 4.maí :) Við höfum þá samband til baka eins fljótt og hægt er!

Fyrir þá sem bíða eftir að við höfum samband varðandi tíma sem hefur áður verið aflýst vegna ástandsins þá vinnum við okkur á næstunni niður listann okkar og höfum samband fljótlega.

Hlakka mikið til að sjá ykkur og mæta til starfa á ný!
Kv. Anna Margrét

---

Hi there! Hopefully everyone is doing okay and keeping safe!

A news-update: some of the current limitations due to the Covid-19 situation will be lifted on the 4th of May - then we will be back in business! Until then, the dental office will be closed. For emergencies, please message me here on the Facebook-page or send an e-mail (tannamargret@gmail.com) - as well as for booking appointments from 4th of May :) We will then contact you as soon as possible.

Looking forward to seeing you again!
Anna Margrét

(English below) Kæru vinir og viðskiptavinir athugið:Að tilmælum heilbrigðisyfirvalda verður stofan lokuð vegna covid-19...
24/03/2020

(English below)

Kæru vinir og viðskiptavinir athugið:
Að tilmælum heilbrigðisyfirvalda verður stofan lokuð vegna covid-19 - frá og með deginum í dag, 24.mars.
Hægt að hafa samband hér í gegnum Facebook-skilaboð eða senda tölvupóst á tannamargret@gmail.com ef um neyðartilvik er að ræða, eða ef óskað er eftir ráðleggingum.
Nánari upplýsingar er hægt að finna á www.tannlind.

Förum varlega, fylgjum leiðbeiningum og pössum hvert annað :)

-----------------------

Dear friends and customers:
Due to Covid-19 our office is now closed.
In case of emergencies or if there is need for any information you are welcome to contact me here, using Facebook-messenger, or via e-mail (tannamargret@gmail.com).
More information: www.tannlind.is.

Be careful, please follow instructions and keep safe :)

Tannlæknastofan Tannlind býður upp á allar almennar tannlækningar fyrir alla fjölskylduna. Auk sérfræðiþjónustu í munn-og kjálkaskurðlækningum sem og tannréttingum. UPPLÝSINGAR VEGNA COVID-19 Stofan er opin. Hraustir einstaklingar þurfa ekki að fresta tannlæknaheimsókn. Ef þú ...

Address

Kópavogur

Opening Hours

Monday 08:30 - 16:00
Tuesday 08:30 - 16:00
Wednesday 08:30 - 16:00
Thursday 08:30 - 16:00
Friday 08:30 - 13:00

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Anna Margrét Tannlæknir posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Anna Margrét Tannlæknir:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Our Story

Anna Margrét Bjarnadóttir er almennur tannlæknir og starfar á tannlæknastofunni Tannlind, Bæjarlind 12, Kópavogi.

Á stofunni eru stundaðar allar almennar tannlækningar. Á stofunni starfa fjórir almennir tannlæknar, einn tannréttingasérfræðingur og tveir sérfræðingar í kjálkaskurðlækningum. Að auki starfa þar fjölmargir aðrir snillingar sem sinna hinum og þessum störfum, sjá um að allt gangi vel og örugglega fyrir sig og láta fólkinu okkar líða vel.

Anna Margrét er frá Dalvík, útskrifaðist úr MA árið 2010 og hóf þá nám við tannlækningar. Hún útskrifaðist svo frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands vorið 2017 og hefur starfað í Tannlind síðan þá. Þar að auki hefur hún m.a. sinnt afleysingum á Tannlæknastofum Hauks og Bessa í Kaupangi á Akureyri. Hún hefur sinnt afleysingum og stundakennslu við kliníska og bóklega kennslu við Tannlæknadeild HÍ síðastliðin tvö ár. Samhliða starfi stundar hún mastersnám í tannlæknavísindum við HÍ og stefnir á að ljúka því á árinu 2020. Einnig situr hún í bæði Endurmenntunarnefnd og Skemmtinefnd Tannlæknafélags Íslands.