
17/09/2025
Við tökum vel á móti þér í Orkustöðinni 🙌😃
Skrefin geta verið þung þegar þú ert að byrja eftir langt hlé, veikindi eða hefur jafnvel aldrei æft í líkamsræktarstöð 👣
Við viljum létta undir og það kostar ekkert að heyra í okkur og fá ráðgjöf eða bara létta hvatningu ✨
Orkustöðin er lítil og vinaleg æfingastöð þar sem allir nýir iðkendur geta bókað frían tíma hjá íþróttafræðing og fengið kennslu á tækin og leiðbeiningar með æfingaval.
Vikulega koma 2 ný æfingaprógrömm á töfluna þar sem æfingar eru númeraðar og með skýringamyndum 🖥 Æfingar sem henta flestum!
Ef þú vilt æfa í litlum hóp (3-6 manns) en fá einstaklingsmiðaða þjálfun og mikið aðhald þá ættir þú að bóka frían tíma í hópþjálfun. Margir tímar í boði og hver tími er 40 mínútur. Nánari upplýsingar hér: https://www.orkustod.is/hopthjalfun/
Hlökkum til að hitta þig í Orkustöðinni 🙌✨
Sigurbjörg og Alexandra
Íþróttafræðingar