22/02/2022
Hæ þið öll! 🦷
Eftir langt og gott fæðingarorlof er ég loksins farin að vinna aðeins aftur 🥳 Ég verð nú á "nýrri" starfsstöð hjá Sigurjóni Erni tannlækni í Vínlandsleið 16. Hægt er að panta tíma hjá mér (eða Sigurjóni og Oddgeiri tannlækni) þar í síma 581-1088.
Vegna forfalla á ég lausa tíma strax í þessari viku og næstu - endilega hafið samband á stofuna eða sendið skilaboð hér fyrir frekari upplýsingar.
Spennt og glöð yfir að vera komin af stað aftur. Gömul og ný velkomin í stólinn 🤗 Hlakka til að sjá ykkur!
Ps. Meðfylgjandi er sönnun fyrir því að ég hef ekki setið alveg auðum höndum síðasta árið! Ég er amk búin að æfa mig helling í samningaviðræðum, þolinmæði, burstunartækninni og er með mörg ný trix uppí erminni 😂