01/09/2025
Ég vil byrja á að þakka innilega fyrir frábærar móttökur við opnun fótaaðgerðastofu minnar í febrúar s.l. að Tjarnargötu 2 í Keflavík, Fótaklíník Siggu.
Núna liggur fyrir skipulag haustsins hjá mér og búið er að opna fyrir bókanir fram að jólum. Ég hvet ykkur til að tryggja ykkur tíma sem fyrst, hægt er að bóka tíma inn á noona.is eða í síma 843 8184.
https://noona.is/fotakliniksiggu?source=BrowseByCountriesEnterprises&rank=1